Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 61 Minning: Asgeir Bjarnason framkvæmdastjóri Ásgeir Bjamason, framkvæmda- stjóri yfirstjómar mannvirkjagerðar á Landspítalalóð (YMÁL), lést 19. júlí sl. 61 árs að aldri. Kynni okkar Ásgeirs hófust fyrir fímm og hálfu ári er ég tók sæti Jónasar Haralz sem formaður þess- arar sameiginlegu nefndar Land- spítalans og Háskóla íslands um skipulag og byggingu háskóla- sjúkrahúss og læknadeildar á Landspítalalóð. Ásgeir hafði þá gegnt stöðu framkvæmdastjóra YMÁL frá því hún tók til starfa í byijun ársins 1974. Afskipti hans af byggingarmálum Landspítalans hófust þó raunar fyrr eða á árinu 1971 er hann tók sæti í byggingar- nefnd geðdeildar en hann varð síðar starfsmaður hennar. Er ég tók sæti í YMÁL voru móttökur Ásgeirs mér ómetanlegar. Hann gjörþekkti byggingarmálefn- in og alla þá umræðu, sem um þau höfðu orðið. Hann þekkti til hlítar þróunaráætlun Landspítalans, allar forsendur hennar og tilurð og alla þá snúninga og vafninga, sem hún hafði tekið. Loks þekkti hann allar persónurnar í þessu leikverki og alla leikarana, hvort sem þeir vom í aðal- eða aukahlutverkum eða voru að tjaldabaki. Hann hafði og fylgst með allri framkvæmd sjón- leiksins og öllum myndum hans og umbreytingum, sem menn höfðu ýmist upplifað sem háskalegan farsa eða þungbæra tragedíu. Við komum okkur þó saman um, að þetta hefði að meðaltali líklega ver- ið tragikomedía. Um allt þetta fræddi Ásgeir mig er ég tók við hlutverki mínu svo og jafnan síðar. Hann hafði þá þeg- ar tekið þátt í gerð þróunaráætlunar Landspítalans og starfað við lúkn- ingu á byggingadeild kvensjúk- dómadeildar, við byggingu geðdeildar, tveggja bráðabirgða- húsa, rannsóknadeildar spítalans, tannlæknadeildar sunnan Hring- brautar og við fyrsta hluta við- byggingar við austurhlið aðalbygg- ingar Landspítalans. Hann hafði og tekið mikinn þátt í áætlunargerð um K-bygginguna svonefndu sem nú er að rísa norðan aðalbyggingar spítalans. Eins og ráða má af þess- ari upptalningu hafði talsvert verið byggt á Landspítalalóð á fyrstu áium YMÁL og yfírstjómin og framkvæmdastjórinn því haft all- mikið umleikis. En síðar dró úr umsvifum á Landspítalalóð eftir því sem ríkari áhersla var lögð á upp- byggingu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa víðs vegar um landið. Byggingarstarfið sjálft var því í lægð um það leyti, sem ég kom að þessum byggingarmálum, svo sner- ust þau í nokkur ár fremur um skipulag, undirbúning og hönnun svo og um það að vinna áætlunum fylgis og fjárveitinga. Starf fram- kvæmdastjórans hafði því tekið miklum breytingum og var raunar allan tímann breytilegt. Ég held að Ásgeiri hafí jafnan fallið vel að hafa sem fjölbreyttast starf. Hann var einnig gæddur þeim mikla kosti, að hann gekk eins til allra verka og sinnti vel öllum verk- efnum, jafnt smáum sem stórum. í upphafí hefur það líklega verið ætlunin, að hann sem fram- kvæmdastjórinn stæði fyrir fram- kvæmdum og áætlunum fyrst og frenist. Verkin sem vinna þurfti voru þó ekki ætíð viðamikil, eins og jafnan et í öllum störfum, en öli voru þau óhjákvæmileg. Þbtta sá Ásggir glöggt og sinnti því öllu, smáu sem stóru. Asgeir mátti oft skipta-um hlutverk-' eina stundina ítóð hann fyrir fíamkvæmdum, ' áðra .stundina var hann í snúning- um. Hann annaðisL: pantanir og kaup á tækjum og efhis-ýmist fyrir miklar íjárhæðir eða fáar krónur. Ótölulega fundi mátti hann boða, sækja eða stýra. Um byggingamál- in fjölluðu ævinlega ótal aðilar, nefndarmenn, skipuleggjendur, hönnuðir, stjómendur Landspítal- ans og notendurnir, þ.e. læknar, hjúkrunarfólk ogtæknimenn. Þessa aðila þurfti sífellt að tala við og fá til að talast við, og við það var enginn drýgri en Ásgeir. Oftsinnis kom hann fram sem sáttasemjari, en er við átti ýmist sem yfirvald eða auðmjúkur þjónn. Hann varð ýmist að beita fortölum, ákúrum eða blíðmælgi, allt eftir því sem hann taldi áhrifaríkast og bygging- armálunum mest til framdráttar. Ásgeir Bjamason hafði mikinn . áhuga á verkefni YMÁL og honum féll afar illa hve framkvæmdimar á Landspítalalóð drógust á langinn. Hann dró þó ekki af sér heldur reyndi að halda mönnum við efnið, því áhugi hans og trú á verkefnið var óbilandi. Oft mæddi mikið á honum er fjöldi aðila hafði samið glæstar áætlanir og háleitar tillögur sem féllu svo flestar flatar vegna fjárskorts. Þá reyndi á þolinmæði manna og meginmáli skipti að framkvæmdastjórinn héldi ótrauður áfram, talaði kjark í menn og fengi þá enn til vinnu við áætlanir, hönn- un og endumýjaða tillögusmíð. Ásgeir var einstakur maður í framkomu. Yfírbragð hans var jafn- an glaðlegt og hressilegt, hann talaði eins við alla menn, blátt áfram og hispurslaust og oft gust- aði af honum. Hann var höfðingi í lund en þó allra manna hógværast- ur. Hann þekkti fjöldann allan af fólki og fylgdist vel með bæjarlífinu og var hafsjór af fróðleik um það sem var að gerast eða um var tal- að. Við Ásgeir hittumst yfirleitt nokkuð reglulega til að bera saman bækur okkar og voru þau samtöl ætíð krydduð ýmsum útúrdúrum og skemmtilégheitum. Ásgeir bjó yfír góðu skopskyni og naut hvors tveggja, að segja sögu og meðtaka. Eg á Ásgeiri Bjarnasyni mikið að þakka, fyrir móttöku hans í upp- hafí, stuðning hans og samstarf alla tíð, elju hans og stórhug, fyrir hina ljúfu lund hans og góða skap. Hið sama gildir um alla þá, sem með honum hafa unnið að bygging- armálum á Landspítalalóð, hvort sem um hefur verið að ræða nefnd- armenn, hönnuði eða aðra sam- starfsaðila. Ég leyfi mér því fyrir hönd þess stóra hóps, sem starfað hefur með Ásgeiri á vegum YMÁL, að flytja honum að leiðarlokum alúðarþakkir fyrir samstarfíð og samfylgdina. I þennan hóp hefur nú verið höggvið stórt skarð, raun- ar talsvert stærra en nemur missi eins manns. Er hópurinn öllu fátæk- ari og hljóðlátari eftir. Jafnframt sendi ég konu Ásgeirs, bömum þeirra og allri fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Hallgrímur Snorrason t Eiginmaður minn, ÞORSTEINN GUÐNI EINARSSON, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hans láti Elliheimili eða Sjúkra- hús Siglufjarðar njóta þess. Fyrir hönd sona, tengdadætra og barnabarna. Kristfn M. Aðalbjörnsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, SIGURBERGS ÁRNASONAR, fyrrv. framkvæmdastjóra, Eskihlfð B, Reykjavfk, fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent Hallgrímskirkju. Lydia Pálmarsdóttir, Pálmar Á. Sigurbergsson, Jóhanna Snorradóttir, Ólafur V. Sigurbergsson, Sólrún Jónasdóttir, Grétar Sigurbergsson, Kristfn Hallgrfmsdóttir, Friörik Sigurbergsson, Árný Sigurðardóttir, Guðlaug Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKARPHÉÐINN WAAGE, Mánabraut 19, Kópavogl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða aörar líknarstofnanir. Hólmfrfður Eyjólfsdóttir, Steinar Waage, Clara Waage, Krlstfn Márfa Waage, Tómas Waage, Guðrún P. Waage, Magnús Waage, Kittý Hrönn Waage, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför HÁLLMARS FREYS BJARNASONAR, Sólvöllum 6, Húsavfk, Guð blessi ykkur öll. Guðrún Ingólfsdóttlr, börn, tengdabörn og barnqbörn. t Við þökkum öllum sem heiðruðu minningu JEAN JÓHANNS LE SAGE DE FONTENAY, Útgörðum, Hvolhreppi, og sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför hans. Ólöf Kristófersdóttlr, Kalman J. de Fontenay, Guðrún J. de Fontenay, Þórunn J. de Fontenay, Guðrún Eirfksdóttir de Fontenay, Kristófer Frank J. de Fontenay, Ingimundur Sveinbjarnarson, Guðrún Birna Ingimundardóttir. t Hugheilar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jarðarför GUNNARS GUÐMUNDSSONAR, raftæknis, Garði, Mosfellssveit, er lést af slysförum 23. júlí síðastliðinn. ' Sérstakar þakkirtil Álafosskórsins og Knattspyrnufélagsins Fram. Kolbrún Jónsdóttir, Ása Dagný Gunnarsdóttir, Steinn Gunnarsson, Guðmundur Þ. Bjornsson, Sigrfður Kristinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Birna Guðmundsdóttir, Konráð Guðmundsson, GunnarJónsson, Gréta Jónsdóttir, og Sigurveig Stella Konráðsdóttir, Torfi Þorsteinsson, Ásmundur Karlsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Rósa Björg Ólafsdóttir, Hrund Jóhannsdóttir, Pétur Bjarnason t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför, ÓSKARS VALDIMARSSONAR, Bogaslóð 14, Höfn, Hornafirði, Maren Júlfusdóttir, Kristrún Óskarsdóttir, Júlfa Óskarsdóttir, Jón Helgason, Hrönn Óskarsdóttir, Kristján Þorbergsson, afabörn og systkini. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinsemd við fráfall og jarðarför MAGNÚSAR INGA SIGURÐSSONAR, viðskiptafræðings. Árný Guðjónsdóttlr, Guðjón Sigurðsson, Oddur Sigurðsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við frá- fall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS KRISTJÁNS SIGFÚSSONAR, yfirtollvarðar, Kristfn Sigurbjörnsdóttir, Alma K. Friðriksdóttir, Jón A. Snæland, Kristfn G. Jónsdóttir, Friðrik K. Jónsson, Sigurbjörn A. Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA GARÐARS KRISTINSSONAR, Melabraut BB, Seltjarnarnesi, Ragnheiður Kristjánsdóttir, María Árnadóttir, Rfkarður Jónasson, Hörður Árnason, Aðalheiður Benediktsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Elfsabet Árnadóttir, Jón Sigurðsson, Bolli Árnason, Dfana Skafte, Gunnhildur Árnadóttlr, Guðbjörn Þorsteinsson, íris Huld Einarsdóttir, _ Björn Baldvlnsson og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir hlýhug og vinsemd við andlát og útför eigin- konu minnar, móðúrokkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BÁRU HALLGRfMSDÓTTUR, Grundargötu 27, Grundarfirði. MagnúsJóhannsson, Sigríður Magnúsdóttlr, Magnús J. Magnússon, Anna Björg Björgvinsdóttir, Hallgrfmur S. Magnússon, Helga Frföa Tómasdóttir, Hulda Vilmundardóttir, Soffanfas Cecllsson, Grétar Þór Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.