Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 56
56 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 TM Rag. U.S. Pat Otf.—all riflhta reaarved • 1987 Loa Angalea Timea Syndicate .. . þráÓ/aust sam- band. ást er.., Mætti ég biðja þig að taka ofan? HÖGNI HREKKVtSI Oskum ekki eftir áfengis- útsölu á Selljarnarnesi Til Velvakanda. Samtímis alþingiskosningunum 25. apríl næstkomandi verður kosið um það á Seltjamamesi, hvort opna eigi útsölu frá Áfengisverslun ríkis- ins í bænum. Við forsetakosningamar 1980 var kosið um það, hvort opna skyldi áfengisútsölu á Nesinu. Bæjarbúar vom því andvígir og felldu hug- myndina. En einhveijir vilja greini- lega ekki sætta sig við „NEIIГ og enn á að reyna að troða upp á okkur þessum ófögnuði. Áfengisútsölu fylgja ýmis sam- félagsleg vandamál. Hún laðar að sér drykkjufólk og skapar umferð- aröngþveiti. Hvar sem áfengisút- sala er staðsett veldur hún óþægindum og ónæði fyrir þá sem búa nálægt henni eða þurfa að kom- ast leiðar sinnar. Við, sem búum á Nesinu, vitum öll hvemig bíla- mergðin er í kringum Eiðistorgið og Nesveginn þegar eitthvað er um að vera þar. Varla hefur nokkur áhuga á ennþá meiri bílaumferð í bænum. Hætta er á aukinni áfengisneyslu ef auðveldara er að nálgast áfeng- ið. Margir munu eiga erfitt með að standast þá freistingu að koma við í áfengisversluninni um leið og kom- ið er úr vinnunni eða skroppið er út í búð. Hætt er við að fleiri settust ölvaðir undir stýri og umferðar- óhöppum mundi fjölga. Góðir Seltimingar, við þurfum ekki áfengisútsölu á þennan frið- sæla stað, sem við búum á. Við skulum ekki stuðla að óþægindum, ónæði og böli annarra. Við vildum ekki áfengisútsölu á Seltjamames 1980. Sýnum að við Til Velvakanda. Fýrir tæpum tveimur árum fór ég í kirkju að Bessastöðum. Þar flutti ræðuna séra Bragi Friðríks- son. Ræða hans varð mér minnis- stæð, sérstaklega fyrir það að hann fjallaði mjög um þá hörku, óheiðar- leika og samviskuleysi sem væri farið að einkenna okkar þjóðfélag. Og þá vægðarlausu sölumennsku sem stunduð væri og hinar hörðu aðferðir sem notaðar væm til þess að hafa vinning og koma andstæð- ingi á kné. Síðast minntist ég þessarar ræðu séra Braga þegar fréttastjóri Stöðv- ar 2 stærði sig af því að mikill kippur hefði komið í sölu á svoköll- uðum afruglumm þegar stöðin fór að senda út truflað bamaefni á laugardags- og sunnudagsmorgn- um. Þarna var notuð einhver viljum hana ekki heldur nú, né nokkum tíma í framtíðinni. Greiðum atkvæði gegn áfengis- útsölu á Seltjamamesi! Á.K.O. lúalegasta söluaðferð sem hugsast getur, þar sem lítil saklaus böm em grætt til þess að fá foreldrana til kaupa afmglara og gerast áskrif- endur að Stöð 2. Það þarf enginn að segja mér að forráðamenn þessa fyrirtækis hafi ekki fyrirfram vitað hvað myndi gerast þegar þeir létu efnið ótmflað fyrstu helgina en tm- fluðu þá næstu. Ó, jú. Þeir vissu að það myndu falla tár. Ég veit að fleirum blöskra að- ferðimar en mér. En emm við orðin svo sljó í öllu flölmiðlafárinu að við látum allt yfir okkur ganga án þess að segja orð? Það hefír oft verið haft á orði um menn sem einskis svífast í viðskiptum, að þeir gætu selt ömmu sína. Ég er viss um að þeir á Stöð 2 gætu selt ömmu sína tvisvar. Sigríður Skarphéðinsdóttir Vægðarlaus sölumennska Yíkverji skrifar Bragi Ásgeirsson listmálari hélt athyglisverða sýningu á Kjarv- alsstöðum, sem lauk á annan í páskum. Á blaði sem sýningargest- ir fengu var skemmtilega samsett mynd af listrýninum Braga í hrók- asamræðum við myndlistarmann- inn Braga en í þessum tveimur hlutverkum þekkja landsmenn Braga Ásgeirsson fyrst og fremst. Víkveiji kynnti sér myndlistar- manninn Braga á sunnudaginn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Sýning hans á Kjarvalsstöðum var sterk og sannfærandi og greinilegt að myndlistarmaðurinn hefur verið í góðu formi síðustu misseri. Þá voru myndimar vel hengdar upp þannig að sýningin varð samstæð heild. Hefur það ekki svo lítið að segja ef sýning á að heppnast vel. Víkverji hefur um langa hríð fylgst af athygli með listrýninum Braga, enda talið hann í hópi rit- fæmstu manna, sem skrifa í Morgunblaðið að staðaldri. Grein Braga um yfírlitssýningu Sigurðar Sigurðssonar í Listasafni Islands varð til að minna Víkveija á þá sýningu og hann gat farið og skoð- að hana síðasta daginn þ.e. á annan í páskum. Er skemmst. frá því að segja að þetta er einn allra sterk- asta myndlistarsýning, sem Víkveiji hefur séð um dagana. Ekki hefur farið mikið fyrir Sigurði í listaum- ræðunni undanfarin ár enda maðurinn hlédrægur, ef marka má skrif í ágætri sýningarskrá. Þar kemur einnig fram að það er ekki fyrr en á allra síðustu ámm sem Sigurður hefur helgað sig listinni eingöngu og athyglisvert er, að nokkrar sterkustu myndimar á sýn- ingunni em einmitt málaðar á þessum tíma. XXX * Astæða er til að taka undir með Kristni Snæland, sem skrifar í Velvakanda s.l. miðvikudag og gagnrýnir lagaval hjá næturútvörp- um Bylgjunnar og Rásar 2. Þar virðist ríkja sú síbyljumúsík, sem er á dagskrá allan daginn. Það er eins og forráðamenn þessara stöðva haldi að á nóttunni vaki aðeins fólk sem fætt er eftir 1965! XXX Kosninganóttin verður einhver sú mest spennandi í sögu þjóð- arinnar ef að líkum lætur og landsmenn em famir að hlakka til. Kosninganóttin verður einnig nýst- árleg fyrir þá sök að nú keppa tvær sjónvarpsstöðvar og tvær útvarps- stöðvar um athygli áhorfenda og hlustenda. Samkeppni sjónvarps- stöðvanna verður ekki minni en keppnin milli stjómmálaflokkanna og ætla báðar stöðvamar að tjalda öilu því bezta í fréttum og skemmti- efni. Og ekki dregur úr keppninni að stöðvamar notast við sitt hvort tölvukerfið, RUV við IBM og Stöð 2 við Hewlett Packard. Spennandi verður að sjá hver vinnur! XXX Víkveiji fór að skoða hina nýju og glæsilegu Flugstöð Leifs Eiríkssonar á annan í páskum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Stöðin er glæsileg og til sóma. Sá gífur- legi munur, sem blasir við flugfar- þegum á leið til landsins nú og fyrir hálfum mánuði er ótrúlegur. Víkveiji var staddur í flugstöð- inni rétt í þann mund, er loka átti henni á mánudag. Kvenrödd til- kynnt í hátalarakerfi, að hú væri stöðinni lokað. Margmenni var í stöðinni, en hið ótrúlega gerðist, hún tæmdist á 5 mínútum. Jafn- framt tilkynnt röddin, að stöðin yrði til sýnis milli klukkan 11 og 14 í dag, sumardaginn fyrsta. En þótt stöðin sé falleg, er ýmis- legt. ógert utan dyra. I nágrenni hennar eru kofaræksni og ýmislegt msl. Nú er mikilvægt að fegra umhverfí þessarar glæsilegu stöðv- ar og fjarlægja allt það, sem stingur í auga þeirra, sem leið enga um stöðina. Þennan mánudag, sem um er rætt, annan í páskum munu um 20.000 manns hafa farið um stöðina sem farþegar. Þetta er því fjölfarin leið og vert að hyggja að útliti umhverfis Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. XXX Idag er sumardagurinn fyrsti og fyrir örfáum dögum sagði veður- fræðingur í ríkissjónvarpinu, að fyrsta sumarlægðin vaéri komin. Það er gleðilegt, ef veðurguðimir ætla að virða árstíðir almanaksins og að gróðurinn fái dafnað eftir mildan og hlýjan vetur. Víkveiji óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.