Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 IÞINGHLÉI _______________________\ eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON 62% af umferð á bundnu slitlagi Fjárframlög til vegagerðar hafa nýtzt betur en áður VEGAAÆTLUN 1987: SKIPTING ÚTGJALDA Milj.kr Stjórnun og undirbúningur ................................... 135 Viðhald þjóðvegá .............................................875 Sumarviðhald 671 Vetrarviðhald 204 Til nýrra þjóðvega ...........................................847 1. Stofnbrautir 676 Skiptist þannig: 1.1 Almenn verkefni 251 l.2Sérstökverkefni 193 1.3 Bundið slitlag 174 1.4 Ó-vegir 38 1.5 Reykjavikursvæðið 20 2. Þjóðbrautir 133 3. Bundið slitlag á þjóðvegum í kaupstöðum og kauptúnum 24 4. Girðingar og uppgræðsla 14 Stærstu verkefni: Ölfusá hjá Óseyrarnesi, Reykjanesbraut (verklok) og .Norðurlandsvegur um Eyjafjarðarleirur (verklok) Til þjóðvega íkaupstöðum og kauptúnum ....................... 124 Til sýsluvega ............................................. 75 Til brúargerða ................................................66 Stærstu verkefni: Fossá, Guðlaugsvikurá, Vatnsdalsá, Dynjandisá, Fróðá og Hofsá á Hofsósi. Tilfjallvegao.fi...............................................18 Tiltilrauna ...................................................10 SAMTALS ....................................................2.150 Samkvæmt vegaáætlun 1987 verður tveimur milljörðum eitt hundrað og fimmtiu milljónum króna (2,150 m.kr.) varið til vegagerðar á árinu. Þar af ganga 875 m.kr. til viðhalds þjóðvega, 847 m.kr. til nýrra þjóðvega, 124 m.kr. til vega í kaupstöðum og kauptúnum, 75 m.kr. til sýsluvega, 66 m.kr. til brúargerða og smærri fjár- hæðir til annarra verkþátta (fjaUvega, tilrauna o.fl). Stærstu verkefni - nýj- ar framkvæmdir - Framkvæmdafé til stofnbrauta 1987 skiptist þannig: almenn verkefni 251 m.kr., bundið slitlag 174 m.kr., sérstök verkefni 193 m.kr., Ó-vegir (m.a. undirbúning- ur jarðganga um Ólafsfjarðarm- úla) 38 m.kr., Reykjavíkursvæðið 20 m.kr. Þjóðbrautir fá 133 m.kr., bund- ið slitlag á þjóðvegi í kauptúnum og kaupstöðum 24 m.kr., girðing- ar og uppgræðsla 14 m.kr. og vegaviðhald 875 m.kr. Stærstu verkefni nýrra fram- kvæmda 1987 verða: * 1) Ölfusá hjá Óseyramesi. * 2) Reykjanesbraut (verklok). * 3) Norðurlandsvegur um Eyjafjarðarleirur (verklok). Stærstu verkefni 1988-1990: * 1) Suðurlandsvegur um Mýr- dalssand. * 2) Amameshæð. * 3) Norðurárdalur - Holta- vörðuheiði. * 4) Dýrafjörður. * 5) Göng um Ólafsíjarðarm- úla. * 6) Oddsskarð. Brýr á vegaáætlun 1987 eru: Fossá, Litlaá, Fróðá, Vatnsdalsá, Dynjandisá, Guðlaugsvíkurá, Hofsá við Hofsós. Sérstök fjárveiting er til verk- efna við Öífusárós og Vegaskála. Stórátak í vegagerð Á sl. ári vóm lagðir um 280 km. af nýju, bundnu slitlagi. Á því kjörtímabili, sem nú er á enda (fjórum árum), hafa verið lagðir 200 km. bundins slitlags að með- altali á ári. Að auki hefur verið lagt „einbreitt" bundið slitlag á um 233 km. af umferðarminni vegum. Breidd þess er 3,8 m. í stað 5,5-6 m. á umferðarmeiri vegum. Reynslan af þessum fram- kvæmdum hefur verið jákvæð. í árslok 1986 hafði verið lagt bundið slitlag á um 1422 km., sem er rúmlega þriðjungur allra stofn- brauta. Matthías Bjarnason, sam- gönguráðherra, sagði í þingræðu er hann mælti fyrir vegaáætlun 1987-1990, að kostnaður við bundið slitlag skili sér undrafljótt í minna vegaviðhaldi, spamaði í eldsneyti bifreiða og lengri end- ingu þeirra. Orðrétt sagði hann: „Þá er talið að fyrir fólksbif- reið sparist 15% í brennsluefni við það að fara af vondu malarslitlagi yfir á bundið slitlag, 38% í sliti á bfl og 33% í viðhaldskostnaði. Fyrir vöruflutningabfla er spam- aðurinn enn meiri... Ef dæmi er tekið er arðsemi fjárfestingar af lögn slitlags á vegum með 200 bfla umferð á dag 15-25%, með 500 bfla á dag Samkvæmt langtímaáætlun ívegagerðsem Alþingi samþykkti að láta gera árið 1983 átti hlutur vegagerðar aðverða2,4%afvergri þjóðarframleiðslu frá og með árinu 1985. Þessar hafa efndirnarorðið: 1983 1,99% 1984 2,02% 1985 1,82% 1986 1,57% 1987 1,50% Árin 1986 og 1987 renna eingöngu markaðar tekjurtil vegamála, þ.e. bensíngjald og þungaskattur. Því er svo komið að eingöngu notendur veganna sjá þeim farborða. 36-60% og með 750 bíla á dag 50-90%. Efri og neðri mörk arð- seminnar gefa til kynna hvort farið er af góðum eða vondum malarvegi yfir á budnið slitlag. Áætlað er að árlegur akstur á vegakerfinu sé tæplega 580 millj- ón km. Af þeim eru í dag tæplega 220 millj. km. á malarslitlagi, þ.e. 62% af allri umferð eru á bundu sljtlagi". * Aætlun o g fram- kvæmdir Með árinu 1986 lauk fyrsta tímabili lagtímaáætlunar í vega- gerð (1983-1986). Samkvæmt áætluninni átti að veija 5,2 millj- arði króna til vegagerðar á tímabilinu. í raun var hinsvegar „aðeins" varið 4,1 milljaðri til vegagerðar, eða 78% af áætlaðri fjárhæð. Hinsvegar hafa áætlaðar framkvæmdir nokkum veginn staðist, þrátt fyrir samdrátt fram- kvæmdaíjár. Samgönguráðherra sagði efnis- lega í þingræðu að ijármunir til vegagerðar hafí nýtzt betur síðast liðin ár vegna hagræðingar í skipulagi og störfum Vegagerðar- innar, útboða á framkvæmdum, sem skilað hafí mun meira á hveija eyðslueiningu, auk þess sem olíuverð (verð á asfalti) hafí lækkað.-Þ’annig hefur verkáætlun lítið raskast þótt fjárveiting á tímabilinu hafi verðið milljarði minni en upphaflega var ráð fyrir gert. Sem dæmi má nefna að á árinu 1985 vóru boðin út tæplega 100 verk, stór og smá, hjá Vegagerð- inni. Áætlaður kostnaður þeirra var um 418 m.kr. en tilboðsupp- hæð aðeins 277 m.kr. eða 66% af kostnaðaráætlun. Æðakerfi samfélags- ins Samgöngur gegna stærra hlut- verki fyrir atvinnulíf og félagsog menningarsamskipti fólks í landinu en menn gera sér grein fyrir. Góðar samgöngur skipta meginmáli fyrir stijálbýlið. Þær gegna og vaxandi hlutverki fyrir örtyaxandi ferðamannaþjónustu. Á kjörtímabili því, sem nú er á enda, hefur verið unnið þrekvirki í vegagerð, m.a. með betri nýtingu fjármuna en áður. Vegaáætlun 1987-1990 ber og vott um stórhug samgönguráð- herra og yfirstjórar vegamála varðandi vegaframkvæmdir á næstu árum. 280 km REYKJANES 201,4 km BUNDIÐ SLITLAG Á ÞJÓÐVEGUM LANDSINS Það sem lagt hefur verið afbundnu slitlagi ersamtals orðið um 1422 km sem er um það bil lengd hringvegarins þó svo að einungis um helmingur hans sé nú lagður bundnu slitlagi. 1980 .80 ’82 ’83 ’84 '85 ’86 Ungir sjálfstæðismenn í Mosfellssveit: Stofna sjálfstæðis- félag og opna kosningaskrifstofu UNGIR sjálfstæðismenn í Mos- fellssveit hafa ákveðið að stofna með sér flokksfélag. Ákvörðim þessi kemur i framhaldi af kosn- ingastarfi ungs sjálfstæðisfólks í sveitinni, en það hefur nú opnað sérstaka kosningaskrifstofu sem einbeitir sér að þvi að fá unga kjósendur til iiðs við Sjálfstæðis- flokkinn. í fréttatilkynningu sem Morgun- blaðinu hefur borist kemur fram að hin nýja skrifstofa ungra sjálf- stæðismanna er í Bugðutanga 11 (sími: 66 75 13). Skrifstofa Sjálf- stæðisflokksins er í Þverholtshúsinu Á kosningaskrifstofu ungra sjálfstæðismanna í Mosfellssveit. F.v. Guðbjörg, Dagný, Gunnar, Ingibjörg og Gunnar Páll. í Mosfellssveit (sími: 66 75 11). sem fjarverandi verða á kjördag og þeir sem vilja vinna fyrir Sjálf- Óskað er eftir því að þeir kjósendur hafi samband við skrifstofumar svo stæðisflokkinn á kjördag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.