Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 URTAKSOVISSAI SKOÐANAKÖNNUNUM eftirHelga Þórsson Undanfarið hefur mikið verið birt af könnunum á fylgi stjómmála- flokka. Þær eru gerðar til þess að leita svara við þeirri spumingu sem vekur hvað mestan áhuga almenn- ings núna, hvemig fara kosningam- ar. Svörin em birt sem hundraðs- hlutar með einum eða tveimur aukastöfum: Fylgi Sjálfstæðis- flokksins mældist 29,6% í skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar háskólans sem sagt var frá í Morg- unblaðinu á skírdag. En gæti þetta fylgi ekki verið 29,5% eða jafnvel 31%? Er víst að Borgaraflokkurinn með sín 12,2% fái fleiri atkvæði en Kvennalistinn með 12,1% eða jafn- vel Alþýðubandalagið sem var með 11,9% í þessari könnun? Hvemig skiptast þingsæti? Hvernig er mælt? Spumingar em lagðar fyrir hóp fólks (úrtak) og ályktað um stærri heild út frá svömnum. Fylgi stjómmálaflokks getur verið breytilegt milli aldurshópa, kynja og landssvæða. Þess vegna verður að styðjast við úrtak sem er dæmi- gert fyrir alla kjósendur hvað varðar þessi atriði. Ef hópurinn sem svarar er frábmgðinn heild- inni, t.d. að aldurssamsetningu, væri hægt að rétta svörin af með því að reikna hlutföll fyrir hvem aldurshóp fyrir sig og taka vegið meðaltal af þeim. Onnur atriði sem geta tengst skoðunum fólks og athöfnum (s.s. starf og tekjur) em lítið þekkt og ekki aðstaða til þess að meta úrtök með hliðsjón af þeim. Algengustu aðferðimar við að velja úrtak em að nota þjóðskrána eða símaskrána ef ætlunin er að draga ályktanir um veralegan hluta þjóðarinnar. Til þess að úr- takið sé dæmigert þurfa allir einstaklingar í heildinni að hafa jafnar líkur á að vera með. Það er tryggt með því að nota þjóð- skrá. I símaskránni er hins vegar sennilega tiltölulega lítið um giftar konur yfír fímmtugu og um stálp- uð eða uppkomin böm í foreldra- húsum, og getur því farið óeðlilega lítið fyrir þeim hópum í símaskrár- úrtaki ef nöfn em valin úr skránni. Ef símanúmerin ein era valin þarf að nota einhveija aðferð til þess að velja heimilismann af handa- hófí. Svör sem fást með slíku úrtaki verður að rétta af með tii- liti til heimilisstærðar og aldurs- skiptingar. Hins vegar er sími á flestum heimilum, þ.a. lítil hætta er á að símaskrárúrtak verði bjag- að með tiiiiti til efnahags heimil- anna. Aðrar aðferðir við að velja úrtak geta verið viðsjárverðar, s.s. að spyija fólk sem gengur ákveðna götu eða að tala við alla á ákveðn- um vinnustað. Ýtrasta dæmi um skekkju sem hiýst af þessu væri að kanna hvað starfsmenn á skrif- stofu einhvers stjómmálaflokks ætla að kjósa. Mæliskekkjur Hvað á að gera við þann hluta úrtaksins sem ekki svarar? Það er bæði fólk sem ekki næst í, fólk sem neitar að taka þátt í könnun- inni og fólk sem kveðst ekki vita hvaða flokk það muni kjósa. Ef hlutfoli em eingöngu reiknuð fyrir þá sem svara, og þau hlutföil al- hæfð, er verið að gera ráð fyrir að hópurinn sem ekki svarar, brottfallið, sé^ eins og hópurinn sem svarar. í stjómmálakönnun er engin ástæða til þess að halda að svo sé. Frægt dæmi er mismun- ur á hlutfallslegu fylgi Sjálfstæðis- flokksins í skoðanakönnunum og kosningum. Til þess að meta hluta af þessu brottfalli er hægt að spyija þá óákveðnu hvort líklegra sé að Jieir kjósi suma flokka en aðra. I greinargerð með könnun- inni sem birt var á skírdag er sagt frá slíkum spumingum. Önnur tegund af mæliskekkjum er að sumir segja ekki rétt til um hvað þeir muni kjósa, og aðrir eiga eftir að skipta um skoðun fram að kosningum. Ekki er hægt að sjá við þeim vanda í einni könnun, heldur era kannanir endurteknar með öðm úrtaki. Úrtaksóvissa Úrtaksóvissa, eða tölfræðileg óvissa, er óvissa sem stafar beinlínis af því að ályktað er út frá úrtaki í stað þess að rannsaka alla heildina. Til þess að reikna úrtaksóvissu skulum við gera ráð fyrir að allir segi satt, úrtakið sé dæmigert og samkomulag um hvað eigi að gera við svör sem vantar. Þá getur hver sem er reiknað þessa tölfræðilegu óvissu með reiknivéi sem hefur kvaðrat- rót eða með töflureikni á einkat- ölvu. Hlutfallslegt fylgi einstakra flokka Vegna tilviljunar við val á úr- taki er alls ekki tryggt að fylgi hvers flokks fyrir sig hjá úrtakinu verði hið sama og meðal allra kjós- enda, hvað þá að tvö óháð (sjálf- stæð), jafnstór úrtök sýni nákvæmlega sama fylgi við hvem flokk fyrir sig. Til þess að meta hvaða frávik séu eðlileg er venju- legast að reikna 95% öryggisbil fyrir fylgi hvers flokks. Það er bil sem við getum verið 95% öragg um að innihaldi hið raunvemlega fylgi. Þetta jafngildir því, að ef mörg óháð úrtök væra skoðuð, þá mundu 95 af hveijum 100 úrtök- um gefa niðurstöðu innan öryggis- bilsins. Ef hlutfallslegt fylgi þess flokks sem verið er að athuga er táknað með p og ijöldi þeirra sem svara (endanleg stærð úrtaksins) með n, þá er 95% öiyggisbil fyrir fylg- ið frá p - 2 x kvaðratrót af (p x (100-p) / n) til p + 2 x kvaðratrót af (p x 100-p) / n) í áðurgreindri könnun sögðu 917 manns af öllu landinu hvaða lista þeir hygðust kjósa, 271 af þeim ætluðu að lqósa Sjálfstæðis- flokkinn. Þá er fylgi Sjálfstæðis- flokksins (samkvæmt þessari könnun): p = 217 / 917 x 100 = 29,6% og n = 917. Þá er 95% öryggi fyrir því að raunveruiegt fylgi flokksins liggi á bilinu frá 29,6% - 2 x k- vaðratrót af (29,6% x 70,4% / 917) = 29,6% - 3,0% = 26,6% til 29,6% + 2 x kvaðratrót af (29,6% x 70,4% / 917) = 29,6% + 3,0% = 32,6% Þessar tvær formúlur em gjam- an skrifaðar í einu lagi sem p +/ - 2 x kvaðratrót af (p x (100-p) / n) sem hér er 29,6% +/- 3,0% Merkið +/- þýðir að út úr form- úlunni komi tvær tölur, önnur ef liðimir tveir era lagðir saman, hin ef dregið er frá. Þær tölur era endapunktar öryggisbilsins og nefnast vikmörk. Sú tala sem stendur aftan við +/- merkið kall- ólíkum úrtökum er varla við því að búast að nokkur flokkur fái nákvæmlega sama fylgi í bæði skiptin. En hve mikill munur er skýranlegur með tilviljun við val úrtaksins, án þess að gera þurfí ráð fyrir að fylgið hafí raunvera- lega breyst? Ef breyting hefur orðið, hvað er hún þá mikil? í desember birti Hagvangur skoðanakönnun og er hér reiknuð breyting á fylgi þeirra flokka sem mældust með meira en 5% fylgi í báðum könnununum: hlíta reglu um hve stórt úrtak skuli nota við kannanir á fylgi flokkanna. Venjulegar kannanir með 500 til 1000 svöram era ágætar til þess að sýna stærstu straumana, en ef mæla á svo ekki skeiki nema broti úr prósenti verð- ur að nota tíu sinnum stærri úrtök. Könnun sem byggir á minna en 300 svöram er mjög ónákvæm. Þar eð stærð úrtaksins er undir kvaðratrót þegar óvissa er reiknuð verður að fjórfalda úrtakið til þess að helminga óvissuna. Til þess að koma óvissunni á fylgi Sjálfstæðis- flokksins úr 3% í 1,5% yrði að ná í 4x917 = 3668 svör í stað 917. Ekki er hægt að áætla af neinni skynsemi út frá einni könnun hvaða frambjóðendur nái kosn- ingu. Ef til vill má giska á það hveijir komist að á grandvelli kannana og niðurstöðu seinustu kosninga. Til þess að fá tilfínningu fyrir ónákvæmni í slíkri ágiskun Helgi Þórsson „Ekki er unnt að setja fram einhlíta reglu um hve stórt úrtak skuli nota við kannanir á fylgi flokkanna. Venju- iegar kannanir með 500 til 1000 svörum eru ágætar til þess að sýna stærstu straumana, en ef mæla á svo ekki skeiki nema broti úr prósenti verður að nota tíu sinnum stærri úrtök. Könnun sem byggir á minna en 300 svörum er mjög ónákvæm.“ ast óvissan á matinu. Þegar gerð er grein fyrir útkomum úr skoð- anakönnun ættu vikmörk að fylgja hveiju einasta svari. Öiyggisbilið á að túlka þannig, að eðlilegasta mat á fylgi Sjálf- stæðisflokksins sé 29,6% (útkom- an úr könnuninni). Einhveiju geti þó skeikað, en 95% vissa sé fyrir því að ekki skeiki meira en 3% upp eða niður. Lítil frávik frá 29,6% era líklegri en stór, þannig að ekki má skilja öryggisbilið svo að fylgið geti verið hvaða tala sem er innan bilsins. Einnig era 5% líkur (eða hætta) á að frávikið sé meira en 3%. Óvissan á fylgi þeirra flokka sem fá meira en 5% atkvæða sam- kvæmt könnun Félagsvísinda- Þróun des.—apríl Des. 1986 Apríl 1987 Breytine: óvissa svör hlutf. svör hlutf. Alþýðuflokkur 111 22,2% 142 15,5% -6,7% 4,4% Framsóknarflokkur 80 16,0% 134 14,6% -1,4% 4,0% Sjálfstæðisflokkur 203 40,5% 271 29,6% -10,9% 5,3% AJþýðubandalag 71 14,2% 109 11,9% -2,3% 3,8% Kvennalisti 32 6,4% 111 12,1% 5,7% 3,1% Aðrir 4 0,8% 150 16,4% Samtals 501 100,0% 917 100,0% Fylgi allra flokkanna virðist hafa breyst, en ef reiknuð er óvissa á breytingunni hjá hveijum flokki fyrir sig sést að öryggisbilin fyrir breytingu á fylgi Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins innihalda núll. Til dæmis er matið á fylgisbreytingu Framsóknar- flokksins -1,4%, þ.e. minnkun úr 16,0% í 14,6%. En óvissan á þessu mati er 4,0%, sem þýðir að breyt- ingin er (með 95% vissu) á bilinu -5,4% til +2,6%. Þess vegna er ekki marktæk breyting á fylgi Framsóknarflokksins á þessu tímabili og heldur ekki á fylgi Alþýðubandalagsins. Hins vegar hefur fylgi Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks öragglega minnkað og fylgi Kvennalistans aukist. Matið sem hér fæst á breyting- unni á fylgi hvers flokks er besta mat sem unnt er að fá á þróun- inni, útreikningamir sýna aðeins að veraleg óvissa er á þessu mati. Stærðfræðilegar forsendur Hve mikið öryggi? Hér hefur verið talað um 95% öryggisbil. Þó getur verið eðlilegt að bregðast við vísbendingum sem era veikari en 95% vissa, t.d. vísbendingum um minnkandi kjör- fylgi stjómmálaflokks. Breytingar á kröfum um öryggi koma fram í stuðlinum framan við kvaðratrót- stofnunar er sem hér segir: Fjöldi Hlut- Óvissa Neðri Efri fall vikmörk vikmörk Alþýðuflokkur 142 15,5% 2,4% 13,1% 17,9% Framsóknarflokkur 134 14,6% 2,3% 12,3% 16,9% Sjálfstæðisflokkur 271 29,6% 3,0% 26,6% 32,6% Alþýðubandalag 109 11,9% 2,1% 9,8% 14,0% Borgaraflokkur 112 12,2% 2,2% 10,0% 14,4% Kvennalisti 111 12,1% 2,2% 9,9% 14,3% Aðrir 38 4,1% Samtals 917 100,0% 81,7% 110,1% Vert er að vekja athygli á tveim- ur atriðum varðandi þessar tölur. í fyrsta lagi er hvert svar u.þ.b. 0,1% af heildinni, þannig að ekk- ert vit er að reikna hlutföllin með meira en einum aukastaf. í öðra lagi kemur út tala sem er lægri en 100% af öll neðri vikmörkin eru lögð saman og hærri en 100% ef öll efri vikmörkin era lögð saman. Þetta minnir okkur á að matið á fylgi hvers flokks er háð matinu á fylgi hinna, útilokað er, að fylgi þeirra allra sé samtímis við neðri vikmörkin. Ef fylgi einhvers flokks er ofmetið er einhver annar van- metinn. Breyting milli tveggja kannana Þegar fylgi flokkanna er kann- að tvisvar með nokkra millibili og ina, sem er 2 í formúlunum hér á undan. Til þess að fá 99% öiyggis- bil þarf að hækka stuðulinn upp í 2,6, en ef 2/3 vissa (67%) nægir er stuðullinn um 1. Þessir stuðlar era sóttir í töflu um normaldreif- ingu og eru ekki hámákvæmir, gildið 2 sem notað er hér samsvar- ar raunveralega 95,44% vissu, en nákvæmara gildi varðandi 95% vissu er 1,96. Einnig mætti reikna á hinn veg- inn: Hve miklar líkur eru á að fylgið hafí aukist, eða jafnvel hve miklar líkur era á að það hafí aukist um a.m.k. 2%. Þeir útreikningar era heldur flóknari og útheimta töl- fræðitöflur eða sérstakt tölvuforrit og verður ekki gerð grein fyrir þeim hér. Stærð úrtaks Ekki er unnt að setja fram ein- þarf einnig að gera tilraunir: Hvað mundi gerast ef fylgi einstakra flokka breyttist um 2%? Formúlumar hér fyrir framan byggjast á því að úrtakið sé óvera- legur hluti heildarinnar, annars sýndu þær of mikla óvissu. Þegar úrtakið er innan við 1% af heild- inni eins og í kosningakönnunum hefur þessi þáttur áhrif á annan aukastaf í óvissunni og er einfald- lega sleppt. Smæð þjóðarinnar minnkar því óvissuna ekkert. Grófar viðmiðunar- reglur um óvissu Óvissa á fylgi einstakra flokka er 2—4%. Hún er þeim mun meiri sem stuðst er við færri svör, ef aðeins er byggt á 100 svöram er óvissan orðin 8%. Óvissan er held- ur meiri á fylgi stórra flokka en smárra. Fylgismunur tveggja flokka þarf að vera meiri en 3% til þess að vera marktækur þegar stuðst er við þúsund svör. Ef stuðst er við 500 svör þarf munurinn að ná 4,5% til þess að vera marktækur. Þegar munar innan við 1% á fylgi tveggja flokka samkvæmt svona könnun þýðir það aðeins að fylgi þeirra er mjög líkt. Sama gildir um breytingu á fylgi flokks milli tveggja kannana. Niðurlag Hér hafa verið settar fram for- múlur og sýnd dæmi um það hvemig reikna skuli óvissu í skoð- anakönnunum. Nauðsynlegt er að tölur um óvissu séu birtar með niðurstöðum. Tæknileg greinar- gerð ætti því að innihalda eftirfar- andi upplýsingar hið minnsta: Hvaða heild á úrtakið að lýsa? Hvað var úrtakið stórt og hvað svöraðu margir? Hvemig var úrtakið valið? Hvemig var spurt og hvenær? Kemur skiptingþeirra sem svör- uðu, eftir kyni, aldri, hjúskapar- stétt, búsetu, stöðu o.s.frv. heim við samsvarandi skiptingu heildar- innar? Hvað er gert við svör sem ekki fást? Er hugsanlegt að munur sé á hópnum sem svarar og þeim sem svara ekki? Hvert var hlutfallslegt fylgi ein- stakra flokka? Öryggisbil fyrir fylgi hvers flokks fyrir sig. Öryggisbil fyrir fylgismun flokka, eða a.m.k. hvort sá munur sé marktækur. Athugasemdir um spumingam- ar, framkvæmd könnunarinnar og einstakar niðurstöður. Höfundur er sérfræðingur við Reiknistofnun háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.