Morgunblaðið - 05.05.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 05.05.1987, Síða 50
50 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 Brúðhjónin ásamt brúðarmeynni, Guðrúni Jónu Árnad- óttur, hálfsystur Georgs. Allsherjargoði Asatrúarmanna gefur saman hjón w Ovenjuleg hjónavígsla fór fram í bíðskapar- veðri í skrúðgarðinum á Neskaupsstað á kjördag, 25. apríl sl. Allsherjargoði Ásatrúar- manna, Sveinbjöm Beinteinsson gaf þá saman í hjónaband, enska stúlku er um skeið hefur unnið á Neskaupsstað, Lisu Chordel og son sinn Georg Pétur. Ungu brúðhjónin er búa munu á Neskaupsstað höfðu látið þau boð út ganga að öllum bæjarbúum væri boðið að vera viðstaddir athöfnina og þáðu það allmargir. Síðar var veisla í Egilsbúð. Skyldmenni brúðar- innar komu frá Englandi til að taka þátt í gleðinni. Reuter. Von á erfingja Leikstjórinn og leikarinn Woody Allen og leikkonan Mia Farrow tilkynntu á fímmtu- dag í New York að þau ættu von á bami. Sagðist parið, sem ekki hefur gengið í hjónaband, vera mjög ánægt með þessi tíðindi. Allen, sem orðinn er 51 árs á ekkert bam fyrir, en Farrow, sem er 41 árs, á þrú böm frá hjóna- bandi sínu með hljómsveitarstjór- anum Andre Previn og hefur þar að auki ættleitt fímm böm. Allen og Farrow hafa unnið saman að gerð 6 kvikmynda þ. á m. „Hanna and Her Sisters" og em nú að vinna við sjöundu myndina. Morgunblaðið/Ágúst. Allsherjargoðinn talar yfir brúðhjónunum, við hlið Lisu stendur afi hennar John Brett og við hlið Ge- orgs, afi hans Analíus Hagvaag. f baksýn má sjá hluta af þeim mikla hóp er var viðstaddur athöfnina. COSPER — Klipptu hundinn og láttu þá, sem eru að biðja um iokk úr minu hári, fá strýið af honum. * Arg-angiir 1947 úr Ingimars- skóla Þessi glaðbeitti hópur út- skrifaðist fyrir 40 árum frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, sem manna í millum hefur verið kallaður Ingimarsskóli, eftir séra Ingi- mar Jónssyni sem var þar skólastjóri lengi. I skóla var samheldni innan hópsins mikil og hafa þau hitst reglulega á fímm ára fresti og gert sér dagamun. Nú er komið að 40 ára afmælinu og á þá að bregða sér bæjarleið, halda til Hveragerðis næsta laugardag og skemmta sér ærlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.