Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 59 VELVAKANDI ' SVARAR f SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ct< ni/ruAJTTflx'nia'ii if Uggvænleg þróun Athyglisverð ummæli Alberts Kæri Velvakandi. Verðbólgan er á hraðri leið (réttri leið?) upp á við. Þetta fínna menn glöggt. Hún er komin yfír 30 stig og hver veit hvað hún er nú eftir alla samningana. Virðist ekki þurfa fyrri stjóm til hjálpar þessari í þeim efnum. Þetta er uggvænleg þróun. Þegar samið var við vinnu- markaðinn í haust um 5% hækkun riðaði kerfíð og var farið á ystu nöf eins og þar stendur. Rauða strikið átti að vera stað- reynd. Hvernig verðurhægt að mynda ríkisstjórn Til Velvakanda. Heill og sæll Albert Guð- mundsson. Ég er einn af þeim hugsandi mönnum sem velta því fyrir sér hvemig hægt sé að mynda ríkisstjóm með þingmeirihiuta eftir kosning- ar. Ef Borgaraflokkurinn fengi 15 menn kjöma á landsvísu, Framsóknarflokkurinn fengi 11 þingmenn og Kvennalisti fengi 8 þingmenn væra það 34 þingmenn alls. Það er n’og- ur meirihluti í báðum deildum á þingi. Albert minn, værir þú tilbúinn að stofna slíka 3ja flokka stjóm eftir kosningar. Ef þetta dæmi gengi upp þá gæti maðurinn með rítinginn verið utandyra og dundað við að fara yfír sínar skattaskýrsl- ur. Ég er ekki spámannlega vaxinn. Þo ætla ég að spá Sjálfstæðisflokknum 14 þing- mönnum kjömum á landsvísu, Alþýðubandalaginu 8 og Al- þýðuflokknum 7, — þ.e. eða 29 alls. Svo geta þeir sem vilja leikið sér að þessu fram að kosningum. Njáll Benediktsson Nú er samið upp á allt að 25% við alla mögulega hópa. Verið er að semja þegar allt er komið í óefni og fárra eða engra kosta völ. Og ráðamenn telja jafnvel að þetta snerti lítið vísitölu og verðbólgu. Verð vöru hækkar jafnt og þétt og þarf enga spek- inga til að sjá það og fínna. Þar mælir buddan raunverulegustu áhrifín. I mesta góðærinu í fyrra, 1986, jukust erlendar skuldir landsins um 12 milljarða og voru í lok september 72 milljarðar eft- ir því sem stendur í hagtölum mánaðarins sem Seðlabanki ís- lands gefur út eða um 20% á einu ári og hvað skuldimar eru í dag er ekki vitað en ekki lækka þær, svo mikið er víst. í fjárlög þessa árs vantar 3 milljarða og kannski meira þegar upp verður staðið um áramót. Við skulum gera okkur grein fyrir að mögru árin geta komið og hvar stöndum við þá? Svona þróun og ráðslag getur Til Velvakanda. Síðastliðna daga og vikur hefur varla verið um annað rætt í fjölmiðl- um en klofning Sjálfstæðisflokks- ins. Það er von að menn hafí af þeim málum miklar áhyggjur, þegar sú staðreynd blasir við, að óánægð- ir sjálfstæðismenn taka á sig þá ábyrgð að lama það afl í íslenskum stjómmálum, sem hefur í gegnum árin verið sú kjölfesta sem þjóðin hefur treyst á, þegar þrengt hefur verið að efnahag og afkomu þjóðar- innar. Það hefur verið haft á orði, að Árni Helgason ekki gengið. Hér þarf breyting á að verða. Bytja að gera sér grein fyrir ástandinu eins og það er og taka síðan raunverulega á. Því af svona útkomu þarf enginn að státa. Árni Helgason það sé enginn vandi að stjóma landinu í góðæri. Þessi staðhæfing stenst ekki. Það hafa komið einstæð góðæri bæði til lands og sjávar. Þrátt fyrir það hefur þjóðin orðið að standa frammi fyrir vaxandi verðbólgu, sem hefur brotið niður alla sjálfsbjargarviðleitni fólksins í landinu. Núverandi ríkisstjóm tók við 130% verðbólgu úr hendi fráfar- andi ríkisstjómar. Þá vora allir stjómmálamenn, í hvaða flokki sem þeir annars vora, sammála því, að efnahagur þjóðarinnar væri að hrani kominn og að nú yrði þjóðin öll að taka á sig vandann. Mikill fjöldi ungs fólks sem hafði lagt í einhverjar framkvæmdir, hvort sem það vora húsbyggjendur eða fram- kvæmdir við uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja, missti eigur sínar. Allt var á niðurleið og þannig var ástandið þegar núverandi ríkis- stjóm tók við. Núverandi ríkisstjóm hefur tekist að ná jafnvægi á hlut- unum og verðbólgan hefur ekki verið lægri um langan tíma. Við megum ekki eyðileggja það sem áunnist hefur síðastliðin fjögur ár. Ég tek undir þau orð Þorsteins Pálssonar er hann sagði í útvarps- umræðum á dögunum. Það tekur í hjartað þegar samheijar í dag era andstæðingar á morgun. Menn loka Kæri Velvakandi. Fyrir 7 áram, þegar forsetakosn- ingar stóðu fyrir dyram, taldi ég mér skylt að mæta á fundi fram- bjóðenda til forsetakjörs, til þess að vita hvem þeirra ég ætti að kjósa. Lagði ég meðal annars leið mína á Hótel Borg þar sem Albert Guðmundsson ræddi við vini sína og væntanlega kjósendur. Hann sýndi þá hve langt hann sá fram í ókomna tímann er hann mælti þau orð, sem festust mér í minni. Var það einkum vegna þess hve þau hljómuðu undarlega í eyram af vör- um frambjóðanda til æðsta embættis landsins. En hann mælti, í grátklökkum bænarrómi með sam- svarandi fjálglegum bænarsvip á þessa leið: Vinir mínir, vinir mínir, ég bið ykkur, ég bið ykkur um að kjósa mig því annars, því annars fer ég út í stjómmálin, og þá og þá gerist eitthvað mikið (mig minnir nú að hann segði skelfilegt, en þori ekki að fullyrða það). Nú óttast ég augunum fyrir þeim staðreyndum, að BorgaraJElokkurinn er stofnaður til höfðus Sjálfstæðisflokknum í reiðikasti. Albert Guðmundsson hefur sjálfur komið sér í þann vanda sem varð þess valdandi að hann sagði af sér ráðherraembætti. Það er mergur málsins. Halda stuðningsmenn Alberts virkilega að sú ákvörðun þeirra að styðja klofningsaðila Sjálfstæðis- flokksins, komi ekki við okkur, sem höfum kosið Sjálfstæðisflokkinn og unnið heilshugar að velgengni hans, í þeirri fullvissu að einstaklings- framtakið fái að njóta sín. Ekkert þroskar ungt fólk meira en að standa á eigin fótum og byggja upp sína afkomu með dugnaði. Gleym- um ekki hvemig ástatt var þegar núverandi ríkisstjóm tók við. Spumingin er, viljum við ríkisstjóm sem kemur jafnvægi á hlutina, eða viljum við fjölflokka stjóm sem gæti valdið glundroða í þjóðfélag- inu. Sjálfstæðismenn, sýnum það að mótlætið gerir okkur enn stað- fastari í að fylkja okkur saman og mótmæla heilshugar því er gæti skaðað og eyðilagt það sem áunnist hefur með sameiginlegu átaki þjóð- arinnar. Marta G. Halldórsdóttir að spáin sé að rætast og af þeim sökum skrifa ég þessar línur. Valgerður Tómasdóttir Hefði Albert stofnað nýtt „fsland"? Helga hringdi: „Ég hef velt fyrir mér þeirri spumingu hvort ráðherra sem segir af sér þurfí ekki að gefa upp ástæðuna til þess, og er það þá ekki hlutverk forsætisráðherra og forseta fs- lands að meta það hvort upp- sögnin sé tekin til greina og samþykkja síðan lausnarbeið- ina? Eða kemur til greina að « neita ráðherra um afsögn og ef svo er, kom það ekki til mála að neita Alberti um afsögn? Hver er ábyrgð forsætisráðherra og okkar ágæta forseta íslands þegar ráðherra fær iausn frá störfum? Er ekki kjami málsins sá að Albert baðst lausnar og lausnarbeiðin var tekin til greina vegna grans um misferli í fjár- málum. Albert virðist ekki móðgast við forsætisráðherra og forseta svo vitað sé. En hann _.. móðgast við Þorstein Pálsson og Sjálfstæðisflokkinn. Stað- rejmdir málsins ætla lengi að veQast fyrir Albert Guðmunds- syni. Þessi móðgun leiddi til þess að Albert sagði sig úr Sjálf- stæðisflokknum og stofnaði nýjan flokk. En hvað hefði gerst ef Albert hefði móðgast við for- sætisráðherrann og forsetann, hefði hann þá sagt sig úr þjóð- félaginu og stofnað nýtt ísland eða „hulduland". “ Alberts- dýrkun Til Velvakanda. Eðli Borgaraflokksins kemur best í ljós í málflutningi hans, sem er mun persónulegri en allra ann- arra flokka. Borgaraflokksmenn halda mjög á lofti ágæti manna sinna, fyrst Alberts en svo efstu frambjóðenda hans. Þetta era „góðir" menn sem vemda líf frá getnaði til grafar. Þeir era „mjúkir" (hin mjúku gildi) meðan sjálfstæðismenn era svo „harðir“ (fijálshyggjan og flest_, annað). Borgaraflokksmenn leggja áherslu á það í málflutningi sfnum að andstæðingar þeirra séu „ekki góðir“ menn. Jafnvel hin nýskapaða stefnuskrá þeirra hverfur í bak- granninn. Samhengi er á milli þessa mál- flutnings og hinnar hamslausu hrifningar á Albert. Ástæðan fyrir því að í sögunni hefur persónudýrkun yfírleitt haft svona íjótar afleiðingar er sálfræði- lega séð sú, að til þess að einhver geti verið svona svakalega „góður^^" eins og Albert er nauðsynlegt að einhveijir aðrir séu slæmir. „Hetjan" verður aðeins nógu hvít á móti dökkum bakgranni. Best er að hún sé ofsótt, það gefur henni ákjósanlegasta tækifærið til að láta ljós sitt skína. Kennari fyrir norðan. Jóhanni Hafstein sem mest er vitn- að til þessa dagana. Hræddur er ég um að gallar þessara manna hafí gleymst í minningunni og ein- göngu kostimir standi eftir, eins og verða vill um mæta menn. Eða dettur einhveijum í hug að stjóm- unaraðferðir þessara manna hafí ekki verið umdeildar eins og ann- arra foringja. í léttum dúr mætti líkja þessari umdeildu yfírsjón Þor- steins við verslunarstjóra í matvöra- verslun sem verða á þau mistök að hafa of lengi f versluninni vöru sem merkt var með síðasta söludegi í maí 1986, en sást yfir þar til um áramót að gerð var vöratalning og nauðsynlegt rejmdist að fjarlægja hana. Ástæða þessa gæti verið sú að fámennur hópur sérvitringa kejrpti vörana athugasemdalaust þrátt fyrir að aðeins var komin lykt af henni, þeir þrástöguðust á því við verslunarstjórann að þetta væri alit í himnalagi með þessa vöra þrátt fyrir aðvaranir. Ég þekki eng- an verslunareiganda sem í þessari stöðu myndi segja upp verslunar- stjóranum þótt honum hugsanlega hefðu þama orðið á smávægileg mistök, þar sem um var að ræða mann sem vinsæll var af öllum þorra viðskiptavina. Enn síður held ég að þessum verslunareiganda hefði dottið í hug eina mínútu að loka versluninni af þessari ástæðu, þar sem hún hefur á sér gott orð sakir heiðarlegra viðskiptahátta, fjölbrejrtni í vöraúrvali og nægra bílastaéða sem tryggðu að allir gætu verslað þar sem vildu. Látum ekki varhugaverða spákaupmenn og farandsala villa okkur sýn með grátklökkum söluaðferðum sínum. Sýnum' Þorsteini og Sjálfstæðis- flokknum fullan stuðning. Borgara- flokkurinn hefur ekkert framyfír Sjálfstæðisflokkinn að bjóða nema ef vera skyldi að eldri sjálfstæðis- mönnum og einkaframtaksmönnum sé svo farin að förlast sýn að þeir ætli að aðstoða við að koma hug- myndum sósfalista inn á Alþingi og í borgarstjórn. Nú 25. apríl er tækifærið að hindra að slfkum tæki- færissinnum takist að komast í oddaaðstöðu. Kjósum flokk festu og öryggis, veitum Sjálfstæðisflokknum for- ystuhlutverk í næstu ríkisstjóm og tryggjum um leið áframhaldandi meirihluta sjálfstæðismanna í borg- arstjóm. Takist Borgaraflokknum að fá verulegt fylgi má eins búast við 5 flokka borgarstjóm 1990. X-D. Hjörtur Aðalsteinsson Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringjá milH kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend- ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Við megnm ekki eyði- leggja það sem áunnist hefur sl. fjögur ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.