Morgunblaðið - 05.05.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1987
59
Morgunblaðið/Júlíus
Þuríður Pálsdóttir fóstra og Kristín Gylfadóttir forstöðukona á
Laufásborg voru í hópi þeirra fóstra sem mættu til vinnu á dagvist-
arheimilum borgarinnar í gær eftri að hafa dregið uppsagnir sínar
til baka.
Morgunblaðið/Júlíus
Sesselja Hauksdóttir forstöðukona í Hlíðarborg sagði að loforð um
stöðu deildarfóstru hefði ráðið úrslitum um að fóstrur ákváðu að
draga uppsagnir sínar til baka.
Hefðum viljað betri
staðfestingu loforða
Morgunblaðið/Júlíus
barnahópnum með afmælisbarn dagsins fyrir frainan sig.
- segja fóstr-
ur sem drógu
uppsagnir sínar
til baka
FÓSTRUR á Laufásborg sem er
dagheimilii og í Hlíðarborg sem
er leikskóli voru í hópi þeirra
sem sagt höfðu upp störfum en
mættu til vinnu i gærmorgun
eftir að meirihluti fóstra hafði
samþykkti að draga uppsagnirn-
ar til baka. Blaðamaður Morgun-
blaðsins ásamt ljósmyndara litu
við á heimilunum i gær spurðu
þær hvort þær væru ánægðar
með þessi málalok.
Ulskásti kosturinn
Kristín Gylfadóttir, forstöðukona
á Laufásborg sagði að allar fóstrur
heimilisins, en þær eru fjórar hefðu
sagt upp störfum en dregið upp-
sagnir sínar til baka. „Við erum
engan veginn ánægðar," sagði
Kristín. „Sumir sögðu á fundinum
að þetta hefði verið illskásti kostur-
inn en þetta var samþykkt meiri-
hlutans og það er mikilvægt atriði
að við komum fram sem ein heild.
Baráttan er ekki búin því þetta er
ekkii' síðasta sinn sem við semjum."
„Eg hefði viljað sjá betri stað-
festingu á sérkröfunum," sagði
Þuríður Pálsdóttir, fóstra. Kristín
bætti við að lagt hefði verið upp
með 40 þúsund króna lágmarkslaun
og kröfu um deildarfóstru auk ann-
arra sérmála. „Ég hefði viljað sjá
staðfestingu á að við fáum þessar
kröfur uppfylltar, en ekki bara vil-
yrði fyri þeim,“ sagði Kristín. „Það
er svo erfítt að treysta stöðugt á
Lena Hreinsdóttir fóstra í miðjum
vilyrði en við verðum að gera það
þrátt fyrir að orðalag í fundargei-ð
borgarstjóra sé vægast sagt mjög
loðið/
„Ég hefði viljað að rætt hefði
verið beint við fóstrur," sagði Þuríð-
ur. Spurningunni um hvaða stétt
þær teldu að miða bæri við í laun-
akröfum, svaraði Kristín á þá leið
að hún teldi ekki rétt að miða við
neina sérstaka stétt. „Við tilheyrum
heilbrigðisgeiranum en lögðum upp
með okkar eigin kröfur eftir að
hafa haldið marga fundi bæði á
vinnustöðum og utan. Kröfurnar
eru því ekki komnar úr þröngum
hópi fóstra þær eru sameiginleg
niðurstaða sem fóstrur komust að,“
sagði Kristín.
Óánægja með loðin lof-
orð
í Hlíðarborg höfðu fimm fóstrur
sagt upp störfum en dregið upp-
sagnir sína til baka og mættu þær
til vinnu í gær. „Við höfum lýst
vonbrigðum okkar og að okkur
finnst við hafa tapað orustunni,"
sagði Sesselja Hauksdóttir, for-
stöðukona. „Vissulega höfum við
fengið ýmislegt fram en það eru
ekki bara launin sem þurftu að
hækka. Við hefðum viljað fá betri
röðun eins og hjá viðmiðunarhópun-
um, sem eru til dæmis kennarar,
hjúkrunarfræðingar og meinatækn-
ar svo að hægt hefði verið að
tryggja betri vinnufrið á heimilun-
um. Það sem réði úrslitum um að
uppsagnimar voru dregnar til baka
var að við teljum okkur hafa fengið
loforð fyrir stöðu deildrafóstru til
að leggja áherslu á stjórnunarlega
ábyrgð sem fóstmr hafa.“
Lena Hreinsdóttir, fóstra sagðist
ekki vera ánægð. „Ég er hálf hrædd
við þessi loðnu loforð um að þetta
og hitt verði athugað," sagði hún.
„Eg hefði viljað sjá betri staðfest-
ingu á loforðunum áður en við
snémm til vinnu á ný. Ég var reið
í gær en er leið í dag og þeir for-
eldrar sem ég hef hitt hafa lýst
yfir undmn sinni með að við skulum
hafa dregið uppsagnimar til baka
og vilja vita hvað hafi breyst sem
valdi því að við hófum störf á ný.“
Myndlista-
sýning í
Fíladelfíu
OWE Wallberg myndlistamaður,
opnar sýningu á 20 myndum í
Fíladelfíu í dag kl. 14. Sýningin
stendur fram á fimmtudag og
er opin alla daga frá ld. 14 til 18.
Myndirnar em unnar meðbland-
aðri tækni en sjö þeirra em unnar
í kopar og beitir Owe egin tækni
við gerð þeirra. Allt frá árinu 1963
hefur hann þróað þessa aðferð sem
felst í að slípa koparinn í stað þess
að banka hann og brenna.
Morgunblaðið/Emilía
Owe Wallberg, myndlistamaður með nokkur verka sinna.
Wterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöiU!
^Vpglýsinga-
síminn er 2 24 80
TIMKEN
keilulegur
SUÐURLANDSBRAUT 8
,^SÍMI 84670^^