Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 '
53
í
Sumarmót norræna sum-
arháskólans á Hvanneyri
DAGANA 1. ági'ist til 8. ágtkst er
haldið hér á landi, að Bændaskól-
anum á Hvanneyri, sumarmót
Norrænna sumarháskólans. Mót-
in eru haldin ár hvert til skiptis
á Norðurlöndunum, en þó ein-
ungis í annað hvert skipti á
íslandi, eða 9. hvert ár. Síðast
var mótið haldið hérlendis á
Laugarvatni 1978. Um 170 þátt-
takendur frá öllum Norðurlönd-
unum eru væntanlegir á mótið.
Norræni sumarháskólinn er há-
skóli sem var stofnaður af Norður-
landaráði árið 1951 og dregur nafn
sitt af sumarmótunum. Uppistaðan
í starfsemi skólans eru hins vegar
vinnuhópar sem starfa allan ársins
hring víðsvegar um Norðurlöndin,
en núna eru 150 hópar starfandi á
21 stað. NSU er frábrugðinn öðrum
háskólum að því leyti að hann er
opinn öllum. í starfi hans taka þátt
jafnt fólk sem starfar við rannsókn-
ir og nemendur og fólk á vinnu-
markaðnum.
Markmið skólans er að skapa
tengsl á milli Norðurlandabúa sem
fást við svipuð verkefni í daglegu
lífi. Lögð er áhersla á að starfið sé
þverfaglegt og að það samtvinni
fræðimennsku og verksvit á við-
komandi sviði. Efnin eru hins vegar
breytileg og er hverju verkefni sinnt
að meðaltali í þijú ár, og reynt er
að haga verkefnavali þannig að
fengist sé við ný vandamál og nýjar
aðferðir, sem enn hafa ekki brotið
sér braut inn í viðurkenndar stofn-
anir nema að litlu leyti. Jafnvel þó
að hópamir beri hver um sig
ákveðna yfirskrift sem afmarkar
það efni sem þar á að fjalla um,
þá þykir það æskilegt að þátttak-
endur hópanna komi úr sem flestum
áttum þannig að umræðan verði
sem þverfaglegust.
Nú eru alls 11 hópar starfandi
en þess er alltaf gætt að hópar á
sem flestum sviðum séu í gangi
samtímis. T.d. er hópur starfandi
sem nefnist „Subjektivitet og int-
ersubjektivitet", en í honum er
fjallað um heimspekileg og sál-
fræðileg viðfangsefni. Þá er starf-
andi hópur um þróunarleiðir í 3.
heiminum og annar, sem kannski
er nátengdur, um tækniþróun og
félagslegar afleiðingar hennar.
Þriðji hópurinn, er ijallar um hag-
fræði- og stjómmálafræðilega
umræðu, heitir Framtíð Evrópu. Þá
er starfandi vistfræðihópur, hópur
um ferðalög og frítíma og hópur
um meðferðarstefnur og áhuga
nútímamannsins á sjálfsleit. í hóp
sem nefnist „tíðarandinn" er fengist
á vísindaheimspekilegan hátt við
skilning nútímamannsins á
samtíma sínum. Þá er að nefna hóp
sem nefnist „Æstetik, kön og kult-
ur“, en í honum er m.a. fengist við
áhrif kynferðis á fagurfræði og
menningu og öfugt. Loks er hópur
um fagurfræði tónlistar.
Auk starfsemi hópanna fara
ýmis stjómunarstörf fram á sumar-
mótunum og fjölbreytt menningar-
dagskrá fer þar fram á kvöldin.
(Fréttatilkynmng)
tMm H-4
HALOGEN BÍLPERAN
Eftirtaldir bílaframleið-
endur nota OSRAM H-4
Halogen bílperur í sína
framleiðslu:
Mercedes Benz
— Audi — Volkswagen
— British Leyland
— Mitsubishi
— Volvo —Saab
— BMW —Mazda
— Nissan (Datsun)
— Ford — Fíat
- Opel (GM)
— Renault
—Toyota
— Honda
Útsölustaðir:
Helstu verkstæði, bensínstöðvar
og bifreiðaumboð.
Heildsölubirgðir:
T
Sundaborg 13,
AJ JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
sími 688588.
Kanntu
a.ð búa til
gomsæta
grillsósu?
Þú þarft ekkert að kunna í matar-
gerð til þess.
Þú opnar dós af sýrðum rjóma,
kíkir inn í eldhússkápana, notar
hugmyndaflugið og velur eitthvað
girnilegt, t d. grænmeti eða krydd,
sem þú blandar út í sýrða rjómann.
Arangurinn kemur bæði þér og
þínum þægilega á óvart!
Hefurðu sett hvítlauk í sýrða
rjómann?
Með kjötinu:
1 dós sýrður rjómi
2 pressaðir hvítlauksgeirar
I msk söxuð steinselja
örlítill sítrónusafí.
Blandaðu öllu saman og berðu fram
með glóðarsteiktu kjöti.
% fyí* ^TBT.