Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 172. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Sri Lanka: Skæruliðar tamfla leggja niður vopn Jaffna, Reuter. FRIÐI var formlega iýst yfir á Sri Lanka í gær, er foringjar tam- ílskra skæruliða tilkynntu að þeir myndu leggja niður vopn eftir fjög- urra ára strið, sem kostað hefur Velupillai Prabhakaran, foringi „Tígranna", stærstu skæruliða- hreyfingar tamíla, ávarpaði í gær 100.000 manna samkomu tamíla á Jaffna-skaga á eynni norðanverðri. „Við munum afhenda indverskum hersveitum vopn okkar," sagði hann, en tók ekki fram hvenær. Foringjar hans sögðu að það yrði sennilega í dag. Prabhakaran sagði þó að hann teldi að sáttmálinn, sem gerður hef- ur verið og tryggir sjálfstjóm tamila í norður- og austurhéruðum eyjunn- ar, muni ekki koma á varanlegum friði. „Ég held að sérstakt ríki sé .000 mannslíf. eina lausnin," sagði hann. „Barátta okkar kann að breytast, en við mun- um áfram beijast fyrir tamílsku Eelam með stuðningi fólks, sem mælir á tamílska tungu." í gær bættust 1.000 indverskir hermenn í hóp þeirra 3.000, sem þegar vom komnir til eyjunnar. Þeir hafa tekið yfir stöðvar stjómarhers- ins í hémðum tamíla til þess að fylgjast með því að vopnahléð verði haldið. Rauði krossinn mun sjá um eftirlit á stöðum, þar sem skæmlið- unum hefur verið gert að afhenda vopn sín. Herskip Vesturveldanna höfðu á sér andvara í gær vegna flotaæfinga írana. Freigáta breska flotans, Active, er hér vel á verði við hlið olíuskipsins British Spirit á Persaflóa í gær. Flotaæfingar Irana auka á spennuna á Persaflóa í GÆR HÓFU íranir miklar flotaæfingar í Persaflóa og hótuðu árásum á erlend herskip ef þau kæmu þar nærri. Khomeini, æðsti leiðtogi írana í andlegum og veraldlegum efnum, hefur einnig hótað að koma fram hefndum á Bandaríkjamönnum, sem hann segir valda að dauða hátt á þriðja hundrað íranskra pílagríma i Mekka um helgina. Ýmsir telja nú aukna hættu á þvi að til átaka kunni að koma á flóanum. Flotaæfíngar írana em mjög viða- miklar og tugþúsundir hermanna á sjó og landi taka þátt í þeim. Stjóm- málaskýrendur telja að æfingamar, sem standa munu í þrjá daga, séu til þess ætlaðar að sýna styrk Irana og bjóða Bandaríkjamönnum byrg- inn. Einn af foringjum írönsku „byltingarvarðanna" sagði að erlend- um herskipum væri hollast að halda sig frá æfingasvæðinu. „Annars munum við mæta þeim af hörku,“ sagði hann. Þrátt fyrir umsvif írana gekk skipaumferð um Hormúz-sund áfallalaust fyrir sig, og í fyrrakvöld sigldi olíuskipið Gas Prince frá Kuwait, sem er skráð undir banda- rískum fána, óáreitt um sundið í fylgd herskipa Bandaríkjamanna. í gærkvöldi héldu íranir sig enn fjarri alþjóðlegu siglingaleiðinni um sund- ið. Bandarískir og breskir flotafor- ingjar sögðu í gær að írönum væri ftjálst að halda æfingar sínar, svo lengi sem þær ógnuðu ekki ferðum erlendra skipa. Frakkar vömðu hins vegar írani við því að færa sig inn á alþjóðlegt hafsvæði. Forsætisráð- herra Frakklands, Jacques Chirac, sagði í fyrradag: „Ef ráðist verður á franska hagsmuni í flóanum er þarf- laust að orðlengja um það; við munum svara árásinni." Ayatollah Ruhollah Khomeini, æðsti leiðtogi írans, sagði á mánu- daginn að „píslarvætti" íranskra pílagríma, sem létu lífið i óeirðum í Mekka, væri alfarið á ábyrgð Banda- ríkjamanna. „Við lýsum allri ábyrgð á þessum glæpum á hendur Banda- ríkjunum," sagði klerkurinn. „Með vilja Guðs, á heppilegum tíma, mun- um við kljást við þá og hefna bama Abrahams á villimönnum, djöflum og persónugervingum auðsöfnunar." Vestur-Þýskaland: Danskur fiskur sagð- ur krökkur af ormum DANIR hafa nú kært Vestur- Þjóðverja fyrir framkvæmda- nefnd Evrópubandalagsins vegna herts eftirlits með inn- flutningi ferskfisks frá Dan- mörku til Vestur-Þýskalands. Vestur-þýskur sjónvarpsþáttur kom deilunni af stað á þriðju- skvöld í síðustu viku. þættinum var frá því skýrt að hringormi færi ört fjölgandi í ftski, sem veiddur væri í Norðursjó, vegna aukinnar mengunar hafsins. Frá því var sagt að ormurinn gæti valdið þarmabólgu, kýlum og ill- skeyttri magakveisu. Stuttu síðar var svo komið að nánast ekkert seldist af dönskum og hollenskum fiski á mörkuðum í Þýskalandi og í kjölfarið sigldu kröfur heilbrigðisyfirvalda um hert eftirlit með innflutningi fisks frá Danmörku og Hollandi. Nú er ein- göngu leyft að flytja inn frosinn, saltaðan, soðinn eða kryddleginn fisk frá þessum löndum. Sjávarútvegsráðherra Dana, íhaldsmaðurinn Lars P. Gammel- gárd, segir að Þjóðveijar hafi engan rétt til að setja hömlur á innflutning dansks fisks. Gam- melgárd segir einnig að það sé alþekkt, að ýmis sníkjudýr þrífist í sumum físktegundum, en í Dan- mörku gildi strangar reglur um meðhöndlun hráefnis og heilsu neytenda sé því ekki hætta búin. Hann segir þýska fiskifræðinga vera sammála dönskum í þessu efni, en stjómmálamenn séu ann- arrar skoðunar. Formaður útflutningssambands danska sjávarútvegsins segir til aðgerða Vestur-Þjóðveija gripið í fljótfæmi, og þær eigi að hylja slælegt eftirlit þeirra með innlend- um framleiðendum. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri „ómögulegt að ætla að semja við írani“. Fyrrum vamar- málaráðherra, Harold Brown, sagði að ástandið á flóanum væri nú með þeim hætti að á því væri miklu meiri hætta nú en fyrir viku síðan að til hemaðarátaka kæmi milli Banda- ríkjamanna og írana. Evrópskir stjómmálaskýrendur og hemaðar- sérfræðingar tóku í sama streng. Bandaríkjamenn undirbjuggu í gær að senda sex tundurduflaslæð- ara úr Víetnam-stríðinu til Persaflóa. Erindreki Bandaríkjastjómar, Frank Carlucci, hefur á síðastliðnum tveim- ur dögum hitt ráðamenn í Bretlandi og Frakklandi til þess að reyna að fá þá til að aðstoða Bandarfkjamenn við tundurduflaslæðingu í flóanum. Bæði ríkin hafa neitað fyrri beiðni um slíka aðstoð. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, tjáði Carlucci þó, að þótt Bretar væm ekki tilbúnir til að aðstoða nú, gæti komið að því síðar. Sjá ennfremur um átökin á Persaflóa á síðu 32. Reuter Mannskæð flóð íBangladesh Monsúnrigningar hafa valdið gífurlegum flóðum í Bangladesh á undanfömum dögum. Embætt- ismenn telja að tvö hundmð manns hafi farist og ein milljón misst heimili sín. Á myndinni sjást hjón vaða vatnselginn með bam sitt og dýrmætustu eigur, þar sem þau leita að ömggum stað. 250.000 hektarar akurlend- is og 1000 kílómetrar af vega- kerfí landsins hafa farið undir vatn og eyðilagst í þessum mestu flóðum, sem orðið hafa í Bangla- desh. Talið er að flætt hafí yfir um þriðjung landsins. Wallenbergs minnst oi. i.i.l £.%_: n_*_ Stokkhólmi, Reuter. SVÍAR minntust 75 ára afmælis sænska diplómatans Raouls Wall- enberg I gær með flugsýningu yfir Stokkhólmi, fæðingarborg Wallenbergs. Flugvél hnitaði hringa yfir Stokk- hólmi í fjóra tíma og dró borða með orðunum „Gleymið ekki Raoul Wal- lenberg — 75 ára í dag.“ Wallenberg var sendiráðsritari í Búdapest á stríðsámnum og tókst að bjarga lífi fjölmargra gyðinga, sem ofsóttir vom af nasistum, með því að láta þá hafa sænsk vegabréf. Sovétmenn handtóku Wallenberg í stríðslok og töldu hann njósnara. Þeir halda því fram að hann hafi látist úr hjartaslagi árið 1947 í fang- elsi, en fólk segist hafa séð hann í sovéskum fangabúðum síðan þá og margir telja hann enn á lífi. Víðar var Wallenbergs minnst en í Stokkhólmi, til dæmis komu bar- áttumenn fyrir mannréttindum saman við sendiráð Rússa í Haag og kröfðust upplýsinga um örlög hans. Sendiráðsritari Svía í Banda- ríkjunum ávarpaði einnig minning- arsamkomu á þrepum þinghússins i Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.