Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Island verður ekki sjálf- stætt án landbúnaðar Hejðraði Velvakandi Ég get ekki látið hjá líða að gera athugasemd við skrif Benjamíns H. J. Eiríkssonar í Morgunblaðinu um landbúnaðarmál. Hann virðist vera mjög andsnúinn bændastétt- inni en að öðru leyti hef ég kunnað vel við skrif Benjamíns. Að vonum ofbýður honum það mikla íjármagn sem nú verður að leggja í landbúnaðinn, en þar er ekki bændum um að kenna heldur stjórnun í efnahagsmálum og þá ekki síst samtökum launþega með sínar kröfur og áróðður fyrir því að landbúnaðarvörur séu dýrar og að bændur okri á framleiðslu sinni. Berum nú saman tvær vörur af mörg hundruð mögulegum. Heimili þar sem reyktur er einn pakki af sígarettum á dag getur keypt að minnsta kosti tvær góðar kjötmáltíðir á viku fyrir þær krónur sem í tóbakið fara, og varla þarf að bera saman hollustuna. Svona mætti lengi telja. Ekki sér fólk í það að fara á veitingastaði og kaupa sér rándýrar kjötmáltíðir. Talið sjálfsagt að láta dýra þjónustu éta upp launin. Bændur kosta miklu til fram- leiðslunnar og verða að fá það verð fyrir vörur sínar sem gerir þeim mögulegt að stunda landbúnað og tryggja afkomu sína. Landbúnaðar- vörur eru hreint ekki dýrar en vissir hópar þjóðfélagsþegna stunda áróð- ur gegn bændum og finnst mér þar fremstur í flokki Alþýðuflokkurinn eins og stendur. Oft er talað um þá sem skapa verðmæti en það er eins og framlag bænda sé lítils metið í þessari umræðu. ísland væri og verður ekki sjálf- stætt án landbúnaðar. Skógrækt Benjamíns H. J. Eiríkssonar verður ekki unnin á hálendi landsins þar sem uppblástur jarðvegs er einna mestur. Enn fremur eru bændur hvattir til að taka upp nýjar at- vinnugreinar svo sem refa— og minkarækt, fiskirækt og enn er fitj- að upp á kornrækt og mörgu fleiru. Allar þessar búgreinar hafa orðið fyrir skakkaföllum og milljóna tjóni þótt þær hafi skilað hagnaði á stundum. Enn fremur er allt á huldu um markað fyrir afraksturinn í framtíðinni, ekki síst ef of margir fara þessar leiðir. Talsvert hefur verið gert af því að fá jarðir undir skógrækt og bændur til að snúa sér að því að rækta nytjaskóga. Þetta er aðeins framtíðarsýn og þeir sem taka sér þetta fyrir hendur nú verða löngu komnir undir græna torfu þegar sá búskapur verður fær um að fram- fleyta einhvetjum. Þetta er gott svo Iangt sem það nær en verður að vera kostað af ríkinu, fólkið lifir ekki af tijárækt- inni fyrr en eftir hálfa öld eða svo. Mörgu hefur verið fitjað upp á í þessu sambandi en ekkert verður gert nema vegna hugmynda og at- orku dugnaðarmanna. Allt verður að standast sam- keppni, að öðrum kosti eru hugdett- ur einskis virði og verra en það, ef fé almennings er sóað í skammlífa loftakastala, peningum kastað á glæ. Benjamín Eiríksson gerir mikið úr rányrkju bænda á landinu og telur þá næstum glæpamenn að því leyti og vill ræna þá landeignum sínum. Væri illa komið fyrir menn- ingu okkar ef gera á viðkvæm lönd að átroðningi. Væri ekki ráð að almenningur legði meira til við uppgræðslu landsins þó að utan landgræðslu- girðinga væri. Benjamín, eru bændur ekki eins velkomnir að styrkjum og almenn- ingur í þeftbýlinu sem farinn er að lifa djarft á almannafé? Mér finnast þeir engu síðureiga skilda aðhlynn- ingu en þorj)arar og borgarar, þó að ég sé alfarið á móti fjárframlög- um sem draga úr trú fólks á sjálft sig, betlistefnu sem dregur niður sjálfsvirðingu einstaklingsins. Ekki er það rétt að sauðkindin og hestarnir séu það sem mestum skaða veldur á gróðri, heldur er það tíðarfar. I sumar hefur verið talað um að hálendið bíði mikið tjón af þurrkum og var í einni frétt sagt að „ef hreyfði vind, mætti búast við miklum skaða af jarðvegsfoki". Þetta segir okkur meira um eyðingu en allur áróðurinn fyrir því að sauð- kindin sé aðalskaðvaldurinn í gróðureyðingu Margt mætti segja um þá millj- arða króna sem leggja á til land- búnaðarins næstu árin, en það verður ekki gert nú. Það verður að vinna að því að ekki verði að vetja almannafé í þjónustu nema sem allra minnst en það verður ekki gert á meðan betliflokkarnir hafa tök á efnahagslífi landsmanna. Ég tel mikilvægara að hefta upp- blástur á nýjum stöðum en að leggja milljónatugi í skógrækt á bestu gróðursvæðum landsins. Mestum árangri myndi það skila fyrir bú- skap ef hægt væri að vinna að skjólbeltarækt sem víðast og skóg- arlundum þar sem þeir eru ekki fyrir en þar þarf að velja réttar trjátegundir. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Skyndiréttastaður til fyrirmyndar Gunnar skrifar: Á undanförnum þrem mánuðum hef ég farið þrisvar sinnum til Vest- mannaeyja, fyrst í sumarleyfi, þá í tengslum við Pollamótið sem haldið var í Eyjum og svo nú síðast vegna viðskipta. Það er alltaf jafn gaman að heimsækja Eyjar. Hér á árum áður gat það þó verið nokkuð erfitt þar sem ég er aðkomumaður og þurfti að kaupa mat. Nú eru mat- sölustaðir komnir þó nokkrir og allir mjög boðlegir. Þó hefur mér þótt einn matsölu- staðurinn til algjörrar fyrirmyndar. Hann heitir Bjössabar og er stað- settur á Bárustíg. Þarna er hægt að fá ýmsa skyndirétti, pizzur, ham- borgara, kjúklingabita, kaffi og kleinur o.fl. Það er ekki ofsögum sagt að þarna er um að ræða þjón- ustu og matseld sem ég held að gerist hvergi betri á slíkum stöðum, jafnvel þótt út fyrir landsteinana sé leitað. Umhverfi er sérstaklega hreinlegt og ég tók eftir því að þess var jafnan gætt af starfsmönn- um að allt væri fágað og strokið. Af skyndiréttastað þykir mér hann bera af. Sjávarréttapizzan minnti mig reyndar á að auðvitað bauð sjávarpláss upp á topp hráefni, en brauðið er líklega besta pizzubrauð sem ég hef fengið her á landi. Hamborgararnir skildist mér að væru ættaðir frá Tommaborgurum. Alla vega var úrvals hráefni í þeim og sósan betri á Bjössabar en Tomma ef eitthvað var. Kjúklinga- bitamir eru á við það besta frá Kentucky Fried. Mér finnst ástæða til að taka þetta fram og þakka á þennan veg vegna þess að það er of lítið af því gert að hrósa því sem vel er gert í litlum bæjarfélögum, þar sem það kostar mikla fyrirhöfn að bjóða upp á fjölbreytni og gæði á matstöðum sem ekki fá eins marga viðskipta- vini og slíkir staðir gerðu í Reykjavík. Ég er viss um að ef þessi staður væri í Reykjavík, þá væri hann þegar orðinn einn vinsælasti skyndibitastaðurinn í borginni. Hafi starfsfólk kærar þakkir fyr- ir gott starf. Slúður um Dalamenn í Dagfara DV þann 20. júlí síðastliðinn var skrifað um salmon- ellasýkingu í Dölunum og fannst okkur þar mjög gróflega tekið á málinu. Þar stóð meðal annars að Dala- menn hefðu eitrað fyrir fólki af Suðumesjum sem var á ættarmóti að Laugum í Sælingsdal. Ástæðan fyrir því að Dalamenn áttu að hafa gert þetta var sú að þeir vildu losna við ferðamenn sem spilltu sveitaró- mantíkinni. Þama fannst okkur mjög einkennilega til orða tekið því að ef Dalamenn hefðu eitthvað á móti ferðamönnum myndu þeir alls ekki hafa hótel eða aðra þjónustu fyrir ferðamenn í sýslunni. Okkur fínnst það líka liggja í augum uppi að engir, hvorki Dala- menn né aðrir, gera svona lagað viljandi. Spurningin er ekki bara hvar á landinu sýkilinn kom upp heldur hvaðan hann er því að það er ekki víst að salmonella komi bara upp í Dölunum í framtíðinni. Það er alla vega engin lausn að setja Dalasýslu í sóttkví (eins og stungið var upp á í Dagfara DV) og okkur þætti líka gaman að vita hvernig kokkurinnn (eða Dalamenn í heild) áttu að vita að salmonellu- sýking væri í þessu ákveðna svínakjöti frá Sláturfélagi Suður- lands, það er ef sýkingin var þá í því. Það hefur gengið mjög erfiðlega að rannsaka hvaðan salmonellan kemur en svo eiga Dalamenn allt í einu að vita það upp á hár þegar þeir eru að eitra fyrir sína feðra- menn. Dagfari fann svo farsælan (?) endi á málið með því að segja að kokkurinn hefði gleymt að sjóða kjötið. En það vildi svo einkennilega til að kona ein sem var á ættarmót- inu hafði hringt í Velvakanda og kom það fram í Morgunblaðinu þann 17. júlí að hún hafði sagt að maturinn hefði verið frábær og móttökurnar mjög góðar. Það gefur því auga leiða að maturinn hefur ekki verið hrár. Með von um að Dalimir fái rétt- mæta umfjöllun í framtíðinni. G.Þ. og Ó.H. nDusnn ROYAlí STURTUKLEFAR 0G BAÐVEGGIR ÚR ÁLI0G HVÍTU Suðurlandsbraut 10. S. 686499.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.