Morgunblaðið - 05.05.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
43
Grafalvar-
leg mál í
gangi
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Marg-aret Yorke: Grave Matters
Útg. Arrowbooks 1986
MARGARET Yorke er lúnkinn
sakamálasagnahðfundur, þótt ég
sé að vísu enginn sérfræðingur í
bókum hennar.„ Grave Matters"
segir frá því, að Patrick háskóia-
kennari er í leyfi í Aþenu. Hann
verður sjónarvottur að því að aldr-
aður ferðafélagi hans, fröken
Brinton, verður fyrir slysi upp á
Akrópólis. Það lítur út fyrir að
hugsunarlaust ungmenni hafí ýtt
henni óvart um koll, svo að hún
dettur niður tröppumar og hefur
bana af. Þetta er að vísu leiðinlegt,
en varla nokkuð grunsamlegt sam-
an við það og getur alltaf komið
fyrir. Þegar Patrick kemur heim til
Englands, heimsækir hann frænku
hinnar látnu, til að láta hana vita
af því að jarðarförin hafi farið vel
og virðulega fram.
Hjá frænkunni er stödd önnur
aldurhnigin dama, fröken Forrest
sem hafði verið góð vinkona hinnar
látnu. Eiginlega hafði verið mein-
ingin að hún færi með í Grikklands-
ferðina, en af því varð ékki, vegna
þess hve hún er orðin mikið skar.
Hún er nú að gera skrá yfír bóka-
safn Brintonsfrökenarinnar og
Patrick sér þar ýmsar bækur, sem
hann væntir að samkennarar hans
hafí áhuga á að kaupa. Því fer
hann nokkrar ferðir á svæðið og
kemst í kynni við nágrannana Ca-
rol og David, sem eru nýflutt inn.
Einnig við unga og huggulega
stúlku, Ellen. Hún er önnur frænka
fröken Brinton og það bendir ýmis-
iegt til þess að hún sé í tygjum við
David. Það veldur Patrick nokkru
hugarangri, og svo fara að gerast
afleitir atburðir. í fyrsta lagi virðist
Carol nágrannakona vera mesti
hrakfallabálkur, hún er einlægt að
detta á hausinn og meiða sig og
hún fær stöðugar magakveisur.
Gæti verið að einhver sé að brugga
henni banaráð.
En það er þá fröken Forrest sem
dettur niður stiga í British Museum
og bíður bana af. Patrick fínnst að
hér hljóti eitthvað gruggugt að vera
á seyði. En hver gæti þó ástæðan
verið fyrir þessu. Að hrinda gömlum
konum niður stiga, svo að þeir láta
lífíð. Þetta er allt mjög svo kynd-
ugt. En óhugnaðurinn heldur áfram
og það ber vott um, að ódæðismað-
urinn er tekinn að örvænta..
Blásaklaus hundur þeirra Carol og
David finnst drukknaður. Patrick
getur ekki slitið sig frá málinu.
Einkum og sér í lagi vegna þess
að hann vill ekki gefa upp alla von
um að vinna hug og hjarta Ellenar.
Ekki er rétt að rekja söguþráð í
svona bókum. Góðar sakamálasög-
ur eru þarfaþing. Svo er um þessa,
þótt endirinn komi ekki beinlínis á
óvart. Að minnsta kosti ekki ef
maður hefur laumast til að kíkja.,..
QæsUegt
wtslimculmsnæúi
tilleigu igóðu hmfi
( nýrri og glæsilegri verslunarbyggingu við Gerðuberg er
nú til leigu húsnæði fyrir margskonar verslunarrekstur. Hér
er um einstakt tækifæri að ræða—fallegt hús, gott og fjöl-
mennt íbúðahverfi, góð staðsetning og greið aðkeyrsla.
Um er að ræða samtals 1.625 m2
á 3 hæðum._________________________________
Leigutími er5ár.
Jarðhæðin
er tæplega 615 m2. Hún hentar einkum fyrir rekstur fata-,
bóka-, ritfangaverslana o.þ.h. Hluti jarðhæðar er nú þegar
leigður.
1. hæð
er tæplega 605 m2. Hentar vel fyrir rekstur sérverslana, t.d.
úra- og skartgripaverslun, sportvöruverslun, leikfanga-
verslun, hljómplötuverslun o.þ.h. Einnig verður þar kaffi-
stofa.
2. hæð
er tæplega 405 m2. Þar fer vel á að hafa ýmiskonar þjón-
ustustarfsemi, t.d. rakarastofu, hárgreiðslustofu, snyrti-
stofu eða tannlæknastofu.
Afhending:
Leiguhúsnæði verður afhent leigutökum tilbúið undir tré-
verk í júlí n.k. Húsið verður þá að öðru leyti fullbúið utan
sem innan, þ.e. bílastæði malbikuð með hitalögnum og
gróðurkassar. Lóðin verðurfullfrágengin. Sameign að inn-
an verður einnig fullfrágengin. Lyfta verður í húsinu.
VERSLUNAfí^ HÚSIÐ SF
V GERÐUBERG11
Upplýsingar: Allar nánari upplýsingar gefur Guðjón Pálsson byggingameistari í síma 77772 (eftirkl. 18 virkadaga).