Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Þau hafa gert það gott hrossin frá Leifi í Keldudal í sumar og nú voru sex hross þaðan í verð- launasætum en þau eru frá vinstri talið Ögri setinn af Þórarni syni Leifs, Kveikur og Sigurbjörn, Ófeig og Jóhann G. Jóhannesson, Drótt og Eiríkur, Seifur og Rúna Einarsdóttir og Leifur situr vekringinn Leist. Hestamót Skagfirðinga: Sex hross frá Keldu- dal í verðlaunasætum Hausti frá Hofsstaðaseli bar af hestunum í B-flokki gæðinga enda sigraði hann þar örugglega, knapi er Ágúst Jónsson. Verðlaunahafar í fimmgangi; frá vinstri Sigurbjörn og Kalsi, Egill og Kola, Páll Bjarki og Dropi, Jóhann og Vinur og Sveinn og Högni. Hestar Valdimar Kristinsson Ein af fjölmörgum útihátíðum helgarinnar var hestamót Skagfirðinga en þeir hafa um árabil haldið mót sitt um þessa miklu ferðamannahelgi. Þrátt fyrir þetta hefur aðsókn að mótinu ávallt verið góð og svo var einnig nú þvi vel á annað þúsund manns mætti á “Mel- ana“. Hestamót Skagfirðinga var um margt með öðrum hætti nú en verið hefur áður og er þar átt við kappreiðamar sem hafa verið með þeim bestu ár hvert en nú var lítil stemming fyrir þeim. Alkunna er að deyfð hefur verið yfir stökkinu í sumar og var engin breyting á því á Vindheimamelum nú. Önnur ástæðan er sú að verið er að græða upp hluta hlaupabrautar- innar og fóru kappreiðar fram á norðurenda brautarinnar og var ekkert 800 metra stökk vegna þess. Skagfírðingar fylgdu for- dæmi Eyfirðinga og höfðu kappreiðamar fyrir hádegi báða daga mótsins en öfugt við það sem var í Eyjafirði var ekki mikil stemmning fyrir þeim núna. Tímamir í kappreiðunum voru ekki sérlega góðir en það sem helst bar til tíðinda var sigur Leists frá Keldudal í 250 metra skeiði en hann hafði nýlega verið dæmdur óhæfur til útflutnings þegar hestar íslenska landsliðsins fóru í læknisskoðun fyrir skömmu. Tíminn var 23.0 sek. sem þykir ekkert sérstakt þegar Leistur á í hlut, en ekki var annað að sjá en klárinn væri sæmilega sprækur í sjálfum sprettinum. Gæðingakeppnin var opin fyrir hesta frá hestamannafélögum í Norðurlandskjördæmi vestra. Er það frekar fátítt að gæðinga- keppni sé haldin með slíku sniði og spuming hvort ekki mætti gera meira af því að halda opna gæðingakeppni. Það voru þó skagfirskir hestar og knapar sem sigruðu eigi að síður í bæði A- og B-flokki. Það var Hausti frá Hofstaðaseli sem sigraði í B- flokki en knapi á honum var Ágúst Jónsson og í A-flokki var það hin kunni gæðingur Blær frá Sauðár- króki sem Jóhann Þorsteinsson sat. Annars var mikið við haft í þessari gæðingakeppni því átta hestar fóru í úrslit í hvorum flokki eða jafnmargir og tíðkast á Qórð- ungsmótum. Þá var einnig haldið opið íþróttamót og voru sunnlendingar nokkuð atkvæðamiklir en þó ekki eins og á íslandsmótinu sem hald- ið var fyrir skömmu. Sigurbjöm Bárðarson og Kalsi frá Laugar- vatni sigruðu í fímmgangi og hafa þeir þar með sigrað í öllum fimm- gangskeppnum sem þeir hafa tekið þátt í það sem af er þessu ári en nú mun þessi ágæti gæðing- ur fara af landi brott og verður væntanlega seldur þar. í fjórgangi og tölti sigraði lands- liðsmaðurinn Sævar Haraldsson á Kjama frá Egilsstöðum. í gæð- ingaskeiðinu sigraði Páll Bjarki Pálsson á stóðhestinum Heði 954 frá Hvoli sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðist kominn úr tísku eins vinsæll og hann var. Sýndi Höður þama snilldartakta og sigruðu þeir fél- agar með nokkrum yfirburðum og hlutu 94 stig og er það að öll- um líkindum ein hæsta einkunn sem um getur í þessari grein. Sig- urbjöm sigraði í skeiðtvíkeppni með 150.2 stig og einnig varð hann stigahæstur keppenda með 289 stig. Olil Amble sigraði í íslenskri tvíkeppni með 130.5 stig á óðni frá Gerðum en hún hætti keppni í úrslitum fjórgangs þar sem hestur hennar var eitthvað erfiður og hún mætti ekki í töltúr- slitin af sömu ástæðu. En úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur gæðinga 1. Blær frá Sauðárkróki, eigandi Guðmundur Sveinsson, knapi Jó- hann Þorsteinsson, 8.10. 2. Blakkur frá Kolkuósi, eigandi Grétar Geirsson, knapi Reynir Aðalsteinsson, 8.07. 3. Kveikur frá Keldudal, eigandi Leifur Þórarinsson, knapi Sigur- bjöm Bárðarson, 8.18. 4. Kola frá Sigríðarstöðum, eig- andi Lúðvík Ásmundsson, knapi Egill Þórarinsson, 8.14. 5. Ófeig frá Keldudal, eigandi Leifur Þórarinsson, knapi Sigur- bjöm Bárðarson í forkeppni, Jóhann G. Jóhannesson í úrslitum, 8.14. 6. Drótt frá Keldudal, eigandi Leifur Þórarinsson, knapi Eiríkur Guðmundsson, 8.14. 7. Dvergur frá Signýjarstöðum, eigandi og knapi Sigurður Guð- mundsson, 8.13. 8. Ylfa frá Hofi, eigandi og knapi Jóhann Þór Friðgeirsson, 8.07. B-flokkur gæðinga 1. Hausti frá Hofstaðaseli, eig- andi Elínborg Bessadóttir, knapi Ágúst Jónsson, 8.43. 2. Hjalti frá Hjaltastöðum, eig- andi og knapi Bjöm Sveinsson, 8.391 3. Dagfari frá Skagaströnd, eig- andi Jón Pálsson, knapi Sigurður Jónsson, 8.36. 4. Kría frá Lækjarmóti, eigandi og knapi Magnús Lárusson, 8.36. 5. Ögri frá Keldudal, eigandi Leif- ur Þórarinsson, knapi Sigurbjöm Bárðarson, 8.19. 6. Ófeigur frá Grófargili, eigandi og knapi Ámi Friðriksson, 8.16. 7. Fluga frá Þóreyjamúpi, eigandi og knapi Halldór Gísli Guðnason, 8.19 8. Radar, eigandi Þorleifur Jóns- son, knapi Þórir Jónsson, 8.21. Unglingar eldri flokkur 1. Stefán T. Jónsson á Fífu, 8.04. 2. Halldór Þorvaldsson á Sleipni 7.92. 3. Þorsteinn Jónsson á Borgari, 7.96. 4. Helgi Ingimarsson á Blakk, 7.94. 5. Stefán Friðriksson á Presley, 7.93. 6. Jón Kristófer Sigmarsson á Randver, 7.92. 7. Júlíus Ævarsson á Óð, 7.88. 8. Sólveig Ólafsdóttir á Hrímfaxa , 7.87. Unglingar yngri flokkur 1. Alma Ágústsdóttir á Loga, 8.14. 2. Sonja Sif Jóhannsdóttir á Lip- urtá, 8.08. 3. Sveinn Brynjar Friðriksson á Glóblesa, 8.06. 4. Valgarður Ingi Ragnarsson á Sindra, 8.02. 5. Gunnlaugur H. Jónsson á Gerplu, 7.96. 6. Friðdóra Friðriksdóttir á Þrym, 7.92. 7. Berglind Gröndal á Hrappi, 7.83. 8. Steinbjöm A. Skaptason á Krumma, 7.83. 150 metra skeið 1. Elding frá Tröð, eigandi Gestur Þorsteinsson, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson, 15.4 sek. 2. Seifúr frá Keldudal, eigandi Leifur Þórarinsson, knapi Eiríkur Guðmundsson, 15.8 sek. 3. Daníel frá Skálpastöðum, eig- andi Hörður G Albertsson, knapi Sigurbjörn Bárðarson, 16.3 sek. 250 metra skeið 1. Leistur frá Keldudal, eigandi Hörður G. Albertsson, knapi Sig- urbjöm Bárðarson, 23.0 sek. 2. Snarfari frá Skagaströnd, eig- andi Jón Pálsson, knapi Sigurður Jónsson, 24.8 sek. 3. Jón Haukur frá Tyrfingsstöð- um, eigandi Haraldur Sigurgeirs- son, knapi Sævar Haraldsson, 25.0 sek. 250 metra unghrossahlaup 1. Kolbrún frá Nýjabæ, eigandi Guðbrandur Reynisson, knapi Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, 19.0 sek. 2. Bassi frá Hemlu, eigandi Krist- inn Hákonarson, knapi ?, 19.9 sek. 3. Briki, eigandi Jón Pálsson, knapi Þorsteinn Jónsson, 20.7 sek. 300 metra stökk 1. Nasi frá Svignaskarði, eigandi og knapi Ragnheiður Elva Jóns- dóttir, 22.8 sek. 2. Pálínu-Blesi frá Skarðsá, eig- andi og knapi Elvar Einarsson, 22.9 sek. 3. Eron, eigendur Kristinn Hákon- arson og Sigríður Stefánsdóttir, knapi ?, 23.0 sek. 300 metra brokk 1. Skratti frá Útvík, eigandi Ar- nór Haraldsson.knapi Jóhann Magnússon, 38.2 sek. 2. Trítill frá Múla, V-Hún, eig- andi og knapi Jóhannes Þ. Jónsson, 39.6 sek. 3. Léttir frá Ketu, eigandi og knapi Helgi Ingimarsson, 40.5 sek. Að loknum úrslitum í tölti ungl- inga. Sigurvegarinn Elvar Einarsson lengst til vinstri á gráum hesti, sem því miður vantaði nafn á í skránni, næstur er Helgi Ingimarsson á Blakki, þá Alma Ágústsdóttir á Birtu og Sonja Sif á Lipurtrá. Tölt 1. Sævar Haraldsson á Kjarna frá Egilsstöðum, 90.13 stig. 2. Sveinn Ragnarsson á Freyju, 77.06 stig. 3. Sigurbjöm Bárðarson á Fálka, 85.60 stig. 4. Sigutjón Gylfason á Hörpu, 80 stig. 5. Olil Amble á Óðni frá Gerðum, 92.80 stig. Fjórgangur 1. Sævar Haraldsson á Kjama frá Egilsstöðum, 55.08 stig. 2. Sigurbjöm Bárðarson á Fálka, 52.70 stig. 3. Barbara Meyer á Sóloni, 51.68 stig. 4. Sveinn Ragnarsson á Freyju, 50.32 stig. 5. Olil Amble á Óðni frá Gerðum, 58.14 stig. Fimmgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson á Kalsa frá Láugarvatni, 68.20 stig. 2. Egill Þórarinsson á Kolu frá Sigríðarstöðum, 61.60 stig. 3. Páll Bjarki Pálsson á Dropa frá Hólum, 61 stig. 4. Jóhann G. Jóhannesson á Vini, 45.80 stig. 5. Sveinn Ragnarsson á Högna, 58 stig. Gæðingaskeið 1. Páll Bjarki Pálsson á Heði 954 frá Hvoli, 94 stig. 2. Sigurbjöm Bárðarson á Kalsa frá Laugarvatni, 82.5 stig. 3. Sævar Haraldsson á Jóni Hauki frá Tyrfingsstöðum, 82 stig. Tölt unglinga 1. Elvar Einarsson á Gráum, 68 stig. 2. Helgi Ingimarsson á Blakki, 62.13 stig. 3. Alma Ágústsdóttir á Birtu, 58.93 stig. 4. Sonja Sif Jóhannsdóttir á Lip- urtá, 61.60 stig. Fjórgangur unglinga 1. Sólveig Ólafsdóttir á Hrímfaxa, 39.78 stig 2. Sonja Sif Jóhannsdóttir á Lip- urtá, 38.42 stig. 3. Álma Ágústsdóttir á Birtu, 39.44 stig. 4. Elvar Einarsson á Jarpi, 40.46 stig. Sigurvegari í íslenskri tvíkeppni Sonja Sif Jóhannsdóttir 100 stig. Stigahæstur unglinga Elvar Einarsson 108.46 stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.