Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —- atvinna — atvinna
-4
Tölvuháskóli VI
Skólanefnd Verzlunarskóla íslands óskar að
ráða:
1. Kennslustjóra til að skipuleggja og hafa
umsjón með uppbyggingu náms í Tölvu-
háskólanum.
2. Tölvufræðing sem skal skipuleggja tækni-
lega uppbyggingu skólans og annast
tækjakost hans og hugbúnaðargerð.
3. Kennara til að kenna eftirtaldar náms-
greinar:
Grunnnámskeið.
Forritun (3 mál).
Kerfishönnun.
Fjarvinnslu.
_ Stýrikerfi.
Gagnasafnsfræði.
Öryggismál.
Skjölun.
Vinnuvistfræði.
Stjórnun.
Kennsla skal skipulögð í samvinnu við vænt-
anlegan kennslustjóra.
Öllum stöðum við skólann fylgir kennslu-
skylda. Æskilegt er að kennarar hafi starfs-
reynslu frá tölvudeildum stórra fyrirtækja.
Laun og kjör verða skv. nánara samkomu-
lagi við skólanefnd Verzlunarskóla íslands.
Umsóknir skulu sendar Þorvarði Elíassyni,
skólastjóra, eigi síðar en 15. ágúst nk.
Verzlunarskóli íslands.
Tölvuháskóli VÍ
Tölvuháskóli Verzlunarskóla (slands mun
taka til starfa 1. janúar nk. Innritun nemenda
hefst í haust og er fyrirhugað að taka þá inn
56 nemendur. Síðar verður þeim fjölgað upp
í 160 a.m.k. Kennt verður í húsakynnum
Verzlunarskóla íslands, Ofanleiti 1, kl.
14.00-20.00. Námið skiptist í 3 annir sem
ná yfir 1 V2 vetur. Stefnt er að viðbótarnámi
síðar, sem leiðitil B.S. prófs ítölvufræðum.
Markmið skólans er: Að nemendur geti að
loknu námi skipulagt og annast tölvuvæðingu
hjá fyrirtækjum og séð um kennslu og þjálfun
starfsfólks sem notar tölvur.
Kenndar verða eftirtaldar námsgreinar:
Grunnnámskeið:
Með þessu námskeiði fá nemendur ítarlega
þekkingu á undirstöðuatriðum tölvufræðinnar,
eins og til dæmis talnakerfinu, rökrásum og
aðferðum sem beitt er við lausn vandamála.
Forritun:
Kennd verða þrjú forritunarmál. Markmiðið
er að gera nemendur hæfa til að leysa verk-
efni með hjálp tölvu, en góð kunnátta í
forritun er undirstaða þess.
Kerfishönnun:
Markmiðið er að gera nemendur hæfa til að
leysa á skipulegan hátt hin ýmsu vprkefni
með aðstoð margvíslegra hjálpartækja, s.s.
flæðirita o.fl. Lögð verður áhersla á að kenna
þessi fræði alveg frá grunni, þ.e. frá því að
greina núverandi kerfi til þess að hanna nýtt.
Fjarvinnsla:
Tölvusamskipti milli fjarlægra staða færast
sífellt í vöxt. Kennt verður hvernig gögn eru
flutt gegnum símakerfi og helstu hugtök í
því sambandi. Einnig verður fjallað um nær-
net og notkun þeirra og tengingu tölvutækja
almennt.
Stýrikerfi:
Markmiðið er að kenna nemendum notkun
og hönnun stýrikerfa, sem sjá t.d. um að
raða notendum á fjölnotendavélar, stýra
samskiptum og fleira. Góð þekking á stýri-
kerfum er forsenda þess að geta nýtt
vélbúnað á hagkvæman hátt.
Gagnasafnskerfi:
Kennd verða helstu hugtök í gagnasafns-
fræði, hönnun og notkun þeirra ásamt
uppbyggingu.
Öryggismál:
Markmiðið er að kynna nemendum mikil-
vægi öryggis í tölvuvinnslu. Gögn eru
dýrmæt, og mikilvægt að þeirra sé vel gætt.
Bæði er um að ræða öryggi vélbúnaðar, s.s.
eldvarnir og þjófavarnir, og eins hugbúnaðar
með öryggisafritun, aðgangstakmörkun,
skipulagi í kerfishönnun og forritun.
Skjölun:
Með þessari grein er ætlunin að gera nem-
endur hæfa til að skrifa leiðbeiningar og
handbækur um notkun tölvukerfa. Einnig
verður þeim kennt að leiðbeina notendum,
sem oft hafa litla sem enga þekkingu á tölv-
um og þurfa því að fá hjálp á máli sem þeir
skilja.
Vinnuvistfræði:
Markmiðið er að kenna nemendum að hanna
kerfi með það fyrir augum að ná fram há-
marks afköstum notenda og vinnugæðum
ásamt þægindum í notkun.
Verkefni 1:
Raunhæft verkefni sem nemendur leysa með
hjálp þeirra verkfæra sem þeir hafa lært að
beita.
Verkefni 2:
Sama og verkefni 1, nema hvað það verður
jafnframt lokaverkefni og mun stærra í snið-
um en verkefni 1.
Stjórnun:
Kennd verður uppbygging fyrirtækja, hugtök
stjórnunar, vinnudreifing, skipulagning og
fleira.
Verslunarskóli Islands.
, t
Afgreiðslufólk
Hans Petersen hf. opnar nýja og glæsilega
Ijósmyndavöruverslun í Kringlunni og óskar
eftir afgreiðslufólki til starfa strax.
Starfið felst í afgreiðslu/sölu á Ijósmynda-
vöru og tengdri vöru ásamt ráðgjöf og aðstoð
varðandi val og leiðbeiningum um notkun.
Umsækjendum er gefinn kostur á þjálfun í
starfi. Æskilegt er þó að þeir hafi reynslu
af afgreiðslustörfum.
Vinnutími er eftir nánari samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst nk.
Viðkomandi verða að geta hafið störf sem
allra fyrst.
Vinsamlega athugið að umsóknareyðublöð
og nánari upplýsingar eru eingöngu veittar
á skrifstofu Liðsauka hf. frá kl. 9-15.
Alleystnga- og radningaþiónusta
LÍdsauki hf.
Skolavorðustig la - 101 Reyk/avlk - Slmi 621355
Vélstjóri
Hraðfrystihús Grindavíkur óskar eftir vél-
stjóra til vélgæslu og viðhaldsstarfa.
Upplýsingar einungis gefnar á staðnum.
Hraðfrystihús Grindavíkur.
Verksmiðjuvinna
Óskum að ráða starfsfólk í verksmiðju vora
nú þegar.
Kexverksmiðjan Frón,
Skúlagötu 28.
Óska eftir plássi
Skipstjóri/stýrimaður með mikla reynslu af
togveiðum óskar eftir góðu plássi á Suð-
vesturlandi.
Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Skipstjóri — 1550“ fyrir 10. ágúst.
Kennarar
Kennara vantar við grunnskólann á Hellu
næstkomandi skólaár. Meðal kennslugreina:
Kennsla yngri barna, íslenska og handmennt.
Hringið og leitið nánari upplýsinga hjá skóla-
stjóra í síma 99-5943 eða formanni skóla-
nefndar í síma 99-8452.
íþróttakennari
íþróttakennara vantar að héraðskólanum á
Skógum. Góð vinnuaðstaða, ódýrt húsnæði.
Uppl. veittar í síma 99-8850 eða 99-8880-
Skólastjóri.
Störf við Ijósritun
Starfsfólk óskast við Ijósritun teikninga og
til afgreiðslustarfa. Lífleg störf.
Nánari upplýsingar á Suðurlandsbraut 22
(ekki í síma).
Nón hf./Xerox umboðið.
Varahluta-
afgreiðsla
Óskum að ráða röskan mann til afgreiðslu
af varahlutalager og annara skyldra starfa.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
10. ágúst merkt: „B — 4080".
Snyrtivöruverslun
í miðbænum óskar eftir starfsfólki strax til
framtíðarstarfa, ekki yngra en 20 ára.
Vinnutími: A. 9-18.
B. 13-18.
Starfsreynsla í snyrtivöruverslun ekki nauð-
synleg. Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Umsóknir er greini aldur, fyrri störf og vinnu-
tíma, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 8.
ágúst merkt: „AM — 4607".
Barnagæsla
— hlutastarf
Fjölskylda sem býr á fallegum stað á Seltjarn-
arnesi óskar eftir að ráða aðila er kæmi á
heimilið og hefði tilsjón með 7 ára dreng
fyrri hluta dags. Öll aðstað er mjög góð og
ræstingar eru undanskildar.
Áhersla er lögð á að viðkomandi sé traust-
ur, reglusamur og hafi ánægju af að
umgangast börn. Umsækjendur þurfa að
geta hafið störf sem fyrst. Laun eru sam-
komulag.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysmga- og ráðnmgaþ/onusta
Lidsauki hf.
Skólavörðustig la - 101 Fteykjavik - Sími 621355
Verslunarstjóri
óskast til starfa ítískuverslun við Laugaveg.
Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu í versl-
unarstörfum, geta unnið sjálfstætt, vera
stundvís, traustur og á aldrinum 25 — 35
ára. Góð laun í boði fyrir þann sem uppfyllir
þessi skilyrði.
Upplýsingar veittar á staðnum í dag og á
morgun á milli kl. 18.00 og 20.00.
Tískuverslunin LHja,
Laugavegi 19.