Morgunblaðið - 05.05.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
21
(Ljósm. Bibeltrogna Venner.)
Ein af fimm kirkjum lútherskra manna í Nairóbí. Hún er í fátækra-
hverfinu Kibera. Starf lúthersku kirkjunnar og einnig annarra
kirkna verður án efa stóreflt á komandi árum, enda er mannleg
neyð mjög mikil þar.
sér nú stað sama þróun og átti sér
stað í Evrópu á tímum iðnbyltingar-
innar. Fólk streymir úr sveitum til
borganna. Árlega flytjast um
100.000 manns til Nairóbí umfram
þá, sem flytjast þaðan. Talið er að
íbúafjöldi borgarinnar eigi eftir að
rúmlega þrefaldast fram til ársins
2000, þ.e. að aukast úr 1,5 milljón-
um (sem er fjöldinn nú) í 5 milljónir
vegna fæðinga og flutninga til
borgarinnar. Þetta á eftir að valda
borgaryfirvöldum geysilegum vand-
ræðum því þau munu hvorki geta
byggt nægt húsnæði né skapað
nógu mörg atvinnutækifæri. Yfir-
full fátækrahverfi, þar sem hrein-
lætisaðstaða er lítil sem engin og
hreint vatn af skornum skammti,
bjóða farsóttum eins og kóleru
heim, auk þess sem brunahætta er
mjög mikil.
Kall til kirkjunnar
í miðbæ Nairóbí blasa við virðu-
legar og traustar kirkjur. Allar
helstu kirkjudeildir hins vestræna
heims eiga sitt guðshús þar. Ýms-
um, sem lítið þekkja til, verður á
að hugsa sem svo, að þama sé nú
kirkjunnar mönnum rétt lýst, að
byggja bækistöðvar sínar hlið við
hlið og togast síðan á um sálimar.
En málið er þó ekki svona einfalt.
Starf kirknanna hófst yfirleitt úti á
landsbyggðinni fyrir mörgum árum.
Eftir því sem fólk hefur flutt úr
sveitunum, hefur þörfin orðið biýn
að gæta hjarðarinnar einnig í borg-
inni. Starf margra kirkna borgar-
innar er því til komið sem afleiðing
af starfinu úti á landi.
Hvergi eru fleiri heiðingjar sam-
an komnir á jafn litlu svæði í
landinu og í Nairóbí. Vandamálin
þar em óþrjótandi. Fólkið í fátækra-
hverfunum á í erfiðleikum á flestum
sviðum lífsins. Það er komið úr
tengslum við menningu þjóðflokks-
ins í sveitinni og orðið að ópersónu-
legum hlut í mannþrönginni.
Enginn akur eða húsdýr sjá fyrir
þörfum magans, en þess í stað verð-
ur að kaupa allar lífsnauðsynjar
dýrum dómum. Það er ekki auð-
velt, þega^ engin er vinnan eða
iaunin mjög lág. Hér háir margur
maðurinn lífsbaráttu upp á líf og
dauða.
Öll þessi mannlega neyð er
kristnum mönnum kall til hjálpar,
og leiðtogar margra kristniboðs-
félaga gera sér það nú ljóst, að
þungamiðja kristniboðsstarfs
framtíðarinnar hlýtur að færast úr
sveitunum til borganna. Það má því
ætla, að margar nýjar kirkjubygg-
ingar eigi eftir að rísa enn í Nairóbí
— í fátækrahverfunum.
Höfundur er kristniboði í Kenýu
oghefur um lengri tíma sent
Morgunblaðinu pistla um land og
þjóð.
£
☆ ☆ ☆
☆ ☆ ☆
ÞÓRSKABARETT í MAÍ-MÁNUÐI
Grínlandsliðið í miklum ham!
Sýndur öll föstudags- og laugardagskvöld
Þriðji kafli Þórskabarettsins sívinsæla verður
í maí-mánuði, en þá má búast við að gestir
þurfi að þenja hláturtaugarnartil hins ítrasta.
Spaugstofugrínistarnir Karl Ágúst Úlfsson,
Siggi Sigurjóns og gríntenórinn Örn Árnason
mæta galvaskir til leiks ásamt Ómari Ragn-
arssyni og Hauki Heiðar Ingólfssyni.
Mætum öll hress með bros á vör og þá er stutt í hláturinn!
Hin þrælgóða hljómsveit SANTOS og söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir leika fyrir
dansi. Rifjaðar verða upp nokkrar helstu dægurlagaperlur í gegnum tíðina.
Án gríns: Læknirá staðnum fyrir þá sem fá alvarlegt hláturskast.
Þríréttaður veislukvöldverður sem engan svíkur.
Athugið að panta borð tímanlega hjá veitingastjóra i símum 23333 og 23335.
Tekið er á móti borðapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00-18.00 og á laug-
ardögum eftir kl. 14.00
ÞÓRSKABARETT — GALSI, GLENS OG GRÍN í MAÍ
Gestum utan af landi er bent á Þórskabarettreisur Flugleiða.
HAPPDRÆm DVAIARHEIMIUS ALDRAÐRA SJÓMANNA
wáí VÍÐSJÁ