Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Hversvegna ÞjóðarfLokkur eftir Stefán Ágústsson Kosningar fara nú í hönd. Enn á ný standa kjósendur frammi fyrir því að velja þá menn sem sitja skulu Alþingi íslendinga næsta kjörtíma- bil. Loforðin hrannast upp og aldrei hafa fleiri, úttútnaðir af einskærri fómfýsi, gert þjóðinni það ómót- stæðilega tilboð að kjósa sig á þing. En það getur verið vandi að velja og margir taka sér góðan tíma til umhugsunar áður en þeir ákveða sig. Sumir sveiflast til og frá í takt við höggin sem greidd eru á víxl í því sjónarspili sem sett er á svið fyrir alþjóð. Aðrir eru einfaldlega ennþá að hugsa málið og því meir sem þeir hugsa, en síðustu dagana hefur þetta mælst í skoðanakönn- unum vera um 30% kjósenda, gæti sú freisting að skila auðu, orðið sífellt áleitnari. Enn aðrir leiða hugann að loforð- um og efndum þeirra manna sem í boði eru. Heftir ekki tekist að halda verðbólgunni í skefjum? Er ekki framundan betri tíð með blóm í haga? Þeir eru trúlega fáir sem ekki fagna því að óðaverðbólgan var stöðvuð. En hverjum var það að þakka? Nærtækast er að trúa því að þetta stórvirki sé einungis að þakka ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar sem nú er í það mund að skila umboði sínu. En svo er það nú bara alls ekki. Segja má að því hafi ráðið alger tilviljun að það var einmitt þessi ríkisstjóm en ekki einhver önnur sem sat að völdum þegar aðilar vinnumarkaðarins, launþegar og atvinnurekendur, gerðu verðbólg- una að máli málanna og hjöðnun hennar að grundvallaratriði í kjara- samningum sínum. Þeir settu ríkisstjóminni nánast úrslitakosti. Það er sannarlega forvitnilegt að fylgjast með málflutningi stjóm- málaflokkanna þessa dagana. Einkum þeirra sem telja tilveru sína byggjast á óumbreytanlegu nátt- úmlögmáli og dæma öll önnur framboð því óalandi og óferjandi. Þessa dagana lætur Sjálfstæðis- flokkurinn óspart í veðri vaka að engin þriggja flokka stjórn hafi orðið langlíf á íslandi. Þetta er dálítið skemmtileg fullyrðing í ljósi þess sem Matthías Bjarnason, sam- gönguráðherra, viðhafði í sjónvarp- inu 15. apríl sl. þar sem hann upplýsir okkur um, sem flestir reyndar muna, að við síðustu stjóm- armyndunartilraunir hafi Sjálf- stæðisflokkurinn reynt að standa fyrir breiðara samstarfi, en ekki tekist. Já, þeir em sjálftr sér sam- kvæmir á þeim bæ, eða hvað finnst kjósendum? Framsóknarflokkurinn er á stöð- ugu undanhaldi, einkum eftir að formaðurinn yfírgaf kjördæmi sitt á Vestfjörðum. En hvemig má ann- að vera með flokk sem hefur það eitt að markmiði að komast í ríkis- stjóm og gildir þá nánast einu með hveijum. Annar maður á lista flokksins á Vestfjörðum, Pétur Bjamason, amaðist á framboðs- fundi mjög við framboðum litlu flokkanna. Greinilegt var þó að hann virtist ekkert alltof ánægður með frammistöðu síns flokks sem skilja mátti sem elliglöp því hann minnti kjósendur á það að flokkur- inn hefði jú orðið 70 ára á síðasta ári. Er þeim því nokkur vorkunn. Stefán Ágústsson „Inn í alla þessa upp- lausn og umræður stígur nú Þjóðarflokk- urinn sín fyrstu spor á vettvangi sljórnmál- anna. Aðalbaráttumál Þjóðarflokksins er gegn núverandi mið- stýringu og ríkisfor- sjárstefnu fjórflokk- anna.“ Um Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag er óþarft að fjölyrða. Formaður Alþýðuflokksins er þegar farinn að undirbúa afsögn sína. Eftir allan bægslaganginn skal nú hlaupið frá öllu saman. Hefur Al- þýðuflokkurinn gengið flokka lengst í að tileinka sér baráttumál Þjóðarflokksins, sem ekki hljómar trúverðuglega þegar þeir á sama tíma boða miðstýringu lífeyrissjóða- kerfísins. Þótt þeir tali um deildar- skiptan sjóð, bera vinnubrögð þeirra þess ekki vott að þeir viti hvað hugtakið þýðir. Alþýðubandalagið veldur litlum heilabrotum hjá fólki þessa dagana. Eftir að hafa sett verkalýðsforyst- una út í kuldann hefur gáfumanna- félagið sem eftir stendur ekkert upp á að bjóða nema gamlar klisjur sem raðað er svolítið öðruvísi saman fyrir þessar kosningar en þær síðustu. Leit þeirra á dögunum að nýjum stefnumálum bar aldrei til- ætlaðan árangur. Upphrópanir þeirra ná ekki til þjóðarinnar og er þá boðskapur friðarhöfðingjans á Reykjanesi meðtalinn. Kvennalistinn hefiir í skoðana- könnunum bætt við sig nokkru fylgi sem kemur trúlega að mestu frá Alþýðubandalaginu. Þær hjá Kvennalistanum fundu nefnilega upp það snilldarbragð að taka helst aldrei afstöðu til mála fyrr en Al- þýðubandalagið hafði opinberað sína. Það var svo þægilegt að láta aðra semja þessháttar fyrir sig. Harla lítil ástæða er til að eyða púðri á Borgaraflokkinn. Fæðing hans var með þvílíkum endemum að engin rök geta hnigið að því að hann verði langlífur. Hann mun því andast með álíka skjótum hætti og hann fæddist. Spurningin verður einungis um það hve hljóðlega hann rennur aftur heim til föðurhúsanna á ný, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfír að náðarfaðmurinn bíði opinn og andi fyrirgefningar þegar farinn að svífa yfír vötnunum. Inn í alla þessa upplausn og umræður stígur nú Þjóðarflokkur- inn sín fyrstu spor á vettvangi stjómmálanna. Aðalbaráttumál Þjóðarflokksins er gegn núverandi miðstýringu og ríkisforsjárstefnu fjórflokkanna. Það er athyglisvert að eftir að ljóst varð að Þjóðarflokkurinn ætl- aði sér í kosningabaráttuna með þessi mál á oddinum, fóru flestir hinna flokkanna að gera út á byggðastefnu og valddreifingu, út til landshlutanna. Stefna Þjóðar- flokksins er því nú þegar farin að bera árangur. En getum við treyst öðmm flokk- um til að koma fram stefnu Þjóðar- flokksins? í málflutningi sínum hefur Þjóðarflokkurinn bent á að ef framkvæmdavaldið sé að mestu tekið frá Alþingi, verður engin þörf fyrir 63 alþingismenn. Á þetta hafa hinir flokkarnir ekkert minnst, enda ekki von þar sem þeir hafa nýlega sameinast um að fjölga alþingis- mönnum. Miðað við fólksfjölda ættu Bandaríkjamenn að vera með 63.000 þingmenn til að standa jafn- fætis afreki okkar Islendingá. Nei, öðrum flokkum verður því ekki treyst fyrir framgangi þessarar stefnu Þjóðarflokksins. Þjóðar- flokkurinn mun því ótrauður berjast áfram fyrir baráttumálum sínum. Þriðja stjómsýslustigið eða millistig milli sveitarfélaga og ríkisvalds er alger forsenda þess að fólkið í landinu fái ábyrgð og völd til að stjórna sínum innri málum sjálft. Þjóðarflokkurinn mun aldrei sætta sig við neina aðra lausn. Því hefur verið haldið fram að ísland væri of lítið til að því væri skipt í landshluta eða fylki. Því væri gaman að spyija hversvegna verið var að skipta landinu í kjör- dæmi? Er landið ekki of lítið til X-D VESTURLANDSKJÖRDÆMI X-D VESTURLANDSKJÖRDÆMI X-D VESTURLANDSKJÖRDÆMI * ibúar ú Vesturlandi Heröum sóknina i co § 1 p: Pað er staðreynd að sjálfstæðisflokkurinn [g nær lengra og skilar betri árangri en aðrir flokkar. S Það sannar sagan. Ljáðu sjálfstæðisflokknum O fylgi þitt og við munum vinna að þessum málum: tttvinnusókn í kjördæminu, í hefðbundnum og nýjum atvinnugreinum. s 1 co Q Ci ^érstöku átaki í málefnum landbúnaðar. raustum samgöngum-Raunhæfri byggðastefnu. mm í - flugu húsnæðislánakerfi fyrir alla landsmenn. mhverfismálum, landgræðslu og trjárækt. ■ ' enntun og menningarmálum. SXuknum hagvexti og jafnvægi í efnahagsmálum - Bættum lífskjörum. X-D 0 réttri leið X-D VESTURLANDSKJÖRDÆMI X-D VESTURLANDSKJÖRDÆMI X-D VESTURLANDSKJÖRDÆMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.