Morgunblaðið - 05.05.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
19
Viðhorf og efnisrök dr. Hannesar
sjást vel á því, að hann, hinn þekkti
talsmaður fijálshyggjunnar, bytjar
strax á því í þriðju línu inngangs-
ins, að telja upp það sem íhalds-
menn álíti veikleika hennar: Hún
geri sér of einfalda hugmynd af
mannlegu eðli, að hún taki ekki til-
lit til þess að einstaklingurinn
tengist samfélagi sínu tilfinninga-
lega, og svo geri hún ósanngjamar
kröfur til hæfileika mannsins til
þess að sætta sig við vonbrigði,
sætta sig við brigðir væntinga
sinna.
Fijálshyggjan kann einnig —
heldur gagnrýnin áfram — að vera
staðleysukenning í tvennum skiln-
ingi: Hún leitast við að snúa við
þróun í átt ti 1 ríkisstýrðs stéttaþjóð-
félags (corporatism, sem er fasismi,
hvað sem litrófínu líður) þróun, sem
kann að vera útilokað að snúa við.
Hitt er það, að hún reyni að færa
allt mannkyn í treyju eða mót af
því tagi sem hún álíti vera hið góða
mannlíf.
Þetta og ýmislegt fleira telur
hann upp sem gagniýni á fijáls-
hyggjuna. En hann telur að fijáls-
hyggja Hayeks sé ekki opin fyrir
þeirri gagnrýni. Hans ftjálshyggja
sé íhaldssöm fijálshyggja, conser-
vative liberalism. Hún taki tillit
til skilnings hinna íhaldssömu á
mannlegu eðli og innsýnar þeirra í
eðli mannsins. Honum finnst þessi
einstæði samruni fijálslyndra og
íhaldssamra hugmynda geri stjóm-
málakenningar Hayeks áhugaverð-
ari en aðrar slíkar kenningar í
samtímanum. Bókin fjallar svo um
þessi miklu mál, sem að lokum
varða oss öll, þótt orðafar hinna
vísu manna geri skoðanir þeirra
stundum erfíðar aðgöngu.
Þrátt fyrir það að á forsendum
Hayeks megi draga bæði íhalds-
samar og ftjálslyndar ályktanir, þá
gætir samræmis hjá honum. Hann
sé fylgismaður hinnar fijálslyndu
menningar Vesturlanda, sem náð
hafí svo glæsilegum árangri, þrátt
fyrir fáfræði einstaklinganna.
Fijálsi markaðurinn hefir einmitt
reynst hinn mikli bjargvættur,
þekkingarmiðill. En oss ber að virða
erfðavenjur og reglur, tákn og siði,
þótt vér skiljum ekki alltaf þessa
hluti, vegna þess að þeir eru nauð-
synlegir ef vér eigum að geta átt
friðsamleg og öllum gagnleg sam-
skipti við samferðamennina. Oss
ber að treysta því sem vér trúum,
en það hlýtur að þýða það sama
og að vera heilir menn.
Grundvallarskoðun Hayeks er sú,
að frelsið þurfi maðurinn til að
þroska hæfileika í lífi, sem sé langt
ferðalag inn í hið óþekkta.
Niðurstaða dr. Hannesar er sú,
að kenningar Hayeks uppfylli ekki
öll sín loforð. Hann færist of mikið
í fang. En bæði fijálslyndir og
íhaldsmenn geti margt hjá honum
lært.
Bók dr. Hannesar ber vitni mikl-
um lærdómi og skynsamlegu viti.
Hún er gleðilegur vottur þess, að
þessi litla þjóð er ein rödd í hinum
mikla menningarkór þjóðanna —
þrátt fyrir smæð sína.
Um prentun og band og annan
frágang er það að segja, að þetta
er vandað, og um smekk má alltaf
deila. Bókin er tölvuframleidd. Eitt
á ég þó bágt með að sætta mig
við, en það er, hve þéttar línumar
eru. Ég hlýt að álykta að maðurinn
sem réði þessu lesi sjálfur ekki
bækur.
Höfundur er hagfræðingur og
fyrrum ráðunautur ríkisstfómar-
innar í efnahagsmálum og
bankastjóri Framkvæmdabank-
ans.
Aðalfundur
sjóréttar-
félagsins
AÐALFUNDUR Hins
íslenska sjóréttarfélags verður
haldinn í Lögbergi mánudaginn
11. maí næstkomandi.
Fundurinn fer fram í stofu
308 og hefst kl. 17.15.
Plastfæribönd
MINNAVIÐHALD-LENGRIENDING
intralox
Ef þú þarft að kaupa ný eða endurnýja færibönd fyrir iðnað eða fisk-
vinnslu, skaltu fjárfesta í plastfæriböndum. Það er engin spurning.
Ástæðurnar eru einfaldar:
1. Þau eru sterkari en málmfæribönd. 3.
2. Þau eru endingarbetri.
/'AMRTVÍS
Þurfa minna viðhald,
auðveldari í viðgerð.
Þau eru þrifalegri,
síðast en ekki síst.
Hamrabor'g 5 - 200 Kópavogi.
Simi 91-641550. - Pósthólf 308
Leitaðu nánari upplýsinga.
Firestone
radial hjólbarðarnir
tryggja öryggi þitt
og annarra
Morgunblaðið/Þorkell
Frá keppni á íslandsmótinu í parakeppni. Soffía Guðmundsdóttir
og Stefán Ragnarsson frá Akureyri keppa við Jón Sigurbjörnsson
og Björku Jónsdóttur frá Siglufirði. Jón og Björk urðu í 2. sæti á
mótinu en Soffía og Stefán urðu í 4. sæti.
íslandsmótið í parakeppni í brids:
Þorlákur og
Jacqui unnu
JACQUI McGrail og Þorlákur
Jónsson unnu íslandsmótið í
blönduðum tvímenningsflokki í
brids sem haldið var um helgina.
Alls tóku 42 pör þátt í mótinu.
Kristjana Steingrímsdóttir og
Þórarinn Sigþórsson leiddu mótið
lengstaf en undir lokin gáfu þau
eftir og þá fóra tvö pör uppfyrir
þau, Jacqui og Þorlákur og Björk
Jónsdóttir og Jón Sigurbjömsson.
Mótið var haldið í húsnæði
Bridgesambands íslands við Sigtún
og Agnar Jörgenson var keppnis-
stjóri.
FIRESTONE radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu
gæðaeftirlití sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar.
Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á
malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í
akstri, innanbæjar sem utan.
FIRESTONE eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir
jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki.
Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist
og endist...
UMBOÐSMENN UM
LAND ALLT!
NYBYLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600
JOFUR HF
Þóra Dal, auglýsingastofa