Morgunblaðið - 05.05.1987, Side 14

Morgunblaðið - 05.05.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 BRESKIR EINÞÁTT- UNGAR FRÁ ÍSAFIRÐI Leiklist Jóhann Hjálmarsson Litli leikklúbburinn, ísafirði: Heinn eini sanni Seppi eftir Tom Stoppard og Svart og silfrað eft- ir Michael Frayn. Þýðing og leikstjórn: Guðjón Ólafsson. Búningar: Gréta Gunnarsdóttir. Leikmynd: Guðni Ásmundsson. Ljós: Sveinbjörn Björnsson og Baldur Hreinsson. Sýningarstaður: Hjáleigan, Kópavogi. Bresku leikritahöfundamir Tom Stoppard og Michael Frayn hafa báðir komið við sögu íslenskrar leik- menningar, en í heimalandi sínu eru þeir mjög þekktir pg vinsælir. Litli leikklúbburinn á Ísafírði gerir nú sitt til að kynna þá frekar með því að setja á svið eftir þá einþáttunga í splunkunýrri þýðingu Guðjóns 01- afssonar og er hann jafnframt leikstjóri. Báðir þessir einþáttungar, Hinn eini sanni Seppi og Svart og silfr- að, eru vel skrifuð verk sem hafar fyrst og fremst afþreyingargildi. Hér er slegið á létta strengi. Hinn eini sanni Seppi er grín um leikara og gagnrýnendur. Tveir gagnrýnendur koma til að fylgjast með leiksýningu. Þeir ræða saman um sýninguna og skiptast á skoðun- um um hana og hinn háðski Stoppard nýtur þess að draga fram frasa og ýmiss konar markleysu um stundum lýtir umsagnir um leik- sýningar. Fyrr en varir eru gagn- rýnendumir orðnir þátttakendur í leiksýningunni og það hafa aðrir gagnrýnendur orðið á undan þeim. Astæðan er heillandi leikkona sem dregur menn að sér, allir karlmenn virðast ástfangnir af. Fléttan er aftur á móti eins og í sakamálaleik- riti og með því dularfulla andrúms- lofti sem er fyrst og fremst breskt. Þeir Bjami Guðmarsson og Páll Ásgeir Asgeirsson leika gagnrýn- enduma og hina eftirsóttu Sælu leikur Marta Eiríksdóttir. Vigdís Jakobsdóttir leikur Blíðu, Gísli B. Gunnarsson Magnús, Rúnar Már Jónatansson Símon, Jakob Faldur Garðarsson Seppa lögregluforingja og Dagmar Gunnarsdóttir frú Puðu. Rödd þular í útvarpi er Jóhannesar Arasonar. Leikurinn í Hinum eina sanna Seppa flokkast undir ósvikinn áhugaleik og getur það ekki talist til skaða hjá áhugaleikfélagi. Það Leikendur i Svart og silfrað: Bjarni Guðmarsson og Gerður Eðvarðs- dóttir. Myndin er tekin á æfingu. Kammertónlist Tónlist Jean-Pierre Jacquillat Jean-Pierre Jacquillat Tónlist Jón Ásgeirsson Skilin milli lífs og dauða eru í raun samofín, geimegld ein og sama stundin og því er eins og lífíð eigi sér takmark í dauðanum og hefji með honum aðra og æðri lífs- ferð. Þessi er sátt mannsins við örlög sín og minningin um gengna góðvini eins konar upphafín fegmn á dauðanum. Á sama hátt og að sérhver maður á dauðann vísan em flestir óviðbúnir honum og oft er þar höggvið sem síst skyldi og eins og æðri máttarvöld vilji, að þar sé lokið starfí, sem hálfunnið er. Eng- inn ræður þessa gátu, sem þó snertir hvem og einn, en fyrir sátt sína hefur maðurinn lært að lifa án ótta, jafnvel andspænis hinum ægilegustu ógnunum. Jean-Pierre Jacquillat var hrifínn burt á besta aldri og við sem áttum góðar stundir með honum á tónleik- um Sinfóniuhljómsveitar íslands söknum hans og minnumst hans með þakklæti. Nokkrir samstarfsmenn hans og vinir minntust hans með tónleikum í Bústaðakirkju sl. fímmtudag og fluttu tónlist eftir Schumann, Beet- hoven, Debussy, Messiaen og Cesar Franck. Ágóðinn af tónleikunum var látinn renna til styrktar bygg- ingu tónlistarhúss á Islandi. Flytj- endur á tónleikunum vom Einar Jóhannesson, Martin Berkofsky, Gunnar Kvaran, Guðný Guðmunds- dóttir og Anna Málfríður Sigurðar- dóttir. Tónleikamir hófust á samleik Einars og Berkofskys í Fantasie- stiicke op. 72, eftir Schumann. Einar er frábær klarinettuleikari og leikur sér með ýmis falleg blæ- brigði og mótar tónhendingar á einstaklega „músikantískan" hátt. Það sama má segja um leik Gunn- ars Kvaran í litlu en fallegu til- brigðaverki eftir Beethoven, yfír lag úr Töfraflautinni eftir Mozart. Ber- kofsky lék með í báðum verkunum og þarf ekki að tíunda það frekar. Hann er mikill „tekniker“ sem kom mjög vel fram í einleik hans á svítunni „Pour le piano“ eftir De- bussy. Þrátt fyrir mikla tækni má Berkofsky ekki missa sjónar á því, að „impressionisminn" eins og hann er fallegastur hjá Debussy má aldr- ei vera ofgerður í styrk, því þá breytast blæbrigðin í „tekniskan" leik og myndgerð tónlistarinnar verður „svart-hvít“. Einar Jóhannesson lék smáþátt úr því fræga verki Messiaens, sem ber nafnið „Kvartett um endalok tímans". Þar fór Einar á kostum og lék snilldar vel á klarinettið sitt. Síðasta verkið á efnisskránni var A-dúr fíðlusónatan eftir César Franck. Þessi sónata, sem er ein- hvert besta sónötuverk franskrar tónlistarsögu og samin fyrir fíðlu- snillinginn Eugéne Ysaye, var hér flutt af Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara og Önnu Málfríði Sigurðardóttur. í heild var flutning- urinn glæsilegur og kraftmikill, þó aðeins hefði mátt halda aftur af píanóinu á einstaka stað. í upphafí sumars eru íslendingar enn minntir á fallvaltleikann og í stað fugla- söngs og gróðurilms hefur Vetur konungur vafíð allan gróður hvítum feldi sínum, en einmitt undir þess- um svala feldi blunda lífsfíjóin og bíða þess að vakna til nýs lífs. Jón Asgeirsson Þeir verða seint greipdregnir í Kammermúsikklúbbnum og eins raun og þeim sem gefin er seiglan halda þeir upp á stórafínæli með þeim hætti, að veislur standa svo vikum skiptir. Þijátíu ár eru merk tíma- mót og enn halda þeir upp á það með tónleikum og flytja verk eftir Haydn, Mozart og nýfíutt gamalt verk eftir Wilhelm Kempff. Fyrsta verkið var einn af Erdödy-kvartettunum, þeim er fær nafn sitt af tilbrigðaþætti um Aust- urríska keisarasönginn, er flestir þekkja nú sem þjóðsöng Þjóðveija. Bæði fyrsti kaflinn er dæmalaust góð tónsmíð og Tilbrigðaþátturinn, þar sem lagið heyrist nær óbreytt í öllum hljóðfærum. Tilbrigðavinn- an fer að mestu fram í mótröddun- um og var þessi tónvefnaður fallega fluttur af Márkl strengja- kvarttettinum. Það vantaði nokkuð á hrynræna skerpu í menúettinn og síðasti þátturinn, sem leika skal „presto", var varla meira en „al- legretto" í hraða. Þrátt fyrir lítinn hraða var þokki yfír spilamennsk- unni. Annað verkið var strengjakvint- ett, K 516, eftir Mozart. Þetta verk er meðal fegustu kammer- verka hans. Þar má heyra dýpri sársauka en algengt er hjá Moz- art. Menúettinn (annar þátturinn) er sérkennileg tónsmíð og óvenju- leg hvað snertir hljóðfall, sem annars er frekar bundið í klassisk- um menúett. Þriðji þátturinn er í sársaukafull bæn“, sem er undirstrikuð með hægum inngangi fjórða þáttar er síðan snýst upp í glaðværð en endar með óróleika og spennu. Menúettinn og hægi kaflinn var vel leikinn, nema síðasti tónninn, sem fyrsti fiðlari flaskaði á. Til liðs við Márkl strengjakvart- ettinn kom Ásdís Þorsteinsdóttir Stross og lék aðra fíðlu. Ásdís er ágætur fiðlari og ekki annað að heyra, en vel færi á með henni og félögunum í samleik og túlkun. Síðasta verkið er eftir píanósnill- inginn Wilhelm Kempff. Þetta verk var samið 1942 en fyrst flutt af Márkl strengjakvartettinum 1985 og er ráðgert að leika verkið inn á hljómplötu innan skamms. Verk- ið er ekki frumlegt og minnir á eitt og annað úr rómantískri tón- Iist, en síðasti kaflinn, sem ber yfírskriftina Tempo di Bourré, var býsna skemmtilegur áheymar. Ef leikur Márkls kvartettsins ber sömu einkennin í verki Kempffs og í Mozart og Haydn má segja að leikur félaganna hafí ekki verið átakamikill, en hins vegar oft nokkuð fágaður, þó að hann hafí ekki verið laus við hnökra, er oftar heyrðust hjá fyrsta fíðlara en öðr- um félögum hans í kvartettinum. Aukin ferðamannastraumur til Bergen í kjölfar söngvakeppni FERÐAMÖNNUM til Bergen frá Norðurlöndunum fjölgaði um 38% síðastliðið sumar frá árinu áður. Bergen-búar þakka það góðri skipulagningu á Söngva- keppni sjónvarpsstöðva sem þar var haldin í fyrra og lauk með sigri Söndru Kim frá Belgiu. Einnig segja þeir að jákvæð umfjöllun erlendra blaðamanna um keppnina hafi haft góð áhirf. Auk fjölgunnar ferðamannahópa, hefur fundum og stærri ráðstefnum Qölgað til muna og segjast ráða- menn í Bergen hafa fjárfest vel þegar þeir héldu keppnina. Á aðeins einu árí hefur hótelrými í Bergen verið aukið um 50% frá því sem það var fyrir keppnina, segir í frétt frá ferðamálaráðinu í Bergen, og nýr flugvöllur verður tekin í notkun í byijun næsta árs. Gömul hansahús í Bergen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.