Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
Bæjarráð Hafnarfjarðar:
Vilja tollafgreiða
vörur í Hafnarfirði
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að beina því til fjármála-
ráðherra, að tollheimtunni í Hafnarfirði verði heimilað að tollaf-
greiða vörusendingar, sem framsenda skal frá Reykjavik til
Haf narfjarðar, án afskipta og staðfestingar tollgæslunnar í
Reykjavík. Hið sama eigi jafnframt við, sé vörusending ætluð til
byggða i nágrenni Hafnarfjarðar, en tollstjóraembættið í Reykjavík
hefur úrskurðað að það skuli framvegis samþykkja umskráningu á
vörum til afgreiðslu í öðrum tollaumdæmum.
„Afgreiðsla á vörum úr tollvöru-
geymslum í Hafnarfirði gengur
mun hraðar fyrir sig en í
Reykjavík," sagði Guðmundur Ámi
Stefánsson bæjarstjóri og taldi
hann meðal annars, að rekja mætti
auknar skipakomur í Hafnarfjarð-
arhöfn á undanfömum mánuðum
til þess. „Við lítum svo á, að hér
sé um hagsmunamál fyrir Hafnar-
fjarðarhöfn að ræða vegna tekna
Austur-Húna-
vatnssýsla:
17%mimii
afli úr
laxveiðiám
Blönduósi.
Alls hafði veiðst 2731 lax í aust-
ur-húnvetnskum ám þann 1.
ágúst síðastliðinn samkvæmt
upplýsingum Sólveigar Frið-
riksdóttur veiðieftirlitsmanns í
Austur-Húnavatnssýslu. Þetta
er um 17% minni afli en var á
sama tíma í fyrra. Mest er
breytingin í Laxá á Ásum, en
þar hafa veiðst 763 laxar á tvær
stangir. Á sama tíma i fyrra
hafði veiðst 1261 lax þannig að
samdráttur í afla er um það bil
40%.
Um afla í öðrum ám í Austur-
Húnavatnssýslu er það að segja
að samdráttur er alls staðar nema
í Svartá og Vatnsdalsá. Mest er
aukningin í Svartá því þann 1.
ágúst voru 179 laxar komnir á
land, en á sama tíma í fyrra höfðu
einungis veiðst 75 laxar. Að öðru
leyti eru aflatölur úr Austur-
Húnvetnskum ám þann 1. ágúst
sem hér segir, aflatölur miðað við
1. ágúst síðastliðið ár í sviga:
af hafnar- og vörugjöldum og því
hefur bæjarráðið mótmælt þessu
sérstaklega," sagði Guðmundur.
Hann sagði að Már Pétursson
bæjarfógeti hefði einnig beitt sér
gagnvart fjármálaráðuneytinu
vegna þessa máls. „Þetta er önnur
atlaga sem gerð er að Hafnarfjarð-
arbæ í þessum efnum. Fyrst stóð
til að tollgæslustjórinn í Reykjavík
tæki yfir tollgæslu í Hafnarfirði,
en hún hefur verið á hendi bæjar-
fógetans. Þessu var harðlega
mótmælt, vegna þess að toll-
afgreiðsla í skipunum og leit tók
mun lengri tíma þegar þurfti að
bíða eftir mönnum úr Reykjavík til
að afgreiða skipin," sagði Guð-
mundur.
Þrátt fyrir að fyrrum fjármála-
ráðherra hafi fallist á rök bæjaryfír-
valda hefur bæjarfógeta verið
synjað um leyfí til að auglýsa eftir
starfsfólki til tollafgreiðslu. Jafn-
framt var kveðið á um að tollstjór-
inn í Reykjavík sjái um afgreiðsl-
una. „Þessi mál ber alltaf að sama
brunni. Allt vald á að færast til
Reykjavíkur í miðstjómina þar, en
því erum við ekki sammála," sagði
Guðmundur.
Hafnarfjörður:
Morgunblaðið/Júlíus ,
Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með pilt á Borgarspítalann frá Húsafelli, sem var meðvitundar-
laus sakir ofneyslu lyfja.
Landhelgisgæslan:
Þrjú sjúkraflug
og stöðugt vegaeftirlit
STÆRRI þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF,
fór í þijú sjúkraflug um verslunarmannahelg-
ina. Minni þyrlan, TF-GRO, var hins vegar alla
helgina i vegaeftirliti með lögreglunni.
A laugardaginn kl. 13.42 barst beiðni frá Húsa-
felli um flutning á pilti, sem var meðvitundarlaus
sakir ofneyslu lyfja. Lent var með hann á Borgarspít-
alanum um kl. 15.00. Ástand piltsins reyndist betra
en k horfðist.
Á sunnudag flaug þyrlan til Akraness og sótti
þar pilt, sem hlotið hafði höfuðáverka í vélhjólaslysi
á Sturlureykjum í Reykholtsdal. Beiðnin barst kl.
15.20 og var komið með hinn slasaða á Borgarspítal-
ann kl. 16.10. Pilturinn er ekki í lífshættu og er
líðan hans eftir atvikum.
Kl. 19.19 á sunnudagskvöld barst beiðni til Land-
helgisgæslunnar um að sækja stúlku, sem dottið
hafði af hestbaki í Skaftártungum. Kvartaði hún
um eymsl í hálsi. Komið var með stúlkuna á Borg-
arspítalann kl. 22.00. Hún fékk að fara heim til sín
eftir stutta aðhlynningu.
Landsbankanum dæmdar 37
mílljónir vegna Thorsplansins
BÆJARÞING Hafnarfjarðar dæmdi siðastliðinn fimmtudag bæjarsjóð
til þess að greiða Landsbanka íslands 37,1 milljón króna vegna eignar-
náms á lóð Kveldúlfs hf. í Hafnarfirði auk kostnaðar við málarekstur
og matsgerð sem nemur 1,3 milljónum króna. Lóð þessi hefur gengið
undir nafninu „Thorsplanið". Bankinn yfirtók öll réttindi Kveldúlfs
hf. á árinu 1973 þegar félagið hafði verið tekið til skipta. Að sögn
Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarstjóra ræðir bæjarstjórn á fundi
sínum á morgun hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Forsögu málsins má rekja tæpa kaupstaðarins. Lóðareiganda var
Vatnsdalsá
Laxá á Ásum
Blanda
Laxá á Refasveit
Hallá
Svartá
Fremri-Laxá
759 (605)
763(1261)
961(1261)
48 (62)
17 (26)
179 (75)
4 (-)
Þess skal getið að veiði í Blöndu
var komin yfír 1000 laxa markið
þann 4. ágúst og veiðist núna tölu-
vert af smálaxi. Fyrst í sumar var
laxinn rígvænn.
Jón Sig
sjö áratugi aftur í tímann, en viðræð-
ur forráðamanna Kveldúlfs og
bæjaryfirvalda hófust fyrir aldar-
Qórðungi.
Hlutafélagið Kveldúlfur keypti
árið 1919 lóð af Hafnarfjarðarbæ
undir gijótuppfyllingu í fjörunni við
Strandgötu.
í samningi aðila er kveðið á um
að hlutafélagið eigi lóðina með öllum
réttindum. Því sé heimilt að gera
fram af uppfyllingunni hafskipa-
bryggju og aðra smærri, dýpka
höfnina og byggja skemmur á bakk-
anum. Veitt var leyfí til gijótnáms
í landi bæjarins og afnot af vatni
Varðundir
dráttarvél
ÖKUMAÐUR dráttarvélar lést á
bænum Grænuhlíð í grennd
Blönduóss síðdegis á mánudag.
Dráttarvélin hafnaði í skurði og
varð maðurinn undir henni.
Hann var látinn þegar að var
komið.
Maðurinn hét Kristmundur Stef-
ánsson, fyrrum bóndi í Grænuhlíð.
Hann var á áttræðisaldri og bjó á
Hnitbjörgum, íbúðum aldraðra á
Blönduósi. Kristmundur lætur eftir
sig eiginkonu og fjögur böm.
Kristmundur Stefánsson
ekki skylt að greiða vörugjöld eða
önnur gjöld til bæjarins af eigin
vörum og afurðum sem flutt voru
um lóðina. Samið var um árgjald sem
félagið greiddi fram til ársins 1970.
Á árunum 1919 og 1920 lét félag-
ið fylla upp í hluta af lóðinni út fyrir
fjörukantinn. Eftir það var hún lítt
nýtt af Kveldúlfí. Engar bryggjur
eða hafnarmannvirki voru gerð eins
og fyrirhugað var.
Hafnarfjarðarbær tók hluta lóðar-
innar undir Strandgötu er hún var
steypt árið 1942. Þegar byggingar
risu neðantil við Linnetsíg lagði
bærinn veg fyrir framan þau hús
sem skerti Kveldúlfslóðina. Þá var
árið 1961 hluti lóðarinnar tekinn
undir bílastæði við Strandgötu.
Félagið lét fyrri lóðartökur af-
skiptalausar en mótmælti formlega
gerð bílastæðanna. Bæjarverkfræð-
ingur svaraði með því að óska eftir
því að Kveldúlfur bæri fram kröfu
um bætur. Forráðamenn félagsins
töldu æskilegt að fyrst yrði rætt um
framtíðarlausn málsins, til dæmis
þá að bærinn keypti lóðina alla.
Fjórum árum síðar, árið 1965, hóf
bærinn framkvæmdir við suðurhluta
Kveldúlfslóðar. Enn var skipst á
bréfum en engin niðurstaða fékkst.
Bæjarstjóm samþykkti árið 1967
skipulagsuppdrátt þar sem gert var
ráð fyrir að gerð yrði uppfylling,
Fjarðargata lögð og 1000 fermetra
verslunarbygging risi á lóðinni.
Að tillögu skilanefndarmanns í
hlutafélaginu var árið 1970 skipuð
matsnefnd til þess að meta lóðina
og réttindi tengd henni. Nefndin
komst að þeirri niðurstöðu að Hafn-
arfjarðarbær hefði raunverulega
framkvæmt eignamám á stærstum
hluta lóðarinnar. Sá hluti hennar þar
sem skipulagið gerir ráð fyrir versl-
unarbyggingu gæti hinsvegar nýst
eiganda. Ekki náðist samkomulag á
grundvelli álitsgerðarinnar.
í nóvember árið 1977 tilkynnti
Landsbankinn, sem hafði yfírtekið
eignir Kveldúlfs, bæjarstjóranum í
Hafnarfírði að bankinn neyddist til
að ná fram rétti sínum fyrir dómstól-
um. Að beiðni bankans voru
dómkvaddir í bæjarþingi Hafnar-
fjarðar tveir matsmenn til þess að
vinna álit um stærð upprunalegu
lóðarinnar, verðmæti þess sem af
henni hafi verið tekið og þeirra rétt-
inda sem Kveldúlfur átti.
Matsgerðinni var ekki skilað fyrr
en í júní árið 1984. Bæjaiyfirvöld
féllust ekki á hana. Landsbankinn
tók þá til þess bragðs að höfða mál
á hendur bænum, sem var dómtekið
10. mars á síðastliðnu ári.
Dómendum þótti torvelt að leggja
dóm á málið sökum skorts á upplýs-
ingum og í þinghaldi síðastliðið
haust voru tveir menn kvaddir til
að endurmeta lóðina samkvæmt
matsbeiðni stefnanda. Þeir skiluðu
áliti hinn 15. júní síðastliðinn.
Síðasta matsgerðin er lögð til
grundvallar dómi bæjarþingsins.
Samkvæmt honum er sá hluti lóðar-
innar sem ekki þurfti uppfyllingar
við að meðtaldri þeirri spildu sem
Kveldúlfsmenn fylltu upp metinn á
23,2 milljónir króna. Annar hluti
hennar er talinn óuppfyllt fjörulóð
sem Hafnarfjarðarbær hefur lagt í
kostnað við að fylla út í sjó. Hún
er metin á 13,9 milljónir að frádregn-
um kostnaði bæjarins. Frá matsverði
lóðarinnar í heild dregst verð lóðar
þeirrar er Landsbankinn heldur eftir
sem er metið rúmar 4 milljónir
króna. Dómurinn komst að þeirri
niðurstöðu að Kveldúlfur hefði ekki
beðið fjárhagslegt tjón vegna niður-
fellingar annarra réttinda sam-
kvæmt samningnum frá 1919.
Af hálfu Hafnarfjarðarbæjar var
upphaflega krafíst frávísunar máls-
ins en henni hrundið. Þá var krafíst
sýknu á þeim forsendum að samn-
ingur bæjaryfírvalda við Kveldúlf
hefði fallið úr gildi vegna brostinna
forsendna, vanefnda og tómlætis
félagsins. í öðru lagi hefði hið eigin-
lega eignamám átt sér stað árið
1933 og væru allar kröfur því fymd-
ar. í þriðja lagi hefði bærinn unnið
eignarhefð á þeim skikum sem tekn-
ir voru af Kveldúlfi. Lögmenn
stefnda mótmæltu jafnframt síðasta
matinu sem of háu. Dómurinn féllst
ekki á þessar forsendur.
Dómsformaður var Finnbogi H.
Alexandersson héraðsdómari og
samdómendur Már Pétursson bæjar-
fógeti og Steingrímur Gautur Kristj-
ánsson borgardómari.
Bílvelta á
Mývatnsheiði
BÍLL valt út í Másvatn á Mý-
vatnsheiði um klukkan hálf sjö í
gærkvöld.
Ökumaður og farþegi bílsins vom
fluttir á sjúkrahús, en meiðsli þeirra
vom minniháttar.
Að sögn lögreglunnar á Húsavík
missti ökumaður bílsins stjóm á
honum í lausamöl með þeim afleið-
ingum að hann valt út í Másvatn.
Bíllinn er talinn ónýtur.