Morgunblaðið - 05.05.1987, Síða 15
4-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
15
Þrír kjarnakvenmenn
voru helst Bjami Guðmarsson og
Gísli B. Gunnarsson sem sýndu til-
J)rif og á köflum Páll Ásgeir
Ásgeirsson, en leikurinn var allur
hinn skemmtilegasti með sínum
góðu og slæmu hliðum.
Svart og silfrað gerist á hótel-
herbergi, en þar em hjón ásamt
ungu bami sínu sem gerir þeim lífíð
erfítt. Bamið er óvært og vaknar
þegar síst skyldi. Samtöl þeirra
hjóna em mjög fyndin og allt er
leikritið hið mannlegasta og vel til
þess fallið að kæta áhorfendur,
enda varð sú raunin í Hjáleigunni.
Bjami Guðmarsson og Gerður
Eðvarðsdóttir ná góðum tökum á
hjónunum, en um þau hljóð sem
komu frá baminu sá Sigrún Lilja
Guðbjömsdóttir.
Þýðing Guðjóns Ólafssonar var
áheyrileg og yfírleitt viðunandi.
Leikstjóm hans var í anda góðrar
áhugamennsku og sama er að segja
um búninga, leikmynd og ljós. Und-
irritaður hafði gaman af þessari
heimsókn ísfírðinga og þeir eiga
virðingu skilið fyrir að bjóða upp á
nýtt efni þar sem fmmkvæði þeirra
nýtur sín. Alltof mörg leikféiög
hjakka í sama farinu.
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Barbara Taylor Bradford: Act
of Will
Útg. Grafton Books 1986
Barbara Taylor Bradford gat sér
heilmikið orð fýrir bókina Woman
of Substance, sem minnzt hefur
verið á hér í þessum dálkum. Nú
hefur verið gerð kvikmynd eftir
henni. Bradford sendir nú frá sér
nýja bók, og henni er margt niðri
fyrir eins og fyrri daginn.
Audra er sú persóna bókarinn-
ar, sem er hvað skýrust af höfundar
hálfu. Hún er af enskum aðalsætt-
um, en missir foreldrana ung og
vond frænka hennar sendir bræður
hennar tvo til Ástralíu. Að því er
virðist af illsku og bara til að stía
þeim systkinum sundur. Stúlkubar-
nið er sent til vinnu á sjúkrahúsi.
Líklega í refsingarskyni, en hún
fellir sig ágætlega við skrúbb og
púl og verður hvers manns hug-
ljúfí, lærir hjúkmn þegar hún hefur
aldur til og ber þar af öðmm. Hún
kemst í kynni við piltinn, Vincente
og giftist honum og tekur við
stormasamt hjónaband. En Audra
lætur mótlætið ekki buga sig. Vinc-
ente leitar út fyrir heimilið, þegar
hveitibrauðsdagarnir em liðnir og
honum finnst Audra ekki sinna sér.
Hann verður atvinnulaus í krepp-
unni og reynir þá á þrek Audru.
Þau missa ungan son sinn, en dótt-
irin Christina á að fá allt sem
móðirin fór á mis við. Hún reynist
hafa hæfíleika til að teikna og
mála og móðirin vinnur myrkranna
á milli til að dóttirin geti stundað
nám áhyggjulaus.
Christina er vel gerð stúlka og
smátt og smátt verður henni það
óbærilegt að sjá,að móðirin slíti sér
út. Svo að hún laumast til að hætta
listnáminu og snýr sér að fatahönn-
un og veldur það móðurinni miklum
harmi. En Christina veit hvað hún
syngur og auk þess að vera dugnað-
arkona er hún sennilega á réttri
hillu, enda verður hún brátt heims-
fræg. Kemst í kynni við brezkan
þingmann og með þeim takast ástir
en sá hængur er á því, að hann er
giftur og konan hans vill ekki gefa
honum eftir skilnað. Hann getur
ekki farið að búa með Christinu og
átt á hættu að kjósendurnir hneyks-
list á honum svo að leiðir þeirra
Christinu verða að skilja. Hún fer
til Bandaríkjanna, kemst í kynni
við Alex og saman reka þau hjónin
tízkufyrirtækið með miklum glæsi-
brag. Þau eiga dótturina Kyle, sem
á sennilega að taka við en hún reyn-
ist vera hneigð til að teikna og
mála og gerir uppreisn gegn foreld-
rum sínum.
Sagan er í sjálfu sér byggð upp
sem afþreyingasaga og læsileg sem
slík. En hún er einnig viðkunnarleg
frásögn af baráttu þessara þriggja
kvenna, hverrar á sínum tíma fyrir
sjálfstæði og virðingu.
BARBARA
TAYLOR
BRADFORD
WORLD BESTSIrLl ING AUT HOR 01
Eins og fyrr segir er kaflinn um
Audru langfyrirferðarmestur og
lýsingin á henni og baráttu þeirri
sem hún hlýtur að heyja verður
ágætlega minnisstæð.
NÁMSKEIÐ SFI
S TJÓRNUNA RNÁ MSKEIÐ
ERLEND NÁMSKEIÐ
ÚTELUTNINCS- OC
MARKAÐSSKÓLI
ÍSLANDS
TÖLVUSKÓLU
TÖL VUERÆÐSLA
Ml'MIR
MÁLASKÓLI/
RITARASKÓLI
Síðastliðið haust efndi Stjórnunarfélag íslands
til námskeiðs um Verðbréfamarkaðinn.
Námskeiðið þótti vera mjög tímabært því þekking
á eðli þessa markaðar hefur ekki vaxið til jafns
við umfang hans á urídanförnum árum.
Nú hefur verið ákveðið að endurtaka námskeiðið
ef næg þátttaka fæst.
Á námskeiðinu hefur verið fjallað um
eftirtalda þætti:
- Stefnumótun í fjármagnsupp-
byggingu.
- Mat á fjármagnsþörf.
- Æskileg fjármagnsuppbygging.
- Helstu tegundir veröbréfa á inn-
lendum markaði og helstu form
þeirra erlendis.
- Þáttur verðbréfa (hlutabréfa
og skuldabréfa) í fjárhagslegri
uppbyggingu fyrirtækja,
rekstri og fjárfestingu.
■ Tæknilega hliðin: útreikningur
gengis, affalla, ávöxtunar
og annars kostnaðar.
- Tímaáætlanirvið útgáfu og sölu
verðbréfa.
- Skattalegar ívilnanir við verð-
bréfakaup.
- Breytingará sparifjármarkaðinum
og samanburður við ávöxtun
sparnaðar í viðskiptalöndunum.
Samanburður á núverandi sparn-
aðarformum.
- Helstu sjónarmið við ákvarðanatöku
í verðbréfaviðskiptum:
Einstaklingar - fyrirtæki - stofnanir.
- Kröfur Verðbréfaþings islands
- tengsl við verðbréfasala
- tengsl við fjölmiðla.
- Ávöxtun innlends sparifjár
í erlendum verðbréfum
og/eða erlendum gjaldeyri.
- Markaðssetnign verðbréfa.
Námskeiðið er ætlað starfsfólki í fjármáladeildum
fyrirtækja, opinberra sjóða og lífeyrissjóða og
öllum þeim sem hafa áhuga á verðbréfaviðskiptum.
Námskeiðiö verður í umsjá Sigurðar B. Stefáns-
sonar og Gunnars Helga Hálfdánarsonar
með aðstoð starfsmanna Fjárfestingarfélags
íslands, Kaupþings og Verðbréfamarkaðar
Iðnaðarbankans.
rí.
Stjórnunarfélagið hefur nú ákveðið að bjóða
uppá framhaldsnámskeið í Multiplan, þar sem
farið erm.a. í neðangreind atriði forritsins, auk
þess sem kennd verður notkun forritsins Chart.
Chart forritið er frá sama framleiðanda og
Multiplan og gerir myndræna framsetningu talna
úr Multiplan mögulega. Þess má geta að forritið
fer rétt með alla íslenska stafi.
Fjallað verður m.a. um eftirfarandi:
- Samtengingu reiknilíkana á disk.
- Að láta forritið leita að lausn
(literation).
Notkun innbyggðra falla.
- Notkun texta við uppbyggingu
formúla.
- Flutning talna til Chart.
- Myndræna framsetningu talna
með Chart.
Þátttakendur: Námskeiðið erætlað öllum þeim sem setið
hafa námskeið i Multiplan, eða hafa á annan hátt kynnt sér
notkun þess, og vilja bæta við þekkingu sína í notkun
forritsins.
Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson kerfisfræðingur. Björn
hefur haldið fjöld námskeiða um tölvur og tölvuvinnslu.
Tími: 11.-13. mal, kl. 13.30—17.30.
Mest notaða gagnasafnskerfið á markaðnum í dag er
dBASE 111+ sem fæst á flestar einkatölvur. Nú er
dBASE 111+ komið á markað, enn fullkomnara en
fyrri kerfi og mun auðveldara í notkun.
Efni:
- Um gagnasafnskerfi.
- Skipulag gagna til tölvuvinnslu.
- Uppsetning gagnasafns.
- Fyrirspurnir.
- Samfléttun gagnasafna.
- Útreikningar og úrvinnsla.
- Útprentun.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað
öllum þeim sem vilja tileinka sér
hagkvæmni sem fylgir notkun gagna-
safnskerfa við alls kyns gagnavinnslu.
Leiðbeinandi: Valgeir Hallvarðsson, véltæknifræðingur.
Timi: 14., 15. og 18. maí, kl. 13.30—17.30.
Tími og staður: 13.-14. maí kl. 13.00-17.00
í Ánanaustum 15.
Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar
í síma 621066.
NÁMSKEIÐÁ NÆSTUNNI
Notkun og meðferð einkatölva 19.-22. mai
Alvis Bokhaldskerfi 18.-21. mai
Fjarskipti með tölvum 18.-19. mai
Time Manager 18.-19. og 20.-21. mai
Islands
---
Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66