Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 62

Morgunblaðið - 17.06.1987, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 17. JÚNÍ 1987 Lögmannsstofan er flutt í Ásbúð 102, Garðabæ. IMýr sími 43355. Almenn afgreiðsla er opin virka daga kl. 2-5 síðdegis. (Viðtalsbeiðn- ir bókaðar á sama tíma). Málflutningsskrifstofa Jón Oddsson, hæstaréttariögmaður. OKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréf askólanum átt þú möguleika á auknum starfsf rama og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú st unda'rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau téekifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú f ærö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aöeins elnn reit). Námskeiöin eru öll á ensku. □ Töhruforritun □ Aitnennt ném □ Rafvirkjun □ Bifvélavirkjun □ Ritstörf □ Nytjalist □ Bókhald Q Stjórnun □ Vétvirkjun fyrirUakja □ Oaröyrkja □ Kjólasaumur □ innanhús- arkitektúr □ Stjómun hótela og veitingastaóa □ Blaóamennska □ Kælitækni og loftreesting Nafn:.. Heimilisfang:................................................ ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. „Gamlir meistarar" Meðal mynda á sýningu í Gailerí Borg þessa daga. Ásgrímur Jónsson: Frá Húsafelli (Strútur), olía á striga (1950), 75x100 cm. Ásgrímur Jónsson: Hrafnabjörg, vatnslitur, 47x64. Einar Jónsson frá Fossi: Úr Mýrdal 1910, olía á striga, 60x85 cm. Gísli Jónsson: Dyrhólaey, olía á krossvið, 56x80. Gunnlaugur Blöndal: Hlóðaeldhús, olía á striga, 70x70 cm. Gunnlaugur Blöndal: Bátur, olía á léreft, 69x79 Gunnlaugur Blöndal: Snæfellsjökull, olía á striga, 76x119 cm. Gunnlaugur Scheving: Blóm í vasa, vatnslitur, 41x29 cm. Jóhannes Kjarval: Heklugos 1947, olía á striga, 108x146 cm. Jóhannes Kjarval: Vættir í Esju, blönduðtækni, 54x72cm. Jóhannes Kjarval: Álfaborg 1910-1914, vatnslitur, 28x54 cm. Júlíana Sveinsdóttir: Hvítá og Búrfell, ca. 1929, olía á striga, 75x95 cm. Jón Stefánsson: Strútur í Borgarfirði, olía á striga, 50x60 cm. Jón Þorleifsson: „Gerðið" í Hafnarfirði, olía á striga, 70x90 cm. Kristín Jónsdóttir: Blóm, olía á striga, 55x70 cm. Kristín Jónsdóttir: Uppstilling, blóm, olía á striga, 51x38 cm. Kristján Magnússon: Slydda á höfninni 1931, olía á striga, 50x60 cm. Sverrir Haraldsson: Án titils, olía á striga, 114x82. Að auki erum við með til sölu ýmsar fleiri myndir eftir yngri og eldri listamenn. Málverk sem beðið er eftir. Höfum verið beðin að útvega m.a. verk eftir þessa listamenn: Gunniaug Blöndal: Myndefni: Olíumynd frá Siglu- firði, bátar, söltun, módelmyndir. Jóhannes Kjarval: Myndefni: M.a. hraun og landslag. Jóhann Briem: Myndefni: Olíumyndir, fólk og eða dýr í landslagi. Ásgrím Jónsson: Vatnslitamyndir. Nínu Tryggvadóttur: Olíumyndir, abstrakt. Gunnlaug Scheving: Olíumyndir. BORG Pósthússtræti 9og Austurstræti 10 • Sími 24211 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓNSSON „GLASNOSTu-stefna Gorbachevs: Kerfið þybbast við Tilraunir með lýðræði kæfðar strax í fæðingu ÞÆR tilraunir, sem Mikhail Gorbachev hefur gert til að auka við lýðræði og upplýsingamiðlun í Sovétríkjunum, virðast nú mæta sívaxandi mótbyr. Svokölluð „Glasnost“-stefna Gorbachevs, virðist tíl að byrja með hafa kom- ið ihaldsömum öflum í kommúni- staflokknum i opna skjöldu. Undanfamar vikur hafa hins vegar sést mörg teikn þess að nátttröllin búist til gagnsóknar enda er þeim orðið ljóst að stöð- ur þeirra eru í veði. Sérstaka athygli þykja ýmis ummæli Yeg- ors Ligachevs, næstvoldugasta manns landsins, gefa til kynna efasemdir um gildi og meðferð tjáningarfrelsis. Ligachev er einn þriggja valda- manna sem eiga ekki aðeins sæti í stjómmálaráðinu heldur gegna jafnframt ritarastöðu f miðstjóm flokksins. Hinir tveir em Lev N. Zaikov, yfirmaður hergagnaiðnað- arins , og Gorbachev aðalritari. í mars síðastliðnum kvartaði Ligachev yfír fréttaflutningi þar sem megináherslan væri lögð á mistök og fann sömuleiðis að bók- menntagagnrýni, sem gerði of mikið úr ágæti nýrra verka en léti gömul, sígild verk lönd og leið. Hann sagði að skapandi listamönn- um hætti stundum við að upphefja listrænu hliðina um of á kostnað hugmyndafræðinnar. Við annað tækifæri sagði Liga- chev við hóp listamanna:„Ef allri athyglinni er beint að því neikvæða er aðeins verið að segja hluta sann- leikans". Rithöfundar gagnrýna Á marsfundi sovéska rithöfunda- sambandsins höfðu gagnrýnendur umbótastefnunnar sig mjög í frammi og vitnuðu óspart í um- mæli Ligachevs. Er ljóst að þeir telja ummælin sanna að þeir hafí stuðning á æðstu stöðum. Rithöfundurinn Yuri Bondarev sagði að gervi-lýðræðissinnar í bók- menntaheiminum léku glæfraleik með umbótastefnuna og annar höf- undur, Pyotr Proskurin, lýsti ákveðinni frásögn í dagblaðinu Moskvufréttum sem „götustráklát- um“. Blaðið er undir stjóm Nov- ostí-fréttastofunnar en yfírmaður hennar er Valentin Falin. í nýlegu viðtali sagði Falin að hann gæfí ritstjóra blaðsins, Yegor Yakovlev, algjörlega fíjálsar hendur en bætti við:„Ég get ekki sagt að ég hafí alltaf sofið rólegur yfír því sem birst hefur í blaðinu". í lok mars birti dagblaðið m.a. bréf frá sovéskum útlögum sem skoruðu á Gorbachev að kalla sové- skar hersveitir burt frá Afganistan og náða alla andspymumenn sem nú em í fangelsi. Samkvæmt heim- ildum í starfsliði blaðsins var rit- stjórinn kallaður inn á teppið hjá Novosti-forstjóranum og ávítaður fyrir að birta bréfíð. Pasternak veldur enn deílum Dagblaðið Moskovsky Komso- molyets, sem gefíð er út af Moskvudeild æskulýðsdeildar kom- múnistaflokksins, var fyrir skömmu húðskammað af dagblaði landssam- takanna fyrir að birta langa og ítariega grein um samkynhneigð (homosexualisma) og eftir þrýsting frá yfírvöldum hætti tímaritið Og- onyok nýlega við að birta ögrandi greinaflokk. Gagnrýnendur umbótastefnunn- ar færa sig stöðugt upp á skaftið. Nýlega var ákveðið að gefa út skáldsöguna „Sivagó lækni" eftir Boris Pastemak og á kókin að koma út á næsta ári. Einnig hefur ljóð- skáldið Nikolai Gumilev, sem skotinn var fyrir and-sovéskar at- hafnir árið 1921, verið endurreistur. Þetta hefur hvorttveggja verið gagnrýnt opinberlega af einstakl- ingum sem enn fremur hafa ráðist á dagblöðin fyrir að fjalla hrein- skilnislega um efni eins og ofbeldi af hálfu lögreglunnar, fíkniefna- vandann og vændi. Þjóðeraissmnar f Moskvu Öfgahópar til höfuðs „Glasnost“? Ýmsir hópar og samtök um sér- mál hafa komið fram á sjónarsviðið eftir að umbóta- og fíjálsræðis- stefna Gorbachevs varð hin opin- bera lína. Sá hópur, sem mestu pólitísku írafári hefur valdið, nefn- ist Pamyat (Minni). Beinir hann fyrst og fremst athyglinni að arf- leifð og menningu rússnesku þjóðarinnar, en í Sovétríkjunum em meira en eitt hundrað þjóðir og Rússar em innan við helmingur íbúa allra Sovétríkjanna. Virkir félagar í þessari hreyfíngu em fáir, t.d. er talið að þeir séu vart fleiri en 250 talsins í Moskvu. Mun fleiri koma á opna fundi þeirra og áróð- ursefni á snældum frá þeim er dreift um allt landið. Það vom umhverfísvemdar- Gorbachev á tali við verkamenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.