Morgunblaðið - 17.06.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 17.06.1987, Síða 44
Leiðrétting RANGLEGA var greint frá úrslit- um í kappróðri í frásögn Morgun- blaðsins af hátíðarhöldum í Reykjavík á Sjómannadeginum. Þar var sagt að stúlkumar úr Emmess-ísgerðinni hefðu borið sigur úr býtum í kvennariðlinum en hið rétta mun vera, að það voru stúlkumar í Hraðfrystistöð- inni sem unnu keppnina með glæsibrag. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum. Sjómannadagurinn á Fáskrúðsfirði: Sjómenn aðstoð- uðu við messugerð Fáskrúðsfirði. Sjómannadagurinn var hald- inn hátíðlegur á Fáskrúðsfirði með hefðbundnum hætti. Ferðamannaþjónusta á Ströndum: Hópur kvenna rekur sumarhótel Laugarhóli. SUMARHÓTELIÐ á Laugarhóli í Bjamarfirði opnar formlega sumarstarfsemi sína þann 17. júní og er nú rekið af konum í Bjamarfirði. Auk veitinga og gistingar er nú opin til klukkan 10 á kvöldin Gvendarlaug. Þá er næturvakt og þjónusta við gesti sem em seint á ferð. Konur í Bjamarfirði gerðu með sér félagsskap á síðastliðnum vetri um að reka í sumar hótelið á Laug- arhóli. Leggja þær allar fram eftir ákveðinni áætlun vinnu sína við rekstur hótelsins í sumar og gera svo upp hlut sinn að hausti. Verður boðið upp á gistingu í herbergjum, svefiipokaplássi og svo tjaldstæði. Þá eru allar veitingar einnig seldar, bæði hótelgestum og öðrum sem leið eiga um Bjamarfjörð. Auk þess verða haldnir nokkrir dansleikir á staðnum í sumar. Það sem mesta athygli vekur er kannski það, að nú er sundlaugin, það er Gvendarlaug hins góða, opin fyrir hótelgesti og almenning allan daginn, en ný skýli vom tekin í notkun við hana í byijun júnímán- aðar. Einnig er hægt að fara í „heita pottinn", en það er dæld í sandstein við hlið laugarinnar, sem uppstreymi heita vatnsins hefur holað í tímans rás. Þá var jafnvel ætlunin að endurbyggja gömlu set- laugina, sem kölluð er Klúkulaug, eða Gvendarlaug, þar sem talið er að Guðmundur góði biskup hafi vígt hana á sínum tima. Sótt var um fé til þess til sýslunendar en fékkst ekki, þar sem beiðnin kom ekki frá hinum formlega eiganda jarðarinn- ar, sem er hreppsnefndin á Drangs- nesi. Gæti þessi laug ein og út af fyrir sig verið álíka aðdráttarafl fyrir ferðamenn og Snorralaug í Reykholti. Til þess að svo megi verða þarf að friða laugina og gera við hana, einnig að merkja hana og gera umhverfi hennar vistlegt. Þótt svo hótelið verði ekki form- lega opnað fyrr en 17. júní kom fyrsti hópurinn til dvalar helgina 12.—14. júní, en það var hópur austfirskra kvenna. Þá komu með- limir Skólastjórafélags íslands, sem var forveri hins núverandi félags skólastjóra og yfirkennara, hér við sunnudaginn 14. júní á leið sinni kringum landið. Það eru því bjartsýnar konur sem hér leggja hönd á plóginn til ferða- mannaþjónustu í Bjarnarfirði. - SHÞ. Vopnafjörður: Hátíðarhöldin hófust um kl. 10.30 um morguninn með guðs- þjónustu í Fáskrúðsfjarðarkirkju þar sem sóknarpresturinn sr. Þorleifur K. Kristmundsson þjón- aði fyrir altari. Skapti Skúlason stýrimaður á Ljósafelli SU flutti stólræðu og aðstoðuðu sjómenn við messugerðina. Kirkjukórinn söng og Berglind Ósk Agnars- dóttir söng einsöng. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir í kirkjunni, þeir Guðjón Daníelsson frá Kolmúla og Gísli Guðmundsson frá Sómastöðum. Nanna Steinunn Þórðardóttir lagði blómsveig að minnisvarða drukknaðra sjómanna og flutti ávarp. Minntist hún á Synetu- slysið sem var við Skrúð síðast- liðna jólahátíð. Eftir hádegi var farið í hópsigl- INNLENT Nýstofnað skógræktar- félag tekur til starfa Vopnafirði. FYRSTA stóra verkefni Skóg- ræktarfélags Vopnafjarðar var gróðursetning plantna á skóg- ræktardaginn, alls um eitt þúsund plöntur sem settar voru niður á útivistarsvæði syðst í þorpinu og í skógarreit við Torfastaði. Tildrög að stofnun félagsins má rekja til ferðalags fulltrúa Skógrækt- ar ríkisins um Austurland á síðast- liðnu sumri í því skini að endurvekja gömul skógræktarfélög og hvetja til stofnunar nýrra þar sem áhugi væri fyrir hendi. Fundur hans með áhuga- fólki á Vopnafirði leiddi síðan til þess að 7. ágúst síðastliðinn var formlega stofnað Skógræktarfélag Vopna- fjarðar og voru stofnfélagar 49 talsins. Formaður félagsins er Sigurður Pétur Alfreðsson og sagði hann til- gang félagsins viðhald og endumýjun eldri gróðurreita svo og gróðursetn- ingu á nýjum svæðum. Sigurður Pétur gat þess að plöntukaup félags- ins nú hefðu alfarið verið fjármögnuð með fjárframlögum félaganna sjálfra. Almennur áhugi er meðal Vopnfírð- inga á tijárækt og vonir bundnar við hið nýstofnaða félag. - B.B. T86I ÍMtJt -TI ÍIUDAaiDnvaiM .aiaAJaVIUDÍIOM 44____________________ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Dregið í happ- drætti ÍUT DREGIÐ hefur verið S bygging- arhappdrætti íslenskra ung- templara. Aðeins var dregið úr seldum mið- um og komu vinningar á eftirtalin númer: 3, 781, 128, 225, 437, 680, 718, 153, 181, 204, 424, 484, 637, 759. Vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar. Vinninga skal vitja innan árs á skrifstofu ÍUT á Eiríksgötu 5. Happdrættið var haldið til styrkt- ar húsakaupum íslenskra ung- templara. Morgunblaðið/Nanna Buchert Jón Einarsson með eina af myndum sinum í Jónshúsi. Kaupmannahöfn: Lj ósmyndasýning Jóns Einarssonar Jónshúsi, Kauprnannahöfn. NÚ STENDUR yfir í félags- heimilinu ljósmyndasýning Jóns Einarssonar, en hann er búsettur í Malmö. Myndimar hefur hann tekið víða um heim á undanförn- um árum, nokkrar á íslandi, einkum mannamyndir. Em myndimar alls 37, bæði svart- hvítar og í lit og hafa þegar glatt augu margra hér, en sýningin mun standa út júnímánuð. Jón Einarsson er Reykvfkingur og var þekktur sem ljósmyndari þar, er hann starfaði með leik- flokknum Grímu um nokkurra ára skeið og einnig, er hann efndi til einnar fyrstu einkasýningar á ljós- myndum, sem haldin var í Reykja- vík. Það var á Mokkakaffi á Skólavörðustíg, skömmu eftir að þar var hafínn rekstur. Áður hafði Jón tekið þátt í samsýningum og fengið myndir teknar inn á alþjóð- legar sýningar, m.a. í Edinborg. 1970 flutti Jón til Malmö eins og svo margir íslendingar á þeim árum, og ílengdist þar, en ferðaðist alltaf mikið, bæði heim og um Evr- ópu, athugull mjög og margfróður um listir og fræga staði og bygging- ar. Ber ljósmyndasýning hans þessu glöggt vitni. G.L.Ásg. Leiðrétting Rangt nafn birtist undir mynd á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag af tundur- dufli. Ljósmyndina tók Svavar ■ B. Magnússon. Blaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Hluti hópsins sem vann að gróðursetningu á skógræktardaginn. Morgunblaðið/Albert Kemp Fjöhnenni var á höfninni þegar leikirnir fóru fram. Nanna Steinunn Þórðardóttir leggur hér blómsveig að minnis- varða drukknaðra sjómanna. Sóknarpresturinn sr. Þorleifur K. Kristmundsson stendur hjá. Þeir Guðjón Danielsson frá Kolmúla og Gísli Guðmuudsson frá Sóma- stöðum voru heiðraðir. ingu um fjörðinn á togaranum kvöldið var svo stiginn dansí fél- Ljósafelli og smábátum. Einnig agsheimilinu Skrúð. fóru fram ýmsir leikir sem til- — Albert heyra sjómannadeginum. Um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.