Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 Þrátt fyrir ungan aldur var Árni Siggi orðinn einn af betri leikmönn- um meistaraflokks og voru bundnar við hann miklar vonir, sérsCiaklega eftir þær miklu framfarir sem hann sýndi á sl. vetri. Þessar vonir verða nú aðeins hugsanir einar. Við munum ávallt minnast Áma Sigga fyrir hversu gott og mikið keppnisskap hann hafði og alltaf var hann í góðu skapi jafnt utan vallar sem innan. Krafturinn og ákafinn í að standa sig vel var óþijótandi og seint mun okkur gleymast hversu óþreyjufullur og ákafur Ámi Siggi beið eftir að geta byijað að æfa á ný eftir viðbeins- brot sl. vetur. Áma Sigga verður mikið saknað í okkar röðum, en minningin um góðan og glaðan dreng mun lifa með okkur. Við sendum foreldrum Áma Sigga, systkinum, unnustu og öðr- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þegar sú fregn barst okkur félög- um og vinum Árna Sigga í meist- araflokki ÍR í körfubolta, að hann væri dáinn, þá kviknuðu efasemdir í bijóstum okkar. Við gátum ekki trúað því að þessi ijörmikli piltur sem við skemmtum okkur með á laugardagskvöldið hefði kvatt þennan heim snemma á sunnudags- morgun. Það gat ekki verið. Við kynntumst Áma Sigurði Gunnarssyni flestir fyrir þremur ámm þegar hann, 15 ára gamall, fluttist búferlum með foreldmm sínum frá Borgarnesi til Reykjavík- ur. Hann gekk þá til liðs við okkur ÍR-inga og hóf að leika með 3. ald- ursflokki félagsins. Aðrir höfðu kynnst honum þegar hann lék með Skallagrimi í 4. flokki, en þá vom ÍR og Skallagrímur í mikilli keppni um sæti í úrslitum íslandsmótsins. Þeirri keppni lauk með sigri Skallagríms, mest fyrir tilstilli Áma Sigga sem barðist eins pg ljón fyrir sitt heimafélag. Við ÍR-ingar sátum eftir með sárt ennið en tókum gleði okkar aftur þegar Árni Siggi gekk til liðs við okkur við komuna til Reykjavíkur veturinn eftir. Þá urðum við sumir þeir yngstu einnig samferða Áma Sigga á æf- ingum drengjalandsliðsins og í skemmtilegri keppnisferð til Sví- þjóðar sumarið 1984. Okkar kynni af Árna Sigga vom slík að ekki munu gleymast. Hann geislaði af lífsþrótti og krafti og var ætíð í góðu skapi hvað sem á gekk. Hann hafði forystuhæfileika sem komu best í ljós þegar hann var fyrirliði 3. flokks, á sínu öðm ári í IR. Ámi Siggi dreif aðra með sér með krafti sínum og leikgleði og uppskeran þann vetur var bikar- meistaratitill. Þáttur hans þar var æði stór. Utan vallar var Ámi góður vinur og trúr. Hann gerði sér far um að hitta sem oftast sem flesta af sínum vinum og kunningjum. Hans vina- hópur var stór eins og oft er um menn honum líka. Árni var vinnusamur og kunni betur við sig úti í atvinnulífinu en á skólabekk. í frítímum sínum utan vinnu og íþrótta naut hann þess að skemmta sér í hópi vina og félaga. Margar góðar stundir höfum við átt með Áma Sigga og munu þær eigi líða okkur úr minni. Tengslin við heimabæ sinn, Borg- arnes, slitnuðu aldrei, þótt fjöl- skylda hans flytti suður. Árni Siggi dvaldi á sumrin í Borgamesi þar sem knattspyrnudeild Skallagríms naut krafta hans. Auk þess að leika með meistaraflokki þjálfaði hann kvennalið félagsins af miklum krafti. Iþróttamálin í Borgamesi voru honum hugleikin og hann lýsti oft áhyggjum sínum við okkur, hvað körfuboltinn og knattspyrnan væm í miklum öldudal þar. Við vonum fyrir hans hönd að úr því rætist. Síðastliðinn vetur hóf Ámi Siggi að leika með meistaraflokki ÍR. Á sínu fyrsta ári sýndi hann að hann átti heima í hópi hinna bestu, þótt ungur væri og varð strax mikilvæg- ur hlekkur í liðinu. Ámi var fremstur meðal ungu strákanna í liðinu og með þeirra hjálp náðum við að sigra í 1. deild. Eftir að keppnistímabilinu lauk hélt Árni til Borgarness eins og hann var vanur. Við söknuðum þess að hitta hann ekki eins oft og áður og það urðu því fagnaðarfundir þegar Árni Siggi mætti aftur í hóp nokkurra félaga laugardagskvöldið 25. júlí sl. Þar var rætt um alla heima og geima og einnig um keppnistímabilið sem fer í hönd. Þar ætlaði Ámi sér að gera enn stærri hluti en áður, enda metnað- argjarn og hreinskilinn. Okkur var það ekki ljóst að þessi mikla gleðistund, var einnig kveðju- stund, en ánægjuleg var hún og skilur eftir sig ljúfar minningar um góðan dreng. Við félagar Árna Sigga úr ÍR vottum foreldrum hans, unnustu og skyldmennum okkar dýpstu samúð. Meistaraflokkur ÍR Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á-því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fynrvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú reglat að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar éru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Kveðja frá Körfuknatt- leiksdeild ÍR í dag verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju ungur og efnilegur íþróttamaður, Árni Sigðurður Gunnarsson. Skarð það er höggvið er í raðir körfuknattleiksmanna ÍR er stórt. Ámi Siggi steig sín fyrstu íþróttaspor í Borgamesi þar sem hann tók virkan þátt í starfi félags síns, Skallagríms. Eftir að hann flutti til Reykjavík- ur hóf hann að æfa körfuknattleik með ÍR. Lék hann nokkur ár í yngri flokkum félagsins og sína fyrstu leiki með meistaraflokki á sl. keppn- istímabili. Hann var einnig í ungl- ingalandsliðshópi KKÍ. Við hann vom bundnar miklar vonir. Hann var geðþekkur og glaðvær piltur, sem bauð af sér góðan þokka. Hann átti marga góða vini innan félagsins þrátt fyrir stutta viðdvöl. Þegar skorið er á líftaug svo ungs manns allt í einu er lífsferill- inn sem óskrifað blað. Stjóm körfuknattleiksdeildar ÍR þakkar fyrir ánægjuleg kynni og vottar öllum aðstandendum hins látna innilega samúð. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Sigvaldi Ingimundarson Rýmingarsala Erum að rýma fyrir haustfatnaðinum 20% afsláttur af öllum vörum V/SA EUROCARD Opið alla virka daga frá 10-18. ATH: Laugard. 8. ágúst verður opið frá kl. 10-14. KVENFATA VERSLUN Byggðarholti 55, sími 666415 Mosfellssveit. KARAKTER v/Bahkastraeti Heilsársfatnaður — sérstakur fatnaður 1 d Magic Group — Differentiel—Tam — Ghost — Fotch — Uníour TER sport Vesturgötu 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.