Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 41 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Vanlíöan Ég ætla í dag að fjalla um fyrirbæri sem allir þekkja, en það er þjáning og vanlíð- an. Reyndar er þetta víðtækt mál og því mun ég ijalla um afmarkaðan þátt, eða það sem við getum kallað ónauð- synlega og óþarfa vanlíðan. Ytri aÖstœÖur Mannleg þjáning er marg- slungin. Ytri og oft óviðráð- anlegar aðstæður geta kallað þjáningu yfir einstaklinga. Má þar nefna slys, náttúru- hamfarir, styrjaldir eða dauðsföll nátengdra ættingja og vina. Fátt er til vamar slíku mótlæti, annað en að gera það besta úr málinu, s.s. að styðja þá sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Lifsstíll Síðan er til önnur tegund þjáningar, sem oft á tíðum er ónauðsynleg. Slíka þján- ingu má uppræta, enda er orsakir hennar yfirleitt að finna ( vondum lífsstíl okkar sjálfra. Þreyta Þegar ég var yngri var ég alltaf þreyttur og reyndist hvert lítið verk erfitt. Ég miklaði fyrir mér flest það sem ég. þurfti að takast á við, var óánægður og leið oft iila. Þegar ég lít til baka sé ég að þessi vanlíðan var sjálf- sköpuð. Lífsstfll minn, lifnað- arhættir og mataræði kölluðu á vanlíðan. Það vissi ég hins vegar ekki og því var sem var. Orsakir Orsakir slíkrar vanltðunar geta verið nokkrar. í fyrsta lagi líkamlegar. Þar má nefna mataræði, neysluvenj- ur og hreyfingu eða hreyfing- arleysi. í öðru lagi geta orsakir verið sálrænar. Óupp- gerð mál geta legið á sálarlífi okkar. í þriðja lagi er það lífsstfllinn. Hugsanlega bein- um við orku okkar inn á rangar brautir. I fjórða Iagi geta orsakir vanlíðunar verið andlegar, þ.e. okkur getur skort tilgang með lifi okkar. Hugsunarleysi Sennilega er aðalorsök van- hðunar sú að við hugsum ekki út í það að við burfum að vinna með eigjð Ííf. Við látum smyija bflinn reglu- lega, en gleymum okkur sjálfum. Við látum hvað sem er ofan í okkur, en notum fyrsta flokks bón á bflinn. Við látum hendingu ráða í hvaða starfi við lendum. Við horfum fram hjá því að gera fortíð okkar upp. (Það er helst á fylleríi sem við grát- um við öxl vina og vanda- lausra.) Hvað varðar andlegar þarfir spyijum við: „Hvað er nú það?“ Þegar öllu þessu er safnað saman er þá nokkur furða þó mörgum líði illa? Sjálfsrœkt Hin sjálfskapaða þjáning er óþörf. Við getum upprætt hana ef við viljum. Við þurf- um einungis að viðurkenna að líf okkar krefst vinnu. Að við þurfum að hugsa um neysluvenjur, líkama, sál og anda. Við þurfum síðan að gefa okkur tíma. Viðurkenna að slíkur tími er ekki síður mikilvægur en brauðstritið. Við getum þurft að leggja einhveija peninga I gönguskó, skfði eða bók um næringarfræði. Við þurfum að ski(ja að slíkum peningum er vel varið. f stuttu máli verðum við að breyta við- horfum okkar lftillega, gefa okkur tíma og sýna þolin- mæði, því það tekur tíma að breyta um lifnaðarhætti og stfl. Verðlaunin eru há. Góð heilsa, ánægja og vellíðan. GARPUR GRETTIR DYRAGLENS EITUJ?- \ e/tf þu GBJUR. SAtoT 1 i BAhXK- AUUM \?A€> UOSKA ::::::::: 15 THERE ANVTHIN6 I CAN DO AROUND THE HOUSE TODAY TO JU5TIFY MY EXI5TENCE? THE MOUTH 15 QUICKER THAN THE BRAIN! Góðan dag, öll sömul! Get ég gert eitthvað í hús- Þú getur farið inu sem sannar tilverurétt minn? Orðið er hvatara en hugs- nninl BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vesturspilaramir í Daihatsu-' mótinu voru ánægðir með spilin sín í 9. umferð. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 743 ♦ G2 ♦ KG108 ♦ D1082 Vestur Austur ♦ K65 ♦ Á102 ♦ ÁKD108743 ♦ 965 ♦ Á ♦ 96 ♦ 7 ♦ ÁK965 Suður ♦ DG98 ♦ - ♦ D75432 ♦ G43 Sjö grönd er glæsilegur samn- ingur á spil AV, og allmörg pör komust þangað. Eftir sterka kröfuopnun vesturs og jákvætt svar austurs, fóru margir vestur- spilarar út í ása- og kóngaspum- ingar ogtöldu svo upp í 13 slagi. Það var svo hægt að leggja upp strax eftir útspilið og taka næsta spil úr bakkanum: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ G9842 V1072 f ♦ - ♦ K10542 Vestur Austur ♦ Á ♦ KD1065 ♦ Á4 VKD65 ♦ ÁK107542 ♦ 3 ♦ Á83 ♦ G97 Suður ♦ 73 VG983 ♦ DG986 ♦ D6 Sumir opnuðu á einum spaða á spil austurs, og eftir það héldu vestri engin bönd. Fæstir spiluðu minna en sex grönd. Fræðilega er besti samningurinn sex tíglar, sem þolir laufútspil ef tíglamir em 3—2. I reyndinni var best að fara ekki upp fyrir þijú grönd, því tígullegan og samgangs- vandræðin gera 10. slaginn meira að segja langsóttan. w SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á danska meistaramótinu f ár kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Carsten Höi, sem hafði hvítt og átti leik, og Lars Schandorff. Svartur lék síðast illa af sér, 21. He8 — b8, en eins og kemur í Ijós var 21. Ha8 — b8 mun betri leikun 22. Hxe7! - Dxe7, 23. Rg4! -« Dc5, 24. Rxf6+ - Bxf6, 25. Bxf6 — Dh5, 26. Dxh5 — gxh5, 27. He5! og hvíta sóknin er enn óstöðvandi, þrátt fyrir að svartur hafi náð uppskiptum á drottn- ingum. (Svartur gaf eftir 27. — Kf8, 28. Hxh5 - Ke8, 29. Hxh7 - Bc8, 30. Be5 - Ke7, 31. Bxb8 - Hxb8).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.