Morgunblaðið - 05.05.1987, Page 58

Morgunblaðið - 05.05.1987, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987 Bladburóarfólk óskast! Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Fóstrur draga uppsagnir til baka: AUSTURBÆR VESTURBÆR Lindargata 1 -38 o.fl Aragata o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Hverfisgata 63-115 o.fl. Laugavegur 1 -33 o.fl. Loforð um ráðn- ingfu deildarfóstra réði úrslitum borgar, fram staðfestingu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra á sérkröfum sem fóstrur fara fram á. Um tvöhundruð fóstrur sóttu fundinn sem hófst kl. 20:30 og stóð fram yfir miðnætti. Á fundi stjórnar Dagvistar í gær var samþykkt að mæla með við borgarráð að tiltekin dagvist- arheimili fengju að ráða yfir- fóstru og að undirbúningstíminn verði lengdur úr tveimur klukku- stundum i þrjár. Ennfremur að þaki sem verið hefur á starfs- mannafundum verði lyft úr 12 klukkustundum í 20. Viðræður án þrýstings „Ég fagna því að fóstrur hafa sýnt þá skynsemi að ganga til sinna starfa á ný og hafa áttað sig á að borgin var búin að gera mjög vel við þennan hóp að þessu sinni,“ sagði Dvíð Oddsson borgarstjóri. Hann taldi að fóstrur hefðu áttað sig á að ekki var frambærilegt að halda áfram aðgerðum sem þessum. Haraldur Hannesson formaður starfsmannafélagsins sagði að á fúndi með borgarstjóra á sunnudag hefði opnast smuga til sátta. í fund- argerð þess fundar sem Haraldur kynnti fóstrum segir: „Formaður Starfsmannafélags Reykajvíkur- borgar hefur í dag átt óformlegar viðræður við borgarstjóra um mál- efni fóstra. í þeim viðræðum kom fram, að af hálfu borgarinnar hefur þegar verið gengið lengra til móts við þennan hóp starfsmanna en nokkum annan innan StRv. Lengra yrði því ekki gengið og borgin yrði að horfast í augu við, að allstór hópur, sem starfar á dagvistar- stofnunum hennar væri horfínn frá þeim störfum að eigin frumkvæði og á eigin ábyrgð. Borgin hlyti því að neyta allra úrræða til að opna á ný þær deildir dagvistastofnan- anna, sem lokast myndu af þessum ástæðum og m.a. um hríð að manna þau enn frekar en nú er með ófag- lærðu fólki. Á hinn bóginn vildi borgarstjóri undirstrika, að borgin væri þrátt fyrir það sem á undan væri gengið tilbúin til að sýna þann sveigjan- leika, að þeir starfsmenn, sem mættu til vinnu n.k. mánudag og tilkynntu að þeir hefðu fallið frá sínum uppsögnum, fengju greidd laun fyrir þá þijá daga, sem þeir hafa ekki verið í starfí hjá borginni og héldu enn fyrirframgreiðslu launa, sem átti að falla niður um leið og uppsagnir tóku gildi. Jafnframt var undirstrikað: 1. að þær samþykktir sem starfskjara- nefnd gerði svo og þær tillögur, sem starfsmannastjóri og framkvæmda- stjóri dagvistar hafa gert voru með vitund borgaryfírvalda og njóta stuðnings þeirra. Ekki er því minnsti vafi á, að hvoru tveggja verður endanlega staðfest af réttum aðilum í byrjun næstu viku. 2. að ljóst sé að á samningstí- manum muni starfskjaranefnd og eftir því sem við á stjómamefnd dagvistar, taka til athugunnar ýmiss kjaraleg og stjómunarleg atriði, sem ekki var endanleg af- staða tekin til í samningi við StRv né með þeirri sérstöku ákvörðun, sem borgarráð gerði þann 14. apríl sl. og laut að nokkmm þáttum kjaramála." Haraldur Hannesson sagðist túlka niðurstöðumar á þann veg að viðræður fæm aftur í gang en án þrýsting vegna fjölda uppsagna og mundu væntanlega leiða til ár- angurs sem báðir aðilar geta sætt sig við. Hann benti á að með þess- um samkomulagi næðu fóstmr á dagvistarheimilum borgarinnar, sömu launum og fóstmr í ná- grannasveitarfélögunum. Árangur náðist með samstöðu Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra sagði að árangur í kjarabaráttunni bæri fyrst og fremst að þakka sam- stöðu hópsins. Ýmsar sérkröfum sem Haraldur Hannesson kynnti á fundi fóstra, hefðu fengist skriflega staðfestar af borgarstjóra. Hún sagði að þar með væri ljóst að staða yfírfóstm fengist á fleiri dagvistar- heimilum en upphaflega var gert ráð fyrir og að undirbúningstími lengdist um eina klukkustund. „Þá lagði Haraldur Hannesson höfuð sitt að veði um að deildarfóstm starfsheitinu yrði náð um næstu áramót og á gmndvelli þessa ákváð- um við að draga uppsagnimar til baka,“ sagði Margrét Pála. „Við höfum tapað með tillitit til þess að við óskuðum eftir öðmm viðbrögð- um og jákvæðari samskipum við okkar vinnuveitendur. Með kröfum okkar er stefnt að betri vinnufrið á heimilum á þess að þurfa að hafa áhyggjur af því manna stöður frá degi til dags." A fundinum samþykktu fóstmr eftirfarandi ályktun: „Kvennastétt gerðist svo djörf að gera kröfur um vemlegar kjarabætur og önnur vinnubrögð í samningagerð. Bar- átta okkar hefur fært okkur heim sanninn um það, hversu sterkt það vald er, sem karlar hafa - beggja vegna borðsins. Þetta vald sigra fóstmr ekki í þessari lotu - við höf- um tapað omstu en baráttunni er ekki lokið. Því hvetur fundurinn fóstmr til að draga uppsagnir sínar til baka á gmndvelli staðfestingar borgar- stjóra um sérmál svo og að á samningstímanaum verði tekin til athugunar ýmis kjaraleg og stjóm- unarleg atriði eins og fram kemur í samkomulagi Davíðs Oddssonar og Haraldar Hannessonar frá í dag. Fóstmr harma stóryrði og rangar upplýsingar, sem fram hafa komið í fjölmiðlum undanfama daga. Við óskum ekki eftir baráttu á þeim nótum. Fóstmr falla þó ekki frá þeirri framtíðar sýn að kvennastéttir geti bætt sinn hlut. Ein af forsendum þess teljum við vera að kvennastj- éttir og aðrir hópar taki málin í eigin hendur. { næstu samningalotu eiga Reykjavíkurfóstmr í fyrsta sinn rétt á sjálfstæðum samníngsrétti. Þann rétt viljum við nýta.“ Fagna því að fóstrur hafa átt- að sig - segir Davíð Oddsson borgarstjóri FÓSTRUR í Reykjavík ákváðu að draga uppsagnir sínar til baka að lokinni atkvæðagreiðslu á fundi féalgsins sem haldinn var síðstiiðið sunnudagskvöld. Af 190 fóstrum sem sagt höfðu upp störfum greiddu 166 atkvæði og samþykktu 107 að draga upp- sagnirnar til baka, 51 voru á móti, 7 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Á fundinum lagði Har- aldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- Handbókin ISLENSK FYRIRTÆKI 1987 er korrvin út hjá Frjálsu framtakí Hún hefur ab geyma eftirf arandí: 1. Fyrirtækj&skrá meö rúmlega 9.500 st&rfandi fyrirtækjum, félögum, s&mtökum og opinberum stofnunum & öllu l&ndinu. OU skr&ö meb n&fnnúmer. 2. Vöru-og þjórvustuskrá. 3. Umboð&skrá. 4. Skrá yfir íslenska útflytjendur. 5. Skrá yfir öll íslensk skip. Bókin er seld ílausasölu hjá FRJÁLSU FRAMTAKI í ÁRMÚLA18. Einnig er hægt ab panta hana í síma og f á hana senda um hæl. Frjálstframtak Ármúla 18,sími: 82300 p s ifi co Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.