Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. 37 lögreglan þurfti ekki að hafa mikil afskipti af mjög ungu fólki. Tvær líkamsárásir voru kærðar og áber- andi lítið var um þjófnaði. Fjögur umferðaróhöpp urðu um helgina og tvær bifreiðar eru ónýtar, önnur Mikill fjöldi fólks fyldist með tigulegu Geysisgosi á laugardaginn. Morgunbiaðið/ómarSmán Gripdeildir og íkveikjur í tjöldum á Húsafelli og fíkniefni í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir eftir útafakstur og hin eftir að hafa verið ekið utan í vegg, yfir um- ferðarmerki og endað á húsvegg. Engin teljandi meisli hlutust af þessum óhöppum. Almennt var að heyra á fólki að það væri mjög ánægt með hátíðina enda lék veðrið við samkomugesti alla dagana. Hátíðin hófst kl. 14 á föstudag og var síðan nær samfelld dagskrá allt fram á mánudags- morgun. Skemmtiatriði voru fjöl- breytt og gott skipulag á allri dagskrá. Á föstudagskvöld var tendruð stærsta brennan sem verið hefur á Fjósakletti í mörg ár og glæsileg flugeldasýning á laugar- dagskvöldið vakti mikla hrifningu. Á sunnudagskvöld stjórnaði Árni Johnsen 7000 manna brekkukór við loga varðelds. Þetta atriði er orðið að einum af hápunktum hátíðarinn- ar og hefur Ámi náð að skapa einstæða stemmningu meðal fólks. Þjóðhátíðargestir notuðu svo góða veðrið á mánudag tii að taka niður tjöld sín og aðkomufólk hélt til síns heima, ýmist með Herjólfi eða flugvélum. Hópur sjálfboðaliða úr Tý vann síðan allan mánudaginn fram á kvöld við að þrífa hátíðar- svæðið í Herjólfsdal og var það mikið verk. Síðan er það nokkurra daga verk að fjarlægja úr dalnum mannvirki og skreytingar vegna hátíðarinnar. -hkj. Verslunarmannahelgin er su helgi, sem lögreglan hefur í hvað mestu að snúast, bæði á vegum landsins og á útihátíðunum. Á stærstu hátíðunum voru lög- reglumenn á vakt og virðist mest hafa verið hjá þeim að gera í Húsafelli og í Vestmannaeyjum. Einn hátíðargestur í Húsafelli tapaði 200.000 krónum, þegar veski hans var stolið og átta þjóð- hátíðargestir í Vestmannaeyjum, voru teknir með fíkniefni í fórum sínum. Húsafell í miklu var að snúast fyrir lög- reglumenn, sem voru á vakt í Húsafelli. 14 lögreglumenn voru að jafnaði inn á svæðinu og lög- reglumenn í þremur bílum fyrir utan svæðið. Mikil ölvun var á gestum, en þrátt fyrir það urðu þar engin meiri háttar óhöpp eða slys. Piltur var fluttur til Akraness og þaðan á Borgarspítalann eftir ofneyslu lyfja, en hann reyndist betur haldinn en á horfðist og var kominn von bráðar aftur á hátíð- ina. Annar piltur var fluttur á sjúkrahús á Akranesi nokkuð slas- aður eftir að hafa skrikað fótur í fjallapríli. Nokkuð var um grip- deildir í tjöldum og stóð lögreglan uppi með tæplega 30 tóm seðla- veski í vanskilum. Einn seðlaveski- seigandi tapaði 200.000 kr. þegar veskinu hans var stolið. Einnig var nokkuð um það að menn kveiktu tjöldum; voru þar jafnt á ferð venjulegir skemmdarvargar sem og eigendur tjalda. Yfirstjórn lögreglueftirlits var í höndum lögreglunnar á Borgar- nesi, en þeim til aðstoðar voru lögreglumenn úr Reykjavík og frá Akranesi. Talsmaður lögreglunnar taldi hátíðina hafa gengið nokkuð vel fyrir sig miðað við mannfjölda og ölvun. Vestmannaeyjar Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var ölvun á þjóðhátíðinni í Eyjum ekki meiri en endranær og hafði lögreglan óvenjulítil af- skipti af unglingum. Tveir menn frá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík voru á staðnum og voru átta menn teknir með fíkniefni í fórum sínum. samtals var um að ræða 8 gr. af hassi og xh gr. am- fetamíni. Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar. Ekki var um alvarlegar árásir að ræða og eru bæði málin í rannsókn. Áber- andi lítið var um þjófnaði þetta árið, en aðeins fjórir þjófnaðir voru kærðir. Þakka menn þetta ströngu eftirliti lögreglunnar. Fjögur um- ferðaróhöpp urðu í bænum, þar af eyðilögðust tveir bílar. Annar þeirra var rándýr bifreið af gerð- inni Benz. Galtalækur Að sögn lögreglunnar á Hvol- svelli fór útihátíð bindindismanna á Galtalæk í alla staði vel fram. Þar gerðist nær ekkert, er lögregl- an þurfti að hafa afskipti af; nokkur smávægileg óhöpp urðu og nokkra ölvaða menn þurfti að fjar- lægja af svæðinu. Skeljavík Átta lögregluþjónar, héldu uppi löggæslu á hinni eittþúsund manna útihátíð á Skeljavík. Að sögn lög- reglunnar á Hólmavík urðu engin teljandi óhöpp, þrátt fýrir talsvert mikla ölvun. Lögreglan hafði lítil afskipti af hátíðargestum, að því undanskildu að Tjórir vandræða- menn voru fluttir í fangageymslur á ísafírði. „Þetta var óþjóðalýður, sem ekki átti heima á hátíðinni," sagði lögregluþjónn. Atlavík 24 lögreglumenn víða af Aust- urlandi höfðu með höndum löggæslu á útihátíðinni í Atlavík. Hátíðin fór vel fram, engin stór- vægileg óhöpp urðu og kærur vegna gripdeilda voru í lágmarki. Minni háttar meiðsl urðu á nokkr- um útihátíðargestum vegna áfloga og einn maður varð fyrir hunds- biti. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði var ölvun mikil og nokkuð áberandi hjá yngsta aldurshópn- um. Þórsmörk Ekki var um að ræða skipuleg hátíðahöld í Þórsmörk, en engu að síður voru þar um 1.500 manns og ölvun nokkuð mikil að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Tveir fótbrotnir fjallagarpar voru fluttir til aðhlynningar á Hellu. Morgunblaðið/Ómar Smári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.