Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 48
48 Ó MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Bára. Til starfa í háloftumim Ahverju ári þjálfa Flugleiðir nýtt fólk til þjónustustarfa um borð í flug- vélum sínum og fara viðkomandi á 9 vikna námskeið til að öðlast þá þekkingu og leikni er krafíst er. Ljósmyndari Morgunblaðsins var fyr- ir skömmu á ferð í Öskjuhlíð og rakst þá á hóp manna er var í óða önn að slökkva eld. í ljós kom að þetta voru tilvonandi flugfreyjur og flug- þjónar ásamt kennurum sínum, við brunaæfíngu sem er einn liður í náminu. Var smellt af mynd af hópnum, sem við sjáum hér og standa kennararnir lengst til hægri þeir Þorkell Jóhannesson, Birgir Olafsson og Erla Ágústsdóttir. Flugfólkið tilvonandi var hið hressasta og sagði að þeim litist stöðugt betur á starfíð sem þau væru að þjálfa sig fyrir. Reykjanes: Fengu þrjá skuttogara að gjöf Reykjueti. Nemendur Grunnskólans á Reykjanesi fóru fyrir skömmu í þriggja daga starfskynningarferð til ísafjarðar. Fóru þeir í ýmis fyrir- tæki og stofnanir og kynntu sér starfsemi þeirra. Bar að sjálfsögðu ýmislegt nýstárlegt fyrir augu. Sérstaklega þótti krökkunum til- komumikið að koma í Skipasmíða- stöð Marsellíusar Bemharðssonar, þar sem þeim var sýnt hvemig skip eru teiknuð og einnig fengu þau að skoða skip í smíðum. Þegar böm- in höfðu skoðað skipasmíðastöðina fengu þau að gjöf þrjá litla skuttog- ara sem vom sérstaklega skomir út fyrir þau úr 8 mm jámplötum. Hvort þau fá kvóta út á skipin skal Tennisstjaman Boris Becker frá Vestur-Þýskalandi var dapur á svip er hann yfirgaf tennisvöllinn f Monte Carlo f Mónakó sl. þriðjjudag. Hann er því vanastur að fara með sigur af hólmi, en í þetta sinn beið hann lægri hlut fyrir Banda- ríkjamanninum Jimmy Arias. Sigurður fyrir framan hluta af verkum sinum. Efst til hægri er Santa María, skip Kólumbus- ar, vinstra megin er Ver, gamall bátur frá Vestmanna- eyjum. Efra stóra seglskipið er Regatta Berlfn og sitt hvoru megin við það eru danskir „Es- bjergkútterar". Neðra segl- skipið er Adler von Ltlbeck og hægra megin við það 3 af silfur- skipunum. í neðstu hillunni eru glæsivagn og fjarstýrður hrað- bátur. Morgunblaðið/EmiUa. Gullna hindin, skip Francis Drake. hindina, skip sæfarans fræga, Francis Drake. Sigurður fékk bronsverðlaun fyrir síðartöldu skipin tvö á mik- illi sýningu í London 31.12. 1984. Sýning þessi, „Model Engineer Exhibition and Competition" er haldin árlega og skoða hana að jafnaði 60-70.000 manns. í janúar 1986 fékk Sigurður sfðan sér- staka viðurkenningu fyrir hol- Ienskan skemmtibát frá 18. öld sem er mikið útskorinn, og sér- deilis fallegur. Sigurður sagði að með árunum hefði honum fundist sífellt skemmtilegra að vinna smágerða hluti, en verkfærin og stækkunarglerið settu takmörk hversu smáir hlutimir gætu orðið. Það sem virtist einfalt og auðvelt gæti í reynd verið flókið og erfítt og öfugt. En sjón er sögu ríkari og það er án efa fyrirhafnarinnar virði að skoða skipin í Hlégarði eftir hádegi næstkomandi laugar- dag og sunnudag. Listasmíð í Mosfellssveit Maður er nefndur Sigurður Þórólfsson er hefur um árabil smíðað ýmsa fagra gripi og hlotið viðurkenningu fyrir. Um næstu helgi, laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. apríl verður sýn- ing í Hlégarði í Mosfellssveit sem haldin er á vegum menningar- málanefndar sveitarinnar, ber hún yfirskriftina „Skip“ og verða þar sýnd 13 skip er Sigurður hefur smíðað, m.a. úr silfri og gulli. Ekki er þetta sölusýning heldur tækifæri fyrir almenning að líta augum sérstaka listasmíð. Sigurður sagði við blaðamann Morgunblaðsins að hann hefði ekki farið að fást við modelsmíði fyrr en eftir tvítugt. í fyrstu hefði hann aðallega unnið úr tré og yrðu 2 tréskip, hefðbundin segl- skip frá miðöldum, á sýningunni. Þau væru unnin eftir teikningum og væru nákvæmar eftirlíkingar skipanna Regatte Berlin og Adler von Liibeck. Síðartalda skipið væri það verk sem hann hefði verið lengst með, þ.e. tvö ár. Upp úr 1970 hefði hann farið að vinna með gull og silfur og smíðað skartgripi o.fl. í fyrstu, en um 1980 hefði hann smiðað silfurskip og síðan væru þau orðin 5 úr gulli og silfri, er væru ná- kvæmar eftirlíkingar raunveru- legra skipa, unnin eftir teikning- um og yrðu þau öll á sýningunni. Meðal þeirra mætti þekkja gamla Gullfoss, Lagarfoss og Gullnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.