Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 3 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, setur kerfið í gang en ásamt honum á myndinni eru fulltrúar verktak- anna er sáu um smíði og uppsetningu kerfisins. Loftræstíkerfi Kringlunnar sett í gang ÞAÐ VAR ekkert venjulegt loft- ræstikerfi sem var gangsett i Kringlunni í gær. Kerfið er eng- in smásmiði, nær yfir alls 1400 fermetra svæði eða sem svarar 14 meðalíbúðum. Það var fyrirtækið Hagblikk sem sá um smíði og uppsetningu á kerf- inu en hugbúnaður og stjómtæki eru frá Hitastýringu hf. Hagblikk er stofnað sérstaklega um þetta verk og standa að því Blikkver sf. í Kópavogi, Blikksmiðja Gylfa í Reykjavík og Kristján Mikkaelsson á Sauðárkróki. Á milli 50 og 70 manns hafa unnið við smíði og upp- setningu á kerfinu undanfarin þijú ár. Hluti loftræstikerfis Kringlunn- ar sem alls nær yfir 1400 fermetra svæði. Kerfið skiptir um loft í Kringl- unni fimm sinnum á klukkustund en auk þess að hita húsið upp á það einnig að ráða við mjög mikinn reyk ef upp kæmi eldur. Alls er áætlað að kerfið kosti um 200 millj- ónir króna. Millisvæðamótið í Ungverjalandi: Jóhann einn efstur eftir 13 umferðir Mjög hagstæð úrslit í gær JÓHANN Hjartarson vann fimmtu skák sína í röð á milli- svæðamótinu í Szirak í Ungveija- landi í gær. Andstæðingur hans var alþjóðlegi meistarinn Milos frá Brazilíu og varð skákin 40 leikir. Engum af keppinautum Jóhanns hafði tekist að vinna sína skák, svo með þessum sigri komst hann einn í efsta sætið. Þeir Nunn og Salov gerðu jafn- tefli í aðeins 11 leikjum og sömu úrslit urðu hjá Beljavsky og Christ- iansen og einnig Andersson og Flear. Lajos Portisch, sem heima- menn binda vonir sínar við, var í miklum kröggum gegn neðsta manni mótsins, Allan frá Kanada. Að sögn Elvars Guðmundssonar, sem er Jóhanni til aðstoðar, var staða Portisch lengst af gjörtöpuð, en honum tókst að bjarga sér út í endatafl þar sem hann hefur peði minna og jafnteflismöguleika. Ur- slit í öðrum skákum urðu þau að Todoreevic vann Bouaziz, Ljubojevic og de la Villa gerðu jafn- tefli og sömuleiðis Marin og Adorjan. Skák Benjamin og Velim- irovic var ólokið. Staðan að íjórum umferðum Jóhann Hjartarson ótefldum var þannig: .1. Jóhann Hjartarson 10 v. af 13 mögulegum, 2. Nunn (Englandi) 9 v., 3.-4. Beljavsky og Salov (báðir Sovétríkj- unum), 9 v., 5. Portisch (Ungverja- landi) 8 v. og ein ólokin skák, 6. Andersson (Svíþjóð) 8 v., 7. Ljubojevic (Júgóslavíu) 7 v., 8. Christiansen (Bandaríkjunum) 7 v. Fjórtánda umferð á mótinu verð- ur tefld í dag en mótinu lýkur á mánudaginn. ÞVOTTEKTA GÆÐl í heimilistœkjunum frá AEG fara saman afköst, ending og gœði. Þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar frá AEG bera því glöggt vitni. Vestur-þýsk gœði á þessu verði, engin spurning! A E G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! AEG Þvottavél: Lavamat 575 • Allt að 1100 snúninga vinduhraði pr. mín. • Sparnaðarkerfi • Ullarþvottakerfi • Jafnar þvott fyrir vindingu • Hœgt er að ráða vatnsmagni í vélina • Stiglaust hitaval • „ÖKÖ kerfi“ sparar20% þvottaefni Verð kr. 46.413,- stgr. Þurrkari: Lavatherm 500R • Tímarofi upp að 150 mín. • Tvö stillanleg hitastig (40° og 60°) • Þvottamagn 5 kg. • Belgur úr ryðfríu stáli • Stöðvast sjálfkrafa þegar hurð er opnuð • Krumpuvörn • Tromla snýst á tvenna vegu Verð kr. 31.877,- stgr. Uppþvottavél: Favorit 525 • 5 kerfi • 2 sparnaðarkerfi • Hljóðlát og sparneytin • „ÖKÖ kerfi“ sparar20% þvottaefni Verð kr. 38.395,- stgr. ALVEG 1 EINSTÖK § GÆDI BRÆÐURNIR OKMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.