Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Lágkúra kvennalistans eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Heiðarleiki skiptir máli í stjóm- málum. Kvennalistakonur hafa hvað eftir annað fallið á því prófi. Það er vissulega lágkúra sem ekki er hægt að sitja undir þegar Kvennalistakonur ætla að afla sér atkvæða á þeirri forsendu að önnur stjómmálaöfl hafí ekki áhuga á kvenna- eða fjölskyldumálum — eða að þau hafí ekki forgang hjá öðmm flokkum. Hver rangfærslan af annarri Kvennalistakonur halda því fram að enginn setji málefni fjölskyld- unnar á oddinn nema Kvennalist- inn. Ein þingkona Kvennalistans orðaði það svo í Morgunblaðinu, að Kvennalistinn væri einn um það íslenskra stjómmálaafla að setja málefni kvenna í öndvegi, heima- vinnandi sem útivinnandi. Þetta er rangt. í þessari sömu grein var því haldið fram að Kvennalistinn væri einn um það að hafa lagt til á þingi að gagngert endurmat fari fram á störfum kvenna. Þetta er líka rangt. Meira að segja er svo langt gengið að látið er að því liggja að þær konur veldust helst til áhrifa hjá hinum stjómmálaflokkunum, sem ekki hefðu sérstakan áhuga á kvenna- eða fjölskyldumálum. Út yfír tók síðan þegar Kvennalista- konur héldu því fram í útvarpi fyrir skömmu að mál sem flutt vom á síðasti þingi — og vom samþykkt, en þær vom ekki flutningsmenn að, væri að þakka vem þeirra á Al- þingi. Er þar m.a. átt við fmmvarp um fæðingarorlof og tillögu um lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks. Það væri vissulega verðugt við- fangsefni að gera samanburð á störfum þeirra og tillöguflutningi á Alþingi samanborið við Alþýðu- flokkinn. Ósanngjam málflutningur þeirra og vinnubrögð gefa vissulega tilefni til þess. „Okkar mál em aftarlega á for- gangslista hinna flokkanna," sagði ein Kvennalistakona í útvarpi fyrir skömmu. Má ég rifja upp eftirfarandi fyrir þessari Kvennalistakonu og öðmm, sem reyna að villa svo um fyrir kjósendum. Endurmat á kvennastörfum Það er alrangt og óheiðarlegt að halda því fram að Kvennalistinn hafí einn flokka lagt til á þingi að endurmat fari fram á störfum kvenna. Alþýðuflokkurinn hefur í mörg ár haft forystu fyrir fmm- varpi sem flutt hefur verið um þetta mál á þingi og kappkostað að ná um það breiðri samstöðu með því að fá flutningsmenn úr öllum flokk- um á það fmmvarp. Kvennalistinn kom fyrst fram með tillögu um það á sl. þingi og gerði ekki tilraun til að ná samstöðu um þá tillögu hvorki með öðmm flokkum, né að fá allar konur á Alþingi til liðs við sig um að flytja þá tillögu. Launakjör kvenna 1980 var samþykkt þingsályktun frá Alþýðuflokknum um að ítarleg úttekt yrði gerð á tekjuskiptingu og launakjömm í landinu. Þessari úttekt var sérstaklega beint að því að upplýsa misréttið í launakjömm kvenna og karla. Alþýðuflokkurinn fékk einnig samþykkt lög sem skyldaði ríkisvaldið til að leggja árlega fram sundurliðun á risnu bifreiða og ferðakostnaði hjá ríkinu. Þessar upplýsingar hafa m.a. leitt í ljós að konur fá aðeins innan við 10% af bifreiðastyrk og fastri yfír- vinnu sem ríkið greiðir, og höfum við á Alþingi reynt að knýja á um breytingu á þessu. Árið 1980 fluttu þingmenn Alþýðuflokksins fmm- varp um að í þeim starfsgreinum þar sem karlar væm í meirihluta ættu konur tímabundið hafa for- gang til starfs að því tilskyldu að þær hefðu sömu hæfileika og menntun til að bera og karlar sem sæktu um starfíð. Akvæði sem heimilar tímabundin forréttindi kvenna var siðan lögleitt 1985. Þingmenn Kvennalistans vildu ekki gerst flutningsmenn að því fmm- varpi með stjómarandstöðunni. Menntunarmál Alþýðuflokkurinn hefur sl. 4 ár lagt til á þingi að endurmenntun Iaunafólks verði tryggð, sérstaklega í þeim starfsgreinum þar sem at- vinnuöryggi er í hættu vegna tæknivæðingar. Þar er ekki síst um að ræða margar hefðbundnar kvennastarfsgreinar, en lagt var til að launafólk héldi sínum launum meðan á endurmenntun stendur. Einstæðir foreldrar Alþýðuflokkurinn fékk því fram- gengt að einstæðir foreldrar aldrað- ir og öryrkjar fá nú menntunar- framlög vegna bama sinna 18—20 ára. Fyrir framgangi þessa máls hefur hart verið barist sl. 4 ár, en það var loks samþykkt á sl. Al- þingi. Ég varð aldrei vör við að Kvennalistakonur ýttu á eftir þessu máli úr nefnd, eða sýndu því sér- stakan áhuga. Heimavinnandi fólk Við slit á óvígðri sambúð hafa konur oftast farið Qárhagslega hall- oka. Alþýðuflokkurinn hefur í 8 ár barist fyrir Iífeyrisréttindum heima- vinnandi og fékk samþykkta tillögu þar að lútandi á sl. Alþingi. Kvenna- listinn kom fyrst fram með það mál Morgunblaiið/Theodór Þroskahjálp á Vesturlandi Jóhanna Sigurðardóttir „Það er alrangt og óheiðarlegt að halda því fram að Kvennalist- inn hafi einn flokka lagt til á þingi að endur- mat fari fram á störf- um kvenna. Alþýðu- flokkurinn hefur í mörg ár haft forystu fyrir frumvarpi sem flutt hefur verið um þetta mál á þingi og kappkostað að ná um það breiðri samstöðu með því að fá flutnings- menn úr öllum flokkum á það frumvarp.“ á sl. Alþingi. Alþýðuflokkurinn hef- ur einnig flutt tillögu um réttar- stöðu heimavinnandi fólks, þar sem lagt er til að úttekt verði gerð á þjóðhagslegu gildi heimilisstarfa og að heimavinnandi fólki verði tryggð ýmis félagsleg réttindi sem aðrir hafa. Réttarstaða fólks í óvígðri sambúð Alþýðuflokkurinn hefur einn flokka barist fyrir réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð og fengið sam- þykkta þingsályktun og frumvarp sem tryggja á betur réttindi í óvígðri sambúð. Þessi mál kostuðu harða baráttu að ná fram á þingi. Ég varð aldrei vör við liðsinni Kvennalistakvenna í þeirri baráttu. Málefni barna í kjölfar þess að Samband al- þýðuflokkskvenna lagði fram ítar- lega stefnuskrá í málefnum bama sem samþykkt var á flokksþingi Alþýðuflokksins 1978, fluttu þing- menn Alþýðuflokksins undir forystu Ama Gunnarssonar ítarlega tillögu á þingi um umbætur í málefnum bama. Tillaga þessi fól m.a. í sér 6 mánaða fæðingarorlof, umboðs- mann bama, og greiðslur til for- eldra vegna íjarveru af vinnumark- aði vegna veikinda bama. Um svipað leyti flutti Magnús H. Magn- ússon þáverandi félagsmálaráð- herra frumvarp um aukið fæðingarorlof og sem tryggði heimavinnandi fólki í fyrsta sinn fæðingarorlof. Aldraðir og öryrkjar Alþýðuflokkurinn átti frumkvæði að stofnun Framkvæmdasjóðs ör- yrkja, sem stofnaður var 1980, en framlög úr þessum sjóði hafa tryggt framkvæmdir í þágu fatlaðra víðsvegar um landið, svo sem vemd- aða vinnustaði, meðferðarheimili, sambýli, endurhæfíngarstöðvar o.fl. Árið 1984 flutti Alþýðuflokkur- inn fmmvarp sem varð að lögum 1985, sem þrefaldaði makabætur til þeirra sem eru bundnir heima við vegna langvinns sjúkdóms maka. Alþýðuflokkurinn fékk einnig samþykkta tillögu 1985 um um- bætur í málefnum aldraðra, en markmið hennar er að tryggja bet- ur en nú er gert félagslegt öryggi og fjárhagsafkomu aldraðra, sem og húsnæðisaðstöðu og atvinnu við hæfi aldraðra sem þess óska. Ekki fór mikið fyrir aðstoð Kvennalistans að ná þessum málefnum úr nefnd. Húsnæðismál — skatta- mál — heilbrigð- ismál o.fl. Alþýðuflokkurinn hefur einn flokka lagt til að kaupleiguíbúðir komist til framkvæmda sem gagn- ast mun sérstaklega láglaunafólki og einstæðum foreldrum, en þar hefur fólk val um leigu eða kaup á íbúðum með viðráðanlegum mánað- argreiðslum. Hér er ekki síst á ferðinni mikið hagsmunamál kvenna í láglaunastörfum, því þetta er hagstæðasti kostur sem nokkur flokkur hefur sett fram í húsnæðis- málum. Af öðrum málum má nefna jöfn- un á skattbyrði hjóna, sérstök lánakjör fyrir einstæða foreidra hjá Húsnæðisstofnun, — aukna heima- þjónustu og heimahjúkrun fyrir aldraða í heimahúsum, lög um eftir- laun til aldraðra, lög um greiðslur út atvinnuleysistryggingasjóði til 18 ára aldurs bama. Þá er að geta þingsályktunar um skipulagðar aðgerðir gegn ólögleg- um innflutningi og dreifingu fíkni- efna sem var samþykkt og tillögu um stóraukin framlög til aðgerða gegn fíkniefnum hafa verið fluttar við hveija fjárlagagerð. Frumvörp um að færa tannlækningar meira undir tryggingakerfíð og tillögur til að lækka tannlæknakostnað hafa hvað eftir annað verið fluttar, ásamt ítarlegri tillögu um nýja stefnumótun í heilbrigðismálum. Að lokum skal hér nefnt, að eng- inn flokkur á Alþingi hefUr barist eins hart gegn skattsvikum og Al- þýðuflokkurinn sem fékk sam: þykktar tvær tillögur í því máli. í fyrsta lagi tillögu um úttekt á um- fangi skattsvika, sem sýndi að skattaundandráttur var um 6,5 milljarðar á árinu 1985, og ítarlega tillögu um hertar aðgerðir gegn skattsvikum. Alþýðuflokkurinn mun leggja á það höfuðáherslu komist hann í ríkisstjóm, að skatta- undandrátturinn skili sér í ríkissjóð, því þá peninga þurfum við í þau fjölmörgu umbótamál sem við ætl- um að setja á oddinn fyrir fjölskyld- ur og heimili í þessu landi. Þessi mál ættu að nægja til að sýna að Alþýðuflokkurinn setur málefni kvenna, bama og flölskyld- unnar allrar á oddinn og að þau hafa haft forgang hjá Alþýðu- flokknum. Það sem á vantar er stjómaraðild Alþýðuflokksins til að koma þeim málum áfram sem hann hefur ekki fengið framgengt í stjómarandstöðu. Þetta taldi ég nauðsynlegt að fram kæmi, því kjósendur hljóta að gera sömu kröf- ur til Kvennalistans og annarra að hafa það sem sannara reynist. Konur rata rétta leið? Kvennalistakonur! Þið segið í stefnuskrá ykkar að „Konur rati rétta leið“. Reynið líka að rata leið sannleikans og heiðarleika í ykkar málflutningi áður en þið fallið í giyfju karlrembunnar. Höfundur er einn af alþingis- mönnum AJþýðuflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Kjósum gegn verðbólgu Borgaraesi. NÝLEGA lauk smíði húss, sem félagið Þroskahjálp á Vestur- landi lét reisa við bæinn Holt i Borgarhreppi. Er þarna um að ræða viðbót á þeirri aðstöðu, sem félagið hefur fyrir á staðnum. í sumar á að reka þama sumar- dvalarheimili fyrir þroskaheft böm á Vesturlandi. Byggingar- starfið hefur verið styrkt frá ríki og sveitarfélögum. Einnig stend- ur Þroskahjálp á Vesturlandi fyrir happdrætti til styrktar starfseminni og verður dregið í þvi þann 3. maí næstkomandi. eftirJón Magnússon Sérstæðri kosningabaráttu er að ljúka. í þeirri baráttu hafa aukaat- riðin skipað veglegan sess. Loforð og yfírboð flæða af vömm stjóm- málamannanna og getur að líta í miklum fjölda áróðursbæklinga, sem dreift hefur verið. Aðalatriðin hafa því fallið í skuggann í öllu orðagjálfrinu. Þau aðalatriði em að við getum áfram búið við stöðug- leika og uppbyggingu. Það er forsenda betri lífskjara, innra ör- yggis og allra þeirra góðu hluta sem loforð stjómmálamanna í kosninga- baráttu lúta að. Án stöðugleika og uppbyggingar versna lífskjörin og svigrúm stjóm- valda minnkar. Þessar staðreyndir em svo augljósar að óþarft er að fjölyrða um þær. Hver er forsenda stöðugleika og uppbyggingar á íslandi? Við sem höfum lifað og starfað í þjóðfélagi óðaverðbólgu í meira en áratug vit- um að verðbólgan er sá skaðvaldur sem tafíð hefur framfarasókn þjóð- arinnar. Við höfum séð eignir okkar brenna á verðbólgubálinu. Þurft að bera ok síhækkandi lána og horft upp á stórkostlega eignatilfærslu með öllu því þjóðfélagslega rang- læti sem því fylgir. Við höfum líka séð stöðnunina sem verðbólgunni fylgir. Ný verðbólguskefla mundi því bijóta margt niður sem við höf- um verið að byggja upp á síðustu ámm. Hvemig mundi fólkinu, sem er að fjárfesta í húsnæði, reiða af, ef þetta gerðist? Mundu atvinnufyr- irtækin standast slíka árás? Þessara og fleiri spuminga er eðlilegt að spurt sé, þegar metið er hvaða stjómmálaflokkur sé líklegastur til að veijast þeirri verðbólguvá sem er fyrir hendi. Við það mat er óhjá- kvæmilegt að taka mark á gamla máltækinu, að „reynslan sé ólygn- ust“. Reynslan sýnir að einungis einn stjómmálaflokkur, Sjálfstæð- isflokkurinn, hefur náð árangri í baráttunni við verðbólguna. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkis- stjóm dregur úr verðbólgu, en án hans eykst hún. Skiptir þessi reynsla ekki máli? í mínum huga skiptir hún öllu. Það er enginn ann- ar valkostur gegn verðbólgu en kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á laugar- daginn hvílir ábyrgðin á herðum okkar kjósenda. Þá ábyrgð verðum við að axla og kjósa gegn verðbólgu og upplausn. Höfundur er lögmaður og skipar 8. sæti & framboðslista Sjálfstœð- isflokks fyrir Reykjavíkurkjör- dæmi. Jón Magnússon „ Sjálfstæðisf lokkurinn hefur náð árangri í bar- áttunni við verðbólg- una. þegar Sjálfstæðis- flokkurinn er í ríkisstjórn dregur úr verðbólgu, en án hans eykst hún. Skiptir þessi reynsla ekki máli?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.