Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 52
"B2_____________
Samstarfshópur
um vímuefnamál:
Ritið „Okk-
. ar á milli“
kemur út
FORVARNARSTARF, vímulaus
æska og unglingar og fíkniefni
hljómar vafalítið kunnuglega í
eyrum landsmanna svo mikið
hefur verið rætt og ritað um
þessi mál undanfarið. Flestir eru
sammála um að heppilegast sé
að tekið sé á fíkniefnamálum á
sem víðustum vettvangi og í sam-
vinnu sem flestra.
í byrjun ágúst kemur út ritið
„Okkar á milli" á vegum Samstarfs-
hóps um fræðslu og forvarnir í
vímuefnamálum undir stjóm Ama
Einarssonar fulltrúa og í samvinnu
við Áfengisvamarráð, íþróttasam-
band Islands, Ungmennafélag
íslands og Foreldrasamtökin um
vímulausa æsku. Fulltrúar þessara
aðila auk fulltrúa fíkniefnalögreglu
rita ávörp í ritið.
„Okkar á milli" fjallar um neyslu
fíkniefna, helstu skýringar á henni
svo og efnin sjálf og áhrif þeirra.
Áhersla er lögð á ábyrgð einstakl-
ingsins og mikilvægi þess að hann
ágmndi vel allar hliðar áður en
hann tekur ákvörðun um neyslu
þessara efna. Þótt ritinu sé einkum
beint til unglinga er þess vænst að
foreldrar kynni sér einnig efni þess
og ræði við böm sín um þessi mál.
Því verður „Okkar á milli“sent öll-
um heimilum í landinu. Ritið, sem
er 36 blaðsíður að stærð, er mjög
vandað og nútímalegt bæði hvað
varðar efni og útlit.
Ritstjóri og höfundur texta er
Ámi Einarsson fulltrúi Áfengis-
vamarráðs, en um myndskreyting-
ar sér Brian Pilkington og er blaðið
ríkulega myndskreytt. Ýmis sveit-
arfélög, stofnanir og fyrirtæki
styrkja útgáfuna fjárhagslega.
„Okkar á milli" er fylgt úr hlaði
með myndskreyttu veggspjaldi sem
farið er að dreifa til verslana, sölut-
uma og á alla almenningsstaði
hringinn í kringum landið.
(Fréttatilkynning)
Jass-söng-
kona frá
New York
LISA Sokolow, spuna- og jass-
söngkona frá New York, heldur
tónleika á Kjarvalsstöðum,
Kjarvalssal, fimmtudaginn 6.
ágúst kl. 20.00, segir i frétt sem
Morgunblaðinu hefur borist.
Lisa er 33 ára gömul, menntuð
í klassískum söng en hefur sungið
með jass-hljómsveitum frá unga
aldri. Undanfarin ár hefur Lisa þró-
að sinn eigin söngstíl, sem er
frumlegur og persónulegur, þar sem
hún blandar saman mörgum stílteg-
undum, segir í fréttinni.
Hún syngur aðallega frumsamin
verk og hefur haldið tónleika víða
um Evrópu og í Bandaríkjunum.
Lisa kom síðast fram á jass-hátíð-
inni í Mountreux við góðar undir-
tektir. Lisa heldur aðeins þessa einu
tónleika hér á landi.
rtrint "3 r’TTn > mnrnrmti' nin» tot *\2r'\crr\*K
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. AGÚST 1987
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir CHRIS SHERWELL
Astralía og Nýja-Sjáland:
Yerkamannaflokkarnir
eru ekki lengur til vinstri
AÐ UNDANFÖRNU hefur borið á hægribylgju í pólítík Vestur-
landa eins og glögglega má sjá á kosningaúrslitum í Banda-
rikjunum, Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Italíu og Frakklandi.
Hjá andfætlingum vorum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi kveður
hins vegar við annan tón þar sem Verkamannaflokkarnir eru
við völd.
Hinn 11. júlí vann Verka-
mannaflokkur Ástralíu
sögulegan sigur, hinn þriðja í
röð, og líkur aukast stöðugt á
samskonar úrslitum á Nýja-Sjá-
landi hinn 15. þessa mánaðar.
Það yrði í fyrsta sinn frá síðustu
heimsstyijöld, sem flokknum
tækist að sitja við völd tvö
kjörtímabil í röð. Vegna þessarar
þróunar þar á suðurhveli hafa
margir spurt sig hvort vinstri-
menn annars staðar geti ekki
dregið einhvern lærdóm af henni
og jafnvel íhaldsmennimir líka.
Svarið er tvírætt.
Gamlar ófarir enn í
fersku minni
Þegar litið er um öxl virðist sem
helsti aflvaki sigurgöngu Verka-
mannaflokksins hafa verið hinar
niðurlægjandi hrakfarir hans á
síðasta áratug. í Ástralíu bar
ríkisstjóm Gough Whitlam ábyrgð
á gífurlegum ólestri í efnahags-
málum og mátti Verkamanna-
flokkurinn súpa seyðið af því.
Sama var upp á teningnum hjá
Verkamannaflokknum á Nýja-
Sjálandi, en þar lagðist allt á eitt
við að gera stjómarsetuna sem
örðugasta, olíukreppan, innganga
Bretlands í Evrópubandalagið og
dauði Norman Kirks, forsætisráð-
herra. Sigur flokkanna tveggja,
hvors í sínu landi, sneri á sínum
tíma við þróun til hægri, en þegar
á reyndi urðu stjómarstörfin
flokkunum ofvaxin. Þetta varð
flokksmönnum beggja bitur
reynsla og torgleymd.
Þegar flokkunum hafði verið
hafnað var það þeim nauðsynlegt
að taka til við naflaskoðun, þó svo
að það væri hægara sagt en gert.
Mörgum gömlum flokkshundum
Verkamannaflokksins þótti þægi-
legra að standa sig í stykkinu í
stjómarandstöðunni, þar sem nóg
var að standa upp og kvarta og
nöldra, heldur en að komast til
valda. Það tók flokkana mörg ár
að átta sig á afleiðingum þess
háttar hugsunarháttar á kjörfylgi
og þeirri óeiningu innan flokksins,
sem sigldi í kjölfarið.
Nýir herrar, nýir siðir
í Ástralíu var ljóst að sá mað-
ur, sem fylgjast bar með, var Bob
Hawke, en hann var þegar árið
1977 farinn að hafa augastað á
formannssætinu, meðan hann
vann enn innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Hann þótti hafa allt
með sér: réttan bakgrunn, per-
sónuleika, metnað og annað það
er kjósendur kunna gott að meta.
Á Nýja-Sjálandi var það hin
málskrúðugi David Lange, sem
virtist hið augljósa leiðtogaefni
flokksins. Líkt og Hawke fór hann
tiltölulega seint á þing; í auka-
kosningum árið 1977. Þá var
Robert Muldoon, formaður Þjóð-
arflokksins, forsætisráðherra, en
leiðtogi Verkamannaflokksins,
Bill Rowlings, þótti ekki til stór-
ræðanna líkiegur. Stuðningsmenn
Lange reyndu að knýja formanns-
skipti í gegn, en sú tilraun fór
út um þúfur. Árið 1981 tapaði
Verkamannaflokkurinn í þing-
kosningum og þegar Rowlings dró
sig í hlé tveimur árum síðar var
Lange lqörinn nær sjálfkrafa.
Hann varð síðan forsætisráðherra
eftir kosningasigur í skyndikosn-
ingum í júlí 1984.
Hawke og Lange eiga það sam-
eiginlegt að hafa tekið völdin í
flokkum sínum þegar þeir voru í
sárum og báðir rifu fylgi þeirra
upp með því að færa flokkinn
lengra til hægri.
Þessi stefnubreyting var ekki
eins og verið hefur um vinstri
flokka Evrópu, þar sem þeir hafa
breyst úr úreltum marxistaflokk-
um í jafnaðarmannflokka. Frekar
er hægt að segja að flokksfoiyst-
umar hafí gert sér grein fyrir því
að stjómlyndi í efnahagsmálum
er ekki dyggð ein og sér og að
slfk afskipti leiddu ekki sjálfkrafa
til höfuðmarkmiðs flokkanna: at-
vinnu til handa verkalýðnum.
Þá var kjami flokksins ekki
lengur hinn sami; verkalýðsarm-
urinn varð fámennari og áhrifa-
minni, en „gáfumannafélaginu" —
breiðfylkingu háskólaborgara, op-
inberra starfsmanna og kennara
— óx ásmegin að sama skapi. Um
leið var meiri áhersla lögð á hin
„mjúku mál“: umhverfisvemd,
baráttu gegn kjamorkuvopnum
og úranvinnslu.
Þessar breytingar gengu að
sjálfsögðu ekki átakalaust fyrir
sig og bæði Lange og Hawke
þurftu oft að miðla málum, aðal-
lega með því að neita að taka
afdráttarlausa afstöðu til ein-
stakra áhugamála hinna ýmsu
þrýstihópa, en lögðu þess í stað
áherslu á flokkamir yrðu að vera
breiðfylking „félagshyggjufólks",
sem yrði að vera órofa hverju sem
á gengi. Þar hjálpaði mikið að
helsta umræðuefnið var gamal-
kunnur efnahagsvandi ríkjanna,
sem vinstrimenn kenndu að sjálf-
sögðu „efnahagsóstjóm íhalds-
manna" um.
Árið 1983 seig á ógæfuhliðina
í áströlsku efnahagslífi; þurrkar
heijuðu á sveitir landsins, at-
vinnuleysi jókst mikið og verð-
bólga einnig, launahækkanir voru
bannaðar um skeið og fjárlaga-
hallinn fór allur úr böndum.
Svipaða sögu var að segja af
Nýja-Sjálandi þar sem verð- og
launastöðvun var beitt til þess að
hemja fjárlagahallann, en um leið
vom vaxtaákvarðanir færðar enn
frekar í hendur ríkisstjómarinnar
og þótti mörgum þó nóg um
stjómlyndið fyrir. Á Nýja-Sjálandi
var þetta tímabil þekkt sem ísöld
Muldoons.
í báðum löndum gerðu kjósend-
ur sér grein fyrir þvi að íhalds-
menn höfðu hreint ekki reynst
þeir málsvarar einstaklingsfram-
taksins, sem þeir þóttust vera,
heldur höfðu þeir fetað gamal-
kunna og árangurlausa slóð
úran-sölu til Frakklands, en á hinn
bóginn hafa mörg áhugamál
þeirra fengið brautargengi, svo
sem á sviðum umhverfísvemdar,
menntamála, fjölskyldu- og fé-
lagsmál.
Á Nýja-Sjálandi er sömu sögu
að segja og hvað efnahagsmálin
varðar er Lange e.t.v. mun meiri
fijálshyggjumaður en kollegar
hans handan Tasmaníu-hafs.
Þessi stefnubreyting, þar sem
stólað er á hagvöxt í stað tekju-
ríkisafskipta og það með þessum
líka afleiðingum. Lærdómurinn
sem af þessu mátti draga var
augljós: einkavæðing og afskipta-
leysi var svarið.
Frjálshyg-gja
Verkamannaflok-
kanna
Þegar Verkamannaflokkamir
komust til valda varð brátt ljóst
hvaða leiðir þóttu vænlegastar til
frekari vinsælda. í fyrsta lagi
þurfti að tryggja að innanflokks-
krytur færu ekki hátt. Þetta var
að sjálfsögðu ekki auðvelt, ekki
síst þegar til þess er litið að prent-
frelsið er á fáum stöðum óheftara
en einmitt í téðum löndum. Þá
var það ekki auðveldara þar sem
að þingflokksfundir em haldnir
svo að segja fyrir opnum dymm.
í Ástralíu skiptist flokkurinn í
marga hópa og þijár meginfylk-
ingar: vinstri-, miðju- og hægri-
fylkinguna. Upphaflega sat
Hawke, sem ótvírætt telst til
hægrimanna innan flokksins, uppi
með skuggaráðuneyti forvera
síns, sem meira og minna var í
vinstri-fylkingunni. Síðastliðið
kjörtímabil hefur hann hins vegar
skapað ráðuneyti sitt í eigin ímynd
og með samningum við miðjuna
hefur nær þaggað niðri í vinstri-
mönnum, en þeir geta lítið að
gert þar sem augljóst er að kjós-
endur kunna vel að meta ráðstaf-
anirHawke. Sérstaklega var erfitt
fyrir vinstrimenn að kyngja þeirri
ákvörðun Hawke að heíja á ný
jöfnunar og afskiptaleysi fremur
en ríkisafskipti er helsta einkenni
þessara ríkisstjóma þeirra félaga
Lange og Hawke.
Ekki hefur það heldur spillt
fyrir Verkamannaflokkunum að
ósamlyndis hefur gætt meðal
stjómarandstöðu íhaldsmanna.
Langvinnt kosningabandalag
frjálslyndra og Þjóðarflokksins í
Ástralíu fór út um þúfur fyrr í
ár vegna deilna um menn og
málefni. Á Nýja-Sjálandi hafa
íhaldsmenn tvisvar skipt um leið-
toga, en þó er Robert Muldoon
enn í skuggaráðuneytinu og reyn-
ir að ota sínum tota hvað hann
getur.
Framtíðin ekki sjáfgef-
in
frekar en fyrri daginn
Ekkert af ofantöldu þýðir að
Verkamannaflokkamir tveir séu
að komast í þá aðstöðu að vera
„hinn eðlilegi stjómarflokkur."
Enn sem komið er er það fyrir-
bæri óþekkt í Ástralíu og Nýja-
Sjálandi. Ástralski Verkamanna-
flokkurinn stjómar nú í krafti
aukins þingmeirihluta og hið
sama kann að vera upp á teningn-
um á Nýja-Sjálandi nú í mánuðin-
um. Hinu skyldi þó enginn
gleyma, að mjótt er mundangs
hófið og um þann meðalkafla mun
baráttan standa.
Höfundur er fréttaritari The
Financial Times í Sidney i
Ástral-
íu.