Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
39
Nær öll skulda-
bréf Akureyr-
arbæjar seld
VERÐRÉFIN sem Akureyrarbær gaf út um miðjan síðasta mánuð til
að fjármagna framkvæmdir við Lundaskóla og Síðuskóla eru nær
uppseld, en heildarfjárupphæð þeirra var 57.9 milljónir króna, en nú
hafa bréf fyrir um 56 milljónir króna selst.
Haukur Þór Haraldsson, forstöðu-
maður verðbréfaviðskipta Lands-
bankans, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að mikill fjör-
kippur hefði komið í sölu á þessum
bréfum eftir að ríkissjóður hefði opin-
berað raunávöxtun nýrra spariskír-
teina í síðustu viku, og því hefðu
selst verðbréf á vegum Akureyrar-
bæjar fyrir rúmlega 50 milljónir
króna.
„Það má segja að þessi bréf hafí
selst upp á mettíma, þremur vikum,
en ég veit dæmi þess að það hafí
tekið u.þ.b. 3-4 mánuði að selja verð-
bréf af þessu tagi fyrir helmingi
lægri upphæð," sagði Haukur Þór.
Sagði hann að upphaflega hefði hann
búist við að selja þessi bréf á innan
við tveimur mánuðum, en að það
yrði gert á þremur vikum bjóst hann
ekki við.
Hann sagði að kaupendur bréf-
anna væru bæði sjóðir og einstakl-
ingar, og að stærsta einstaka salan
hefði verið fyrir 15 milljónir króna.
Sala þessara skuldabréfa fyrir Akur-
eyrarbæ er sú langstærsta sem
Landsbankinn hefur tekið að sér fyr-
ir bæjarfélag, en bréfín voru ýmist
50 þúsund króna eða 100 þúsund
króna og báru 9% og 9.5% raunvexti.
Uppskeruhorfur á kartöflum góðar:
Byrjað að taka upp
fyrir sumarmarkað
Morgunbladið/Ingi St. Agnarsson
Samheijatogararnir hafa hvað eftir annað slegið met hvors annars. Á myndinni sjást tveir þeirra,
Akureyrin og Oddeyrin, sigla út Eyjafjörð.
Akureyrin með 270 tonn af flökum:
Verðmætasti afli sem
komið hefur að landi
NOKKRIR kartöflubændur í Eyja-
firði eru nú byijaðir að taka upp
kartöflur fyrir sumarmarkað og
að sögn Eiríks Sigfússonar, bónda
á Sílastöðum, eru uppskeruhorfur
mun betri en í fyrra.
„Ég er byijaði í dag að taka upp
Premíer kartöflur og byija sennilega
í næstu viku að taka upp Gullauga,"
sagði Eiríkur í gær í samtali við
Morgunblaðið. „Premíerinn lítur vel
út í ár, og sannast sagr.a er mjög
gott útlit með alla kartöflusprett-
una,“ sagði hann.
Eldsvoðinn
olli tals-
verðum reyk-
skemmdum
Akureyri
ELDUR kom upp í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri siðdegis
í gær og var slökkviliðinu gert
viðvart gegnum sjálfvirkt kerfi
laust eftir klukkan 17. Eldurinn
kom upp á efstu hæð, eða risinu
svokallaða, og lagði talsvert mik-
inn reyk um allar hæðir sjúkra-
hússins og er það talið hafa
skemmst nokkuð af völdum reyks-
ins.
Slökkviliðið var rúmlega klukku-
stund að ráða niðurlögum eldsins,
en þar sem reykur komst í loftræsti-
kerfí lagði hann um nær allt sjúkra-
húsið. Þó tókst að mestu að komast
í veg fyrir að hann legði um loft-
stokka.
Flytja þurfti nokkra sjúklinga af
gjörgæsludeild og niður á handlækn-
ingadeild, og samkvæmt þeim
upplýsingum sem fengust á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu var aldrei neinn
sjúklingur þar í hættu vegna eldsvoð-
ans.
17 óku of hratt
og 4 óku ölvaðir
Verslunarmannahelgin var
með kyrrum kjörum hér á Akur-
eyri og að sögn lögreglunnar var
ölvun lítt áberandi í bænum.
Lögregla þurfti þó að hafa af-
skipti af drukknum ökumönnum og
voru fjórir teknir, grunaðir um ölv-
un við akstur.
Þá voru 17 teknir fyrir að vera
of þungstígir á bensíngjöfínni.
Eiríkur sagði að upptaka hefði
hafíst á nokkrum stöðum fyrir helgi
og taldi hann uppskeruhorfur víðast
hvar góðar og miklu betri en í fyrra.
Guðmundur Þórisson, bóndi Hlé-
skógum og formaður Félags kart-
öflubænda við Eyjafjörð, hafði
svipaða sögu að segja og Eiríkur;
uppskeruhorfur væru nokkuð góðar
en kvaðst ekki byijaður að taka upp
neinar kartöflur. „það eru þó tveir
hér í kring famir að taka upp kartöfl-
ur fyrir sumarmarkað en venjulega
hefst upptaka ekki fyrr en 7.-10.
september,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að hitastig í fyrrinótt
hefði verið um §órar gráður í um
tveggja metra hæð, þannig að þá
nótt hefði jaðrað við hélu. „Það er
því ekki alveg ljóst ennþá hvemig
sprettan verður því ef næturfrost
skellur á verður að taka upp fyrr,“
sagði hann að lokum.
FRYSTITOGARINN Akureyrin,
sem er í eigu Samheija hf., kom
til Akureyrar á mánudag með
þann verðmætasta afla sem að
landi hefur komið í einu. Afli
togarans var 270 tonn, mest-
megnis þorskflök, en einnig
heilfrystur smáþorskur og ufsa-
flök. Áætlað söluverðmæti
aflans, sem fer á Englands- og
Bandaríkjamarkað, er tæplega
38 milljónir króna, en fyrra met-
ið átti Margrét EA sem landaði
12. júlí afla að verðmæti 34-35
milljónir króna.
Þorsteinn Vilhelmsson var skip-
stjóri á Akureyrinni og sagði hann
að eftir þennan túr, sem tók 24
daga, væri þorskkvótinn svo til
búinn. I þessum túr hefðu veiðst
upp úr sjó um 635 tonn, en reyndar
hefðu nokkur tonn verið keypt ann-
ars staðar frá og það sem eftir
væri af þeim kvóta yrði kannski
klárað áður en togarinn færi í slipp
í september.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samheija hf.,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að samanlagt brúttó aflaverðmæti
þess afla sem að landi væri kominn
hjá þeim í ár væri farið að nálgast
235 milljónir króna, en samanlagt
hefðu veiðst um 4100 tonn upp úr
sjó.
Frystitogararnir aukið
áhyggjuefni fiskverkunarfólks
„ÁHYGGJUR af því að verið sé að færa fiskvinnsluna út
á sjó fara vaxandi með mér; við þekkjum hvernig ástand-
ið getur orðið frá Ólafsfirði, en þar hefur atvinna verið
mjög ótrygg í fiskvinnslu eftir að frystitogararnir komu
þangað,“ sagði Björn Snæbjörnsson, varaformaður Ein-
ingar, í samtali við Morgunblaðið í gær um þá þróun að
aukinn fiskafli er nú unnin um borð í frystitogurum.
„Fram að þessu hefur þess-
arar þróunar lítið gætt hér á
Akureyri; hér hefur verið næga
atvinnu að hafa og frekar að
vantað hafi fólk til fiskvinnslu.
Þeim fer hins vegar fækkandi
þeim togurum sem landa þess-
um hefðbundna ísfiski, og eins
og ég sagði hefur þetta haft
mjög slæm áhrif á atvinnu-
ástand þar. Þar hefur verið
hráefnisskortur og ég vil meina
að fólk hafi flutt þaðan vegna
þess að fískvinnsla hefur þróast
á þennan veg,“ sagði Björn. ‘
Hann kvaðst þó vissulega
geta samglaðst þeim sjómönn-
um sem væru á þessum frysti-
togurum en taldi að þessi þróun
í fiskvinnslu væri mikið
áhyggjuefni fyrir fólkið í frysti-
húsunum.
„Það voru fluttir hingað inn
skuttogarar í upphafi síðasta
áratugar til þess að skapa fólki
atvinnu, nú er þessum málum
alveg öfugt farið; verið er að
breyta togurum yfir í frystitog-
ara og þar með verið að taka
atvinnu frá fólki í landi," sagði
hann að lokum.
Auður Guðjónsdóttir, trún-
aðarmaður hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa, sagði að sér þætti
þessi þróun mjög slæm því hún
sagði það augljóst að þegar
farið væri að vinna afla í aukn-
um mæli um borð í togurum
Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþóreson
Auður Guðjónsdóttir.
þá væri verið að taka vinnu frá
þeim sem í landi ynnu.
„Það hefur þó verið meira
en nóg að gera hjá okkur hér
hjá útgerðarfélaginu vegna
þess að launakjör eru orðin það
léleg að enginn fæst lengur til
að vinna þessi störf," sagði
Auður. „Launamisréttið er orð-
ið mjög mikið og síðustu
kjarasamningar færðu okkur
ekkert. Við sjáum bara hvemig
misræmið er orðið milli þeirra
sem vinna að snyrtingu aflans
í landi eða úti á sjó, og ef svo
fer fram sem horfír þá á þetta
eftir að bitna á fólkinu í
landinu."
Erna Magnúsdóttir vinnur
einnig hjá ÚA og sagði hún að
fram að þessu hefði þessi þróun
ekkert komið við þær. „Ef það
á hins vegar að fjölga þessum
frystitogurum hlýtur það að
koma við okkur fyrr en seinna,“
sagði hún.