Morgunblaðið - 05.05.1987, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
mnmn
ást er...
. . . koss i bí/asímann.
TM Rag. U.S. Pat Off.—all rights resarved
• 1987 Los Angeies Times Syndicate
Q) 2M
Jú, hann er heima!
Með
morgiinkaffíriu
Hundurinn má ekki sjá ketti,
þá...
HÖGNI HREKKVÍSI
Þessir hringdu . . .
Skíði
Einhver tók Blizzard skíði, 90
sm, í misgrigum í Skálafelli á
páskadag. A skíðunum eru
Salomon 127 bindingar, hvítar
og rauðar. Á skíðunum sem
skilin voru eftir eru Salomon
bindingar af annari stærð, nr.
137, svartar og rauðar. Sá sem
skíðin tók er vinsamlegast beð-
inn að hafa samband í síma
• 20719.
íslenskum leiðbeiningum og
að leikimir yrðu íslenskaðir
þannig að t.d. tilkynningar á
skjá kæmu á íslensku. Sagði
hann að allir leikir sem fáan-
legir væm á sína tölvu
(Amstrad) væm á ensku eða
þýsku.“
Þingmaðurinn
þekkir ekki
málefni
kjördæmisins
Kjósandi á Snæfellsnesi
hringdi: „í kosningabaráttunni
setti það sterkan svip á umræð-
ur að vandamál landsbyggðar-
innar brenna heitt á þeim sem
búa út á landi. Þess vegna
vekur það furðu mína að í flest-
um kjördæmum úti á landi
komust inn þingmenn sem bú-
settir em í Reykjavík. En ég
held að við á Vesturlandi eigum
metið með þvi að kjósta 3 íbúa
í Reykjavík sem fulltrúa okkar.
Ég veit ekki hvort hægt er að
hlægja að þessu eða gráta.
Einn þingmaðurinn, Ingi Bjöm
Albertsson, veit ekki meira um
kjördæmið en það að hann seg-
ir í samtali við Morgunblaðið:
„Ég ætla að nota tímann fram
að þingsetningu til að kynna
mér betur mál Vesturlands-
kjördæmis enda mun ég setja
hagsmuni kjördæmisihs á odd-
inn á þingi.“
Við getum ekki búist við
umbótum í landsbyggðarmál-
um ef við veljum menn sem
búsettir em í Reykjavík og era
ekkert inni í okkar málum.
Utkoman er sorgleg fyrir Vest-
urland.“
Stj órnarmy ndun
Gestur gamli hringdi:
„Nú stendur fyrir dyram
myndun nýrrar ríkisstjómar.
Ég tel að Sjálfstæðisflokkur-
inn, Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn ættu að
mynda stjóm saman. Stjórn
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks var farsæl fyrir
þjóðfélagið en eins og úrslit
kosninganna urðu, tel ég eðli-
legt að Alþýðuflokkurinn komi
inn í stjómina.“
Tölvuleikir á
íslensku?
Táningur hringdi og spurðist
fyrir um það hvort ekki væri
hægt að selja tölvuleiki með
Svar við
fyrirspurn
Jón G. Tómsasson formaður yfirkjörstjórn-
ar í Reykjavík hafði samband við Velvak-
anda vegna fyrirspumar sem birtist 30.
apríl. Jón sagði að samkvæmt kosningalög-
um sé umboðsmönnum framboðslista
tryggður réttur til að fylgjast með því hveij-
ir greiða atkvæði m.a. með samanburði við
kjörskrár. „Um þetta er til úrskurður dóms-
málaráðuneytisins frá 1978 og vísast til
ráðuneytisins um frekari skýringar enda
ekki um sérmál Reykjavíkur að ræða“, sagði
Jón.
Fyrirspum til yfirkjttrstjórnar i Reykjavík:
Er heimilt að gefa
upp nafn kjósanda?
Til Velvakanda.
í kosningunum & dögunum
voru allmargir, sem sýndu per-
sónuskilrfki ( þeirrí einlœgu trú,
að nöfnin yrðu ekki gefin upp
til fulltrúa flokka, sem aáu
ástaeðu til þess að hafa eftirlit
I kiördeildum.
I dreifibréfi, sem einn flokkur
sendi frá sér, segir „UmbMs-
maður listans í kjördeild á rétt
á að fá upplýsingar um hverjir
hafa kosið og hver er að kjósa
hveqij sinni." Síðan er vitnað (
33. grein>kosningalaganna, sem
að minum dómi sker tœplega
úr um þetta atriði.
Nú hef ég fulla vissu fyrir
því, að á einum kjörstað hér í
bœ voru nöfn gefín upp að boði
yfirmanna þar, þegar Iqósandi
fór út. Finnst mér þama skjóta
skökku við þáð, sem fólk al-
mennt heldur, og vænti þess,
að yfirkjörBtjóm í Reykjavík
grdfni afdráttarlaust frá því,
hvemig að þessu skuli staðið.
t»aö er öldungis óhæft, aö hér
sé veríð að „plata“ fólk, eins og
einn komst að orði.
Kjósandi 0122-6790
Víkverji skrifar
Yfirleitt birta hvorki Víkveiji né
Velvakandi bréf, sem berast
nafnlaus á ritstjóm Morgunblaðs-
ins. Víkveiji mun þó gera undan-
tekningu og birta eftirfarandi bréf:
xxx
æru ritstjórar.
Nýlega birtist í Víkveija-
þættinum ykkar grein um atvinnu-
auglýsingar og þá ósvinnu
fyrirtækja að svara ekki umsókn-
um. Ég skrifa ykkur því ég þarf á
hjálp að halda. Ég þori ekki að
skrifa undir nafni en þetta er samt
til ykkar eftir að aðili sem þið þekk-
ið las þetta yfir. Ég er miðaldra
maður, með litla menntun. Ég lenti
í því að fyrirtækið sem ég vann hjá
var endurskipulagt, eins og það
heitir á nútímamáli. Það eru nokkr-
ir mánuðir síðan og_ ég hef ekki
getað fengið vinnu. Ég hef svarað
mörgum auglýsingum í blöðum
vegna atvinnu og verið á skrá hjá
ráðningarfyrirtækjum en ekkert
gengur.
Þá frétti ég af vinnu hjá opin-
berum aðila (ríkinu). Ég ræddi við
yfirmann í þeirri stofnun, hann
sagði mér að þetta væri rétt, það
væri að losna staða og ég skyldi
vera rólegur. Ég beið eins og asni
eftir því að staðan yrði auglýst.
Ekkert gerðist, svo ég fór til þessa
aðila aftur til að ræða starfið. Þá
var mér sagt að búið væri að ráða
í starfið, því miður. Ég var ákaflega
sár, og þetta er punkturinn í mál-
inu, því þessi yfirmaður viðurkenndi
fyrir mér og kunningja mínum þeg-
ar rætt var við hann aftur, að
samkvæmt lögum um opinbera
starfsmenn ættu allar stöður hjá
rikinu og fyrirtækjum þess að
vera auglýstar opinberlega, ann-
að væri lögbrot, en það hefur bara
enginn bent opinberlega á þetta
lögbrot. Einnig sagði þessi yfir-
maður að það væri líka lögbrot að
láta ráðningarskrifstofur aug-
lýsa undir dulnefni, fyrir opin-
berar stofnanir, og greiða þeim fullt
verð fyrir. En það hefur enginn
gert neitt í því. Vinsamlegast vekið
athygli á þessu máli, það eru marg-
ir menn eins og ég með reynslu en
ekki háskólamenntun, sem eru til-
búnir til að vinna jafnvel hjá ríkinu,
en ríkið brýtur sín eigin lög um
skyldur opinberra starfsmanna.
Ég bið ykkur: vekið athygli á
þessu máli. Ég veit að þetta er
óvenjulegt, en gleymið ekki að það
eru margir í mínum sporum og
gleymið ekki að við sem eigum
erfitt með að finna okkur vinnu
eigum konu og börn, og ekkert
er erfíðara og jafn persónulega nið-
urlægjandi og að fá ekki vinnu.
xxx
Líklega er á stundum erfítt fyrir
fólk, sem komið er á miðjan
aldur, að fá vinnu. Astæðan er
væntanlega sú, að vinnuveitendur
hafa áhyggjur af, að fólk, sem er
í atvinnuleit á þessum aldri, hafi
flosnað upp úr starfi, vegna þess,
að það hafi af einhveijum ástæðum
ekki staðið sig sem skyldi. Menn
skyldu þó varast að ganga út frá
slíku. I fyrsta lagi geta verið eðlileg-
ar ástæður fyrir því, að miðaldra
fólk vilji skipta um starf og reyna
eitthvað nýtt. I öðru lagi er meira
um það en áður, að endurskipulagn-
ing fyrirtækja leiði til breytinga á
mannahaldi, eins og bréfritari víkur
að.
I þessu sambandi er vert. að hafa
í huga, að fólk, sem komið er á
miðjan aldur bg býr yfir ákveðinni
starfsreynslu, getur verið margfalt
betri starfskraftur en kornungt
fólk, sem hefur litla eða jafnvel
enga reynslu að baki. Hitt fer ekki
á milli mála, eins og bréfritari raun-
ar nefnir, að menntunarkröfur
verða sífellt meiri og þess vegna
getur orðið æ erfiðara fyrir mið-
aldra og eldra fólk að finna vinnu
við sitt hæfi, hafi það litla skóla-
menntun til að bera. En þá ber að
gæta þess, að nú eru töluverðir
möguleikar á endurmenntun. Nægir
í þeim efnum að benda á, að ein-
staklingur, sem aflar sér einhverrar
þekkingar í tölvuvinnslu, sem auð-
velt er að gera hér, verður þá þegar
gjaldgengari á vinnumarkaðnum.
En hvað sem því líður hvetur
Víkveiji þá aðila, sem hlut eiga að
máli, að huga að efni þessa bréfs.
i