Morgunblaðið - 05.05.1987, Side 12

Morgunblaðið - 05.05.1987, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1987 IV bindi Kenn- ara tals komið út ÚT ER komið IV bindi Kennara- talsins með 2.779 æviágripum kennara sem hafa upphafsstaf- ina H-Ó. Með þessu 4. bindi eru æviágrip Kennaratalsins orðin 8.461. Telja má víst að æviágrip 1.-5. bindis verði yfir 11 þúsund og er þetta því stærsta stéttatal sem gefið er út á Islandi. Útgef- andi Kennaratalsins er Prent- smiðjan Oddi hf. og er hægt að fá bindin keypt hjá útgefanda og í bókaverslunum. Nú er unnið að lokabindi Kenn- aratalsins. í því verða æviágrip þeirra kennara sem hafa P-0 að upphafsstöfum og ný æviágrip og viðbætur við þá kennara sem voru í gamla kennaratalinu með sömu upphafsstöfum. Þá verða í þessu bindi æviágrip kennara sem af einhveijum ástæðum hafa fallið úr þeim ijórum bindum sem komin eru út. Allir þeir kennarar sem hér eiga hlut að máli eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við ritstjóm bókanna hið allra fyrsta. Atvinnuhúsnæði Glæsilegt úrval af ýmiskonar atvinnuhúsnæði víðsvegar um borgina. m Til sölu er þetta 4000 fm glæsilega verslunar- og skrifstofuhúsnæöi á 6 hæðum við Suöurlandsbraut 4, húsið afhendist tilbúið undir tréverk og sameign fullfrágengin í lok ársins. - Hægt er að skipta hæðum í smærri einingar ef með þarf. - Góð staðsetning, frábært útsýni. BYGGINGARAÐILl: mir tgJSteintakhf Stórhýsi/Kópavogur Til sölu rúml. 1500 fm hús á þremur hæðum í miðbæ Kópavogs. Á götuhæð er ca 615 fm óskiptur salur, með góðri lofthæð. Aðrar hæðir hentugar fyrir hvers kyns iðnað eða skrifstofur. Selst í einu lagi. Einkasala. Mjóddin/Verslunarhúsn. Nýkomið í sölu á besta stað (við hliðina á Kaupstað) 448 fm verslunarhúsn. í Austurveri Til sölu 210 fm húsnæði á götuhæð, auk 40 fm í kj. í Miðbænum í næsta nágrenni við Laugaveginn er til sölu ca 180 fm iðnaðarhúsn. í góðu ástandi, með mikilli lofthæð. Hentugt fyrir margháttaða starfsemi, t.d. litla prent- smiðju, heildverslun, listiðnað, Ijósastofu o.fl. Bfldshöfði/Atvinnuhúsn. Tilb. u. trév. Tvær hæðir með lyftu, hvor hæð 570 fm. Mikið útsýni. Hagstætt verð. VAGN JÓNSSON ffl FASTEIGNASALA SUÐURLANDSBRAL/T18 SIM184433 UÖGFFÆÐINGUR ATU VAGNSSON Tónleikar í Bústaða- kirkju Á myndinni eru Björgvin Jóhannsson forstöðumaður, Hreggviður Jónsson framkvæmdasfjóri og frá Svölunum þær Jenný Forberg, Guðný S. Kristjánsdóttir, Björg Ingólfsdóttir og Astriður Jónsdóttir. Svölurnar gefa Skála- túnsheimilmu sjúkrabað NÝLEGA afhentu Svölurnar forráðamönnum Skálatúnsheim- ilisins sjúkrabað að gjöf. Hér er um að ræða Arj o-sj úkrabað af fullkomnustu gerð og kostar það kr. 650 þúsund. Baðið er ætlað fötluðu fólki og er búið fullkomnum nuddtækjum. Þessi gjöf gjörbreytir aðstöðu fyrir þá mörgu fötluðu einstaklinga sem þurft hefur að baða við mjög erfíð- ar aðstæður, segir í frétt frá Skálatúnsheimilinu. Framhaldskór Tónlistarskóla Rangæinga heldur tónleika í Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. maí næstkomandi í samvinnu við AFS á íslandi. Kórinn, sem skipaður er eldri nemendum Tónlistarskólans, er að fara í hljómleikaferð til Banda- ríkjanna 15. maí nk. Þar mun kórinn halda fímm tónleika á níu daga ferð, sem hefst í borginni Charlotte í Norður-Karólínu. Á tónleikunum í Bústaðakirkju mun kórinn kjmna þá efnisskrá sem flutt verður í Bandaríkjaferðinni. Tónleikamir eru haldnir í sam- vinnu við AFS á íslandi, Alþjóðleg fræðsla og samskipti, sem er félag sem starfar mikið að nemendaskipt- um milli landa. Á tónleikunum mun kórinn flytja nýtt lag sem samið hefur verið sérstaklega fyrir félag- ið. Upp þrepin eftir Snorra Arinbjarnar. Olia frá 1942. Myndlist Valtýr Pétursson Ellefu félagar í Listmálarafé- laginu eiga verk á sýningu félags- ins á Kjarvalsstöðum að þessu sinni. Einnig eru sýnd þar fímm olíumálverk til heiðurs og í minn- ingu Snorra heitins Arinbjamar, en hann var einn af brautryðjend- um í myndlist hér á landi. Okkur sem að þessari sýningu stöndum þótti of hljótt um Snorra sem málara og tímabært að koma sýn- ishomi af verkum hans fyrir sjónir almennings, ekki sízt til að minna unga fólkið á hvílíkur málari Snorri var. Alls em því verk eftir tólf málara á þessari sýningu. Starf Listmálarafélagsins hefiir aðallega verið fólgið í sýningar- haldi á undanfömum ámm eða allt frá því er félagið var stoftiað, en það hefur staðið að rekstri sýn- ingarsalarins á Vesturgötu 16, en þar hafa verið haldnar bæði einka- sýningar og samsýningar félags- manna. Og þegar í stærri verkefni hefur verið ráðizt hafa Kjarvals- staðir verið vettvangur samsýn- inga félagsmanna. Ef ég man rétt er þetta þriðja sýning félagsins Kjarvalsstöðum og ein sú veiga- mesta. Og það er sannarlegur viðburður að fá að sjá þessi úrvals- verk eftir Snorra Arinbjamar þama á veggjum, ep þau em fæst á almannafæri undir venjulegum kringumstæðum. Litsjón Snorra var afar persónuleg og teikning sérstök. Hann dýrkaði formið á sinn hátt og samóf það fyrirmynd- um sínum, þannig að úr varð myndræn upplifun, sem engan átti sér líka í myndrænni þróun hér á landi og þótt víðar væri leit- að. Litur og form urðu að samkverkandi heild i meðferð hans og endanleg áhrif sterk og magn- þmngin. Þeir sem þekktu til persónuleikans Snorra Arinbjam- ar minnast hans sem einstaks listamanns og öðlings, sem gekk hljóðlega um veg listarinar án lúðrasveitar og kröfuspjalda. Hann vann flest verk sín í einangr- un frá heimsins glaumi, en lagði þess meira af mannviti og reynslu I verk sín. Hér fáum við að sjá gott dæmi um þá myndlist, sem Snorri skóp, en afköst hans em miklu merkilegri en menn yflrleitt gera sér grein fyrir. Ég álft, að Listmálarafélagið hafí unnið afar þarft verk með því að heiðra Snorra Arinbjamar á þann hátt , sem hér er gert, og nú mega eng- ir missa af því gullna tækifæri, sem hér gefst til að kynnast þess- um merka málara. Þar sem báðir myndlistargagn- rýnendur Morgunblaðsins eiga verk á þessari sýningu verður ekki tíundað framlag hvers og eins að þessu sinni. Eg bendi aðeins á örfá nöfn, sem öll eiga það sameig- inlegt að standa að ágætum verkum: Jóhannes Jóhannesson, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Geir, Einar Þorláksson og Elías Halldórsson, en hann er nú fluttur til Reykjavíkur frá Sauðárkróki, en þar bjó hann um langan aldur, en hefur nú gerzt virkur í mynd- listini hér fyrir sunnan. Engum stíl er hampað öðmm fremur á þessari sýningu. Þama em ýmsar tegundir málverks: landslag, mað- urinn, abstrakt expressiónismi og ljórænn symbólismi, ásamt því sem kallast súper realismi á vondu máli. Af þessari upptalningu má sjá, að flestir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk, enda úr miklu að velja. Ugglaust má finna sér ýmislegt til nöldurs, en hvað er eðlilegra, þegar svo marg- ir listamenn eiga í hlut? En látum slíkt eiga sig að sinni. Hér eiga í hlut margreyndir listamenn og ve! hefur verið van- dað til sýningarinnar. Það em ef til vill ekki neinar byltingarkennd- ar nýjungar á ferð og menn virðast ekki uppteknir af því að bjarga veröldinni, en leggja þess meiri áherzlu á myndræn gæði verka sinna, eins og oft á tíðum gerist með aldrinum hjá alvarlegum listamönnum. Það mætti ef til vill nota orð, sem hefiir mikið heyrzt undanfarið í allt öðm sambandi og segja, að það væri viss stöðug- leiki í þessum verkum, sem væri summa af áratuga baráttu við myndgerð, vissulega sterkur þátt- ur í þróun íslenskrar myndlistar á þessari öld. Sjón er sögu ríkari, það er fróð- legt að sjá þessa sýningu og bera hana saman við það, sem nýjast kemur fram á sjónarsviðið, en fjöldi sýninga um hveija helgi nú er eins og venjulega var yfír árið fyrir nokkmm áratugum. Það er sterk lífsorka í myndlist meðal okkar og það gefur augaleið, að ekki geta allir orðið þeir Rembrantar, sem þeir vildu gjarn- an vera. Sýning Listmálarafélags- ins er merkileg í alla staði og hefur sannarlega sínu hlutverki að gegna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.