Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.06.1987, Qupperneq 44
Leiðrétting RANGLEGA var greint frá úrslit- um í kappróðri í frásögn Morgun- blaðsins af hátíðarhöldum í Reykjavík á Sjómannadeginum. Þar var sagt að stúlkumar úr Emmess-ísgerðinni hefðu borið sigur úr býtum í kvennariðlinum en hið rétta mun vera, að það voru stúlkumar í Hraðfrystistöð- inni sem unnu keppnina með glæsibrag. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum. Sjómannadagurinn á Fáskrúðsfirði: Sjómenn aðstoð- uðu við messugerð Fáskrúðsfirði. Sjómannadagurinn var hald- inn hátíðlegur á Fáskrúðsfirði með hefðbundnum hætti. Ferðamannaþjónusta á Ströndum: Hópur kvenna rekur sumarhótel Laugarhóli. SUMARHÓTELIÐ á Laugarhóli í Bjamarfirði opnar formlega sumarstarfsemi sína þann 17. júní og er nú rekið af konum í Bjamarfirði. Auk veitinga og gistingar er nú opin til klukkan 10 á kvöldin Gvendarlaug. Þá er næturvakt og þjónusta við gesti sem em seint á ferð. Konur í Bjamarfirði gerðu með sér félagsskap á síðastliðnum vetri um að reka í sumar hótelið á Laug- arhóli. Leggja þær allar fram eftir ákveðinni áætlun vinnu sína við rekstur hótelsins í sumar og gera svo upp hlut sinn að hausti. Verður boðið upp á gistingu í herbergjum, svefiipokaplássi og svo tjaldstæði. Þá eru allar veitingar einnig seldar, bæði hótelgestum og öðrum sem leið eiga um Bjamarfjörð. Auk þess verða haldnir nokkrir dansleikir á staðnum í sumar. Það sem mesta athygli vekur er kannski það, að nú er sundlaugin, það er Gvendarlaug hins góða, opin fyrir hótelgesti og almenning allan daginn, en ný skýli vom tekin í notkun við hana í byijun júnímán- aðar. Einnig er hægt að fara í „heita pottinn", en það er dæld í sandstein við hlið laugarinnar, sem uppstreymi heita vatnsins hefur holað í tímans rás. Þá var jafnvel ætlunin að endurbyggja gömlu set- laugina, sem kölluð er Klúkulaug, eða Gvendarlaug, þar sem talið er að Guðmundur góði biskup hafi vígt hana á sínum tima. Sótt var um fé til þess til sýslunendar en fékkst ekki, þar sem beiðnin kom ekki frá hinum formlega eiganda jarðarinn- ar, sem er hreppsnefndin á Drangs- nesi. Gæti þessi laug ein og út af fyrir sig verið álíka aðdráttarafl fyrir ferðamenn og Snorralaug í Reykholti. Til þess að svo megi verða þarf að friða laugina og gera við hana, einnig að merkja hana og gera umhverfi hennar vistlegt. Þótt svo hótelið verði ekki form- lega opnað fyrr en 17. júní kom fyrsti hópurinn til dvalar helgina 12.—14. júní, en það var hópur austfirskra kvenna. Þá komu með- limir Skólastjórafélags íslands, sem var forveri hins núverandi félags skólastjóra og yfirkennara, hér við sunnudaginn 14. júní á leið sinni kringum landið. Það eru því bjartsýnar konur sem hér leggja hönd á plóginn til ferða- mannaþjónustu í Bjarnarfirði. - SHÞ. Vopnafjörður: Hátíðarhöldin hófust um kl. 10.30 um morguninn með guðs- þjónustu í Fáskrúðsfjarðarkirkju þar sem sóknarpresturinn sr. Þorleifur K. Kristmundsson þjón- aði fyrir altari. Skapti Skúlason stýrimaður á Ljósafelli SU flutti stólræðu og aðstoðuðu sjómenn við messugerðina. Kirkjukórinn söng og Berglind Ósk Agnars- dóttir söng einsöng. Tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir í kirkjunni, þeir Guðjón Daníelsson frá Kolmúla og Gísli Guðmundsson frá Sómastöðum. Nanna Steinunn Þórðardóttir lagði blómsveig að minnisvarða drukknaðra sjómanna og flutti ávarp. Minntist hún á Synetu- slysið sem var við Skrúð síðast- liðna jólahátíð. Eftir hádegi var farið í hópsigl- INNLENT Nýstofnað skógræktar- félag tekur til starfa Vopnafirði. FYRSTA stóra verkefni Skóg- ræktarfélags Vopnafjarðar var gróðursetning plantna á skóg- ræktardaginn, alls um eitt þúsund plöntur sem settar voru niður á útivistarsvæði syðst í þorpinu og í skógarreit við Torfastaði. Tildrög að stofnun félagsins má rekja til ferðalags fulltrúa Skógrækt- ar ríkisins um Austurland á síðast- liðnu sumri í því skini að endurvekja gömul skógræktarfélög og hvetja til stofnunar nýrra þar sem áhugi væri fyrir hendi. Fundur hans með áhuga- fólki á Vopnafirði leiddi síðan til þess að 7. ágúst síðastliðinn var formlega stofnað Skógræktarfélag Vopna- fjarðar og voru stofnfélagar 49 talsins. Formaður félagsins er Sigurður Pétur Alfreðsson og sagði hann til- gang félagsins viðhald og endumýjun eldri gróðurreita svo og gróðursetn- ingu á nýjum svæðum. Sigurður Pétur gat þess að plöntukaup félags- ins nú hefðu alfarið verið fjármögnuð með fjárframlögum félaganna sjálfra. Almennur áhugi er meðal Vopnfírð- inga á tijárækt og vonir bundnar við hið nýstofnaða félag. - B.B. T86I ÍMtJt -TI ÍIUDAaiDnvaiM .aiaAJaVIUDÍIOM 44____________________ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Dregið í happ- drætti ÍUT DREGIÐ hefur verið S bygging- arhappdrætti íslenskra ung- templara. Aðeins var dregið úr seldum mið- um og komu vinningar á eftirtalin númer: 3, 781, 128, 225, 437, 680, 718, 153, 181, 204, 424, 484, 637, 759. Vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar. Vinninga skal vitja innan árs á skrifstofu ÍUT á Eiríksgötu 5. Happdrættið var haldið til styrkt- ar húsakaupum íslenskra ung- templara. Morgunblaðið/Nanna Buchert Jón Einarsson með eina af myndum sinum í Jónshúsi. Kaupmannahöfn: Lj ósmyndasýning Jóns Einarssonar Jónshúsi, Kauprnannahöfn. NÚ STENDUR yfir í félags- heimilinu ljósmyndasýning Jóns Einarssonar, en hann er búsettur í Malmö. Myndimar hefur hann tekið víða um heim á undanförn- um árum, nokkrar á íslandi, einkum mannamyndir. Em myndimar alls 37, bæði svart- hvítar og í lit og hafa þegar glatt augu margra hér, en sýningin mun standa út júnímánuð. Jón Einarsson er Reykvfkingur og var þekktur sem ljósmyndari þar, er hann starfaði með leik- flokknum Grímu um nokkurra ára skeið og einnig, er hann efndi til einnar fyrstu einkasýningar á ljós- myndum, sem haldin var í Reykja- vík. Það var á Mokkakaffi á Skólavörðustíg, skömmu eftir að þar var hafínn rekstur. Áður hafði Jón tekið þátt í samsýningum og fengið myndir teknar inn á alþjóð- legar sýningar, m.a. í Edinborg. 1970 flutti Jón til Malmö eins og svo margir íslendingar á þeim árum, og ílengdist þar, en ferðaðist alltaf mikið, bæði heim og um Evr- ópu, athugull mjög og margfróður um listir og fræga staði og bygging- ar. Ber ljósmyndasýning hans þessu glöggt vitni. G.L.Ásg. Leiðrétting Rangt nafn birtist undir mynd á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag af tundur- dufli. Ljósmyndina tók Svavar ■ B. Magnússon. Blaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Hluti hópsins sem vann að gróðursetningu á skógræktardaginn. Morgunblaðið/Albert Kemp Fjöhnenni var á höfninni þegar leikirnir fóru fram. Nanna Steinunn Þórðardóttir leggur hér blómsveig að minnis- varða drukknaðra sjómanna. Sóknarpresturinn sr. Þorleifur K. Kristmundsson stendur hjá. Þeir Guðjón Danielsson frá Kolmúla og Gísli Guðmuudsson frá Sóma- stöðum voru heiðraðir. ingu um fjörðinn á togaranum kvöldið var svo stiginn dansí fél- Ljósafelli og smábátum. Einnig agsheimilinu Skrúð. fóru fram ýmsir leikir sem til- — Albert heyra sjómannadeginum. Um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.