Morgunblaðið - 05.05.1987, Page 60

Morgunblaðið - 05.05.1987, Page 60
STERKTKORT Viðlaga þjónusta ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Islenskur teiknari hjá Walt Disney ÍSLENSKUR teiknari, Helga Egilson, mun vinna að gerð næstu teiknimyndar Walt Disney-fyrirtækisins, sem framleidd verður af bandariska leikstjóranum Steven Spielberg. Helga hefur verið ráðin á teiknistofu Richards William sem er verktaki við gerð myndarinn- ar, til næstu tveggja mánaða. Að loknum tilskyldum reynslutíma mun hún væntanlega fá fastan samning sem aðstoðarteiknari. „Þetta er ævintýramynd sem er árinu 1970. Hún lærði við breskan bæði leikin og teiknuð. Raunar hef ég enn fengið mjög litlar upplýsing- ar um verkið. Yfir myndinni hvílir mikil leynd og eina handritið sem teiknistofan hefur fengið til aflestr- ar gengur nú á milli manna,“ sagði Helga í samtali við Morgunblaðið. „Eg veit aðeins að heiti myndarinn- ar er „Who framed Roger rabbit" og þetta er einskonar sakamála- mynd.“ Hel^a hefur búið í Bretlandi frá skóla, en var að því búnu ráðin við gerð bóka og síðar sjónvarps- myndaflokks um bangsann Padd- ington sem er íslendingum kunnur. Hún hefur undanfarin ár unnið í lausamennsku við gerð teiknimynda í Lundúnum. Vinna við gerð Walt Disney- myndarinnar er á byijunarstigi. Helga sagði að sjálf teiknimynda- gerðin myndi standa yfir í eitt ár. M orgu nbl aðið/Þorkell Vel var tekið á móti Kristínu Daníelsdóttur fyrsta viðskiptavini Út- vegsbanka íslands hf. í gærmorgun. Auk blómvandar fékk Kristín afhentan innlánsreikning með 10.000 króna innistæðu. Hér sést elsti starfsmaður Útvegsbankans, Adolf Björnsson, óska Kristínu til ham- ingju. Adolf hefur starfað í bankanum í 53 ár. Utvegsbanki Islands hf. tekinn til starfa: Mikil viðskipti fyrsta (laginn BLÓM og skreytingar settu svip sinn á afgreiðslustaði Útvegsbanka Islands í gær og mikill fjöldi fólks heim- sótti bankann á fyrsta opnunardegi hans eftir að nýr hlutafélagsbanki, Út- vegsbanki Islands hf.,yfirtók rekstur Útvegsbanka Islands. Viðskipti í bankanum voru með allra mesta móti. Guðmundur Hauksson banka- stjóri sagði við Morgunblaðið að dagurinn hefði verið tekinn snemma og eftir að hafa rætt við starfsfólk í aðalbanka Útvegs- bankans við Austurstræti í Reykjavík og tekið þar á móti, fyrsta viðskiptavini bankans hefði hann heimsótt Guðmundur öll útibú bankans á höfuðborgar- svæðinu ásamt Gísla Ólafssyni formanni bankaráðs. Guðmundur sagði aðspurður að honum litist vel á starfsandann innan bankans. „Þó hefur óvissan um framtíð bankans varað of lengi og sett sitt mark á starfs- fólkið en ég get ekki fundið betur en fólkið sé tilbúið að taka á með okkur og snúa dæminu við,‘ sagði Guðmundur Hauksson. Sjá frétt á blaðsíðu 24. ■ ’■& * ' '**:*** ' ♦*íí-v '• • •» Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þrír starfsmenn flugþjónustudeildar varnarliðsins, þeir Friðbjörn Jónsson til vinstri, Halldór Hall- dórsson krjúpandi fyrir miðju og Guðmundur B. Haraldsson reyna eina af nýju gasbyssunum og ekki var annað að sjá á atferli veiðibjöllunnar en hún væri logandi hrædd við hvellinn úr kanónunni. Keflavíkurflugvöllur: Skotið á veiðibjöll- ur með erasbyssum Keflavík. VEIÐIBJALLAN hefur verið talsvert vandamál fyrir flugumferð á Keflavíkurflugvelli í gegnum árin og hafa menn gert ýmislegt til að fæla hana frá því að verpa í nágrenni flugbrautanna, en með litlum sem engum árangri. Nú hafa verið fengnar 4 gas- byssur í þessari baráttu og er ætlunin að gera veiðibjöllunum lífið leitt og fæla þær í burtu. Þær veiðibjöllur sem á næstunni koma til að verpa á hefðbundnum stöðum eiga ekki von á góðu, því þær verða undir stöðugri skothríð frá þessum byssum, sem skjóta sífellt með ákveðnu millibili. Flugþjónustudeild varnarliðsins fyrir hendi þegar fugl lendir sér um allt eftirlit með flugbraut- unum og sagði Hjörtur Hannesson yfirverkstjóri að á síðasta ári hefðu þeir týnt upp 50 dauða fugla á brautunum eftir að þeir hefðu lent á flugvélum sem voru í flugtaki eða að koma inn til lend- ingar. „Það er alltaf slysahætta flugvé!, en við höfum sloppið hing- að til með minniháttar skemmdir á flu, 'élum,“ sagði Hjörtur Hannesson í samtali við Morgun- blaðið. Hjörtur sagði að við taln- ingu hefði komið í ljós að veiðibjallan ætti yfír 80 hreiður í nágrenni flugbrautanna og mikil hætta skapaðist þegar ungar úr þessu varpi væru að ná tökum á fluglistinni. „Núna ætlum við að freista þess að fæla hana frá því að verpa á þessum stöðum með því að gefa henni ekki stundlegan frið.“ Að sögn Hjartar eru þessar „kanónur" þannig útbúnar að þær eru knúnar gasi og hægt að stilla hversu oft þær skjóta. Gæti liðið allt frá hálfri mínútu til 30 mínútna á milli skota. Ætlunin væri að vera með þær á þeim stöð- um þar sem veiðibjallan sækir helst í að verpa, en hafa þær samt aldrei á sama stað. - BB. Sigfús Schopka fiskifræðingrir: Þorskveiðin byggist að mestu á ungfiski ini 1*1 XI/ • X tl 1 m m # 1 • Ekki hægt að búast við miklum göngum á hrygning- arsvæðin vegna slakra árganga á árunum 1978 til 1982 „ÞAÐ VAR búizt við því, að þorskveiðar á þessu ári myndu að mestu leyti byggjast á ung- fiski frá árinu 1983. Vegna þess að árgangarnir frá 1978, ’79, ’81 og ’82 voru allir undir meðal- lagi, var ekki hægt að búast við miklum göngum á hrygningar- svæðin. Aðeins árgangurinn frá 1980 var í meðallagi, en það er ekki nóg,“ sagði Sigfús Schopka, samtali við fiskifræðingnr, Morgunblaðið. Þorskveiði hefur verið treg á vertíðarsvæðinu síðustu vikur og veiði togaranna hefur aðallega byggzt á ungfiski. Sigfús sagði, að árgangurinn frá 1983 væri mjög stór og árangurinn frá ’84 væri einnig stór, en ’83-árgangurinn væri mjög mikið í veiðinni. Sem dæmi um það, hve mikið af smá- fiski hefði verið á miðunum í vetur mætti nefna, að þegar væru skyndi- lokanir orðnar 50 á þessu ári, en hefðu verið 70 allt síðasta ár. „Það er veitt of mikið til að þorsk- stofninn nái að rétta sig við. Með þessari veiði nú rétt hjökkum við í sama farinu. Nýtingin á þorskstofn- inum er ekki nógu góð. Það væri betra að gefa þessum stóru ár- göngum frið til að vaxa og eldast. Þá verður nýtingin betri, færri fisk- ar í hveiju tonni og fleiri fiskar komast á hrygningarsvæðin. Það gæti þá ennfremur dregið úr hugs- anlegum aflasveiflum í framtíðinni, væri hægt að nýta þessa sterku árganga nægilega skynsamlega. Okkur telst til að á þessu ári verði um helmingur þorskaflans miðað við fjölda fiska af árgöngunum frá 1982 og 1983,“ sagði Sigfús Sehopka. Sjá vertíðarfréttir á bls. 34.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.