Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 45 Landssamband smábátaeigenda: Óska eftir fulltrúa í verð- lagsráð sj ávar útvegsins STJÓRNARFUNDUR var hald- inn 13. apríl sl. í stjórn Lands- sambands sniábátaeigenda á Hótel Loftleiðum. Mættir voru stjórnar- og varastjórnarmenn LS auk tveggja fulltrúa frá Sam- tökum grásleppuhrognafram- leiðenda, en samþykkt var á aðalfundi LS sl. haust að boða jafnan tvo aðila frá SGHF á stjómarfund LS. Viðræður um sammna þessa tveggja félaga stendur yfir. Arthur Bogason formaður setti fundinn og bauð fundarmenn vel- komna og gat þess að það sem mest brennur á smábátasjómönnum nú er hver framvinda verður í stjórnun fískveiða. Hann gat þess að greinilega yrði að þeim sótt varð- andi veiðiheimildir á hausti komanda. Framkvæmdastjóri, Öm Pálsson, flutti skýrslu yfir rekstur LS. Þar kom fram að tekjur LS af 0,5% á síðasta ári voru rúmar 2 milljónir króna. Hann greindi frá samningi fyrir núlíðandi ár við Trygginga- miðstöðina hf. um slysa- og örorku- tryggingu smábátasjómanna. Með honum er tryggt að allir þeir sem greitt hafa inn í greiðslumiðlunar- kerfíð á þessu ári verði sjálfkrafa slysatryggðir frá 16/1—15/12 þessa árs. Þá eru og ákvæði í samn- ingnum sem taka til áhafnatrygg- ingar í fyrsta róðri. Samningurinn nær einungis til þeirra sem ekki eru slysatryggðir en ekki þeirra sem eru það fyrir þannig að ekki er um tvítryggingu að ræða. Einnig tekur hann mið að því hversu langt út- haldið er. Þá kom það fram hjá fram- kvæmdastjóra að um 200 aðilar hafa óskað eftir að LS sjái um slysa- og örorkutryggingu fyrir þá og fá þeir aðilar 10% afslátt af þeirri tryggingu. Þá upplýsti Öm að 1. júlí gengju að öllum líkindum í gildi nýjar regl- ráðunaut, og Njörður, fæddur 6. júní 1939, arkitekt í Reykjavík, kvæntur Sigurbjörgu Snorradóttur. Afkomendumir eru 9 talsins. Af framangreindu má glögglega sjá, að Óðinn Geirdal hefír komið víða við sögu og lagt gjörva hönd á margt. Ætla mætti að maður, sem hefir haft svo mörg jám í eldinum eins og raun ber vitni um hvað Óðinn snertir, að hann hefði ein- hvers staðar hlotið að kasta til höndunum og jafnvel hætta við hálfnað verk. En því er ekki þannig farið. Þvert á móti. Öll sín störf án undantekningar hefír Óðinn unnið af slíkri alúð, vandvirkni og fádæma dugnaði, að þar mundi vart á betra kosið. Alls staðar hefír hann gengið „heill að hollu verki", sannur og trúr í smáu og stóm. Óðinn er einlægur trúmaður, rækir kirkju sína af mikilli kost- gæfni og á sitt fasta sæti á kirkju- bekk. Þátttakan í guðsþjónustunni er honum mikils virði. I henni öðl- ast hann uppbyggingu, styrk og sanna blessun. Hann hefír verið mikill gæfumaður í lífí sínu, ekki síst vegna þess, að honum hefír auðnast að strá svo mörgum og björtum geislum gleði og gæfu á vegferð þeirra, sem hann hefír átt samleið með. í dag er sumardagurinn fyrsti. Og enn horfí ég á myndina af Óðni Geirdal eins og ég sá hann fyrst í sólskininu í Húsafellsskógi. Mætti sú dýrðarbirta umvefja þig, vinur, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, allt til leiðarloka. Heill þér, bróðir og vinur, á heiðursdegi. Guð blessi þig og ástvini þína alla daga, allar stundir. Oðinn hefír opið hús í Oddfellow- heimilinu að Kirkjubraut 54—56 á morgun, 24. apríl, kl. 17—19. Björn Jónsson ur um mælingu báta. Verður þá í framtíðinni ekki hægt að mæla báta niður með svokölluðum „bandamælingum". Akvörðun um banndaga í júní, ágúst og október. Ákveðið var að fara fram á það við sjávarútvegsráðuneytið að lög- skipaðir banndagar í júní, ágúst og október yrðu sem hér segir: 13. júní til og með 19. júní. Frá 30. júlí til og með 8. ágúst. 25. okt. til og með 31. okt. Samþykkt var að leita eftir út- boðum á húftryggingu smábáta, fyrir þá félagsmenn sem þess óska, fyrir næsta ár. Fundurinn ræddi um friðun inn- fjarða og landhelgi við Vestmanna- eyjar. Samþykkt var að mótmæla nú- verandi stefnu stjórnvalda á veiðum með dragnót og að tillögur drag- nótanefndar frá aðalfundi LS síðastliðið haust skildu ítrekaðar. Þá var ákveðið að efna til undir- skriftarherferðar um land allt tillög- unum til frekari áréttingar. Þá ræddu fundarmenn um nýsmíði og fiskveiðistefnu komandi árs. Að lokum samþykkti stjórnar- fundurinn að fara þess á leit við rétta aðila að LS sem hagsmunaað- ili í sjávarútvegi fengi fulltrúa í Verðlagsráði sjávarútvegsins. Notaðu FIRMAIg$ og fitan ferl^fe Fæst í apótekinu Vaxtarræktin - Nóatún 17 - Sími 19900 ✓ Jón Baldvin Hannibalsson EFTIR KOSNINGAR þurfum við SAMHENTA ríkisstjórn. Formaður Alþýðu- flokksins hefur sýnt það í verki að hann kann að leiða fólk til samstarfs. EINING- IN ER AÐALSMERKIALÞÝÐUFLOKKSINS. Til þess að styrkja liðið - fá til liðs viðurkenndan hæfileikamann — gaf Jón Baldvin kost á sér í þriðja sæti A- LISTANS. JÓN BALDVIN leggur því pólitískt líf sitt að veði fyrir árangri AL- ÞÝÐUFLOKKSINS. Vogun vinnur — vogun tapar. Þau eru mörg, sem ekki mega til þess hugsa að missa JÓN BALDVIN úr framvarðasveit íslenskra stjórnmála. Það jgetur oltið á ÞÍNU atkvæði. Og þar með, hvort við fáum starfhæfa ríkisstjórn - ABYRGA STJÓRN í ANDA JAFNRÉTTIS - EFTIR KOSNINGAR. 5. > > cn 7K. Með einu símtali er hæqt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöld- in skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánað- VERIÐ VELKOMINI --- GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.