Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 21
MORGÚNBLAÐÍÐ, MIÐVÍkÚDÁGÚR ð! ÁGÚST' lð'87
Íl
Hrólfur Sveinsson:
Undir Hveralundi
Ekkert ljóð hefur verið svo
mjög í hávegum haft af íslending-
um sem Völuspá. Skáldleg tign
hennar og djúp speki hefur að
vonum heillað lærða sem leika.
Þó eru þeir til, sem halda því fram,
að þetta merka fomkvæði sé eitt-
hvert hið hlægilegasta rugl, sem
reynt hafi verið að útskýra sem
skáldskap. Að sjálfsögðu eru þar
á ferð leikmenn, sem skortir hinn
rétta grundvöll fræðanna. Enda
kalla þeir svo, að kveðskapur þessi
hafi orðið því óskiljanlegri, sem
fræðimenn hafi lengur bjástrað
við að skýra hann, og þeim mun
kátlegri sem hann sé meira veg-
samaður.
í Dagblaðinu Vísi, 27. júlí sl.,
birtist á 18. bls. grein um nýja
útgáfu af kvæði þessu og er þar
vikið að skýringum fræðimanna á
ýmsu sem þótt hefur torskilið. Því
miður er greinarhöfundur svo
ógætinn að minnast um leið á
fímbulfamb nokkurra leikmanna
um hinn foma kveðskap og kallar
sumt í tilraunum þeirra til leiðrétt-
inga og túlkana „mjög athyglis-
vert“.
Heldur þykir mér illa til fundið
að viðhafa slík ummæli um skrif,
sem ganga í berhögg við löngu
viðurkennd vísindi; liggur við að
með þeim sé óvirðing sýnd þeim
lærdómi, sem gefið hefur skáld-
skaparlist vorri frá fyrri tíð vængi
til flugs út um víða veröld.
Af dugnaði fræðimanna að
koma viti í torráðinn og illa varð-
veittan kveðskap verður ekki
ofsögum sagt. Vildi ég mega
benda á eitt dæmi, þó ekki sé
meira, raunar alþekkt dæmi, sem
löngum hefur vakið mér sérstaka
aðdáun.
Á handriti fomu fannst á sínum
tíma ljóð, sem mjög er frægt orð-
ið, og er af ýmsum talið eitt hið
merkasta kvæði sinnar tegundar,
sem ort hefur verið á íslenzka
tungu. Eigi vita menn gjörla hver
höfundur þess var; en það hljóðar
svo:
Enginn grætur íslending;
einn um nótt ég sveima;
ég fann hðfuð af Knúti
hrygg og gæruskinn;
kyssir torfa náinn;
nú er horfið Norðurland,
og hana nú!
nú á ég hveigi heima,
krummi krunkar úti
yfir kaldan eyðisand;
þegar allt er komið í hring,
einan sér og dáinn,
kallar á nafna sinn.
Þetta stórbrotna ljóð hefur
mörgum að vísu þótt torskilið
nokkuð svo. Þó hefur fræðimönn-
um tekizt að bregða ljósi yfir hið
dulmagnaða efni þess. Hafa þeir
með sterkum rökum fært til eina
línu í þessum foma handritstexta,
svo að síðasti hluti ljóðsins er á
þessa leið réttur talinn:
Þegar allt er komið í hring
yfir kaldan eyðisand,
einan sér og dáinn
kallar á nafna sinn.
Með þessari leiðréttingu verður
kvæðið allt auðskilið, eða svo til.
Upphafs-ljóðlínan er eins konar
umgerð. En síðan lýsir skáldið í
fyrstu persónu voveiflegum at-
burði, sem fýrir hann bar, þá er
hann var einn á næturferð.
Skal þar fyrst tekið saman: „Ég
fann hrygg höfuð af Knúti og
gæruskinn." Knútur sá, sem hér
getur, mun vera síra Knútur Ön-
undarson í Dumbsholti, sem úti
varð á Breiðavíkursandi á sínum
tíma. Lýsingarorðið „hryggur",
sem hér stendur í fleirtölu hvomg-
kyns sýnir, að um fleiri en eitt
höfuð er að ræða, „hrygg höfuð".
Rennir það stoðum urjdir þau
munnmæli, að síra Knútur hafí í
raun verið þursi þríhöfða, en orð-
ið fyrir þeim hraklegu álögum að
breytast i mennskan mann, og
skyldi þeim ósköpum eigi létta
fyrr en hann hefði náð prests-
vígslu, og fiflað konu meðhjálpara
síns. Hið fyrra reyndist auðsótt;
og brátt horfði vel um hið síðara.
Því nótt eina, þegar meðhjálpari
lá á greni, birtist klerkur hús-
freyju hans, íklæddur gæmskinni,
og kvaðst vera guðs lamb, enda
myndi hann nú veita henni sakra-
menti nokkurt, sem endast mætti
til sáluhjálpar. Varð húsfreyja
allkát við þau tíðindi. En sem
hæst fór messugerðin birtist með-
hjálpari með skolla á bakinu og
sveðju mikla í hendi. Prestur brá
við hart, tók á rás út á Breiðavík-
ursand, og stefndi til jökla.
Meðhjálpari snaraðist eftir honum
með sveðjuna reidda og hugðist
gjalda honum ljóstollinn. En þegar
út á sandinn kom, sér hann, að
höfuð prests klofnar í þrennt, og
verða af þrír tröllshausar ógurleg-
ir, sem frýsa og froðufella hver í
kapp við annan. Beið hann þá
ekki boðanna, heldur svipti af
klerki sauðargæmnni og lét
sveðju sína vaða á svírana þijá,
svo að af tók höfuðin öll. Hmtu
þau víðs vegar um sandinn, sem
og gæmskinnið góða. En búk og
limu dysjaði meðhjálpari undir
hárri melgrastorfu.
Svo sem þjóðsaga þessi er skráð
af Þórði lögréttumanni á Þröm,
kemur hún allvel heim við hið
foma kvæðj, sem hann virðist
hafa þekkt. í ljóðinu kveðst skáld-
ið hafa fundið höfuð síra Knúts,
öll með tölu, og skyldi engan
undra, þótt þau væm „hrygg",
þar sem þau lágu á tvist og bast,
af höggvin og umkomulaus. Einn-
ig segist skáldið hafa rekizt á
gæmskinn prests, það er hahn
skrýddist til embættisverka
sumra. En náinn að öðm leyti
kveður hann kominn undir hina
grænu melgrastorfu: „Kyssir
torfa náinn", segir þar. Næst seg-
ir frá því, að skáldið heyrir hrafn
kmnka úti á sandinum. Kveðst
fugl þessi hafa flosnað upp frá
Norðurlandi, og sé hann nú lentur
á flakk. En þegar hann er kominn
í heilan hring yfir kaldan eyði-
sandinn, þá kallar hann á nafna
sinn, sem hann sér þar einan og
dáinn undir torfunni. Er þá ljóst,
að „knútur" var að fomu hrafns-
heiti, eitt af mörgum, dregið af
sköpulagi kmmma. Sumir fræði-
menn telja, að raunar leggi
skáldið allt kvæðið í munn hrafn-
inum. En þar em skoðanir þó
skiptar. Hins vegar er það aug-
ljóst, þegar fræðimenn hafa svo
fagurlega um fjallað, að hér er á
ferðuin stórfenglegur skáldskapur
og frábær, þranginn mögnuðum
seið og römmum galdri, þar sem
skáldlegt hugarflug íslenzkrar
þjóðtrúar fer á kostum.
Allt um það em þeir á kreiki
sem bera brigður á vísindin, og
em firmr þeirra til marks um þær
ógöngur, sem leikmenn geta ratað
í, þegar þeir ætla sér ekki af.
Til dæmis hefur sú kenning
skotið upp kollinum, að vænlegra
sé að leiðrétta brenglaðan texta
samkvæmt sennilegu formi en
eftir efni, sem hver og einn geti
rázkað með að vild; enda muni
efnið þá að líkindum leiðréttast
af sjálfu sér og margt verða eðli-
legt og auðskilið, sem áður var
endileysa tóm. Ef hins vegar sé
látið óleiðrétt einmitt það, sem
augljóst sé að hafi raskazt, þá
komi aðrar tilraunir til lagfæring-
ar og skýringar fyrir lítið. Að vísu
muni meingölluð stuðlasetning í
kvæðinu góða því miður svipta
Knút prófast Önundarson í
Dumbsholti kjóli og kalli á enn
formlegri hátt en orðið var, jafn-
vel einnig fæðingarvottorði og
nafnnúmeri, enda hlyti gæm-
skinnið að vísa fremur á „hrút“
en „Knút“, hversu marga sem
hann hefði hausana, ef í senn
skyldi fullnægt stuðlum og rími.
Ætti kmmmi þá að sönnu um
sárt að binda, þegar hann hefði
eigi aðeins misst staðfestu sína á
Norðurlandi, heldur líka nafna.
sinn og vin, síra Knút. Þó bæri
kmnkur að líkindum harm sinn í
hljóði, því að í umgerð kvæðisins
segir, að enginn gráti íslending.
Loks hefur komið upp sú
bábilja, að bæði form og efni bendi
til þess, að í fomu handriti hafi
tvö ljóð af einhveijum sökum
raglazt og mnnið saman í eitt,
og aukist þá líkur til þess, að hin
torskilda ljóðlína „Og hana nú!“
sé síðari tíma ískot. En þama em
leikmenn lifandi komnir.
Akureyri;
Málnefndir
Norðurlanda
koma saman
NORRÆNA málnef ndaþingið
1987 verður haldið á Hótel KEA
á Akureyri dagana 16.—18.
ágúst. Þetta er 34. ársþing nor-
rænu málnefndanna.
Fyrstu norrænu málnefndimar
vom stofnaðar í Finnlandi og
Svíþjóð á heimsstyijaldarárunum
síðari og starfa nú í öllum opin-
bemm málsamfélögum á Norður-
löndum. Allt frá 1954 hafa
nefndimar haft með sér sameigin-
legan fund einu sinni á ári.
íslensk málnefnd annast undir-
búning þingsins að þessu sinni.
Síðan hún var stofnuð 1964 hefir
hún ætíð átt fulltrúa á hinum ár-
legu fundum nefndanna og fjómm
sinnum áður staðið fyrir slíkum
þingum hér á landi, en aldrei á
Akureyri fyrr en nú.
Aðalefni þingsins f þetta sinn
verður islensk málrækt. Fram-
sögumenn verða: Baldur Jónsson
prófessor og Jón Hilmar Jónsson
orðabókarritstjóri.
Búist er við meiri þátttöku en
nokkm sinni fyrr eða um 45
manns af öllum Norðurlöndum,
allt frá Grænlandi til Finnlands.
Stjómarfundur Norrænnar
málstöðvar, sem tók til starfa í
Ósló 1978, verður að vanda hald-
inn í tengslum við málnefndaþing-
ið.
30-50%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM VÖRUM.
Útsala
Glæsilegur fatnaður á ótrúlegu verði.
Sleppið ekki þessu tækifæri til að
eignast föt frá
Hverfisgötu 64a, s. 25260.
(Fréttatilkynning)