Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987 SPORTVÖRU- ÚTSALA í S PÖ RTU Laugavegi 49 Stórglæsileg útsala á íþróttavörum. Hér eru aðeins nokkur sýnishorn Trimmgaliar. Barnastærð- ir: 3 ára til 14 ára. Ýmsar tegundir. Kr. 1190,- (áður 1840-2280,-) Hi Walk leðurskór Nr. 23-41. Bláir — rauðir. Kr. 990,- (áður 1590 og 1960,-) Adidas Stadion (leður) Nr. 25-38. Svartir. Kr. 1190,- (áður 1895,-). Adidas Nevada Nr. 36-46. Kr. 990,- (áður 1490,-) Trimmgallarfullorðinna. Aeróbikk fatnaður Öll númer. Kr. 1490,- Leikfimi fatnaður (Áður 2490-2820,-). Bamastærðir, unglinga- stærðir, fullorðinsstærðir. Bolir — buxur. Kr. 399,- Töskur. Verð frá kr. 290,- Stakar buxur. Nr. S — M — L — XL. Kr. 890,- (áður 1950,-). Sundfatnaður — sundbolir Verð frá kr. 690,- Sundskýlur kr. 290,- Bómullarhettugallar. Kr. 1980,- (áður 3419,-). Markmannsbuxur og markmannspeysur. íþróttabolir kr. 499,- (áður 778,-). íþróttasokkar kr. 99,- (áður 249,-). Fótboltar nr. 4 og 5 kr. 490,- (áður 795,-) og fleira og fleira. Adidas Grace (mjúkt leður) Nr. 36-42V2. Gulir - grænir. Kr. 990,- (áður 1980,-). Leikfimiskór — tátiljur Nr. frá 30. Verð frá kr. 199,- Við rúllum boltanum tilykkar. Nú er tækifærið tilað gera góð kaup. SPORTVÖRUVERSLUNIN emm LAUGAVEGI 49 SIMI 12024 Bílageymslur miðbæjaríns •• * eftir Onund Ásgeirsson Dýrustu byggingarlóðir Reykjavíkur eru í gamla Miðbænum í Reykjavík, nánar tiltekið á reitun- um, sem afmarkast af Kalkofns- vegi, Tryggvagötu, Tollstöðvar- húsinu og Reykjavíkurhöfn að norðan. Þessi byggingarreitur er utan fluglínu Reykjavíkurflugvallar og því þarf hann ekki að hlíta hæð- artakmörkunum, svo sem annars gildir um byggingar í Miðbænum. Þama er því möguleiki á að byggja stórt, og þannig að forða eyðingu Miðbæjarins og )rfirvofandi dauða vegna mannfæðar. Það er öllum ljóst, að hlutverk Miðbæjarins hefir stórum minnkað á undanförnum áratugum. Nú má sjá fyrir, að Mið- bærinn hýsir framvegis aðeins banka, stofnanir Alþingis og borg- arstjómar og lítið annað, ef ekkert verður að gert. Á þessum reit hefir umferðar- nefnd borgarinnar gert tillögu um byggingu 4ra hæða bílageymslu- húss. Þessari vandræðalegu tillögu þyrfti að gleyma sem allra fyrst. Bílageymslur ættu að vera undir allri samstæðunni (komplexinu) á einni eða e.t.v. tveim hæðum, sem aðallega myndu notast af íbúum og fyrirtækjum, sem byggðu þenn- an stað. Hér þarf því að beita nýjum aðferðum í arkitektúr, og hugsa til meira en einnar eða tveggja hæða. Danósa lágkúruarkitektúrinn er löngu búinn að ganga sér til húðar hér í bæ, og menn ættu að hyggja til annars, t.d. mætti skoða sam- stæðuna á austurbakka Rhone- árinnar, nokkm fyrir neðan Genfarvatnið, svo dæmi sé nefnt. Það er þegar fyrirsjáanlegt, að Reykjavík mun enda upp um fjöll og fímindi með byggingarlóðir inn- an skamms, ef ekki verður tekin upp ný stefna með betri nýtingu á lóðum, einkanlega á dýrmætustu stöðunum. Gott dæmi um nýleg mistök af þessu tagi er hið nýja og fallega hús Kringlan. Þetta hús hefði átt að vera minnst 3—4 hæð- um hærra til að njóta sín og bæta nýtni lóðarinnar. Önnur nýleg dæmi em t.d. hús Rafmagnsveitu og Hita- veitu Reykjavíkur, sem bæði standa á einum fegursta byggingarreit borgarinnar, en hefðu átt að vera margfalt stærri til nýtingar lóð- anna. Þetta em slæm mistök og þeim verður að hætta. Nú hefir galdramaðurinn góði í embætti borgarstjórans í Reykjavík, Davíð Oddsson, látið teikna nýtt ráðhús staðsett í norð- vesturhluta Tjamarinnar með bflageymslum á tveimur hæðum undir húsinu. Þetta er góð staðsetn- ing og mun auka fegurð umhverfís Tjömina, öllum til gagns. Lóðin kostaði borgina ekkert, aðeins að ijarlægja gamalt og löngu úr sér gengið hús, sem notað hefír verið af Félagsmálastofnun borgarinnar, sem nú fær væntanlega inni í nýja ráðhúsinu. En þetta gefur augaleið um, hvemig mætti leysa hið mikla vandamál Miðbæjarins um bíla- geymslur. Þar ætti einfaldlega að byggja undir nyrðri Tjöminni. Þama mætti gera tveggja hæða bílageymslur, sem myndu duga Miðbænum um langa framtíð. Verkið er einfalt í framkvæmd, þar sem unnt er að veita vatninu burt, og síðan byggja á þurru. Hag- virki myndi byggja þetta á 4—5 mánuðum, en aðrir verktakar kannski á eitthvað lengri tíma. Byggja þarf aðhaldsvegg meðfram Skothúsvegi og Tjamarbrúnni, sunnan við bflageymslumar og e.t.v. eitthvað meðfram þeim bæði að sunnan og vestan, til að koma í veg fyrir framrás jarðvatns, sem síðan yrði dælt burtu, og þannig komið í veg fyrir flotáhrif í sjálfum J bflageymslunum. Tjömin stæði Önundur Ásgeirsson „Það er þegar fyrirsjá- anlegt, að Reykjavík mun enda upp um fjöll og f irnindi með bygg- ingarlóðir innan skamms, ef ekki verður tekin upp ný stefna með betri nýtingu á lóðum, einkanlega á dýrmæt- ustu stöðunum.“ síðan ofan á sjálfum bílageymslun- um og yrði eins útlítandi og nú er, nema nokkm snyrtilegri. Jafnframt mætti gera þama skautabrautir á hluta Tjarnarinnar, hokkíbrautir og hlaupabrautir, t.d. sunnan við ráð- húsið. Eftir byggingu bílageymsl- anna myndi vatninu úr syðri Tjöminni veitt að nýju inn í nyrðri Tjömina og allt leita til sama fars og nú er. Og hér með mega verk- fræðingar og stjómmálamenn taka við. Eðlilegast væri að þessi fram- kvæmd yrði unnin í sambandi við byggingu ráðhússins og jafnframt að tekin yrði nógu stór bíla- geymsla, helst öll nyrðri Tjömin. Það yrði að líta á framkvæmdina sem fyrirtæki, sem ætti að skila arði. Fjármögnun ætti að vera með lántöku, innlendri eða erlendri, auk einhvers árlegs framlags borgar- sjóðs. Aðalatriðið er, að Miðbænum sé bjargað út úr vandræðaskapnum, sem hann nú hefír komist í vegna aðgerða og aðgerðaleysis á þessu svæði nú um langan tíma. Það er þegar ljóst að Reykvíking- ar munu framvegis nota einkabfla til allra flutninga. SVR hefír ekki tekist að koma í veg fyrir þessa þróun, en aðeins lítill hluti Reyk- víkinga notar strætisvagna. Borg- aryfírvöldum er því skylt að mæta þörfum íbúanna með því að sjá um nægilegt framboð á bflastæðum og þetta er ódýrasta og hagkvæmasta lausnin. Kostnaðurinn verður hins vegar að berast uppi af notendum bflageymslunnar, en þetta getur ekki tekist, nema allmiklu dýrara verði að nota stöðumæla en kostar að nota bílageymslustæðin. í þessu sambandi er e.t.v. rétt að nefna að bæði alþingismenn og starfsmenn Alþingis svo og starfsmenn borgar- innar eiga að sjálfsögðu að greiða fyrir afnot af bílastæðum, eins og allur almenningur. Höfundur er viðskiptafræðingvr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.