Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
Stórhelgi og
útvarpsstöðvar
*
Islendingar hafa yfirhöfuð
yndi af ferðalögum. Talið
er að utanferðir þeirra verði
vel yfír eitt hundrað þúsund
á þessu ári. Þrátt fyrir allar
þessar utanreisur ferðumst
við mjög mikið — og í vax-
andi mæli — um heimaslóðir.
Þó kastar fyrst tólfunum
fyrstu helgi ágústmánaðar —
verzlunarmannahelgina —
þegar lunginn úr þjóðinni
leggur land undir fót. Senni-
lega fara ekki fleiri einstakl-
ingar eða farartæki í annan
tíma en þessa stórhelgi út á
akvegi landsins.
Það er ekki að ástæðulausu
sem uggur er í bijósti fólks
þessa miklu umferðarhelgi.
Bitur reynsla hefur fært okk-
ur heim sanninn um það að
umferðin tekur sinn toll í slys-
um: eignatjóni, meiðslum og
mannslífum. Meðaltalstölur
sýna að hver umferðarmánuð-
ur kostar um það bil eitt
mannslíf, auk meiðsla fjölda
fólks, oft örkumla. Og oft eru
frumorsakir slysa „mannleg
mistök" eða vanbúin ökutæki,
nema að hvort tveggja sé.
Þjóðin andar nú léttar eftir
stórslysalausa verzlunar-
mannahelgi, ef marka má
fjölmiðla, sem færa okkur
þær fréttir, að á heildina litið
hafí helgarumferðin komið
þokkalega út, þrátt fyrir
nokkur umferðaróhöpp.
Fjölmiðlar, ekki sízt útvarp
og sjónvarp, eiga tvímæla-
laust sinn stóra þátt í því, hve
umferðin gekk greiðlega fyrir
sig. Síbylja varnaðarorða,
sem dægurstöðvar héldu að
fólki þessa daga, seytlast inn
í hugi þess, og höfðu ríkuleg
áhrif á umferðarhegðan fólks
almennt. Sama máli gegnir
raunar um umgengni ferða-
manna við náttúru landsins.
Það er full ástæða til að þakka
þessa árvekni útvarpsmanna
og hvetja þá til að ástunda
hana áfram undir svipuðum
kringumstæðum. Útvarps-
stöðvarnar áttu sinn mikla
þátt í fyrirbyggjandi slysa-
vömum um verzlunarmanna-
helgina. Að því leyti var
frammistaða þeirra frábær.
Hinsvegar má sitthvað
setja út á dagskrá dægur-
stöðvanna um verzlunar-
mannahelgina sem stundum
áður. í fyrsta lagi er leiðigjörn
ofnotkun símtalsþátta vax-
andi en ekki rénandi. Þessir
þættir hafa fá einkenni vand-
aðs eða vel undirbúins út-
varpsefnis og oftar en ekki
hálfgerðan hallærissvip.
í annan stað er framburði
móðurmálsins, sem skiptir
engu minna máli en réttritun
þess, frá málvemdarsjónar-
miði, oftlega ábótavant.
Málvillur og lélegur fram-
burður em agnúar á dag-
skrám fjölmiðla hins talaða
máls, einkum dægurstöðv-
anna, sem leggja þarf kapp á
að sníða af. Móðurmálsvernd
er veigamikill þáttur í viðvar-
andi baráttu fyrir menningar-
legu sjálfstæði þjóðarinnar.
Loks var val hljómlistar
umdeilanlegt. Tónlistar-
smekkur fólks er að vísu mjög
mismunandi og eðlilegt að
útvarpsstöðvar leitist við að
mæta óskum sem flestra. Það
fór hinsvegar ekki hjá því,
þegar hlustað var á hljómlist
dægurstöðva um verzlunar-
mannahelgina, að í hugann
kæmu fræg ummæli Laxness
um „óskalög sjúklinga" fyrr
á tíð, þ.e. að þátturinn sýndi
að það kæmi varla fyrir að
músíkölsk manneskja legðist
á sjúkrahús!!
Mergurinn málsins er þó
sá að mesta umferðarhelgi
ársins er að baki án stórslysa,
sem er fagnaðarefni. Almenn
tillitssemi í umferðinni fer
vaxandi, ár frá ári, þó að
mörg sé þar brotalömin enn-
þá. Batinn rekur rætur í
ýmsar áttir. Betri vegir. Betri
ökutæki. Þá stóðu lögreglu-
menn vakt sína með prýði og
síðast en ekki sízt hafa fjöl-
miðlar, bæði prentmiðlar og
ljósvakamiðlar, haldið
stanzlítið uppi fyrirbyggjandi
slysavörnum í umferðinni
misserum saman. Um helgina
er leið héldu útvarpsstöðvar,
gamlar og nýjar, vöku sinni
með þeim hætti að ástæða er
til að meta og þakka sérstak-
lega.
Útihátíðir um verslunarmannhelgina
Vestmannaeyjar:
Sjö þúsund á Þjóð-
hátíð í Herjólfsdal
Vestmannaeyjum.
TALIÐ er að um 7000 manns
hafi verið á Þjóðhátíðinni i Vest-
mannaeyjum um helgina. Erfitt
er að fá uppgefnar nákvæmar
tölur um fjölda samkomugesta
því unglingar undir fermingar-
aldri og fólk 67 ára og eldra
þarf ekki að greiða aðgangseyri.
Ekki var rukkað inn á sunnudag-
inn. Það er samdóma álit
mótshaldara og lögreglu að há-
tíðin hafi farið vel fram og ekki
urðu nein teljandi slys á fólki.
Það var Knattspyrnufélagið Týr
sem að þessu sinni sá um hátið-
ina.
Lögreglan handtók um helgina 8
menn með fíkniefni og eru öll mál-
in upplýst og fullrannsökuð. Tveir
lögreglumenn úr fíknefnadeild lög-
regunnar í Reykjavík komu til liðs
við lögregluna í Eyjum og unnu
þeir sleitulaust alla helgina við leit
að fíkniefnum.
„Það kom okkur mjög á óvart
hvað mikið var hér um fíkniefni,
við höfum ekki átt slíku að venjast
á Þjóðhátíð. Það má segja að þetta
hafi verið eini skugginn sem bar á
hátíðina. Þetta sýnir að þörf er á
góðu eftirliti og að menn séu ávallt
vel vakandi fyrir þessum málum,“
sagði Geir Jón Þórisson, settur yfir-
lögregluþjónn í Eyjum í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins. Geir
Jón sagði að þeir sem teknir voru
hefðu verið með hass, eitthvað af
amfetamíni, efnisleifum og tækjum
til neyslu efnanna. Ekki var um
mikið magn að ræða. Lögreglan
leitaði hjá fleirum sem grunaðir
voru um að hafa fíkniefni undir
höndum en ekkert fannst hjá þeim.
Þjóðhátíðargestir í Eyjum.
Ölvun var talsverð, en þó ekki
meiri en vant er á Þjóðháíiðum og
Séð hefur þjóðhátíðarsvæðið í Heijólfsdal.
Fj ölsky lduf ólk
á bindindismóti
Bindindismót var að venju
haldið í Galtalæk um helgina og
var stærstur hluti gestanna þar
fjölskyldufólk.
„Við erum ekkert yfir okkur
ánægð með þátttökuna en getum
þó sæmilega vel við unað“ sagði
Guðni Bjömsson sem sat í undir-
búningsnefnd hátíðarinnar í
samtali við Morgunblaðið. „Það var
ljóst fljótlega fyrir helgina að fólk
ætlaði ekki í útilegu um þessa
helgi sökum fjárhagsörðugleika
eða annarra örðugleika. Fimm þús-
und manns er ekki svo slæmt þegar
miðað er við að sex þúsund komu
í fyrra og það var metár“ sagði
Guðni.
Guðni var spurður hvort bind-
indismótið hefði staðið undir nafni
sem slíkt og kvað hann svo vera.
„Mótið hefur undanfarin ár ver-
ið auglýst sem fjölskyldu- og
bindindismót og alltaf staðið undir
nafni sem slíkt. Svo var einnig í
ár en það verður að viðurkennast
að alltaf er einhver ölvun á svæð-
inu“.
Guðni sagði að veður hefði verið
gott allan tímann og engin teljandi
slys eða óhöpp átt sér stað. Hann
sagði að ekki væri búið að gera
dæmið upp en bjóst við að útkom-
an yrði með betra móti. „Þetta
kemur allt í ljós á uppskeruhátíð-
inni í haust en þá verður skýrt frá
endanlegu uppgjöri fyrir hátíðina“
sagði Guðni.
Mót bindindismanna
í Galtalæk.