Morgunblaðið - 05.05.1987, Side 13

Morgunblaðið - 05.05.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987. 13 Jóhannes B. Björnsson verslunarstjóri, til vinstri, og Kolbeinn Sigur- jónsson sölu- og markaðsstjóri. Litaval, nýr útsölu- staður Slippfélagsins Slippfélagið hefur opnað sinn markaðsstjóri er Kolbeinn Sigur- þriðja útsölustað í Reykjavík. jónsson. Nýja verslunin heitir Litaval og er til húsa í Síðumúla 32. -- »■«- Litaval er liður í nýju þjónustu- kerfi sem Slippfélagið er að hrinda af stað, en með samræmdu tölvu- kerfí geta viðskiptavinir Slippfé- lagsins nú tekið út vörur á einn reikning á þremur stöðum í Reykjavík, þ.e. Dugguvogi, Mýrar- götu og Síðumúla. Verslunarstjóri Litavals er Jó- hannes B. Bjömsson og sölu- og Ráðstefna um stöðu ljósmæðra FRÆÐSLUNEFND Ljósmæðra- félags Islands heldur ráðstefnu um stöðu ljósmæðra föstudaginn 8. mai nk. kl. 13.30 í Húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavik. Þátttöku verður að tilkynna fyr- ir 6. maí. Doktor í efnafræði í september 1986 lauk Sigríður Jónsdóttir doktorsprófi i efna- fræði frá Háskólanum i Ham- borg i Vestur-Þýskalandi. Doktorsritgerð hennar nefnist „Corrinoide mit neuartigen pí- Akzeptorliganden". Corrinoid finnast víða í náttúrunni og eru þekktasta efnasamband í þessum efnaflokki, vitamin B12. Ritgerð Sigriðar fjallar um efnasmíð og rannsóknir á ýmsum vítamin B12-afleiðum. Sigríður er fædd í Reykjavík þann 20. nóvember 1954. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1974 og BS-prófí í efnafræði frá Háskóla íslands vorið 1977. Hún hóf framhaldsnám í efnafræði við Hamborgarháskóla Sigríður Jónsdóttir haustið 1977 og lauk diplómprófi í efnafræði 1982. Sigríður starfar nú við Raunvís- indastofnun Háskóla íslands. Burtfararpróf s- tónleikar í kvöld TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur burtfarar- prófstónleika í dag, þriðju- daginn 5. maí, kl. 20.30 í húsnæði skólans á Lauga- vegi 178, 4. hæð. Guðrún Skarphéðinsdóttir blokkflautuleikari flytur lög eft- ir J.S. Bach, Philidor, Castello, Van Eyck, Frescobaldi og Loiel- let. Flytjendur með Guðrúnu eru Anna Magnúsdóttir semballeik- ari og blokkflautuleikararnir Helga Jónsdóttir, Kristín Stef- ánsdóttir og Linda Hreggviðs- dóttir, Sverrir Guðmundsson óbóleikari og Stefán Öm Amar- son sellóleikari. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Guðrún Skarphéðinsdóttir y Hún Margrét Borgarsdóttir fékk óvœnta launauppbót um mánaöamótin. Sextán þúsund krónur, skattfrjálsar. Það þekkja flestir söguna um hana Margréti Borgarsdóttur. Hún fór eft- ir ráðleggingum þeirra hjá Fjárfest- ingarfélaginu, sem aðstoðuðu hana við kaup á verðbréfum. Ráðgjafinn hennar áætlaði um síðustu áramót að hún fengi um 42.000 krónur á mánuði í verðtryggðar tekjur á næstu mánuðum. En hún Margrét fékk gott betur. Margrét fór eftir persónulegri ráð- gjöf þeirra hjá Fjárfestingarfélaginu. Hún á nú rúmlega fjórar milljónir bundnar í Tekjubréfum. Þau hafa skilað 17.7% ársvöxtum umfram verðtryggingu síðastliðna 3 mán- uði. Þess vegna fékk Margrét 58.000 krónur í mánaðarlaun fyrstu þrjá mánuði ársins. Það er 16.000 króna launauppbót. Fjárfestingarfélagið sendi Margréti launin sín alla leið til Spánar. Hún ætlar að búa þar í sumar. Margrét var hálfpartinn að vonast til þess að Haraldur, frændi hennar, kæmi í heimsókn í vikutíma eða svo. En Haraldur sem nú er farinn að klóra sér í skallanum, hefur ekki svarað bréfunum hennar. Hann sást síðast í biðröð fyrir framan ferðaskrifstofu um hánótt. TlL UMHUGSUNAR: 1. Hvernig getur venjulegt fólk, sem ekki telur sig vera fjármálaspek- inga, ávaxtað fé sitt í tryggum verðbréfum? 2. Hvers vegna eru Tekjubréfin heppileg fyrir þá sem eru að komast á eftirlaunaaldur? 3. Hvaða fyrirtœki býður þér per- sónulega ráðgjöf í sambandi við sérfrœðilegt val á traustum verð- bréfum? Sendið rétt svar til Fjárfestingarfé- lagsins, Hafnarstrœti 7, Reykjavík, merkt Haraldur frœndi. Besta svarið í viku hverri, allan þennan mánuð fær eintak af bók- inni góðu FJÁRMÁUN ÞÍN í verð- laun. NB. Okkur tókst ekki að ná mynd af Margréti áður en hún fiaug til Costa del Bayonne. <22> FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík ö (91) 28566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.