Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 36
36 C VPf> TTQCr A ’ÍTMMN t:)Víom MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Náttúruvemd eftir Sigrúnu Helgadóttur Sæll Gauti. Á dauða mínum átti ég von en ekki því, að blaðagrein um náttúru- vemd skrifuð af þér raskaði svo ró minni, að ég liti upp úr bleiuþvotti og bamastússi og sæi mig tilneydda að setjast við skriftir. Sú varð þó raunin, eftir að vera búin að lesa opnugrein þína í Morgunblaðinu þann 8. aprfl sl. Fyrirsögn greinar- innar er spuming, „Hvað er náttum- vemd?“ Því vil ég svara og einnig gera nokkrar athugasemdir við skrif þín. Náttúruvernd er skýrt huglak Þú segir að náttúmvemd sé „mjög huglægt og lftt skilgreint hugtak". Ef þú hefðir skrifað fyrir aftan þessa setningu: „í hugum íslendinga" þá mæti segja að þessi staðhæfíng væri rétt. Hins vegar er náttúmvemd kennd á öllum skólastigum erlendis og þar er hugtak vel skilgreint og skýit. Ég geri ráð fyrir að kennarar í bókmenntum skilgreini orðið ró- mantfk á nokkuð svipaðan hátt hvar sem er, e.t.v með örlítið breyttum áherslum eða blæbrigðum. Það sama gildir um orðið náttúmvemd. Hinir ýmsu háskólar sem kenna náttúm- vemd og stofnanir sem vinna að henni hafa e.t.v. aðeins mismunandi áherslur, en aðalatriðin í skilgrein- ingunni em alls staðar þau sömu. Ég er enn að tala um útlönd, ekki ísiand, því miður. Þú segist í grein þinni skipta hug- takinu náttúmvemd í tvennt, umhverfísvemd og náttúmfriðun. Þetta er kórvilla. Háskólakennari í bókmenntum á íslandi má ekki skil- greina orðið rómantík allt öðm vísi en er viðtekið annars staðar í heimin- um, því þá yrðu nemendur hans ólæsir á erlent efni um bókmenntir. Við verðum að gæta sömu ná- kvæmni. Af þessum þremur orðum þá hefur umhverfísvemd (á ensku environmental conservation) langvíð- tækasta merkingu, og náttúmvemd (á ensku nature conservation) og náttúmfriðun (nature protection) em hlutar af umhverfísvemd. Náttúruvernd er hluti af umhverfisvernd Segja má að umhverfi manns sé allt nema hann sjálfun Manngert umhverfí, hús eða borð, náttúrulegt umhverfí, haf eða himinn, og jafnvel andlegt umhverfi, því umhverfí getur verið menningarlegt, bamfjandsam- legt o.s.frv. Umhverfísvemd er að hafa umhverfíð bæði utanhúss og innan þannig, að það sé sem best, ánægjulegast og hagkvæmast fyrir okkur, þegar til langs tíma er litið. Skilgreining þín á umhverfísvemd er hins vegar samhljóða hinni al- mennu skilgreiningu á hugtakinu náttúmvemd, þ.e. að náttúran (hið manngerða er ekki lengur með) sé nýtt skynsamlega þegar til langs tíma er litið. Þú notar líkinguna um höfuðstóiinn og vextina til að skýra mál þitt. Ég hygg að sá sem fyrstur notaði þá samlíkingu á islensku hafí verið hinn merki brautryðjandi Guð- mundur Davíðsson. (Hvað skyldi stór hluti þjóðarinnar vita hver hann var?) Árið 1932 gaf Guðmundur út lítinn bækling sem heitir Náttúmvemd. Mér sýnist vel við hæfi að taka upp smáklausu úr þeim bæklingi. „Yitanlega er mönnum skylt að færa sér f nyt gæði lands og laga, en það er ekki þar með sagt, að þeir hafí heimild til að ræna þeim eftir vild eða uppræta þau ef verkast vill. Það er sitthvað; rán eða ræktun. Hlunnindi landsins, hvetju nefni sem þau nefnast, má skoða sem innstæðu eða höfuðstól í banka eða sparisjóði. Ef vextir af innstæðu í banka, og nokkuð af höfuðstólnum, er tekið út árlega og eytt, fer svo að lokum, að innstæðan þrýtur. Sama gegnir með hlunnindin. Ef þeim er rænt, svo að þau ganga til þurrðar og ná sér ekki aftur, er auðsætt hvemig fer. Þau hverfa með öllu. Sönnun þess er af- drif geirfuglsins. Skógamir hafa líka sína sögu að segja um ofþjökun og miskunnarlaust rán. Þar hirtu menn bæði vextina og höfuðstólinn. Skóg- arlqarrið á Þingvallahrauni er ómerkilegar leifar af höfuðstól, sem náttúran hafði komið þar á stofn. Með því að friða þær er reynt að skila næstu kynslóð ofurlitlu af hin- um rænda höfuðstól. Bankahmn og óhöpp peningarstofnana stafa venju- lega frá óskilvísum og óráðvöndum viðskiptamönnum. Og svo er um fom bændabýli, sem rétt sézt votta fyrir í útjaðri Þingvallaskógar. Þau hafa lagst í eyði — hranið — vegna van- skila og óreiðu ábúenda gagnvart náttúragróðrinum. Þeir hirtu vextina og höfuðstólinn, og því urðu afleið- ingamar svo ömurlegar. Býli, sem enn í dag iifa nálega eingöngu á ránsafla úr skauti landsins, og standa ekki í skilum við forðabúr náttúrann- ar, eiga í vændum hlutskipti eyðibýl- anna.“ Náttúrufriðun er hluti af náttúruvernd Þá erum við komin að náttúrafrið- uninni, það er þvi að maðurinn telji eitthvert svæði svo merkilegt eða mikilvægt að hann ákveði að nýta það ekki á hefðbundinn hátt. Það er sjáifsagt engin tilviljun, að sá maður sem fyrstur virðist hafa skrifað um friðun merkilegra staða á íslandi er Matthías Þórðarson, síðar þjóðminja- vörður, í Skími árið 1907. Hann vann að vemd fommenja og sögu- staða okkur til góða sem nú lifum og eigum eftir að lifa í þessu landi og hann sá, að í sama tilgangi væri mikilvægt að vemda „marga fagra staði og mörg fyrirbrigði af náttú- rannar völdum hér á landi". í upphafí var og tilgangurinn sá sami með frið- un staða annars vegar og varðveislu menningarminja s.s. verkfæra, hand- rita og listmuna hins vegar, en með aukinni þekkingu á Hffræði, sérstak- lega vistfræði, hefur mönnum lærst að skilja, að friðun vistkerfa hefur ekki aðeins menningarlegan tilgang heldur er mjög mikilvægur þáttur í náttúravemd, varðveislu lífs á jörðu. Aðferðum við varðveislu þjóðminja og friðun náttúrannar megum við hinsvegar aldrei ragla saman, þótt svo hafí því miður oft verið gert. Þjóðminjar era gjaraan settar á bak við gler því við viljum halda þeim nákvæmlega eins og þær era og las- kist þær eitthvað lagfærum við það. Það er eðlilegt. Þjóðminjar era í upp- hafí mannanna verk, við vitum og skiljum hvemig þær voru unnar og höfum möguleika á að gera það aft- ur. Það sama verður ekki sagt um náttúraminjar, eða eins og Sigurður Þórarinsson orðaði það í frægri ræðu árið 1949: „Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum og pólitísk- um afglöpum, en fordjarfanir á náttúramenjum era í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefíð okk- ur aftur einn einasta geirfugl og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ Nei, Rauðhólana er ekki hægt að byggja upp aftur. Mjmdun þeirra var einstakur atburður sem aldrei verður aftur endurtekinn á nákvæmlega sama hátt. Hins vegar era möguleik- ar hins lifandi hluta náttúrannar allt aðrir. Ef við hefðum hætt að drepa geirfuglinn á meðan enn vora eftir nægilega margir fuglar til að við- halda stofninum og við hefðum auk þess friðað það vistkerfí sem hann lifði f, þá hefði stofninn hugsanlega rétt við og vaxið — kannski væri ræktun geirfugla nú mikilvæg aukabúgrein! Sigrún Helgadóttir Friðlýst svæði á íslandi Þú bendir réttilega á að ekki sé til neitt náttúralegt svæði á íslandi, en dregur af því þá röngu ályktun að þess vegna taki þvf ekki fyrir okkur að reyna að halda sem mest í þau svæði sem þegar hafa verið friðlýst („... ekki hægt að fallast á þá meginreglu Náttúravemdarráðs, að ekki megi snerta við svæðum, sem hafa verið friðlýst skv. Náttúra- vemdarlögum ...“). Grípum enn líkingar. Segjum að það fyndist skinnpjatla sem á væri skráð brot úr einhverri fomri sögu. Hvað ætti að gera við skinnið? Ef fylgt er þinni röksemdafærslu þá væri skinnið lítils virði af því að sag- an á því væri ekki heil og þvf mætti gjaraan búa til skó úr skinninu handa einhverjum, en gæta þess þó að sögu- brotið hyrfí ekki alveg við skógerðina og notkun skónna. Ég hygg hins vegar að ef fyndist slíkt skinn vildu flestir varðveita það, jafnvel þótt um væri að ræða aðeins brot úr sögu og litlar líkur á því að það sem á vantaði kæmi nokkum tíma í leitim- ar. Friðlöndin okkar segja aðeins brot af þeirri sögu sem þau gætu sagt, vegna þess að enn höfum við ekki tímt að alfriða neitt þeirra sem við á annað borð getum nytjað til pen- ingagróða. Friðlýsing Miklavatns er ákaflega dæmigerð fyrir hinar íslensku friðlýsingar. Friðlandið má ekki nýta nema á hefðbundinn hátt, öll mannvirkjagerð óheimil nema ... o.s.frv., en er þá bara allt í lagi að byggja þar einn lítinn millilandaflug- völl og gera eitthvað annað við önnur friðlönd? Var það þá heimska hjá Guðmundi Davíðssyni að standa vörð um skógarkjarrið á Þingvallahrauni sem var jú eins og hann sagði bara „... ómerkilegar leifar af höfuðstól ...“ og er þá það mikla starf Nátt- úravemdarráðs, að reyna að koma á einhveijum reglum um umgengni og nýtingu á _ mikilvægustu náttúra- svæðum á íslandi, unnið fyrir gýg? Ég trúi því ekki að þú svarir þessum spumingum játandi. í raun er miklu árangursríkara að reyna að halda í það sem áunnist hefur í friðlöndunum heldur en eitthvert sögubrot á skinni, vegna þess að það sem á vantar í friðlöndunum gæti komið. Hver veit nema eigendur Miklavatns taki sig einhvem tíma saman og hætti að beita það, hætti að veiða þar, hætti að eyða þar „meindýram", moki of- aní skurðina og leyfí náttúralegum flóðum að flæða yfír landið eins og þau hafa væntaniega gert um ár- þusundir áður en maðurinn kom til sögunnar. Lfklega era möguleikar okkar á því að eignast alvöra frið- land meiri nú en oft áður, vegna samdráttar í hefðbundnum búskap. Friðlöndin geta kannski aldrei orðið alveg eins og ef maðurinn hefði ekki breytt þeim, um það vitum við ekk- ert og getum aldrei vitað. Við vitum heldur ekki hvort sú Njála sem við lesum nú er nákvæmlega eins og sú Njála sem hinn ókunni höfundur skráði á sínum tíma, en við teljum hana samt mikils virði og ómissandi í menningu okkar. Fræðsla leiðir til friðunar Þetta svar mitt er orðið miklu lengra en það átti að verða og líklega mál til komið að taka aftur til við uppeldisstörfín sem ég hvarf frá þeg- ar ég settist niður til skrifta. Og era það ekki einmitt þau störf sem við þurfum að leggja áherslu á nú. Lestu greinamar hans Guðmundar Daví- ðssonar og þér fínnst án efa, eins og mér, að við höfum harla lftið lært í náttúravemd á hálfri öld. En er ekki hálflítilmannlegt að gefast bara upp með tæmar upp f loft. íslending- ar hljóta að geta lært náttúravemd eins og aðrar þjóðir og möguleikar til náttúravemdar era miklu meiri hér en í öðram löndum. Aðrar þjóðir hafa haft að leiðarljósi að það að fræða umhverfíð, túlka náttúrana og lögmál hennar þannig að fólk skilji hana, leiði til virðingar fyrir náttúranni. Sú virðing elur af sér áhuga.á vemdun. Reynum þá leið fyrst, áður en við gefumst upp. Á pálmasunnudag 1987. Höfundur er Uffræðingur og um- h verfisfræðingur og hefur starfað hjá Náttúruverndarráóiínokkur ár, en ernú húsmóðiríReykjavík. MARKMIÐ UMHVERFISNEFNDAR UMHVERFISVERND. Náttúrulegt og manngert umhverfi sé sem best, ánægjulegast og hag- kvæmast fyrir fólk, þegar til langs tíma er litið. NÁTTÚRUVERND. Við nýtingu náttúrunnar sé þess gætt, að taka að- eins vextina en láta höfuðstólinn ósnertan. NÁTTÚRUFRIÐUN. Viðurkenning þess, að eitt- hvert svæði gefi mest af sér, ef náttúra þess fær að þróast eftir eigin lögmálum án afskipta mannsins. Hvatning til Akumesinga eftirHörð Pálsson Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að stærsta félagslega vandamál okkar hér á Akranesi, eins og sjálfsagt víðast hvar annars staðar á landinu, er aðbúnaður og aðhlynning við gamalt fólk. Með bættum aðbúnaði og aukinni læknisþjónustu fjölgar þessum ald- urshóp ört og því þurfa bæjar- og sveitarfélög að mæta þessari þróun með markvissum hætti. Það era 9 ár síðan fyrsti áfangi Höfða var tekinn í notkun. Að vísu voru það mikil þáttaskil í vistunar- málum aldraðra hér f bæ, þar sem áður var rekið elliheimili á vegum bæjarins við afar ófullkomin skil- yrði og ekki vansalaust fyrir okkur í hvaða horfi þau mál voru. Undirstrika þarf og öllum Akur- nesingum og íbúum sunnan Skarðs- heiðar á að vera ljóst, að um algjöra bráðabirgðalausn var að ræða á „Mjög brýnt er aö haf- ist verði handa nú þegar um 2. áfanga til að leysa vanda heimilis ins og þeirra umsækj- enda sem eru í sárastri þörf fyrir vistun.“ rekstri heimilisins á ýmsum sviðum sem greint skal nú frá. Trúlega er tilfinnanlegast að á heimilinu var einungis bráðabirgða- eldhús, þannig að f allan þennan tíma heftir heimilið fengið sendan hádegismat frá mötuneyti sjúkra- hússins á þar til gerðum bökkum, sem er vægt til orða tekið afskap- lega óheimilislegt. Þá er enginn borðsalur á heimilinu þannig að vistfólkið hefur orðið að matast á göngum heimilisins. Aðstaða fyrir félagsstarf býr við mjög léleg skilyrði í kjallara húss- ins, en þar er mjög lágt undir loft og algjörlega gluggalaust. Þar fer fram allslags föndur, fót-, hand- og hársnyrting, iðjuþjálfun og fleira. Að öðru leyti fer félagsstarf- ið fram í anddyri hússins, sem gefur auga leið að er óviðunandi til lengd- ar. Biðlisti um vistun á heimilinu er mjög langur, eða 69 manns, og þar af í mjög brýnni þörf 25—30 manns. Að framansögðu má Ijóst vera að mjög brýnt er að hafist verði handa nú þegar um 2. áfanga til að leysa vanda heimilisins og þeirra umsækj- enda sem eru í sárastri þörf fyrir vistun. Nú liggur fyrir tillaga frá fram- kvæmdanefnd Dvalarheimilisins Höfða um að lagt verði 5% álag á útsvör Akurnesinga næstu 5 árin, þannig að í stað 10,4% útsvars verði það 10,9% og renni það fé óskipt í byggingu 2. áfanga Höfða. Aætlað er að þessi leið ef sam- þykkt verður gefi á ári milli 7 og 8 milljónir króna. Ljóst er að bæjar- félagið er með það margt í takinu í framkvæmdum næstu árin að það verður að fara einhveija nýja leið í þessum efnum eigi okkur að tak- ast að koma þessari framkvæmd í höfn, sem kostar trúlega hátt í 100 milljónir króna. Til glöggvunar má geta þess að framlag ríkisins er 40% af kostnaðarverði sem er óaftur- kræft, einnig fæst lán frá Hús- næðismálastofnun ríkisins sem brúar bilið. Eins og Akumesingum er sjálf- sagt öllum kunnugt á að gefa bæjarbúum kost á að kjósa um þetta aukaálag á útsvörin samhliða alþingiskosningunum og til þess að Hörður Pálsson gera langt mál stutt vil ég skora á alla Akumesinga sem vilja fram- gang þessa mikilvæga máls að greiða því atkvæði á kjördag. Höfundur er bakarameistari og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálf- stœðisflokksins á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.