Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Borgaraflokkur- inn er staðreynd eftir Þóri Halldór Óskarsson Það verður ekkert aftur snúið með það, að stofnun Borgaraflokks- ins er staðreynd og það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það hvetju þar er um að kenna. Loksins hefur þeim öflum innan Sjálfstæðisflokksins, sem ætíð hafa lagt að mörgum af vinsælustu mönnum flokksins með endalausu öfundamaggi, tekist að koma okkur úr flokknum, sem höfum stutt þessa menn. Hver skyldi trúa því af þeim, sem til mín hafa þekkt, að ég ætti eftir að segja mig úr Sjálfstæðisflokkn- um? Ég, sem hef verið sjálfstæðis- maður frá blautu bamsbeini ef svo má að orði komast. Einhveijir myndu kalla það pabbapólitík og það er auðvitað rétt, því hvað skyldu ekki vera margar fjölskyldur í þessu landi, sem hafa trú á sama stjóm- málaflokknum og þarf svo sem ekkert að vera athugavert við það. Hinsvegar eru margir stjórnmála- flokkar hér þannig að menn mega ekki hafa sjálfstæða skoðun og ef þeir skyldu hafa hana, þá ber þeim að þegja yfir henni ef hún samrým- ist ekki skoðun þeirra, sem með völdin fara í viðkomandi flokki. Vonbrigði með Sjálf- stæðisflokkinn Ég hafði lengi vonast til að Sjálf- stæðisflokkurinn gæti verið vígi sjálfstæðra skoðana og það á hann að geta verið þrátt fyrir allt og eins og formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, sagði nú á dögunum að ekki hefði verið um málefnaágrein- ing að ræða. Það var bara þegar kom að því að skipa mönnum í klíkur, sem áttu að fylgja Geir, Gunnari eða Albert o.s.frv., að menn lentu í talsverðum vandræðum. Það kom nefnilega í ljós, að margir sem vildu Gunnar vildu líka Geir og Albert og enn aðrir, sem vildu Geir, vildu líka Albert og Gunnar. Þetta varð til þess, að margir urðu snarruglaðir og vissu ekki hvar í flokki þeir voru og smátt og smátt hefur þetta þró- ast svo að með sterkri undirróðurs- starfsemi innan flokksins hefur mönnum tekist að stýra mönnum í fylkingar, sem aldrei skyldi verið hafa. Þegar ég fór fyrst að taka afstöðu til þessara mála og mynda mér skoðun á þeim spurði ég sjálf- an mig hvernig á því stæði, að maður yrði var við óvild í garð sumra manna innan flokksins og gat ekki með nokkru móti fundið neina ástæðu aðra en öfund. Gunn- ar var öfundaður sakir virðuleika síns og ræðusnilldar, Albert sakir lýðhylli og dugnaðar og svona mætti lengi telja. Þegar maður verður fyrir þessu aftur og aftur verður maður óánægður og skyldi nokkum undra það þó ekki væri minnst á svívirðingar, sem sam- starfsmenn á kosningaskrifstofu gátu látið frá sér fara um þessa menn. Ég gat ekki unað þessu og m.a. af þessum sökum missti ég áhugann fyrir kosningastarfí og kom mér hreinlega út úr því. Nýtt af 1 nauðsynlegt Nú síðustu ár hélt maður að þess- ar öldur væri farið að lægja og korninn allgóður friður í flokknum en það hefur reynst öðru nær. Eft- ir góðan landsfund Sjálfstæðis- flokksins og byr að því er virtist fyrir flokkinn að fara í kosningar, þá kemur sprengjan. Mánuði fyrir kosningar er Albert rekinn og þó að talað sé um að axla ábyrgð og svoleiðis nokkuð, þá er best að viðurkenna staðreynd- ir. Aðförin að Albert var ekkert annað en brottrekstur, hann átti engra annarra kosta völ en að taka pokann sinn en samt mátti hann vera áfram í 1. sæti listans í höf- uðvígi flokksins, þvílíkur tvískinn- ungsháttur. Hér var svo komið sögu, að við margir stuðningsmenn Alberts sögðum honum að nú væri nóg komið, X fyrir framan D kæmi ekki til greina og gilti einu þótt hann yrði áfram á listanum. Þúsundir atkvæða blöstu við Al- þýðuflokknum og nú iðuðu kratar í skinninu. Hvað skyldi nú gerast? En með leifturhraða varð Borgara- fiokkurinn til en ekki bara sérfram- boð Alberts Guðmundssonar og nú hófust skrifín í blöðin þar sem reynt var að fínna flokknum allt til for- áttu. Fyrst var þetta smáflokkur og þegar það reyndist ekki rétt, þá vinstri flokkur, glundroðaflokkur, Þórir Halldór Óskarsson „Þá skal hræða með því, að Borgaraflokkur- inn muni bjóða fram í næstu borgarstjórnar- kosningum og fella Davíð sem borgar- stjóra. Það er enginn kominn til með að segja að Davíð geti ekki orðið borgarstjóri að þremur árum liðnum standi hugur hans til þess þótt að Borgaraflokkurinn bjóði fram í þeim kosn- ingum.“ skattsvikarar, Glistrupar, fasistar og guð má vita hvað. Skammir og vammir Ekki er að furða þótt kratar eins og Gunnlaugur Þórðarson og Jón Sigurðsson í Jámblendinu skrifuðu skammargreinar um Albert því að vissulega varð Borgaraflokkurinn til í kringum persónu hans og nú urðu vonimar um óánægjuatkvæðin að engu hjá Alþýðuflokknum, þau stöðvuðust á miðri leið milli vinstri og hægri við nýtt afl, stjómmála- afl, sem mun reyna að koma fram jafnrétti í hvaða mynd sem er og hafa það að leiðarljósi að vinna fyr- ir fólkið í landinu en ekki vera í stöðugu basli við að ófrægja and- stæðinga sína jafnt innan sem utan flokks svo að málefnin gleymast í öllum darraðardansinum. Það er reynt að hræða efasemd- arfólkið í Sjálfstæðisflokknum með því að beita fyrir sig allskyns útúr- snúningum um stefnuskrá Borgara- flokksins og að flokkurinn leiði yfír þjóðina vinstri stjóm og fleira og fleira i þeim dúr. Þá skal hræða með því, að Borg- araflokkurinn muni bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosningum og fella Davíð sem borgarstjóra. Það er enginn kominn til með að segja að Davíð geti ekki orðið borgar- stjóri að þremur árum liðnum standi hugur hans til þess þótt Borgara- flokkurinn bjóði fram í þeim kosn- ingum. Borgaraflokkurinn er staðreynd og fínnst mönnum þá líklegt að hann bjóði fram eingöngu til Al- þingis? Abyrgðin á því hvernig komið er liggur ekki síður hjá ykkur gömlu félagar í Sjálfstæðisflokknum en okkur, sem nú höfum stofnað nýjan flokk, en ef þið viljið fría ykkur allri ábyrgð, þá verðum við að reyna að axla hana. Förum við ekki hvort eð er að venjast því? Að endingu vil ég skora á alla þá, sem eru óánægðir með gömlu flokkana, að veita þessum nýja flokki brautargengi. Höfundur er (jósmyndari og skip■ ur 16. sæti á framboðslista Borgaraflokksins í Reykja vík. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.