Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 C 31 Ávarp til Reyknesinga eftir Gunnar G. Schram Nú á laugardaginn mun það verða ákveðið hvemig íslandi verð- ur stjómað næstu árin. Sú ákvörðun er örlagarík og valið er í þinni hendi. Síðustu árin hefur náttúran verið gjafmild við okkur íslendinga, bæði til lands og sjávar, og flest hefur gengið okkur í haginn. En góðærið er ekki síður því að þakka að við höfum kunnað að nýta okkur það betur en oftast áður. Það er þess vegna sem þjóðar- tekjur okkar og kaupmáttur launa hefur vaxið meira á íslandi en í nokkm öðru landi Evrópu. Það er þess vegna sem þjóðarsátt hefur náðst á vinnumarkaðnum og víðtækt samkomulag um þau mál sem skipta heimilin í landinu meim en flest annað — nýskipan í hús- næðismálum og nýtt og réttlátara skattakerfi. Með atkvæði þínu á laugardaginn hefur þú það í hendi þér hvort hald- ið verður áfram á þessari sömu braut til bættra lífskjara — eða hvort stefnan verður tekin út í óvissuna. Loforð og efndir Það er gjaman sagt, að fyrir kosningar lofi flokkamir öllu fögm en gleymi fyrirheitunum strax að þeim loknum. Þess vegna skulum við líta örlitla stund fjögur ár aftur í tímann. Fyrir 4 ámm sögðum við sjálfstæðismenn: Ef við fáum traust þjóðarinnar ætlum við að gera þrennt öðm fremur. í fyrsta lagi að kveða niður verðbólgudrauginn, sem hér hefur riðið húsum áratug- um saman. í öðm lagi að létta drápsklyfjar unga fólksins sem eignast vill þak yfir höfuðið. Og í þriðja lagi afnema tekjuskattinn af almennum launatekjum og koma á réttlátu skattakerfi. Og nú, fjómm ámm seinna, er rétt og sjálfsagt að spyija: Hvernig hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið við stóru orðin? Verðskuld- ar hann traust okkar í framtíðinni? Aldrei meiri kaupmáttur Eg ætla ekki að fjölyrða um þann árangur sem náðst hefur í efna- hagsmálum. í þeim efnum þurftu allir launþegar landsins að færa í upphafi miklar fómir og skert kjör um stundarsakir. En þær fórnir vom ekki færðar til einskis. Kaup- máttur heimilanna er nú meiri en nokkm sinni fyrr og verðbólgan komin úr 130% í 13% á síðasta ári, viðskipahallinn horfinn og erlendar skuldir loksins á niðurleið. 2,5 millj. kr. íbúðalán Fyrir fjórum ámm gátu þeir sem vildu eignast eigin íbúð aðeins feng- ið 17% af verðgildi hennar að láni hjá Húsnæðismálastjóm. Nú fá þeir, sem em að byggja eða kaupa í fyrsta sinn, allt að 70% að láni af verði meðalíbúðar eða 2,5 millj- ónir króna. Vextir og afborganir af þessu láni em þó ekki nema um 10 þús. kr. á mánuði þar sem lánstíminn er orðin 40 ár. Það er mun lægri upphæð en venjuleg mánaðarleiga eins og allir vita. Lán til kaupa á notuðu húsnæði hafa verið hækkuð að sama skapi í 12—1700 þúsund krónur. Með þessu nýja húsnæðislána- Gunnar G. Schram „ Að mínu mati eru hin nýju skattalög stærsta skrefið sem stigið hefur verið í átt til réttlátara þjóðfélags, þar sem hagur hinna efna- minnstu situr í fyrir- rúmi. Þau eru sannkölluð bylting, bylting sem öll heimili í landinu munu njóta góðs af á næstu árum.“ kerfi hefur drápsklyijum skamm- tímaskuldanna verið létt af herðum unga fólksins í landinu. Loksins em því búin mannsæm- andi lánakjör — loksins er þetta stóra mál komið í heila höfn. Skattaloforðin efnd Þriðja málið sem ég ætla hér að nefna em skattamálin. A liðnum ámm hefur tekjuskatturinn verið ranglátastur allra skatta — sann- kallaður launamannaskattur. Andstæðingamir hafa deilt á okkur sjálfstæðismenn fyrir að af- nema ekki tekjuskattinn allan í heild sinni þegar á fyrsta ári eftir síðustu kosningar. Þessar ásakanir em ekki á rökum reistar. Niðurfelling skattsins var einvörðungu bundin við almennar launatekjur og því var aldrei lofað að framkvæma hana í einu vet- fangi, heldur í áföngum á öllu kjörtímabilinu. Við það höfum við staðið. Með lögunum um stað- greiðslu skatta höfum við í einu og öllu efnt þau loforð sem við gáfum fyrir 4 ámm um afnám tekjuskatts- ins á almennum launatekjum. Það er staðreynd sem andstæðingar okkar geta ekki á móti mælt. í hinum nýju skattalögum var raunar gengið enn lengra, því nú munu menn heldur ekki greiða út- svar af almennum launatekjum. 60—80 þús. kr. skattlausar Dæmi: Vísitölufjölskyldan svo- nefnda, hjón með tvö böm, mun hvorki greiða tekjuskatt né útsvar fyrr en tekjur hennar hafa náð 80 þús. kr. á mánuði. Bamlaus hjón munu ekki byija að greiða tekjuskatt eða útsvar fyiT en tekjur þeirra em orðnar 66 þús. kr. á mánuði. Tökum þriðja dæmið: Einstætt foreldri með tvö böm á framfæri undir 7 ára aldri borgar hvorki tekjuskatt né útsvar af mánaðar- tekjum undir 60 þús. kr. Þessi þijú dæmi sýna svart á hvítu að Sjálfstæðisflokkurinn hef- - ur staðið við þau fyrirheit sem hann gaf um afnám tekjuskattsins á al- mennum launatekjum. Hámarks- skattprósenta verður nú 35%; sú lægsta í nokkm landi Evrópu. Aður var hún 63% og mönnum þannig refsað fyrir að leggja á sig mikla vinnu. Helmingi færri greiða útsvar Þessi nýju lög hafa það líka í för með sér að þeim landsmönnum sem greiða útsvar mun fækka um helm- ing eða um 60.000 og allar tekjur og tryggingabætur elli og örorku- þega verða skattfrjálsar. Að mínu mati em hin nýju skattalög stærsta skrefið sem stigið hefur verið í átt til réttlátara þjóð- félags, þar sem hagur hinna efnaminnstu situr í fyrirrúmi. Þau em sannkölluð bylting, bylting sem öll heimili í landinu munu njóta góðs af á næstu ámm. * Arangur eða upplausn Á laugardaginn hefur þú það í hendi þér, kjósandi góður, hvort við búum áfram á þessu landi við stefnufestu, fijálsræðis og mannúð- ar eða hvort íslenska þjóðin heldur út í óvissuna þar sem glundroðinn bíður á næsta leiti. Á laugardaginn velur þú milli upplausnar eða öryggis. Þitt er valið. Höfundur skipar 5. sœti & fram- boðslista Sjálfstæðisflokks í Reykj&neskjördæmi. Sólheimapenninn Þú eignast nýtan grip og styður góðan málstað >\ W ÆgM EIMSKIP FLUGLEIÐIR BUNAÐARBANKINN / Arnesingaútibú ® lönaðaiDankínn Gunnar Ásgeirsson hf STYRKTARSJÓDUR SÓLHEIMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.