Morgunblaðið - 28.04.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1987
21
Draumurinn um
veruleikann
Hugleiðingar móður um sérkennslu
eftir Gunnhildi
Bragadóttur
Á dögunum barst mér bréf í til-
efni kosningavöku fatlaðra. Yfir-
skrift þessa bréfs var „Hver kýs
hvað?“
Það er hægt að túlka þessa setn-
ingu á tvennan hátt. Hver kýs
hvaða flokk eða hver kýs að vera
fatlaður.
Það eru margir fletir á öllum
málum. Líkt er það með að eiga
fatlað bam. Þeir sem ekki þekkja
þau sjá oft aðeins erfiðleikana.
Þessar yndislegu manneskjur
gleymast. Líkt og önnur böm þurfa
þau ástúð og umhyggju. En sú
ástúð og umhyggja þarf að vera í
margföldum mæli á við það sem
„venjuleg" böm þurfa.
Við foreldrar erum stödd á mis-
munandi stöðum í vegferðinni með
fötluðu bömin okkar. Þegar skóla-
skylda hefst þarf að huga að hvert
bamið á að sækja skóla. Það er
ekki enn sjálfgefið að það gangi í
almennan grunnskóla. Skólamir
eru enn það vanbúnir tækjum og
aðstöðu til kennslu fatlaðra bama.
Því er skólaganga þeirra háð
velvilja skólastjóra viðkomandi
skóla. Foreldrar fatlaðra bama að-
laga allt líf sitt að þörfum þeirra.
Þess vegna þekkja þau það manna
best.
Ef skólaganga þeirra á að bless-
ast verða foreldrar og kennarar að
eiga góða samvinnu. Hvert skref
þarf að vera vel markað. í öllum
undirbúningi námsins verður að
huga að ótal þáttum. Ef bæði and-
leg og líkamleg geta er skert verður
að hafa báða þessa þætti inni í
kennslunni.
En hvemig getur almennur
gmnnskóli sem best sinnt þessum
nemendum? Til þess að það megi
vera skulum við líta nánar á málið.
í lögum um grunnskóla frá 1974,
1. gr., segir:
„Skylt er ríki og sveitarfélögum
að halda skóla fyrir öll böm og
unglinga á aldrinum 7—16 ára, eft-
ir því sem nánar segir í lögum
þessum. Skóli þessi nefnist grunn-
skóli og er öllum bömum og
unglingum á nefndum aldri skylt
að sækja skóla.“
í 2. gr. sömu laga segir: „Hlut-
verk grunnskólans er í samvinnu
við heimilin, að búa nemendur und-
ir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi,
sem er í sífelldri þróun. Starfs-
hættir skólans skulu því mótast af
umburðarlyndi, kristilegu siðgæði
og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn
skal temja nemendum víðsýni og
efla skilning þeirra á mannlegum
kjörum og umhverfi, á íslensku
þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum
og skyldum einstaklingsins við sam-
félagið. Gmnnskólinn skal leitast
við að haga störfum sínum í sem
fyllstu samræmi við eðli og þarfir
nemenda og stuðla að alhliða
þroska, heilbrigði og menntun hvers
og eins.“
1. Tryggja þarf að barnið fái
þann fjölda kennslustunda er því
ber samkvæmt sérkennslureglu-
gerð.
Mikill misbrestur hefur verið á
því og hefur menntamálaráðuneytið
og fræðsluskrifstofan hér á Akur-
eyri greint á um þá framkvæmd.
Böm sem eftir greiningu hjá sér-
fræðingi þurfa 10—15 kennslutíma
í viku, (fer sá tímafjöldi eftir eðli
fötlunar), hafa sum hver ekki feng-
ið nema 1—4 tíma í viku. Þó fínnst
manni áætlaður tímafjöldi ekki nein
ofrausn.
2. Fækka þarf í bekkjardeildum
ef fatlaður nemandi kemur í bekk-
inn. í dag eru frá 25—30 nemendur
í bekkjardeildum. Ef sinna á öllum
nemendunum vel, jafnt fötluðum
sem ófötluðum, er 15—20 nemenda
bekkjardeild hæfileg.
3. Mikill skortur er á sérkennur-
um. Samkvæmt skýrslu frá
menntamálaráðuneytinu vantar
300—400 sérkennara á landinu.
Víða úti á landi hefur þessi skortur
á sérkennurum verið til þess að
fatlaðir nemendur hafa ekki fengið
kennslu í heimabyggð og þurft að
fara í skóla til Reykjavíkur. Gefa
þarf kennurum kost á því í meira
mæli að fara í nám í sérkennslu.
Eins og allir vita, eru konur í
meirihluta í kennarastétt. Konur
taka ekki saman föggur sínar og
fara í skóla í Reykjavík. Þeim fylg-
ir yfirleitt böm og bú. Því þarf að
fara með hluta af náminu út í
heimabyggð. Kennaraháskólinn
„Við skulum ekki
gleyma því að mannlíf-
ið er skemmtilegt með
öllum sínum ólíku
manngerðum. Fatlað
fóik er líka manneskj-
ur. Og það skemmtileg-
ar manneskjur sem
kenna okkur hinum svo
ótal margt.“
verður þá eins og móðurstöð sem
hefur yfirumsjón og ábyrgð á nám-
inu.
Gunnhildur Bragadóttír
4. Borga þar kennumm fyrir þá
aukavinnu sem felst í undirbúningi
fyrir kennsluna. Þega sérkennari
er kominn inn í bekkinn með fatl-
aða bamið, þurfa kennaramir að
vinna saman undirbúning að
kennslunni sem fram fer meðan
fatlaða bamið er inni í bekknum.
Einnig koma ýmsir sérfræðingar
inn í það samstarf.
Þetta em örfáir þættir sem þarf
að hafa í huga til að skólamir taki
við fötluðu bömunum okkar.
Við skulum ekki gleyma því að
mannlífið er skemmtilegt með öllum
sínum ólíku manngerðum. Fatlað
fólk er líka manneskjur. Og það
skemmtilegar manneskjur sem
kenna okkur hinum svo ótal margt.
Öll vinna með fólk krefst mikillar
samvinnu. Við sem eigum fötluð
böm þekkjum þetta vel. Lykillinn
að velgengni bamsins okkar felst í
þessari samvinnu. Okkur er enginn
greiði gerður með því að taka bam-
ið okkar inn í skóla ef það gleymist
þar. En ef vel tekst til, getum við
foreldramir horft bjartsýn fram á
veginn. Þá em þau böm er vom
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
og hafa fatlað bam í bekknum
sínum, vonandi skilningsbetri á
þarfir fatlaðra í framtíðinni.
Höfundur er sjúkraliði á Akur-
eyri. Á vangefna dóttur sem
gengur íalmennan grunnskóla.
IBM RT Stórtæka smáíöl'van
frá IBM!
Tækniundur
Nýja IBM RT tölvan er oft nefnd tækniundrið frá IBM,
slík er snerpa hennar og fjölhæfni. IBM RT er fjöl-
notendatölva og þrátt fyrir smæð sína telst hún í hópi
meðalstórra IBM tölva! Jafnframt má nota hana sem
öfluga einmenningstölvu; á því sviði er hún margfaldur
jafnoki IBM PC AT enda er reiknihraði hennar næsta
ótrúlegur.
Eitt meginhlutverk IBM RT er að gegna hugbúnaði
sem hannaður er fyrir Unix stýrikerfið. Hún hentar
sérlega vel sem verkfæri fyrir verkfræðinga, tæknifræð-
inga og vísindamenn auk þess að koma að góðum
notum á viðskiptasviðinu. Vert er að benda á að með
IBM RT í þjónustu þinni getur þú nýtt þér fullkomin
kerfi á borð við CAD/CAM teikni- og hönnunarkerfi
sem notuð hafa verið á stærstu tölvur IBM!
Opið kerfi
IBM RT er afkastamikil 32 bita örtölva. Meðal kosta
IBM RT kerfisins má nefna stórt vinnsluminni og stóra
seguldiska, fullkomna APA skjái og öflugt bilanaleitar-
kerfi. Kerfið er í senn sveigjanlegt, stækkanlegt og opið
þannig að unnt er að breyta stýrikerfi og vélbúnaði eða
bæta við eftir þörfum og síðast en ekki síst breyta eldri
gerðum í þær nýjustu.
Fjölmargir tengikostir bjóðast við aðrar tölvur og
annan búnað. Sem dæmi má nefna ETERNET,
Tókahring, símstöðvar, stimpilklukkur, vogir, telex,
mæla og svo mætti lengi telja.
Hafðu samband við okkur hjá Örtölvutækni. Við veitum
þér allar frekari upplýsingar um þessa bráðsnjöllu
tölvu.