Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987.
37
lögreglan þurfti ekki að hafa mikil
afskipti af mjög ungu fólki. Tvær
líkamsárásir voru kærðar og áber-
andi lítið var um þjófnaði. Fjögur
umferðaróhöpp urðu um helgina og
tvær bifreiðar eru ónýtar, önnur
Mikill fjöldi fólks fyldist með tigulegu Geysisgosi á laugardaginn. Morgunbiaðið/ómarSmán
Gripdeildir og íkveikjur
í tjöldum á Húsafelli og
fíkniefni í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Sigurgeir
eftir útafakstur og hin eftir að hafa
verið ekið utan í vegg, yfir um-
ferðarmerki og endað á húsvegg.
Engin teljandi meisli hlutust af
þessum óhöppum.
Almennt var að heyra á fólki að
það væri mjög ánægt með hátíðina
enda lék veðrið við samkomugesti
alla dagana. Hátíðin hófst kl. 14 á
föstudag og var síðan nær samfelld
dagskrá allt fram á mánudags-
morgun. Skemmtiatriði voru fjöl-
breytt og gott skipulag á allri
dagskrá. Á föstudagskvöld var
tendruð stærsta brennan sem verið
hefur á Fjósakletti í mörg ár og
glæsileg flugeldasýning á laugar-
dagskvöldið vakti mikla hrifningu.
Á sunnudagskvöld stjórnaði Árni
Johnsen 7000 manna brekkukór við
loga varðelds. Þetta atriði er orðið
að einum af hápunktum hátíðarinn-
ar og hefur Ámi náð að skapa
einstæða stemmningu meðal fólks.
Þjóðhátíðargestir notuðu svo
góða veðrið á mánudag tii að taka
niður tjöld sín og aðkomufólk hélt
til síns heima, ýmist með Herjólfi
eða flugvélum. Hópur sjálfboðaliða
úr Tý vann síðan allan mánudaginn
fram á kvöld við að þrífa hátíðar-
svæðið í Herjólfsdal og var það
mikið verk. Síðan er það nokkurra
daga verk að fjarlægja úr dalnum
mannvirki og skreytingar vegna
hátíðarinnar.
-hkj.
Verslunarmannahelgin er su
helgi, sem lögreglan hefur í hvað
mestu að snúast, bæði á vegum
landsins og á útihátíðunum. Á
stærstu hátíðunum voru lög-
reglumenn á vakt og virðist mest
hafa verið hjá þeim að gera í
Húsafelli og í Vestmannaeyjum.
Einn hátíðargestur í Húsafelli
tapaði 200.000 krónum, þegar
veski hans var stolið og átta þjóð-
hátíðargestir í Vestmannaeyjum,
voru teknir með fíkniefni í fórum
sínum.
Húsafell
í miklu var að snúast fyrir lög-
reglumenn, sem voru á vakt í
Húsafelli. 14 lögreglumenn voru
að jafnaði inn á svæðinu og lög-
reglumenn í þremur bílum fyrir
utan svæðið. Mikil ölvun var á
gestum, en þrátt fyrir það urðu
þar engin meiri háttar óhöpp eða
slys. Piltur var fluttur til Akraness
og þaðan á Borgarspítalann eftir
ofneyslu lyfja, en hann reyndist
betur haldinn en á horfðist og var
kominn von bráðar aftur á hátíð-
ina. Annar piltur var fluttur á
sjúkrahús á Akranesi nokkuð slas-
aður eftir að hafa skrikað fótur í
fjallapríli. Nokkuð var um grip-
deildir í tjöldum og stóð lögreglan
uppi með tæplega 30 tóm seðla-
veski í vanskilum. Einn seðlaveski-
seigandi tapaði 200.000 kr. þegar
veskinu hans var stolið. Einnig var
nokkuð um það að menn kveiktu
tjöldum; voru þar jafnt á ferð
venjulegir skemmdarvargar sem
og eigendur tjalda.
Yfirstjórn lögreglueftirlits var í
höndum lögreglunnar á Borgar-
nesi, en þeim til aðstoðar voru
lögreglumenn úr Reykjavík og frá
Akranesi. Talsmaður lögreglunnar
taldi hátíðina hafa gengið nokkuð
vel fyrir sig miðað við mannfjölda
og ölvun.
Vestmannaeyjar
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar var ölvun á þjóðhátíðinni
í Eyjum ekki meiri en endranær
og hafði lögreglan óvenjulítil af-
skipti af unglingum. Tveir menn
frá fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík voru á staðnum og voru
átta menn teknir með fíkniefni í
fórum sínum. samtals var um að
ræða 8 gr. af hassi og xh gr. am-
fetamíni. Tvær líkamsárásir voru
kærðar til lögreglunnar. Ekki var
um alvarlegar árásir að ræða og
eru bæði málin í rannsókn. Áber-
andi lítið var um þjófnaði þetta
árið, en aðeins fjórir þjófnaðir voru
kærðir. Þakka menn þetta ströngu
eftirliti lögreglunnar. Fjögur um-
ferðaróhöpp urðu í bænum, þar af
eyðilögðust tveir bílar. Annar
þeirra var rándýr bifreið af gerð-
inni Benz.
Galtalækur
Að sögn lögreglunnar á Hvol-
svelli fór útihátíð bindindismanna
á Galtalæk í alla staði vel fram.
Þar gerðist nær ekkert, er lögregl-
an þurfti að hafa afskipti af;
nokkur smávægileg óhöpp urðu og
nokkra ölvaða menn þurfti að fjar-
lægja af svæðinu.
Skeljavík
Átta lögregluþjónar, héldu uppi
löggæslu á hinni eittþúsund manna
útihátíð á Skeljavík. Að sögn lög-
reglunnar á Hólmavík urðu engin
teljandi óhöpp, þrátt fýrir talsvert
mikla ölvun. Lögreglan hafði lítil
afskipti af hátíðargestum, að því
undanskildu að Tjórir vandræða-
menn voru fluttir í fangageymslur
á ísafírði. „Þetta var óþjóðalýður,
sem ekki átti heima á hátíðinni,"
sagði lögregluþjónn.
Atlavík
24 lögreglumenn víða af Aust-
urlandi höfðu með höndum
löggæslu á útihátíðinni í Atlavík.
Hátíðin fór vel fram, engin stór-
vægileg óhöpp urðu og kærur
vegna gripdeilda voru í lágmarki.
Minni háttar meiðsl urðu á nokkr-
um útihátíðargestum vegna áfloga
og einn maður varð fyrir hunds-
biti. Að sögn lögreglunnar á
Eskifirði var ölvun mikil og nokkuð
áberandi hjá yngsta aldurshópn-
um.
Þórsmörk
Ekki var um að ræða skipuleg
hátíðahöld í Þórsmörk, en engu
að síður voru þar um 1.500 manns
og ölvun nokkuð mikil að sögn
lögreglunnar á Hvolsvelli. Tveir
fótbrotnir fjallagarpar voru fluttir
til aðhlynningar á Hellu.
Morgunblaðið/Ómar Smári