Morgunblaðið - 05.05.1987, Síða 1
72 SIÐUR
B
STOFNAÐ 1913
99.tbl. 75. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1987
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Waldheim-málið:
Málshöfð-
uníBanda-
ríkjunum
Vínarborg, Reuter.
KURT Waldheim, forseti Aust-
urríkis, sagði í gær að hann
hygðist höfða mál í Banda-
ríkjunum vegna ákvörðunar
stjórnvalda þar að neita honum
um landvistarleyfi sæki hann
um það.
„Það er kominn tími til að láta
reyna á stöðu rógberanna fyrir
lögum,“ sagði Waldheim í viðtali
við austurríska útvarpið.
Sagði hann að lögfræðingar á
hans snærum, bæði í Austurríki
og Bandaríkjunum, væru nú að
kanna lagalegar forsendur máls-
sóknar. Alois Mock, utanríkisráð-
herra Austurríkis, sagði
fréttamönnum að nefnd sérfræð-
inga yrði skipuð í þessu skyni.
Sagði hann að nefndin yrði skipuð
í samráði við Waldheim og yrði
meðal annars leitað til sérfræð-
inga um utanríkismál.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið
úrskurðaði í síðustu viku að Wald-
heim yrði ekki veitt landvistarleyfi
kæmi hann til Bandaríkjanna
vegna grunsemda um hlutdeild í
stríðsglæpum nasista á árum
síðari heimsstyijaldarinnar.
Talsmaður bandaríska dóms-
málaráðuneytisins sagði að
Waldheim væri vitaskuld frjálst
að höfða mál í Bandaríkjunum.
„Samkvæmt réttarkerfi okkar
hafi allir jafnan aðgang að dóm-
sölunum,“ sagði talsmaðurinn.
Beðist fyrir með páfa
Jóhannes Páll páfi II lauk heimsókn sinni til Vestur-Þýskalands í
gær með hvatningu til Evrópubúa um að standa saman og gagnrýni
á yfirvöld í Austur-Evrópu vegna skerðingar þeirra á trúfrelsi þegn-
anna. Páfa hefur hvarvetna verið vel fagnað í Vestur-Þýskalandi og
mikill mannfjöldi safnast saman þar sem hann hefur komið fram.
Þessi litli snáði, er situr á öxlum föður síns, tók þátt í bænahaldi
fullorðna fólksins er páfi söng messu í Múnchen.
Bandarískar þingnefndir hefja
yfirheyrsiur í vopnasölumálinu:
Geta skipt sköp-
um fyrir Reagan
Washinglon, Rcutor.
TVÆR bandarískar þingnefndir, sem rannsaka sölu vopna
til Irana og greiðslur til skæruliða í Nicaragua, luku í gær
undirbúningi fyrir opinberar yfirheyrslur. Yfirheyrslurnar
geta skipt sköpum fyrir Ronald Reagan forseta.
Yfirheyrslurnar hefjast í dag
og ber Richard Secord hershöfð-
ingi fyrstur vitni. Búist er við að
þær taki þtjá mánuði og verður
þeim sjónvarpað beint.
Helsta viðfangsefni nefnda öld-
ungadeildar og fulltrúadeildar,
sem starfað hafa saman að rann-
sókninni, er hvort Reagan hafi
vitað af tilraunum embættis-
manna í stjórn hans til að afla
fjár handa skæruliðum í Nic-
aragua með ólöglegum hætti.
Daniel Inouye, öldungadeildar-
þingmaður og formaður annarrar
nefndarinnar, kvaðst í sjónvarps-
viðtali á sunnudagtelja að Reagan
hefði vitað af fjáröflun til voþna-
kaupa handa skæruliðum á meðan
þingið bannaði slíka aðstoð.
Reagan sagði að ekkert væri
hæft í þessum ásökunum og Marl-
in Fitzwater, talsmaður forseta,
ítrekaði það í gær: „Forsetinn vissi
ekkert af ólöglegri fjáröflun."
Sjá grein á síðu 42.
Hæstiréttur Bandaríkjanna:
Konur fái aðgang
að Rotary-klúbbum
Washington, Reuter.
HÆSTIRÉTTUR Banda-
ríkjanna kvað upp þann úrskurð
í gær, að óleyfilegt sé að meina
konum aðgang að Rotary-
klúbbum þar í landi en hingað
til hafa þeir aðeins verið opnir
karlmönnum.
Kjarnorkuflaugar stórveldanna í Evrópu:
Flokkur Kohls setur skil-
yrði fyrir samkomulagi
Bonn, Genf, Moskvu, Reuter.
KRISTILEGIR demókratar, flokkur Helmuts Kohl kanslara Vestur-
Þýskalands, telja að bann við framleiðslu efnavopna og niðurskurður
á hefðbundnum vígbúnaði Sovétmanna séu frumskilyrði fyrir sam-
koniulagi um upprætingu kjarnorkuflauga í Evrópu. Aðalsamninga-
maður Bandaríkjastjórnar í Genf sagði í gær að Bandaríkjamenn
myndu brátt leggja fram drög að samkomulagi þar sem gert yrði ráð
fyrir helmingsfækkun langdrægra flauga í vopnabúrum stórveldanna.
í dag, þriðjudag, setjast sérfræð-
ingar risaveldanna á sviði lang-
drægra kjarnorkuflauga og
geimvopna að samningaborðinu í
Genf. Max Kampelman, aðalsamn-
ingamaður Bandaríkjastjórnar,
tilkynnti í gær að lögð yrðu fram
drög að samkomulagi þar sem gert
yrði ráð fyrir helmingsfækkun lang-
drægra flauga. Sagði hann að
Bandaríkjastjórn myndi leggja höf-
uðáherslu á að ná slíku samkomulagi
sem myndi tryggja öryggi beggja
ríkja. Kampelman bætti við að vel
hefði miðað í viðræðum um Evrópu-
flaugarnar svonefndu. Reagan
Bandaríkjaforseti kvaðst sannfærð-
ur um að unnt yrði að ná samkomu-
lagi um fækkun langdrægra flauga
jafnvel á þessu ári ef Sovétmenn
sýndu vilja til þess. Varðandi Evr-
ópuflaugarnar sagði Reagan að
Sovétstjórnin ætti enn eftir að leggja
fram viðunandi tillögur um eftirlit.
Yuly Vorontsov, samningamaður
Sovétstjórnarinnar, kvaðst búast við
að stórveldin myndu ná víðtæku
samkomulagi um upprætinu meðal-
og skammdrægra flauga í Evrópu.
Pntvdx, málgagn sovéska komm-
únistaflokksins, sakaði frönsku
ríkisstjórnina í gær um að standa í
vegi fyrir samkomulagi um Evrópu-
flaugarnar. Sagði í blaðinu að
Frakkar yrðu að láta af kröfu sinni
um að hugsanlegt samkomulag risa-
veldanna tæki ekki til kjarnorku-
Max Kampelman
Reuter
Yuly Vorontosov
Reuter
vopna þeirra, þar eð á endanum yrði
einnig að semja um þau vopn.
Heiner Geissler, aðalritari flokks
Kristilegra demókrata í Vestur-
Þýskalandi, sagði í gær að flokkur-
inn væri andvígur öllum samkomu-
lagsdrögum sem ekki tækju til
efnavopna og yfirburða Sovétmanna
á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Kohl
kanslari átti fund með Jaques
Chirac, forsætisráðherra Frakk-
lands, á sunnudag og sögðu þeir að
Evrópuríkin þyrftu að ræða betur
tillögu Sovétmanna um útrýmingu
skammdrægra flauga í Evrópu.
Sjá einnig „Frakkar og Vestur-
Þjóðverjar . . ." á bls. 26.
Með sjö atkvæðum gegn engu
vísaði rétturinn á bug þeirri rök-
semd Rotary-hreyfingarinnar, að
lög, sem heimiluðu aðgang kvenna
að klúbbunum, væru brot á stjórn-
arskrárbundnum réttindum
manna til að umgangast þá, sem
þeir kjósa sjálfir.
I Alþjóðahreyfingu Rotary-
félaga eru nærri 20.000 klúbbar
í 157 löndum og félagsmennirnir
eru nærri 900.000, allir karlmenn.
Ymis önnur svipuð samtök sýndu
þessu máli mikinn áhuga og
studdu Rotary-hreyfinguna, t.d.
Kiwanis- og Lions-hreyfingin,
enda hefur niðurstaðan fordæmis-
gildi gagnvart þeim.
Lewis Powell, einn hæstaréttar-
dómaranna, sagði í áliti sínu, að
ekkert hefði komið fram, sem benti
til, að þátttaka kvenna hindraði
klúbbana í að sinna sínum yfir-
lýsta tilgangi auk þess, sem hér
væri um að ræða mál, sem varð-
aði jafnrétti kvenna og karla.
Forsaga þessa máls er sú, að
1977 samþykkti Rotary-klúbbur-
inn í bænum Duarte í Kaliforníu
að taka inn þrjár konur til að
hressa upp á síminnkandi félaga-
töluna. Alþjóðahreyfing Rotary-
félaga, sem aðsetur hefur í
Evanston í Illinois, afturkallaði
þessa samþykkt en þá fór klúbbur-
inn í Duarte í mál og hélt því fram,
að úrskurður Alþjóðahreyfingar-
innar bryti gegn jafnréttislögum í
Kaliforníu.
Tveir hæstaréttardómarar viku
úr sæti í þessu máli, þau Harry
Blackmun og Sandra Day O’Con-
nor, fyrsta konan í hæstarétti.
Blackmun er heiðursfélagi i Rot-
ary og svo er einnig um eiginmann
O’Connors.