Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 54
riP.
54
V8GI T8U0A .3 JmOACIUHTVGIM .GIGAJSVIUOÍIOM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
Minning:
Sesselja Eldjárn
Fædd 26. júlí 1893
Dáin 28. júlí 1987
Kveðja frá SVFÍ
Það var heillaríkt spor sem stigið
var með stofnun kvennadeilda inn-
an Slysavamafélags íslands. Og
áreiðanlega gerðu hinir mætu
menn, sem stóðu í fylkingarbrjósti
SVFÍ á bemskudögum þess, sér
enga grein fyrir því hve störf
kvennadeildanna áttu eftir að efla
félagsstarfið. „Á hvem hátt geta
konur styrkt starfsemi Slysavama-
félags Islands?" var spurt á stofn-
fundi fyrstu kvennadeildarinnar
1930. í dag hafa þær svo sannar-
lega svarað þessari spumingu með
þróttmiklu félagsstarfi. Þær hafa
lagt dijúgan skerf til allra hinna
stærstu verkefna, sem SVFÍ hefur
haft með höndum, auk ijölda ann-
arra heima í héraði. Hér er ekki
þörf að tíunda þau störf, svo kunn
sem þau em.
í dag er kvödd hinstu kveðju í
djúpri virðingu og þökk Sesselja
Eldjám, tryggur vinur og traustur
félagi, sem um áratuga skeið stóð
við stjómvöl sinnar slysavamadeild-
ar á Akureyri, kjarkmikil, áræðin
og djörf. Hún lét aldrei deigan síga
og hopaði hvergi í baráttu fyrir
þeim málaflokkum, sem hún taldi
að yrðu til góðs, ekki aðeins ein-
staklingum heldur og þjóðfélaginu
í heild. Hún hafði til að bera þá
sérstæðu skaphöfn er gaf henni
óbilandi starfsþrek og vann henni
traust allra þeirra er hún átti sam-
skipti við.
Skammt austan Gjögra er Kefla-
vík, ef vík skyldi kalla, svo opin sem
hún er hinu mikla hafi. Oftast er
það illlendandi, en harðsnúnu liði
kvenna og karla með Sesselju í far-
arbroddi tókst það einn fagran
sumardag 1951. Hafist var handa
og sleitulaust unnið þar til skip-
brotsmannaskýli var risið af grunni.
Mér eru enn í minni mild þakkarorð
vinkonu minnar og gleðihlátur
hennar hljómar enn þegar ég færði
henni þau tíðindi að nú væri neyðar-
talstöð komin í skýlið í Keflavík.
Síðla sumar 1967 var tekið í notkun
veglegt og vel búið björgunarskýli
á Óxnadalsheiði að aflokinni fjöl-
mennri og fallegri vígsluathöfn.
Kvennadeildin á Akureyri hafði all-
an veg og vanda af þessari bygg-
ingu, sem hlaut nafnið Sesseljubúð
eftir hinum dugmikla formanni
deildarinnar. Og það var hátíðleg
stund þegar Sesselja kom fyrir fag-
urskomum og skreyttum krossi á
lítilli hillu og ánafnaði skýlinu.
Áreiðanlega fór þessi heittrúaða
kona með hlýjar bænir og heitar
óskir þeim til velfamaðar er þar
leituðu skjóls fyrir veðri og vindum.
En svo kom að því að krossmarkinu
var hnuplað og litla hillan hennar
var auð og tóm. Það gefur augaleið
að þetta fólskubragð var henni
þungbært og þessari heiðvirðu
konu, sem í engu mátti vamm sitt
vita, var þessi verknaður með öllu
óskiljanlegur.
Árið 1954 gaf SVFÍ litla flugvél,
sem nota átti á Akureyri til sjúkra-
flugs. Ýmsir erfiðleikar komu í veg
fyrir að það gæti orðið og var vélin
seld og andvirðið lagt í sérstakan
sjóð til að fjármagna flugvélakaup
síðar meir, og jafnframt var hafin
söfnun fjár í þessu augnamiði.
Sjúkraflug á Norðurlandi var þá
þegar eitt af baráttumálum Sesselju
og vann hún ótrauð að framgangi
þess. Svo var það í júlí 1958 að
flugvél var keypt til Ákureyrar til
að annast þaðan sjúkraflug og átti
kvennadeildin undir styrkri stjóm
Sesselju sinn stóra þátt í því að
þessi kaup komust í kring. En réttu
ári síðar varð hörmulegt slys, þegar
vélin fórst og með henni flugmaður-
inn og þrír farþegar. Þetta varð
Sesselju reiðarslag, en eins og svo
oft á Iífsleiðinni var eins og hún
efldist í mótlætinu og áfram var
haldið á sömu braut með sama
kjarkinum og sama dugnaðinum.
Og þá má heldur ekki gleyma á
þessari stundu eldlegum áhuga
hennar á björgunarskútu Norður-
lands. Það var hennar hjartans mál
og hvatti hún allar slysavamadeild-
ir í fjórðungnum að sinna því, efla
samtakamáttinn og að safna fram-
lögum til þess að smíði björgunar-
skútu gæti hafist. Sesselja var
sjálfsagður fulltrúi í björgunar-
skúturáði SVFÍ og skipaði þann
stóra sess með sóma. Og ég hefi
líka frá fyrstu hendi ýmsar snjallar
sögur af málafylgjukonunni, sem
ávallt og ævinlega lét karlana heyra
það óþvegið, þegar henni þótti hægt
ganga. Og þau eru enn fleyg og
höfð í minni orð föður míns, mikils
vinar og aðdáanda Sesselju, þegar
hann í lokahófi Slysavamaþings
bauð henni upp í dans og mælti svo
allir máttu heyra: „Hér kem ég með
þá einu og sönnu björgunarskútu
Norðurlands." Þetta kunnu þau að
meta, hlógu dátt og auðvitað á sinn
sérstæða hátt bæði tvö eins og þeim
einum var lagið.
Að leiðarlokum, á skilnaðar-
stundu, er þessari heiðurskonu
heilshugar samfylgd þökkuð. Fyrir
öll sín merku störf að mannúðar-
málum var Sesselja sæmd Riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
1962. Hún var heiðursfélagi SVFÍ
og á aðalfundi félagsins, sem hald-
inn var á Akureyri 1971, var hún
sæmd fyrsta þjónustumerki SVFÍ
úr gulli. Hún var þá nýhætt sem
formaður kvennadeildarinnar eftir
36 ára farsælt og viðburðaríkt starf.
I dag sameinast hugir slysa-
vamafólks um land allt í hinstu
kveðju, virðingu og þökk.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Br.)
Hannes Þ. Hafstein
Sesselja Guðrún Eldjám lézt í
Reylqavík þriðjudaginn 28. júlí
1987 í hárri elli. Hún fæddist 26.
júlí 1893 á Tjöm í Svarfaðardal,
dóttir hjónanna séra Kristjáns Eld-
jáms Þórarinssonar og konu hans,
Petrínu Soffíu Hjörleifsdóttur. Ævi-
saga Sesselju verður ekki rakin
hér. En þess vil ég geta að ég
þekkti Sesselju í sextíu ár og kona
mín í riærfellt fímmtíu. Hin fáu
orð, sem hér fara á eftir, eiga að
vera þakklætisvottur fyrir vináttu
hennar við okkur um áratuga skeið.
Sesselja Eldjám var ekki flókinn
né tvíræður pérsónuleiki. Hún var
hrein og bein, sagði umbúðalaust
það, sem henni bjó í bijósti. Kær-
leikurinn — eða ætti ég ekki heldur
að segja ástin — var höfuðeinkenni
hennar. Fjölskyldu sinni unni hún
af öllu hjarta. Hún fylgdist með
hveiju fótmáli síns fólks. Hún bar
eins konar móðurást til allra sinna
vandamanna og greiddi götu þeirra,
svo sem kraftar leyfðu.
Sesselja elskaði æskustöðvar
sínar, Svarfaðardalinn. í hennar
augum var dalurinn guðlegur stað-
ur — engin önnur sveit komst í
jafnkvisti við hann. Allt um það
kunni hún vel að meta aðrar sveitir
og þokka þeirra, en það var guð-
last að taka þær fram yfir Svarfað-
ardalinn.
Alla sína muni elskaði Sesselja,
hversu fánýtir og ómerkilegir sem
þeir voru. Útvarpið hennar — hið
mesta skrifli — sem ekki var hægt
að hlusta á nema hoppa á gólfinu,
var henni svo kært að það var hin
mesta goðgá að segja um það ljótt
orð.
Alla þessa ást Sesselju á um-
hverfi sínu þekkti ég mæta vel af
löngum kynnum. En fyrst og bezt
kynntist ég þó hlýju hennar og alúð
í mötuneyti hennar í Brekkugötu 9
á Akureyri. í rauninni væri réttara
að kalla þetta heimili en mötu-
neyti. Þar var saman kominn
fjölbreytilegur hópur fólks á öllum
aldri með mjög ólík viðhorf og
áhugamál. í rauninni var mötuneyt-
ið þverskurður af þjóðfélaginu. Það
mætti æra óstöðugan að minnast á
allar þær manngerðir, sem þar voru
saman komnar. En mér er ljúft að
riíja upp að þar kynntist ég sumum
gáfuðustu mönnum sem ég hefi
þekkt og jafnframt einhveiju
hjartabezta og háttprúðasta fólki,
sem orðið hefir á leið minni. En
allt um það var hópurinn sundurleit-
ur og skoðanir skiptar. En með
hlýlegri framkomu sinni tókst Sess-
elju að halda þessum §ölbreytilega
flokki saman. f mötuneytinu var
ekki aðeins gott samkomulag. Þar
var stofnað til vináttu, og þar gekk
ástin um garða. Hún læddist út í
hvem kima og blómstraði í hveiju
skoti.
Þessi vinátta og ástúð, sem
drottnaði meðal mötunautanna, var
í samræmi við þann anda sem Sess-
elja og systir hennar, Ingibjörg,
sköpuðu á heimili sínu. Allir mötu-
nautarnir urðu vinir þeirra. Engum
leyfðist að segja illt orð um þá —
alltaf tók Sesselja svari þeirra. Það
skipti engu máli hvort menn stóðu
í skilum, alltaf hafði hún afsökun
á reiðum höndum. Hún tók svari
matþega sinna, ef á þá var hallað.
Kærleikurinn mátti sín alltaf mest.
En þessi afstaða Sesselju, sem
mótaðist af ást eða kærleika, hafði,
að því er ég hygg, ekki áhrif á
dómgreind hennar. Ég held, að
innst inni hafi hún metið fólk að
verðleikum, þótt svo virtist sem
kærleikurinn glepti henni sýn. Hún
lét þó aldrei uppi annað en sam-
ferðamenn hennar væru gallalausir,
á hveiju sem gekk.
Ég verð að gera þá játningu að
ég gat oft ekki stillt mig um að
stríða Sesselju og ég sé raunar
ekkert eftir því. Eg held að hún
hafi haft gaman af því. Það var
ósköp vandalítið að stríða Sesselju.
Það þurfti ekki meira til en tala
með lítilli virðingu um eitthvað, sem
henni var kært, t.d. Stólinn í Svarf-
aðardal. Þá varð hún æf. En út úr
þessari stríðni varð venjulega
skemmtun. Um leið og hún fann,
að ég talaði um hug mér, dvínaði
reiðin og við urðum sátt á nýjan
leik.
Þótt Sesselja væri ekki flókinn
persónuleiki var hún allt um það
sérkennileg. Hún var röggsöm og
myndug, höfðingi í lund, kát og
glöð, hvað sem á bjátaði, og
tryggðatröll. Tilveran fær annan
svip við lát hennar.
Halldór Halldórsson
Sesselja Guðrún Eldjám, fyrrum
matráðskona og matsölukona á
Akureyri, lést háöldruð 28. júlí sl.
í Reykjavík. Sesselja fæddist 26.
júlí 1893 á Tjörn í Svarfaðardal og
var dóttir hjónanna Petrínu Hjör-
leifsdóttur og séra Kristjáns Eld-
jáms Þórarinssonar, sóknarprests
þar. Séra Kristján var gáfumaður,
skáldmæltur, smekkvís á íslenska
tungu og glaðvær í lund. Sesselja
var yngst 8 systkina, en 5 þeirra
komust á fullorðinsár. Að henni
stóðu prestar í flestar kynkvíslir.
Faðir hennar var sjötti prestur f röð
í beinan karllegg mann fram af
manni frá séra Eldjámi Jónssyni á
Möðruvallaklaustri, f. 1694. Báðir
afar og þrír langafar hennar vom
prestar.
Sesselja Eldjám dvaldist í heima-
húsum til 1918. Ráðskona var hún
á Dalvík 1919—1923. Matráðskona
var hún við Gagnfræðaskólann á
Akureyri, síðar menntaskólann
1924—1928. Matsölu stofnaði hún
á Akureyri 1928 og rak hana til
1949. Hún stofnaði með fleirum
kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal
og var ein af stofnendum Ung-
mennafélags Svarfdæla og starfaði
í báðum þessum félögum. Hún vann
lengi á Akureyri að málefnum
Slysavamafélags íslands, stofnaði
þar ásamt fleirum kvennadeild
1935 og var formaður hennar frá
upphafi um langt árabil. Hún var
heiðursfélagi Slysavamafélags ís-
lands.
Sesselja giftist aldrei en Ingi-
björg, systir hennar, sem var 9
ámm eldri, var alltaf í heimili með
henni og henni til aðstoðar, vann
henni það sem hún vann og var það
ekki lítið. Var samband þeirra
systra mjög náið, samheldni og ein-
drægni með þeim mikil og samspil
þeirra í starfi og lífi með þeim
hætti, að þar var aldrei feilnóta
slegin.
Á ráðskonuámm sínum við gagn-
fræðaskólann studdi Sesselja
skólastarfið þar vel og drengilega
og raunar beint og óbeint eftir það,
meðan hún rak matsölu sína. Ráðs-
konu- og matsölustörf Sesselju
kröfðust mikillar atorku og elju, en
aldrei var bilbug að finna á þeim
systmm. I byijun kreppuáranna
réðst Sesselja í það fyrirtæki að
kaupa stórt hús í miðbæ Akur-
eyrar, Brekkugötu 9. Naut hún þar
liðveislu góðra manna. Var frændi
hennar, Kristján Ámason, kaup-
maður á Akureyri, helsta hjálpar-
hella hennar í því átaki eins og
raunar í mörgu öðm, sem hann
gerði fyrir hana fyrr og síðar. Má
með sanni segja að Sesselja hafi
verið af vinum sæl en ekki af fé
æmu.
Hún var í eðli sínu forystu- og
athafnakona, kjarkmikil, úrræða-
góð og framtakssöm og lét ekki
deigan síga. Ekki rak hún þó mat-
sölu sína í ábata- og hagnaðarskyni
og laut ekki lögmálum markaðar-
ins. Var hún ekki knúin til athafna
af gróðahug heldur af ást á iðju,
þjónustu, liðsinni og samneyti við
aðra. Hún seldi fæðið ódýrt og það
sem hún setti upp fyrir það, var
jafnan undir gangverði. Reiknuðu
þær systur sér lágt kaup en á hinn
bóginn ómælda vinnu. Sóttu þær
laun sín í þá starfs- og lífsgleði, sem
margt vel unnið starf veitir í sjálfu
sér. Aldrei mkkaði Sesselja kost-
gangara sína um borgun en hún
var heppin að því leyti að flestir
þeirra vom skilamenn. Þó vom þar
innanum fáeinir sem aldrei inntu
neina greiðslu af hendi fyrir mat-
inn, en ekki erfði Sesselja það við
þá, því að þeir vom boðnir velkomn-
ir til hennar á ný, ef þeir þurftu
aftur á gjafafæði að halda. Svo sem
vænta mátti reiddi Sesselja ekki
digran sjóð frá ævistarfi sínu, því
að eignalaus var hún eftir á, en
stóð þó í skilum við alla og skuld-
aði engum neitt þegar upp var
staðið.
Sesselja rak hins vegar matsölu
sína sem heimili og gerði hana að
athvarfí fyrir einhleypa kostgang-
ara sína. Lét hún sér annt um þá
á alla lund. Þeir vom þar samvistum
utan matmálstíma, blönduðu þar
geði og nutu félagsskapar hveijir
við aðra og gerðu þar hitt og þetta
sér til dundurs og dægrastyttingar
í frístundum sínum. Sesselja flutti
með sér hressilegan blæ hvar sem
hún kom, henni fylgdi gamansemi
og gleði og hún kom með hlýju,
birtu og sólskin inn í líf annarra.
Hún var kona úthverf, hreinskiptin,
einlæg og hjartanleg í samskiptum
sínum við aðra og vildi alla gleðja.
Var hún veitul kona, höfðingi í lund
og ræktarleg að sama skapi. Satt
var það sem sagt var að matsala
hennar í Brekkugötu 9 var merkileg
stofnun.
Sesselja gaf sig mjög að félags-
málum og lá þar ekki á liði sínu
fremur en í öðm sem hún tók sér
fyrir hendur. Var hún og prýðilega
máli farin og átti auðvelt með að
koma fyrir sig orði. Kunnust mun
hún hafa verið fyrir störf þau sem
hún vann í slysavamamálum á
Norðurlandi og verða þau ekki rak-
in hér.
Eins og áður er vikið að, rann
mikið prestablóð í æðum Sesselju
og þeirra systkina, líklega meira
en í nokkmm öðmm íslendingum.
Eitt sinn sagði Sigurður Nordal
prófessor við Sesselju hér norður á
Akureyri: „Sjaldan fellur eplið langt
frá eikinni." Víst er um það að
kristilegir eiginleikar vom ríkir í
fari þeirra systra, heiðríkja hugans,
hlýtt hjartalag, „mannást heit og
hrein", umhyggja fyrir öðmm.
Sesselja hætti matsölu 1949.
Árið 1972 flutti hún til Reykjavíkur
og gerðist vistkona á Dvalarheimil-
inu Hrafnistu. Ingibjörg systir
hennar var þá látin fyrir nokkm.
Sesselja átti við vanheilsu að
stríða áratugum saman, allt frá því
að hún var á góðum aldri, og hijáðu
hana margháttaðir kvillar og veik-
indi. En eins og sumt heilsulítið
fólk bjó hún yfir ótrúlegri seiglu,
rétti jafnan við eftir rúmlegur,
sjúkrahúsvistir og aðrar hrellingar
í heilsufari sínu og varð síðan svo
Ianglíf sem raun varð á. Mótlæti
ýmiskonar reyndi hún í lífinu, en
mestu áfalli varð hún fyrir á ævi
sinni þegar Kristján forseti, bróður-
sonur hennar, féll frá fyrir aldur
fram árið 1982. Var hann henni
alla tíð einkar kær.
Á síðustu ámm sínum fann hún
mjög fyrir þunga ellinnar sem sótti
fast á hana og vom síðustu tvö
árin henni svo erfíð að hún þráði
framar öðm að fá iausn frá jarð-
neskum böndum sínum. Hún var
trúkona, átti sér trúarvissu og
vænti sér góðrar heimkomu og end-
urfunda við ástvini sína. Hinn 28.
júlí, rétt eftir 94. afmæli sitt, fékk
hún ósk sína uppfyllta að undan-
genginni innvortis blæðingu nokkr-
um dögum áður og hlaut hægt
andlát.
Mikil ágætis- og velgerðarkona
margra er nú gengin þar sem Sess-
elja var. Henni fylgja í hinstu för
hlýjar kveðjur og þakkir fyrir löng
og góð kynni, hjálpsemi og vináttu
frá fyrstu tíð, ekki síst við foreldra
þess, sem þetta ritar. Blessuð sé
minning Sesselju Eldjám.
Ólafur Sigurðsson
Afasystir mín og vinur, Sesselja
Eldjám, er látin. Hún er farin þang-
að sem hún hafði þráð að komast
nú síðustu árin. Henni varð að ósk
sinni tveimur dögum eftir níutug-
asta og fjórða afmælisdaginn, og
fékk hægt andlát þriðjudaginn 28.
júlí. Með Sellu er horfínn höfðingi,
góð kona og kvenskömngur.
Ég kynntist Sellu sem smástelpa
á Akureyri. Þá bar ég óttablandna
virðingu fyrir þessari frænku minni
sem sigldi um götumar uppábúin í
peysufötum, fjarstýrði í gegnum
síma kaupum á björgunarskipum
og flugvél fyrir Slysavarnafélagið
og hló hærra og meira en aðrar
konur. Sella þorði að fara ótroðnar
slóðir. Hún sagði mér einu sinni frá
því hvemig hún hafði sem ung
prestsdóttir heima á Tjöm í Svarf-
aðardal farið í síðbuxur sem hún
hafði látið sauma sér þvert ofan í
ríkjandi venju þá um að konur
skyldu ganga í pilsum og farið út
með karlmönnunum til þess að bera
á túnin. Þetta lýsir Sellu. Hún var
kona sem þorði og hafði nóg sjálf-
straust til þess að gera það sem
þótti sjálfri rétt og eðlilegt. Sella
bjó öll sín bestu ár á Akureyri en
þegar hún taldi að tími væri kominn
til þess að draga saman seglin og
fela öðrum stjóm á slysavamamál-
um á Akureyri, sem vom hennar
hjartans mál, flutti hún til
Reykjavíkur og bjó eftir það á
Hrafnistu. Þar hætti ég að vera
smástelpan og hún stórveldið. Þar