Morgunblaðið - 05.08.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987
Þorsteinn hengir jakka
sinn á bak forsætisráð-
herrastólsins í fyrsta sinn
Texti undir forsíðumynd í Morgunblaðinu 9. júlí 1987
eftirSímon
Steingrímsson
Hinn 7. júlí birtist í Morgun-
blaðinu stefnuyfirlýsing og starfsá-
ætlun ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar á tveimur opnum, en í
greininni eru þetta kölluð drög.
Hinn 10. júlí segir Þorvaldur
Gylfason að málefnasamningurinn
sé í mörgum greinum skynsamleg-
ur, skilmerkilegur og með kunn-
áttubrag nema í landbúnaðarmál-
um. Þetta fannst mér líka við fyrsta
yfirlestur, en við fjórða lestur tók
ég eftir því að fyrir utan fyrstu
aðgerðir, sem eru að mestu skattaá-
lögur eru á þessum fjórum blaðsíð-
um aðeins sex atriði, sem hægt er
að hrinda í framkvæmd. Þau eru
eftirfarandi:
1. Sjálfstæðis-, Framsóknar- og
Alþýðuflokkur hafa náð sam-
komulagi um myndun nýrrar
ríkisstjómar.
2. Gengi krónunnar verði haldið
stöðugu.
3. Kjamfóðurskattur verður lagður
á til að styrkja innlenda fóður-
framleiðslu.
4. Staðgreiðsla beinna skatta kem-
ur til framkvæmda í ársbytjun
1988.
5. Stofnsettur verði sjávarútvegs-
skóli þar sem sameinuð verði
kennsla í sjávarútvegsfræðum.
6. Ríkisstjómin mun koma á sam-
ræmdu lífeyrissjóðskerfi fyrir
alla landsmenn, er taki gildi á
grundvelli frumvarps til laga um
starfsemi lífeyrissjóða. Bætt
verði í frumvarpið ákvæðum
þess efnis að ekkja/ekkill haldi
lífeyrissjóðsréttindum maka hafí
þau verið meiri en hans/hennar.
Sama gildir um fólk í óvígðri
sambúð sem jafna má til hjú-
skapar.
Já loksins erum við búin að fá
líflegan kirkjumálaráðherra! En var
ekki búið að ákveða staðgreiðslu
skatta.
Fátt kemur á óvart í fyrstu að-
gerðum stjómarinnar. Að vanda
hefur Alþingi svikist um að gera
raunhæf fjárlög svo á miðju ári
þarf að gera ráðstafanir. í málefna-
samningum kemur fram oftrú á
vaxtahækkun í stað þess að tak-
marka peningamagn í umferð.
Minnst er á einföldun skattkerfis-
ins. Eg hnaut nú um 4 kr. gjald á
hvert kíló af bifreiðum. — Um Cal-
igula keisara segir: „Hann lagði
skatt á allt sem heiti hefur, meira
að segja . . .“
Önnur atriði er eru öllu losara-
legTÍ. Orðið endurskoðun eða
myndir af því koma fyrir liðlega
40 sinnum, enn auk þess: að örva
— að athugað verði — auka gæði
— auka hagkvæmni — auka sparn-
að — að auka veg og virðingu —
átak verði gert — beita sér fyrir —
bæta rekstur — bæta hag — dregið
verði úr — flýtt fyrir — fylgst náið
með — leggja áherslu á. — gera
einfaldari — gera kleift — gera
réttlátari — gerðar verði breytingar
— greitt verði fyrir — í auknum
mæli — lagður grunnur — leitað
leiða — litið verður á — mæta vanda
— samræmt verður — sem minnst
— sem hest — stefnt að — stuðla
að jafnari — styrkja samkeppnis-
stöðu — tekjustofnar verði
almennir og skattlagning hlut-
Iaus — unnið verði að — undirbúið
verði — veita aðhald — verða treyst-
ar — verði aukið — verði bætt —
verði breytt — verði efld — verði
fækkað — verði réttlátari — verði
unnin skipulega — vinna að aðlögun
— örva vöruþróun.
Auðvitað hlýtur málefnasamn-
ingur oft að vera almennt orðaður,
en þessi einkennist töluvert af því
að menn hafa ekki heldur heildar-
sýn yfir þau vandamál sem við er
að etja, en eiga þess í stað í hand-
raðanum allskonar meðöl sem þá
langar til að prófa. Málefnasamn-
ingurinn er skilmerkilega kafla-
skiptur, en ég mun hér á eftir drepa
á nokkur af þeim vandamálum, sem
mér fínnst blasa við í íslensku þjóð-
félagi.
1. Stjórnkerfi
Megin vandamál íslenska stjórn-
kerfisins er að hér er nánast engin
skipting í löggjafar- og fram-
kvæmdavald. Alþingi er, eftir að
ríkisstjórn hefur verið mynduð, auð-
mjúkur þjónn ríkisstjórnarinnar,
nema fjárveitinganefnd, sem fer þó
nánast með framkvæmdavald. Þeg-
ar stefnumörkun og framkvæmd
stefnu falla saman fellur niður það
aðhald sem hvor þarf að veita öðr-
um. Stefnan er mótuð eftir því
hvemig framkvæmdum miðar og
ef framkvæmd fer úrskeiðis koma
menn sér upp nýrri stefnu. Þetta
kemur glöggt fram þegar sett em
lög, en síðan ér ekkert hugað að
kostnaðinum og þau em jafnvel
ógild vegna þessa.
Innan Alþingis er einnig mikil-
vægt að skipta störfum fjárvéiting-
arnefndar í tvennt, þ.e. í heildar
fjáröflun og fjárveitingar innan ein-
stakra málaflokka. Þarna örlar á
skilningi í grein 4.2.5. í málefna-
samningnum, en eftir er að sjá að
Alþingi sýni sjálfu sér þennan aga.
Margir hafa nefnilega gaman að
sitja báðum megin við borðið.
Þá er nauðsynlegt að banna út-
gáfu bráðabirgðalaga til lengri tíma
en einnar viku. Það er óþolandi
vorverk í þingræðisríki að ríkis-
stjórnin sendi Alþingi heim þegar
þingmenn em hræddir við að gera
eitthvað.
Þáð er einnig óþolandi að ný-
kjörnir þingmenn sem búnir em að
lofa gulli og grænum skógum kom-
ist upp með að láta reikna út nýjan
efnahagásannleika eftir kosningar,
og þurfi ekki að standa kjósendum
sínum skil í atkvæðagreiðslu á Al-
þingi fyrr en eftir dúk og disk.
2. Hagrir almenningfs
í því góðæri sem nú ríkir horfir
almenningur gjarnan á fjögur atriði
fyrir utan laun.
1. Matarkostnaður: Lengi hefur
verið vitað að matarkostnaður er
hér óheyrilega hár miðað við lægstu
laun. Þetta á sér margvíslegar or-
sakir, m.a. háan framleiðslukostnað
á landbúnaðarvömm. Einnig virðist
skorta mjög á skilning stjórnvalda
á að ódýr matvara er ein af'undir-
stöðum þess að láglaunafólk njóti
nokkurs jafnréttis. Ein frægasta
mgludolla landsins, sem gerði
dmllusokkinn að skjaldarmerki
mannsins síns hefur nýlega verið
að gefa góð ráð um ódýran mat og
fleiri hafa tekið þátt í umræðunni.
En eitt virðist flestum gleymast,
sem sýna lága búreikninga, en það
er 'hve oft fjölskyldumeðlimirnir
mæta í mat. Það er nefnilega orðið
vemlegt kjaramál hvort menn geta
étið sig metta á vinnustað og sá
litli kostnaður sem menn borga þar
fer ekki á matarreikninginn í JL-
húsinu. Og það fer hann heldur
Símon Steingrímsson
„ Auðvitað hlýtur mál-
efnasamningur oft að
vera almennt orðaður,
en þessi einkennist tölu-
vert af því að menn
hafa ekki heldur’heild-
arsýn yf ir þau vanda-
mál sem við er að etja,
en eiga þess í stað í
handraðanum allskon-
ar meðöí sem þá langar
til að prófa.“
ekki ef menn borða hjá Gauki á
Stöng.
2. Húsnæðiskostnaður: Versta
óhappaverk síðustu ríkisstjómar
vom ráðstafanir hennar í húsnæðis-
málum. Há lán út á gamlar íbúðir
urðu til þess eins að stórhækka allt
íbúðaverð í landinu og em undir-
staða þeirrar verðbólguöldu sem nú
er risin. Nauðsynleg afskipti ríkis-
valds af húsnæðismálum em mjög
einföld. í samvinnu við sveitarfélög
þarf að tryggja jafnt framboð á
lóðum og veita meginhluta fjár-
magns húsnæðislánakerfisins til
verktaka er bjóði fram nýjar íbúðir
í samkeppni við gamlar. Minnihátt-
ar fyrirgreiðslu mætti veita þeim
sem kaupa íbúð í fyrsta sinn til að
kaupa gamlar íbúðir. En það er
gagnslaust fyrir húsnæðiskerfið í
landinu að ausa fé í að staðgreiða
erfingjum hlut sinn í íbúð látinna
foreldra.
3. Barnaframfærsla: Eftir að kon-
ur hættu að líta á heimilisrekstur
sém aðalatvinnu sína og vinna
beggja foreldra varð undirstaða
sómasamlegrar afkomu almenns
launafólks em bamabætur í ein-
hverri mynd eitt megin kjarajöfnun-
aratriði. Bein ríkisfyrirgreiðsla
vegna framfærslu bama er í engu
hlutfalli við framfærslukostnað
þeirra. Sveitarfélög greiða að mestu
bamagæslu fyrir takmarkaðan for-
gangshóp, og heilbrigðisþjónustan
fyrir hluta starfsmanna sinna. Það
sýnir sig hjá heilbrigðisþjónustunni
að starfsmenn meta ekki þessa stór-
felldu fyrirgreiðslu á við laun og
er það nokkur þversögn, en stór-
auknar bamabætur eða skattaaf-
sláttur er eitt megin kjarajöfnunar-
atriðið.
4. Eftirlaun er eitt atriði sem nokk-
ur loforð em gefin um í stjórnar-
sáttmálanum og er stórmál. Er
vonandi að menn beri gæfu til að
losa ríkið sem mest út úr þeim
greiðslum en láta einstaklingana
sjálfa tryggja sér lífeyri með
greiðslum af launum, en greiða
mætti í lífeyrissjóð húsmæðra með
barnabótum. Þær konur sem eru
heimavinnandi til að stjana við einn
kall þurfa ekki slíkar greiðslur.
Oftast gleyma menn undirstöðu
hagsældar almennings: menntun,
heilbrigðisþjónustu og atvinnu-
öryggi. Það er furðulegt hve
óprúttnir stjórnmálamenn hafa á
undanförnum ámm átt auðvelt með
að sá fræum tortryggni um heil-
brigðis- og menntakerfi og reyna
að gera starfsmenn skóla og sjúkra-
húsa að blórabögglum um fyrir það
sem úrskeiðis gengur í þjóðfélaginu.
3. Landbúnaðarmál
Doktor Benjamín segir í grein í
Mbl. 9. júlí. „Bændur eru ekki
agaður lýður“. Enginn sem notið
hefur þeirra forréttinda að alast upp
í sveit og ganga þar til fjölbreyttra
verka getur tekið undir þessi orð,
en á annað er að líta. Landbúnaður
er í dag ekki beinlínis atvinnuvegur
heldur lífshættir. Öll umræða um
landbúnaðarmál er á trúboðsstigi.
Nú tala allir um offramleiðslu sem
megin vandamál landbúnaðarins,
en líklega sér nú fyrir endann á
henni. Það eru í rauninni aðeins
tvö vandamál í íslenskum land-
búnaði. Hár framleiðslukostnað-
ur og ótrygg gæði kjöts. Hár
framleiðslukostnaður leiðir til þess
að afurðirnar em allstaðar óseljan-
legar nema á lokuðum heimamark-
aði. Léleg kjötgæði koma fram í
því að fólk snýr sér frá lambakjöti
og nautakjötsmarkaðurinn er fullur
af smygli.
Ástæðan fyrir að svo er komið í
íslenskum landbúnaði er að með
lögum hafa markaðsöflin verið gerð
útlæg úr landbúnaði, en stundaður
ríkisstyrktur einkarekstur. Enn em
íslenskii' bændur með tilstyrk lög-
gjafarvaldsins að berjast á móti
atvinnuháttum Thors Jensens. At-
vinnugrein sem kaupir aðföng sín,
áburð og fóðurbæti á tilbúnu verði
og selur afurðir sínar, mjólk og kjöt
á tilbúnu verði, getur engum raun-
hæfum framfömm tekið. — Þeir em
meira að segja búnir að uppgötva
þetta í Sovétríkjunum. — Með
síðustu ráðstöfunum í landbúnaðar-
málum er bústærð flestra bænda
orðin svo óhagkvæm að fram-
leiðslukostnaður hlýtur enn að
hækka.
Það verður því ekki lengur kom-
ist hjá lífsháttabreytingu í land-
búnaðarmálum. Það verður að fella
niður einkarétt fjölskyldubúanna og
miðstýringuna og hleypa markaðs-
öflunum að. Það er hins vegar
misskilningur hjá Eyjólfi Konráð
og fleirum að sérstök kaupfélög
fyrir Sjálfstæðismenn breyti þarna
einhveiju um.
4. Sjávarútvegiir
Tímabundið hefur tekist að leysa
vandamál sjávarútvegsins með
kvóta á skip, og allir viðskiptahætt-
ir með fisk em orðnir miklu fijáls-
legri. Til lengri tíma getur svona
ríkisúthlutun til einstaklinga ekki
gengið. Hinsvegar mætti með því
að einskorða afskipti ríkisvaldsins
af fiskveiðum við það að úthluta
kvóta til sveitarfélaga sem hefðu
þá möguleika til að úthluta skipum,
frystihúsum, einstaklingum hvar á
landi sem væri, fá nýtt líf í málið,
því með því ynnist:
1. Að dregið væri úr smásmuguleg-
um ríkisafskiptum.
2. Að sveitarfélögunum væri í raun
fenginn auðlindaskattstofn.
3. Að sveitarfélögin gætu haft mik-
il áhrif á eigin atvinnumál.
4. Að markaðsbúskapur gæti aukið
hagkvæmni í útgerð.
5. Heilbrigðismál
Ég held að allir heilbrigðisráð-
herrar, sem setið hafa hafi lent
ofan í hálfgerðum nornapotti og
fáir náð miklu valdi á málaflokkn-
um. I heilbrigðismálum er mikil
sjálfstýring. Vandinn er að almenn-
ingur vill kaupa góða heilsu, en
aðeins heilbrigðisþjónusta er föl. I
rekstri heilbrigðisþjónustu eins og
öðrum greinum er hægt að koma
við almennum hagræðingaraðgerð-
um til að bæta rekstur og er víða
gert. Vegna upplýsingaskorts er
ekkert vitað um hagkvæmni ein-
stakra fyrirtækja í heilbrigðisþjón-
ustunni hér á landi þar sem
mismunandi rekstrarform eru.
Þrennt kann að hafa aukið kostnað
heilbrigðisþjónustunnar á undan-
förnum árum, en það er:
1. Óþarflega miklar sjúkrahús-
byggingar.
1. Offramleiðsla á læknum, sem
þó hafa margir farið til útlanda.
1. Léleg heimaþjónusta við aldr-
aða.
Líklega þarf á næstu árum helst
að vera á varðbergi gagnvart einka-
réttartilhneigingum, sem starfs-
stéttir innan heilbrigðisþjónustunn-
ar hafa reynt að koma á. Kostnaður
við heilbrigðisþjónustu í nokkrum
löndum er nú talinn þessi:
Bandaríkin 11% af þjóðarframl.
Svíþjóð 10% af þjóðarframl.
Þýskaland 9% af þjóðarframl.
Bretland 7% af þjóðarframl.
ísland 7%af landsframl.
Þessar tölur munu vera sambæri-
legar. Þjóðhagsstofnun telur út-
gjöldin á Islandi nú liðlega 7% af
vergri landsframleiðslu, en fyrir
nokkrum árum var búið að segja
okkur að þau væru komin upp und-
ir 10% af vergri þjóðarframleiðslu,
en þá munu bætur almannatrygg-
inga hafa verið taldar með. Vaxandi
kostnaður við heilbrigðisþjónustu
er sumum áhyggjuefni, þó mér finn-
ist ekki tölurnar sýna það. En bætt
heilbrigðisþjónusta er mörgum
gleðiefni.
Miklar hræringar hafa verið í
rekstri heilbrigðisþjónustu í Banda-
ríkjunum og Bretlandi undanfarið
og óljóst um árangurinn. Banda-
ríkjamenn tala mikið um ábyrgð
einstaklingsins sem lausnarorð, en
samt hafa þeir dýrustu þjónustuna
og skilja marga eftir útundan. Sum-
ar fyrirbyggjandi — og forvarnar
aðgerðir hafa skilað árangri svo
sem tannburstun og reglubundið
eftirlit hjá tannlækni. ,En menn
gæta sín á að allskonar eftirlit get-
ur orðið atvinnubótavinna hjá
heilbrigðisstarfsmönnum. Líklega
eru brýnustu viðfangsefnin í dag:
1. Að bæta heimaþjónustu við aldr-
aða.
2. Að upplýsa almenning um skað-
valda svo sem áfengi og tóbak
og hreyfingarleysi og draga úr
streitu í þjóðfélaginu með því
að bæta hag almennings eins
og rætt er hér í kafla 2.
3. Að hafa uppi einhveija heilsu-
ræktar- og manneldisstefnu
(raunar nefnt í 11. kafla mál-
efnasamningsins) og skal hér
bent sérstaklega á að áróður
fyrir auknu kjetáti er ekki á
þeirra línu.
4. Að bæta umhverfi þannig að
dragi úr slysum og atvinnusjúk-
dómum.
5. Að takmarka greiðslur ríkisins
fyrir dýr lyf þar sem sambærileg
ódýrari lyf eru til.
6. Að auka starfsemi göngudeilda
sjúkrahúsanna til að draga úr
innlögnum og stytta legutíma.
7. Að reyna að koma upp einhveiju
virku eftirliti sem metur árangur
heilbrigðisstofnana.
6. Menntamál
Það er sama hvaða verk á að
vinna hér á landi. Alltaf kemur
mönnum fyrst í hug að kalla til
smiði og byggja hús. Þessi þrá-