Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
fclk f
fréttum
Liz Taylor ótt-
ast um líf sitt
Afkomandi leitar uppi flóttastað forfeðranna
Kvikmyndstjaman Liz Taylor
hefur gripið til þess ráðs að
ganga í skotheldu vesti eftir að
hafa fengið endurteknar morð-
hótanir frá óþekktum aðila í
Hollywood. Er henni hótað lífláti
ef hún hætti ekki baráttu sinn
gegn útbreiðslu eyðni, en hún
hefur tekið virkan þátt í fjársöfn-
un og öðru sjálfboðastarfi til að
hjálpa eyðnisjúklingum og efla
rannsóknir á þessum skæða sjúk-
dómi.
Lögreglan heldur því fram að
sá sem standi að baki morðhótun-
unum hljóti að vera haldinn
fordómum og hatri í garð samkyn-
hneigðra karlmanna sem hvað
verst hafa orðið fyrir barðinu á
eyðni og þá jafnframt hatri og
ótta fólks í við sjúkdóminn.
Auk þess að ganga í skotheldu
vesti hefur leikkonan ráðið til sín
lífvörð sem vaktar hana nótt sem
dag.
Morgunblaðið/Einar Falur
Cheryl Stephansson Redmond og faðir hennar Norman Stephansson sem nú eru stödd hér á landi til
að minnast þess að langafi og -amma hennar flúðu vestur um haf til að mega lifa saman.
Ast í meinum
Hér á landi er nú stödd merki-
leg kona ásamt foreldrum
sínum og um þijátíu ættingjum
öðrum frá Kanada og Bandaríkjun-
um. Þau eru öll að móðirinni
undanskildrí Vestur-íslendingar, en
þekktu ekki ættingja sína í gamla
landinu fyrr en fyrir þremur árum.
Konan er Cheryl Stephansson
Redmond. Hún ólst upp í bænum
Flin Flon í Manitoba í Kanada, en
þar var faðir hennar, Norman Step-
hansson, læknir.
Cheryl vissi alla tíð að hún var
af íslenskum ættum, en áður en hún
fæddist voru afi hennar og langafí
— t dánir og með þeim möguleg vitn-
eskja um ættingja í gamla landinu.
Fjölskyldan hafði því afar litla hug-
mynd um það hvort hún ætti
ættingja þar enn. En árið 1984 lét
hún og foreldrar hennar verða af
því að fara til íslands. Áður skrif-
aði hún gömlum skólafélaga úr
háskóla, Bimi Bjamasyni hagfræð-
ingi, og spurði hann hvort hann
gæti orðið nokkurs vísari um ætt-
ingja hennar hér á landi. Hann brást
svo vel og skjótt við að innan
skamms fékk hún frá honum pakka
sem innihélt upplýsingar um 800
ættingja hennar á Islandi. Þau
dvöldust hér í aðeins tólf daga, en
að þessum fáu dögum liðnum var
Cheryl komin með nöfn um 1000
ættingja sinna. Þegar hún var kom-
in til baka til Vesturheims vann hún
úr þessum nöfnum á einkatölvuna
sína. En hana vantaði meiri upplýs-
ingar svo hún fór til íslands aftur
ári síðar, árið 1985, og bætti þá
við úm 500 ættingjum á ættartréð.
Með bréfaskriftum hefur hún síðan
bætt við enn um 400 manns þannig
að ættartréð telur nú um 1900 áður
ókunna ættingja. Þar af eru um
100 búsettir vestanhafs. Fjölskyld-
an hefur því stækkað ótrúlega fyrir
þau Cheryl, föður hennar og aðra
‘ættingja þeirra í Vesturheimi.
Flúðu til Vesturheims
Upphafið að þessari týndu fjöl-
skyldu er ljúfsárt og heillandi. Það
er dæmi um hina sígildu uppsprettu
skálda, ást í meinum. En þetta var
engin hugarsmíð skálds, heldur at-
burðir sem áttu sér stað hér á
íslandi í veruleikanum í lok 19. ald-
ar. Þannig var að ungur vinnumað-
ur á Meiðastöðum í Garði á
Reykjanesi, Stefán Björnsson, og
ein dætra bónda, Kristín Ámadótt-
ir, felldu hugi saman. Þau voru
langafi og langamma Cheryl. En
bóndi hafði aðrar og jarðbundnari
hugmyndir um ráðahag dóttur
sinnar. Vildi hann að hún gengi að
eiga vel stæðan bónda þar í sveit-
inni, enda ólíkt meira vit í því en
að giftast fátækum vinnumanni.
Varð honum ekki þokað. Elskend-
umir tóku þá það til ráðs að flýja,
til að þau mættu njótast. Það var
árið 1881. Sögðust þau ætla rak-
leiðis til Vesturheims. Var það því
trú manna lengst af, að þangað
hefðu þau farið. En nú er ljóst af
Vesturfaraskrá að þau fóm ekki
af landi brott fyrr en sex ámm síðar
eða árið 1887. Vom þau þá með
tveggja ára sveinbam sem Ámi
hét. Er því margt á huldu um dval-
arstað þeirra og líf á þessum ámm,
en líklegt talið að þau hafi.búið hjá
ættingjum Stefáns norður í Skaga-
firði. Er þau komu vestur um haf
settust þau að í Manitoba í Kanada.
Þar fæddist þeim annar sonur, Stef-
án, sem er afi Cheryl. Þau virðast
hafa haft mjög lítið samband við
ættingja heima fyrir og með þeim
leið það alveg undir lok, hafi það
verið nokkuð.
Gunnar Magnúss rithöfundur,
sem er náskyldur Cheryl, hefur
skrifað söguna Þrepin þrettán um
þennan dramatíska flótta þeirra
Stefáns og Kristínar.
Þegar Cheryl var komin með svo
mikið efni um ættina var fólk sífellt
að hvetja hana til að skrifa bók um
hana segir hún. Þar sem að í ár
er öld liðin frá því að elskendumir
stigu á skipsfjöl og héldu til Vestur-
heims, ákvað hún að láta verða af
því að skrifa bókina. Hún er nú
komin út hjá forlagi liennar sjálfs
og mannsins hennar og heitir
Meiðastaðaætt - ættarsaga. Er bók-
in öll á tveimur tungumálum, ensku
og íslensku, og er til sölu í ein-
hveijum bókabúðum hér á landi. í
tilefni af útkomu bókarinnar hefur
Liz Taylor ásamt Reagan Bandaríkjaforseta, þar sem þau sátu
fjár öflunarkvöldverð í þágu eyðnirannsókna í Washington
verið ákveðið að halda veglegt ætt-
armót um næstu helgi á Akranesi
og styrkja bönd þessarar fjölskyldu
sem nú hefur fundið sjálfa sig með
dyggilegri aðstoð Cheryl Stephans-
son.
' Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurðsson
Kisi gægist undan fótstigum aðstoðarflugmannsins í stjórnklefa vélarinnar og er ekkert á því að treysta
því sem hann sér. Hann var mjög var um sig og fylgdist með hverri hreyfingu.
Kötturinn fljúgandi
Það var ekki mikið pláss fyrir greyið undir stjórnborðinu, innan
um odskyns rafmagnsleiðslur, en þó nægilegt til að fara i felur.
Kattargrey nokkurt villtist um
borð í eina þotu Flugleiða í
síðustu viku, eins og sagt var frá
í dagblaði, og flaug að líkindum
ekki minna en þijár ferðir yfir
Atlantshafíð endurgjaldslaust.
Réttara væri þó kannski að segja
að hann hafi goldið með lífi sínu,
því för hans endaði á Keflavíkur-
flugvelli þar sem flugvirkjar eltust
við hann um borð í vélinni í marga
klukkutíma og var hann aflífaður
þegar þeir loks náðu honum, eins
og lög gera ráð fyrir. Morgun-
blaðið hefur krækt sér í þessar
skemmtilegu myndir af laumufar-