Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 26
26 C__________ _____MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Þá var gaman 4 að búa á Islandi \ eftirÞorvarð Júlíusson „Vormenn íslands yðar bíða eyðiflákar heiðalönd...“ Þannig kvað skáldið forðum í ákalli til æsku síns tíma um að láta hendur standa fram úr ermum, snúa vöm í sókn og hefja ræktun lands og lýðs. Og ungir menn og konur urðu drengilega við ákalli skáldsins. Óræktarmýrar, melar og móar urðu að víðlendum túnum, landið var numið að nýju. En nú blasa „eyðiflákamir" við að nýju í byggðum landsins. Við vegfarendum blasa hin víðlendu tún vafín sinuflóka, yfírgefín vönduð íbúðarhús, auð og tóm gripahús, sem byrjuð eru að grotna niður sökum vanhirðu. Ókunnugur veg- farandi hlýtur að spyija: Hefur hér verið innrásarher á ferðinni eða ein- hver pest geisað? Hefur svartidauði ætt jrfír, lagt mannfólkið að velli en þyrmt mannvirkjum, svo að þau megi verða hægfara eyðingu að bráð? En stutt heimsókn í kirkju- garð sveitarinnar mundi leiða í ljós að þar er fátt um nýteknar gráfír. íbúar þessara eyðibýla hljóta að fá leg í annarri mold. Hvaða veira hefur þá farið um þessar sveitir og sópað íbúunum brott. Svarið er stutt og laggott: Framsóknarflokkurinn. Framsókn einráð Framsóknarflokkurinn hefur ver- ið nær einráður í málefnum land- búnaðarins í hálfa öld. Eina undantekningin er Viðreisnartíma- bilið, þau tólf ár, sem Ingólfur á Hellu gisti landbúnaðarráðuneytið og lét Framsókn ekki komast upp með neinn moðreyk. Þá var líka gaman að búa á Islandi. Þá fyrst Teikningin sem er á FEF-merk- inu FEF selur merki við kjörstaði FÉLAG einstæðra foreldra hefur fengið leyfi tii merkjasölu á kjör- dag og verður einkum selt við kjörstaði, farið á kosningaskrif- stofur og víðar. Allur ágóði af merkjasölunni rennur í Hús- byggingasjóð FEF til að standa straum af afborgunum og öðrum greiðslum vegna húsakaupa FEF, en félagið getur nú hýst tuttugu og eina fjölskyldu samtímis í húsum félagsins við Öldugötu og í Skeljanesi. Merkið var hannað af Guðnýju Kristjánsdóttur og unnið í Marko. Það var fyrst selt í þessari gerð á borgarstjómarkosningadaginn í fyrra. Nú hefur FEF einnig leyfí til sölu í Garðabæ, Seltjamamesi, Kópavogi og Hafnarfirði. Það em félagar í FEF og böm þeirra sem annast söluna. Merkið kostar eitt hundrað krónur, eða sama verð og fyrir ári. náði fólkið í sveitunum til fulls að hrista af sér tjóðurhaft kreppuhugs- unarháttarins, rétta úr bognum bökum, ganga upprétt og hugsa hátt, gera kröfur um og tryggja sér lífskjör á borð við aðra þegna þjóð- félagsins. Hvarvetna um hinar dreifðu byggðir blasti við upp- bygging, áræði, framfarahugur og framtak. En um leið og Framsókn tókst á ný að kóróna ítök sín í land- búnaðarkerfínu með valdatöku Halldórs E., Steingríms og Segl- búðajóns í landbúnaðarráðuneytinu fór að síga á ógæfuhliðina, byggðin að stijálast, eyðibýlum að fjölga. Snara kvótakerfísins var hnýtt og smám saman hert að hálsi bænda uns svo er komið að bóndinn ræður engu lengur um sinn búrekstur, nema kannski því hvenær hann fer framúr á morgnana. Einokunarkerfið í meira en hálfa öld hefur Fram- sókn verið að byggja upp, efla og styrkja einokunar- og valdakerfí sitt í landbúnaðinum. Samvinnufé- lögin höfðu að upphaflegu mark- miði að losa fátæka bændur úr „innskrift" í hálf og aldönskum sel- stöðuverslunum og tiyggja þeim sannvirði fyrir afurðir sínar. Hálfri öld síðar eru bændur reyrðir sem aldrei fyrr í innskriftarklafa kaup- félaganna. í sölukerfínu er enginn hvati til hagnýtni og spamaðar í rekstri. Þar má raða framsóknarliði á garðann eftir því sem þörf kref- ur. í því er enginn hvati til bættrar meðferðar og vöruþróunar. Áratug- um saman var talið nóg að klæða skrokkana í grisjupoka, frysta þá og brytja síðan í læri, hryggi og súpukjöt. í sölukerfinu er yfírleitt enginn hvati til að selja vöruna, SÍS fékk allt sitt á þurru og bændur máttu eiga afganginn — ef einhver Miðhúsum, Reykhólasveit. AÐALFUNDUR Búnaðarfélags Reykhólahrepps var nýlega haldinn og kom þar fram að samkvæmt ásetningsskýrslum vantar fullvirðisrétt næsta haust fyrir um 650 ærgildi, að verð- mæti um 2,5 milljónir króna, eða um 50 þúsund krónur á fram- leiðanda. Landbúnaðarráðuneytið leysti Kópavogur: SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar og Hornaflokkur Kópavogs Ieiða skrúðgöngu frá Menntaskóla Kópavogs að íþróttahúsinu Digranesi og hefst hún kl. 13.30 í dag. Kl. 14.00 hefst svo fjölskyldu- skemmtun í Digranesi. Þar koma m.a. fram Júlíus Bijánsson og Jör- undur og tveir trúðar. Sýndir verða fímleikar, dans, karate og farið í leikl Bamakór Kársness og Skóla- hljómsveit Kópavogs munu syngja var. Ef aðrir ná einhveijum árangri í sölusamningum erlendis eru þeir einfaldlega undirboðnir, afgreiðslur tafðar svo að væntanlegir kaupend- ur gefast upp, eða einfaldlega synjað um afgreiðslu undir því yfírskini, að kjöt úr sláturhúsum með útflutningsleyfí sé uppselt. Ull og gærur eru svo kapítuli út af fyrir sig. í tvo áratugi er ullariðnað- urinn búinn að vera yfirlýstur vaxtarbroddur íslensks iðnaðar. ís- lenska ullin var einstakt hráefni. Það gerðu sauðalitirnir og skipting ullarinnar í þel og tog. Hart var deilt á þá sem dirfðust að selja íslenskan lopa og ullarband úr landi og gera þannig samkeppnisaðilum kleift að láta þrælavinnuafl Aust- ur-Asíu vinna úr henni eftirlíkingar á íslenskum pijónavörum og selja langt undir sannvirði. Núna — 20 ámm seinna vakna menn upp við vondan draum — Ameríkumenn hafa aldrei þolað þessa íslensku ull og eru búnir að vera viðþolslausir af kláða allan þennan tíma, sauða- litimir em þeim andstyggð. Það eina, sem nú getur bjargað íslensk- um ullariðnaði er að ullin sé brennd jafnóðum og hún næst af skepn- unni og verksmiðjunum heimilaður óheftur innflutningur á almenni- legri og erlendri ull. Sama er með gæmmar. Ýmist er hótað lokun verksmiðjanna nema ríkið auki stór- lega framlög, lán og styrki, eða leita verður aðstoðar verksmiðja erlendis svo að hægt sé að uppfylla gerða sölusamninga í tæka tíð! Bolabrögð Meðan SÍS sá sér hag í því að hafa sem mest magn landbúnaðar- afurða til sölumeðferðar vera allt gert til að halda bændum við efnið og hvetja þá til að stækka búin. Stóri sölusamningurinn var alltaf á vanda sauðíjárbænda hér síðastlið- ið haust, en hvað það gerir næsta haust er ekki hægt að spá um. Flest bú hér em lítil og ná ekki verðlagsgmndvallarbústærð. Þola því fæst skerðingu. Núverandi formaður Búnaðarfélagsins er Þórður Jónsson bóndi í Arbæ. Sveinn og leika. Urtumar, kvennadeild skátafé- lagsins, verða með kaffísölu í vestursal Digraness meðan á hátíð- inni stendur. Að skemmtuninni lokinni heldur Hestamannafélagið Gustur sýningu fyrir utan og býður yngri bæjarbú- um á bak. Skátafélagið Kópar hyggst síðan kveikja varðeld á Rútstúni ef veður leyfír og hefst sú uppákoma kl. 20.00. Þorvarður Júlíusson „En um leið og Fram- sókn tókst á ný að kóróna ítök sín í land- búnaðarkerf inu með valdatöku Halldórs E., Steingríms og Segl- búðajóns í landbúnað- arráðuneytinu fór að síga á ógæfuhliðina, byggðin að strjálast, eyðibýlum að fjölga.“ næsta leiti. Fyrst vom það Banda- ríkin, þá olíufurstamir í arabalönd- unum, einkum Kúvaít, þá Japan, svo Bandaríkin aftur. Nú, og svo þurfti ullar- og gæmiðnaðurinn stöðugt og vaxandi hráefni. Um 1960 var sláturhúsunum í landinu umtumað undir því yfírskini að sækja ætti á Bandaríkjamarkað. Gerð var áætlun fyrir allt landið um að byggja stórar slátmnarverk- smiðjur á nokkmm þéttbýlisstöðum, flísaklæddar í hólf og gólf og færi- bandavæddar skv. amerískum stöðlum. Botninn datt fljótlega úr þessum markaðsáformum, en áætl- uninni var haldið áfram og er enn í gildi. Hér bjó nefnilega annað og meira undir. Með þessari áætlun átti nefnilega að ganga milli bols og höfuðs á öllum, sem vildu halda sig utan afurðasölukerfís SÍS svo að engri samkeppni yrði haldið uppi og engum samanburði við komið. Þar sem bændur beygðu sig ekki fyrir þeim rökum, að slátmnarverk- smiðja kaupfélagsins hefði verið byggð svo stór að hún yrði að fá allt sláturfé á svæðinu, var dýra- læknaembættunum beitt undir forystu yfirdýralæknis til að reyna að loka sláturhúsum hjá öðmm aðilum. Sem betur fer tókst þessi valdníðsla ekki alltaf og alls staðar. En eftir sitja bændur með sárt enn- ið: Rándýr hús með útflutningsleyfi, sem nýtast 4—6 vikur á ári en eng- an útflutning. Flóttamaður „Ég er enginn kvótamaður," seg- ir Steingrímur í Tímanum í tíma og ótíma. Sem landbúnaðarráð- herra innleiddi hann kvótann í landbúnaðinn. Sem sjávarútvegs- ráðherra lagði hann drög að kvóta, sem Halldór hefur nú fullkomnað. Það er engin furða að Steingrímur getur nú flúið kjördæmi sitt. Engir fara vel út úr þessu kvótakerfí til sjós og lands, en Vestfírðingar. Engir eiga jafnstutt á jafngjöful mið og þeir. En kvótinn meinar þeim að neyta þessarar yfírburða- aðstöðu sinnar. Sama er með landbúnaðinn, Vestfirðir em prýði- lega til sauðfjárbúskapar fallnir og mjólkurframleiðslan er líka nokk- um veginn næg til heimabrúks. Vegna samgönguerfíðleika urðu Vestfirðingar seinni til að taka í notkun stórvirkar vinnuvélar og efla og stækka bú sín en aðrir lands- menn og enn er meðalbúið minna þar en víða annars staðar. Afurða- sölustöðvarnar em líka litlar og mega illa við minni umsvifum. Byggðimar em víða orðnar svo stijálar, að enginn má heltast úr lestinni, svo að ekki liggi við hmni. Hvergi kemur því flatur kvótasam- dráttur jafnilia við og í þessu kjördæmi Steingríms, nema þá á norðausturhominu. Ef stjómmála- menn meintu því eitthvað með hástemmdum yfírlýsingum um vilja sinn til að halda öllu landinu í byggð þyrftu þeir því að gera sér stakar ráðstafanir fyrir þessi landsvæði. En auðvitað tala þeir gegn betri vitund. Margir kontóristamir í land- búnaðarapparatinu em hættir að fara dult með það, að þeir telji það „eðlilega þróun" að landbúnaður leggist niður á þessum svæðum, enda sé „þjóðhagslega hagkvæm- ara“ að þau séu markaðssvæði fyrir „blómlegri byggðir". Hvað varðar þá um þótt flugsamgöngur falli nið- ur til þessara landshluta dögum og vikum saman á vetmm og skip hafi ekki viðkomu nema einu sinni í viku. Ef mjólkin er frá KEA er hún ekki verri þótt hún sé súr. „Fráleitar hugmyndir“ Með dyggri aðstoð Sjálfstæðis- flokksins setti Framsókn í fyrra ný framleiðsluráðslög, þar sem fund- inn var upp fullvirðisréttur á jarð- imar sem braska má með eins og kvótann á fiskiskipunum. Settur var á fót sérstakur sjóður, Framleiðni- sjóður, til að kaupa famleiðslurétt- inn af bændum og gera jarðimar þannig óbyggilegar án þess að gjalda fullt verð fyrir. Sendimenn sjóðs þessa hafa rassakastast um allar trissur til að gera bændum alls konar gylliboð. Selji þeir fmm- burðarrétt sinn fyrir baunadiska Framsóknar stendur þeim til boða að fara út í botnlausan taprekstur í loðdýrarækt, tína ánamaðka fyrir stórlaxana, sem hafa efni á að renna í veiðiámar þeirra, tappa hlandi og blóði af fylfullum memm sínum, smíða hrossabresti fyrir kjósendur að hafa meðferðis á framboðsfundi, pranga „maðk- smognum rekaviðarfjölum" inná fákænan og nýríkan lýðinn á möl- inni, rorra við pijónaskap og tálga kindarhom skyldu önnur verk ganga hendi fírr, mjólka æmar og búa til osta, tægja hrosshár í snör- ur og hengingarólar, sem nú ■ er mikil og vaxandi eftirspum eftir heima og erlendis, koma upp æðar- varpi, tína fjallagrös, safta ber og rabarbara, smíða kljrfbera, gera beisli, tauma, svipur, mél fyrir er- lenda ferðamenn og hnappheldur fyrir sjálfa sig. Beislin em greíni- lega ekki ætluð fyrir ímyndunarafl kontóristanna í apparatinu. Eins og þeir sjálfir segja: „Hugmyndaskráin er tekin saman með það í huga, að naumast sé nokkur hugmynd svo fráleit, að hún geti ekki við nánari athugun reynst einhveijum nýti- leg.“ Og nefndi ekki einhver í vetur að nú væri tími til kominn að íslenskir bændur fæm í geitarhús að leita ullar — og meinti það bók- staflega! Bændur skornir Skrá hinna fráleitu og fáránlegu hugmjmda hefur nú verið send inn á hvert sveitaheimili í landinu. Það hlýtur að vekja athygli bænda, að á sama tíma og þar er gefíð í skyn að nær ótakmörkuð fjárráð séu fyr- ir hendi til að kaupa af þeim full- virðisrétt og henda í þá allt að kr. 500.000 til að koma sér upp „hobbíi" í staðinn fyrir búskapinn, em engir peningar til í markaðs- leit. í nýlegu fréttabréfi Landssam- taka sauðíjárbænda kemur fram að Búvömdeild SÍS hefur tafíð pmfusendingu til væntanlegs kaup- anda í Bandaríkjunum. Ennfremur að „Búvömdeildin telur sig hvorki hafa heimild né heldur skyldu til að leggja fé og vinnu í að leita markaða". Aðstoðarmaður land- búnaðarráðherra lýsti því yfir í sjónvarpi í vetur að það væri ekki í verkahring þess ráðuneytis að leita markaða erlendis. Þetta jafngildir jrfirlýsingu um það, að það sé skipu- leg stefna stjómvalda — og SÍS — að fækka bændum a.m.k. um fjórð- ung og leggja þannig heilu byggð- arlögin í eyði. Hreint út sagt: Bændur skulu skomir niður við trog — og Seglbúðajóni er fengið það lítt öfundsverða hlutverk að hræra í blóðinu. Við þessari stefnu er að- eins eitt svar: Framsókn verður að leggja í eyði. Höfundur er bóndi á Söndum í Miðfirði. Reykhólasveit: Vantar fullvirðisrétt fyrir um 650 ærgfildi Verðmætið er um 2,5 milljónir kr. Skemmtun í íþrótta- húsinu Digranesi - varðeldur á Rútstúni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.