Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 1 Hver kýs hvað? eftirErlu Krisljánsdóttur Ólýðræðisleg vinnubrögð auð- kenna mjög ' kosningabaráttu núverandi þingíiokka sem að von- um óttast fylgistap í komandi kosningum. Ymsum aðferðum er beitt til þess að vekja á sér athygli og koma í veg fyrir að nýir flokkar geti kynnt stefnu sína og frambjóð- endur. Við kjósendur er komið fram af lítilsvirðingu með aliskonar uppá- komum sem gerðar eru til að plata fólk og rugla dómgreind þess. Þá er ekkert sparað, peninga virðist ekki skorta. En hveijir eru það sem borga? Og hvað fá þeir í staðinn? Þeir fá það í staðinn að þessir þingmenn vinna fyrir þá fjársterku og valda- miklu, en ekki fyrir almenning í þessu landi. Kosningavaka fatlaðra Þeir sem ráða ferðinni í málefn- um fatlaðra og þroskaheftra héldu kosningavöku á Hótel Sögu þann 22. mars sl. og buðu formönnum núverandi þingflokka að taka þar til máls og svara fýrirspumum. Þarna var mikið ijölmenni, enda allt gert til þess að koma sem flest- um á staðinn. Fatlaðir sáu um að koma málum sínum á framfæri með vísnasöng og leikriti sem sýndi á einfaldan og minnisstæðan hátt hvílíkt óréttlæti þeir búa við í efna- hags- og húsnæðismálum. Að því Ioknu var fundartíminn vel hálfnað- ur,' sumir farnir að þreytast og yfirgáfu þeir staðinn ásamt fylgdar- Iiði sínu. Gert var smá hlé áður en þing- menn tóku til máls, notaði ég þá tækifærið og sendi fyrirspum til fundarins. Hún var á þessa leið: „Ef þessi kosningavaka er haldin til þess að bæta hag fatlaðra, hvers vegna var þá ekki öllum stjórn- málaflokkum sem nú bjóða fram í næstu alþingiskosningum boðið að vera með eins og Flokki mannsins, sem er mannréttindaflokkur. Er þetta gert til þess að styrkja og auglýsa núverandi þingflokka?“ Þessi fyrirspum var ekki lesin upp, en hjá tveimur í framkvæmda- nefnd vökunnar fékkst sú skýring að af tæknilegum ástæðum hefði ekki verið hægt að koma fleiri stól- um fýrir á sviðinu ... Þingmenn fluttu fallegar ræður og sögðust sammála flestu sem fatlaðir vildu og fyrirspurnum frá formönnum og varaformönnum samtaka fatlaðra var öllum svarað, að sjálfsögðu, en heldur minna fór fyrir svörum við fyrirspurnum ann- arra fundargesta því tíminn var liðinn. Mér fannst sorglegt að verða vitni að þessu, því ég er viss um að margir lögðu mikið á sig til þess að komast á staðinn og áreiðanlega ekki eingöngu til þess að sýna sig og kaupa rándýrar veitingar og ekki efa ég að einhveijir aðstand- endur hefðu viljað láta til sín heyra um ýmislegt sem betur mætti fara varðandi tnálefni fatlaðra og mann- réttindabrot sem framin eru gatgnvart þeim í skjóli félagasam- taka þeirra. Full ástæða er til og raunar löngu tímabært að aðstandendur fatlaðra fari að vinna saman og stofni sam- tök sín á milli í hveiju kjördæmi á landinu. í lok þessarar kosningavöku var tekið fram að öllum frambjóðendum til alþingiskosninganna hefði verið boðið til fundarins og send gögn þar að lútandi. Ekki kom þetta heim og saman við reynslu okkar frambjóðenda Flokks mannsins því það var ekki fyrr en þann 9. apríi sl. sem okkur bárust stór brún umslög sem innihéldu boð um að koma á kosningavökuna 22. mars sl. Meðfylgjandi var bæklingurinn sem gefinn var út i þessu tilefni og bar yfirskriftina „HVER KÝS HVAÐ?“ Við vorum beðin að kynna okkur vel innihald hans og svara síðan sex spumingum, ef við vildum vinna að því innan okkar flokks, að tryggja fötluðum þau sjálfsögðu mannréttindi sem þar eru talin upp. Að sjálfsögðu viljum við það og miklu meira. En við fengum ekki tækifæri til þess að vera með, því svör okkar áttu að berast til Or- yrkjabandalagsins og Þroskahjálp- ar fyrir 3. apríl sl. Ólýðræðisleg vinnubrögð Em þetta lýðræðisleg vinnubrögð gagnvart fötluðum? Eiga þeir ekki rétt á að vita hveijir vilja vinna fyrir þá og á hvern hátt hægt er að gera betur en jafnvel þeir sem nú telja sig sjálfskipaða og ævi- ráðna fyrir þeirra hönd? Þetta hefur enn betur opnað augu okkar fyrir því að fatlaðir þurfa á okkur að halda. Sami réttur fyrir alla Mig langar að lokum að segja í stuttu máli frá stefnu Flokks Erla Kristjánsdóttir „Eru þetta lýðræðisleg vinnubrögð gagnvart f ötluðum? Eiga þeir ekki rétt á að vita hverj- ir vilja vinna fyrir þá og á hvern hátt hægt er að gera betur en jafnvel þeir sem nú telja sig sjálfskipaða og æviráðna fyrir þeirra hönd?“ mannsins í málefnum fatlaðra: Við lítum ekki á fatlaða sem ein- hvem sérhóp í þjóðfélaginu. Við lítum svo á að allir eigi að hafa sama rétt, ungir sem aldraðir. Fatl- aðir eða ófatlaðir. Konur og karlar. Þess vegpia er það mannréttindamál að fatlaðir sitji við sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar. Við í Flokki mannsins höfum gert nákvæma kostnaðaráætlun um það hvernig við viljum ráðstafa þeim peningum sem ríkið aflar. Þar gemm við að sjálfsögðu ráð fyrir að staðið verði við lögbundin fram- lög í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Skýrt ákvæði er um það í okkar stefnuskrá að tryggingabætur séu aldrei lægri en lágmarkslaun í landinu. Því má bæta við, að við teljum að lögbinda eigi lágmarks- laun sem taki mið af framfærslu- kostnaði. Núverandi lágmarkslaun eru langt undir þeirri upphæð. Fjölga þarf sambýlum, þannig að allir sem þurfa geti fengið inni þar. Stórauka þarf skammtímaheim- ili, því það er forsenda þess að foreldrar geti haft fötluð börn sín heima. Ríki og sveitarfélög eiga að sjá til þess að nægjanlegt framboð sé á íbúðum fyrir fatlaða. Setja verður lög um fullorðinsfræðslu fatlaðra, þannig að þeir hafi sama rétt og aðrir til framhaldsnáms. Heilbrigðisþjónusta verði stór- aukin og á dvalarheimilum hafi fatlaðir val um lækna rétt eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Komið verði í veg fyrir að einn læknir geti ráðið hvort eða hvemig læknisþjónusta er framkvæmd. Þar hafi fatlaðir einnig sérstakan trúnaðarmann eða umboðsmann sem þeir geti leitað til. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, en aðalatriðið er, að litið sé á fatlaða sem menn er eigi sama rétt og aðrir en ekki sem ómaga er þiggi ölmusu. Kjósandi góður, þitt atkvæði get- ur ráðið því hvort við eigum fólk á alþingi til þess að fylgja eftir okkar stefnu í málefnum fatlaðra. Höfundur er tækniteiknari og i Landsráði Flokks mannsins. < n CN í < Q 5 CITROÉN EH FRANSKA BYLTINGIN í HÖNNUN SMÁBÍLA Undirbúningur aö franskri byltingu í hönnuri smábíla hófst fyrir 5 árum. Þá fékk hönnunardeild Citroén þaö verkefni að hanna bíl sem átti að vera stuttur en þó rúmgóöur. Hann varö að vera glæsilegur og aflmikill en þó sérlega sparneytinn og hafa frábæra aksturseiginleika og síðast en ekki síst varö hann aö vera ódýr. Með algerri uppstokkun í framleiösluaðferðum tókst að uppfylla allar þessar mótsagnakenndu kröfur. Franska byltingin heitir CITROÉN AX. CITROÉN fm JAFNVEL VERÐIÐ ER FREISTANDI/frá kr.329,900.- Vegna sérlega hagstæðra samninga við Citroén verk- smiðjurnar getum við boðið viðskiptavinum okkar afar freistandi verð og greiðsluskilmála á CITROÉN AX. CITROÉN fm BÍLASÝNING UM HELGINA Nú um helgina sýnir Citroén á sér nýja hlið á glæsilegri bílasýningu. Opið frá kl.10-6 laugardag og 1-6sunnudag. Komdu og sjáðu bílinn sem fékk Gullna stýrið, smábíl- inn CITROÉN AX ásamt riddara götunnar, CITROÉN BX sem verður tjóðraður niður á staðnum. Globusi Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.