Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Fyrirgreidslupólitík eftir Guðmund Jóhannsson í munni hinna heittrúuðu og syndlausu manna er fyrirgreiðsla til einstaklinga, félagasamtaka eða annarra siðspillandi ef hún er fram- kvæmd af Alberti Guðmundssyni. Hvað um alla bankastjóra, ráðherra (aðra en Albert Guðmundsson), al- þingismenn og aðra smærri og stærri valdamenn, eru þeir nokkuð siðspilltir, ef þeir leysa úr vanda, þó ekki sé nema að hluta til hinna Qölmörgu, er fylla biðstofur þessara embættismanna á öllum viðtalstím- um þeirra? Og víst er að flestir sem leita á fund þessara embættis- manna hafa sín vandamál, hvert sem það nú er, og leggur það fyrir þann sem leitað er til í þeirri von að fá einhverja úrlausn þar á. Það er svo mátulega trúverðugt að öllu þessu fólki sé vísað frá vegna ein- hvers kerfis sem embættismennirn- ir hafa komið upp, en jafn víst er að þessir ráðamenn hafa mismun- andi vilja og nennu til að aðstoða aðra en sjálfa sig. En þar er Albert Guðmundsson í sérflokki með hvað hann setur sig betur inn í og skilur vanda annarra og nennir að leggja á sig vinnu til að aðstoða þá. Við lestur í Morgunblaðinu 15. apríl sl. eftir Benjamín H.J. Eiríks- son kom mér í hug, að sem fyrrver- andi bankastjóri skrifaði hann sennilega af reynslu og þekkingu þar sem hann talar um nr. 31 á listanum. Ég tek undir með honum að sjálfsagt geta svona afgreiðslur gerst og hafa trúlega gerst bæði hjá bankastjórum, sem og öðrum embættismönnum. En hver er kom- inn til að segja nr. 31 hafi ekki átt eins mikinn rétt eða meiri en hinir 30. Þær eru því vandséðar hvatim- ar allra þeirra skrifara, sem reyna að sverta Albert Guðmundsson fyr- ir að greiða úr erfíðleikum annarra, hafí hann fremur heiður og þökk fyrir. Með sanni má segja að þeim brennur „eldur í æðum“, mönnun- um er þeir setjast niður við rógskrif- in. Margt er skrýtið í kýrhausnum Allt frá árinu 1952 og fram til þessa dags hefur fjármálaráðherra haft heimild samkv. samningi við stjóm Lífeyrissj. ríkisstarfsmanna til að ráðstafa ákveðnum hluta af ráðstöfunarfé sjóðsins, og verið óháður af sjóðsins hálfu, til hverra hann ráðstafaði fénu, hins vegar bundinn af sömu lánskjömm og aðrir lánþegar. Nú, eftir 35 ár sem þessi heimild hefur gilt er þetta allt í einu orðin stórfrétt hvemig þessi heimild hefur verið notuð frá 1980. Hvers vegna frá þeim tíma? Er verið með tilraun til að sá tortryggni í garð einhvers og þá hvers? „Olyginn sagði mér“ var eitt sinn haft eftir kerlingarang- anum henni „Gróu á Leiti“. Furðu er hún lífseig sú gamla því eitthvað er þetta líkt hennar bæjarfréttum. Svona eftir öðm nú til dags þá læðist að manni að verið sé í lúsa- leit að ávirðingum á Albert Guðmundsson í sambandi við þetta íjaðrafok. Ríkisfjölmiðlarnir blása þetta upp dag eftir dag sem stór- frétt og blessaður fjármálaráðher- rann núverandi afsakar sig með sína 8 milljóna kr. ráðstöfun 1986, að hún hafí verið vegna tilmæla við sig frá forvera sínum í starfí. Mikil er gæska mannsins og fyrir- greiðsluvilji að veita átta milljónir til að leysa vanda einhverra. Ráð- herrann getur líka sett í sig hörku, því um síðustu áramót segist hann hafa afþakkað þennan beiska bikar frá lífeyrissjóðnum. Þetta er mjög hyggulegt svona rétt fyrir kosning- ar, að vera ekki að flækja sig í einhveijum vafasömum fyrir- greiðslum. Til þess að sýna fram á hve þetta væri nú háalvarleg frétt þurfti fréttamaður sjónvarpsins að ónáða sjálfan forsætisráðherrann þar sem hann var við vígsluathöfn flugstöðvarinnar Leifs Eiríkssonar til að fá umsögn ráðherra á þessari 35 ára gömlu heimild. Það er lítið sem hundstungan fínnur ekki. Gallinn við þetta allt saman er bara sá, að illkvittnin skín í gegnum allan leikaraskapinn. Hitt er svo önnur hlið á málinu hvort ekki eigi að afturkalla þessa margumræddu heimild, og mætti áreiðanlega ger- ast með minna brambolti. Væri ekki rétt að endurskoða bílafríðindi ráðherra og bankastjóra svona í leiðinni. Lágkúran í hámarki Af mörgu ómerkilegu sem fest hefur verið á blað tvær til þijár síðustu vikur sem níð um Borgara- flokkinn og Albert Guðmundsson er snepill sem gefinn hefur verið út og dreift í íbúðir og á vinnustaði og talinn vera „Stefnuskrá Borg- araflokksins". Fyrir utan það, að mér sýnist svona verknaður vera saknæmur og falla undir hegning- arlög sem skjalafals, þá sýnir hann Guðmundur Jóhannsson „Nei, ágætu menn, allur þessi málatilbúnaður er óheiðarlegur og sæmir ekki mönnum í ykkar stöðum og því eruð þið ekki traustsins verðir.“ innræti höfundanna og hvers megi búast við af þeim mönnum ef þeir komast til valda ef þeir eru það ekki nú þegar. Þó snepillinn beri höfundum sínum vitni um óþverra- háttinn og flestir sjái gegnum hann og hafí skömm á, þá geta einstaka menn notað hann sem heilagan sannleika í áróðursskyni. Áleitinn orðrómur er uppi um hver höfund- urinn muni vera og er vonandi að hann uppskeri eins og til er sáð. Margt öfugmælið er viðhaft í hita leiksins. Má hér nefna tvö nærtæk dæmi. Á Stöð 2 flytur sá prúði maður Birgir ísleifur Gunn- arsson, í auglýsingaformi ásakanir á hendur Alberti Guðmundssyni fyrir að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, og í blaðinu Varmá, blaði sjálfstæð- ismanna í Mosfellssveit, er grein eftir Matthías Á. Mathiesen ut- anríkisráðherra og þar segir hann: „Með framboði Borgaraflokks Al- berts Guðmundssonar hafa mikil mistök átt sér stað“ og hann heldur áfram: „Aldrei áður hefur forustu- maður úr röðum sjálfstæðismanna sagt sig úr ábyrgðarstöðum fyrir flokk þeirra og stofnað nýjan flokk gegn sínum fyrri samheijum." í framhaldi af þessum ummælum mætti spyija: Hefur það nokkru sinni gerst áður að samheijar hafi staðið með rýtinginn á lofti við félaga sinn með hótun um að vera rekinn frá starfi ef hann ekki segði sjálfur af sér. Almennt hefur verið talið hingað til, að sá valdi miklu sem upphafínu veldur, og ljóst er hveijir það voru í þessu tilfelli. Nei, ágætu menn, allur þessi málatilbúnaður er óheiðarlegur og sæmir ekki mönnum í ykkar stöðum og því eruð þið ekki traustsins verð- ir. Það má og hveijum ljóst vera, að ástæðan fyrir því að Álbert var ekki vísað út af lista sjálfstæðis- manna í Reykjavík var eingöngu ótti forustunnar um fylgistap og því átti að nota hann fram yfir kosningar. Þetta er það sem kallað hefur verið tvöfalt siðgæði. Að lok- um má nefna, að samkvæmt frétt- um virðast fleiri gleymnir með að tíunda allar tekjur sínar til skatts en Albert Guðmundsson, en menn virðast hafa haft mestan áhuga á að koma honum í sviðsljósið varð- andi þau mál. Höfundur er fyrrvenuidi fulltrúi, nú eftirlaunamaður. HVERNIG VERÐA UFSKJÖR ÞÍNÁRID 1991 ? Ríkisstjórnin hefur ekki Ieyst verðbólguvandann. Hún réðst með leiftursókn gegn lífskjörum okkar árið 1983. Árið 1986 náðist árangur í baráttunni gegn verðbólgu vegna þess að verkalýðs- hreyfingin knúði ríkisstjórnina til að festa gengi og takmarka verðhækkanir. Verðbólgan magnast núna vegna þess að stjórnarflokkarnir standa ekki við sitt og láta mesta góðæri íslandssögunnar renna hjá án þess að hagnýta sér það. Húsnæðislánakerfið er ekki verk ríkisstjórnarinnar. Verkalýðshreyfingin gerði kröfur um breytingar á því og knúði þær fram í samningum. Húsnæðislánakerfið er í hættu núna vegna þess að ríkisstjórnin skar framlag ríkissjóðs niður um þriðjung. Ríkisstjórnin átti ekki frumkvæðið að staðgreiðslukerfi skatta. Launþegahreyf- ingin knúði þessa breytingu fram í síðustu heildarsamningum. Réttlátt skattkerfi á ennþá langt í land, vegna þess að ríkisstjórnin tregðast við og heldur verndarhendi yfir fyrirtækjunum. Fjárlagahallinn er gífurlegur. Skattar verða hækkaðir eftir kosningar. Á laugar- daginn greiðir þú atkvæði um það, hvort fyrirtækin verða látin borga fjár- lagahallann eða almenningur. Rú þarft ríkisstjórn sem fylgir efnahagsstefnu sem þú getur treyst. Ríkisstjórnin skreytir sig með stolnum fjöðrum. Ríkisstjórnin hefur ekki unnið fyrir þig. Eftir kosningar vofa yfir kjaraskerðingar og skattahækkanir. Gegn því er aðeins eitt ráð: Kjóstu þá sem vinna með þér. Hagsmunir alls launafólks eru þeir sömu. Kjóstu Alþýðubandalagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.